Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRESKA knattspyrnusambandið er komið í hálfgerða sjálfheldu í máli Rio Ferdinands, leikmanns Man- chester United, sem mætti ekki í boðað lyfjapróf í september. Forráðamenn sambandsins segja engar reglur til um hvað eigi að gera við þá sem mæta ekki í lyfja- próf og hafa fengið Sebastian Coe, einn fræknasta hlaupara Bretlands, til að aðstoða sérstaka nefnd sem sett hefur verið á laggirnar til að fara yfir reglugerðir vegna lyfja- mála. David Davies, framkvæmdastjóri sambandsins, segir engar reglur til um svona mál og á meðan leikur Ferdinand með United eins og ekk- ert hafi í skorist þrátt fyrir að Al- þjóðaknattspyrnusambandið hafi hótað að gera eitthvað í málinu ef engin niðurstaða fæst heima fyrir. Raunar sagði Sepp Blatter í gær að Ferdinand ætti ekki að leika á með- an hann bíður eftir framvindu mála. „Við erum alls ekki ánægðir með hversu langan tíma þetta hefur tek- ið, en við verðum að vinna sam- kvæmt þeim leiðum sem okkur eru færar. Það eru engar reglur sem ná til mála sem þessa og því er málið mjög erfitt. Sérstök nefnd hefur hafið störf og hún á að fara yfir reglugerðirnar og lagfæra þær, en eins og er þá ná þær ekki yfir menn sem mæta ekki í lyfjapróf,“ sagði Davies. Í gær var tilkynnt að Rio Ferdin- and ætti að mæta fyrir sérskipaðan dómstól 18. og 19. desember. Coe aðstoðar í máli Rio Ferdinands Rio Ferdinand, leikmaður Manchester United. MIKIL viðskipti hafa verið með hlutabréf enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United undan- farna daga og hafa sérfræðingar á fjármála- markaði sagt að Malcolm Glazer, eigandi bandaríska ruðningsliðsins Tampa Bay, hafi áhuga á því að eignast meirihluta í enska liðinu ásamt hópi fjárfesta sem hann fer fyrir. Glazer ræður nú yfir 14,3% hlut í félaginu en á föstu- dag tilkynnti þýskur banki að hann hafi sýslað með 4,5% hlut í Manchester United fyrir ónafn- greindan viðskiptavin sem seldi sinn hlut. Glazer er sagður vera í 244. sæti yfir ríkustu menn Bandaríkjanna en hann hefur hagnast vel á olíu- og gassölu undanfarin ár. Írsku fjárfestarnir John Paul „J.P.“ Mc- Manus og John Magnier eiga stærsta hlutinn í Manchester United, 23,15 %, en þeir eru sagðir vilja eignast fleiri hlutabréf í félaginu. Bandarískur auðjöfur sýnir United áhuga ROMAN Abramovitsj, aðaleigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, bauð um 400 ættingjum, vinum og kunningjum á leik liðsins gegn Manchester United á sunnudaginn en leikurinn fór fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea. Hinn rússneski auðkýfingur greiddi um 80 millj. kr. fyrir ferð félaga sinna sem komu allir frá Rússlandi til þess að fylgjast með risaslagnum í ensku úrvalsdeildinni. Eftir 1:0 sigur Chelsea er liðið í efsta sæti deildarinnar með 35 stig, Arsenal er með 34 stig og Manchester United er í þriðja sæti með 31 stig. Veðbankar á Bret- landseyjum breyttu allir sem einn vinningshlutföllum í veðmálum um að Chelsea verði enskur meist- ari. Þeir sem telja að Chelsea verði enskur meistari fá ekki mik- ið til baka frá enskum veðbönkum í vor verði það raunin. Sálfræðistríð knattspyrnustjóra liðanna sem áttust við á sunnu- daginn heldur áfram. Claudio Ranieri knattspyrnustjóri Chelsea, sagði að Manchester United væri með besta liðið á Bretlandseyjum þessa stundina(!), og kollegi hans Sir Alex Ferguson segir að staða liðanna í dag skipti litlu máli þegar upp er staðið. „Það skiptir mestu að vera á toppnum í mars og apríl og auð- vitað þegar síðasta umferðin er búin. Það eru aðeins 14 umferðir búnar,“ segir Ferguson. Bauð 400 manns frá Rússlandi CHELSEA, sem skaust í topp- sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Englandsmeistur- um Manchester United í fyrra- dag, hefur ekki fengið mark á sig í síðustu sex leikjum, eða í 565 mínútur. Sá síðasti til að skora í mark Chelsea var Stall- ard, leikmaður Notts County, þegar Chelsea sigraði 2. deild- arliðið í deildarbikarkeppn- inni, 4:2, hinn 29. október. Chelsea hefur haldið marki sínu hreinu í fjórum deildar- leikjum í röð eða frá því það tapaði fyrir Arsenal á High- bury hinn 18. október, 2:1. Síð- an þá hefur liðið sigrað Ever- ton, 1:0, Newcastle, 5:0, South- ampton, 1:0 og Manchester United, 1:0, og í Meistara- deildinni burstaði Chelsea lið Lazio í Róm, 4:0, og gerði 0:0 jafntefli við Sparta Prag. Þá eru ótaldir sigrar á móti Notts County í deildarbikarnum, 4:2, og gegn Lazio, 2:1. Uppskera Lundúnarliðsins í síðustu níu leikjum eru átta sigrar og eitt jafntefli. Af leikjunum 14 í úrvals- deildinni hefur Chelsea unnið átta leiki með eins marks mun. Fimm þeirra hafa endað 1:0 og þrír með markatölunni 2:1. Haldið hreinu í 565 mínútur Lampard segir að sigurinn á mótiManchester United hafi verið hápunkturinn á ferli hans hjá Chelsea. „Liðsandinn er frábær hjá Chelsea og ég held að hann geti orðið lykillinn að velgengni okkar. Það eru allir að vinna hver fyrir annan og þó svo að samkeppnin um stöður í liðinu sé ákaflega hörð þá bitnar það ekki á frammistöðu liðsins. Þeir leikmenn, sem gengu í raðir Chelsea fyrir tíma- bilið, hafa smollið vel inn í liðið en allir hafa þessir leikmenn lagt hart að sér bæði á æfingum og í leikjum. Manchester United er enn besta lið landsins enda meistaraliðið og þó svo að við séum í toppsætinu í dag þá verðum við að halda okkur á jörð- inni,“ segir Lampard. Erum enn á eftir United og Arsenal Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, vill sem minnst tala um möguleika sinna manna á titlinum en Ítalinn hefur verið ákaflega klókur við að halda aftur af væntingum stuðningsmanna félagsins. Ranieri segir að Chelsea skorti enn nokkuð á að komast í sama gæðaflokk og Eng- landsmeistarar Manchester United og Arsenal. „Ég vil gjarnan vinna titilinn en það er svo mikið eftir af mótinu að það er ómögulegt að segja til um hvaða lið stendur uppi sem sigurvegari í vor. Ég er enn þeirrar skoðunar að Man- chester United og Arsenal hafi for- skot á okkur en takist okkur að saxa á það þá getur allt gerst,“ segir Ranieri. 48 ár eru liðin síðan Chelsea hamp- aði enska meistaratitlinum síðast en árið 1955 varð Chelsea meistari í fyrsta og eina sinn. Frank Lampard segir Chelsea ætla að halda sig við toppinn Margir sigurveg- arar í okkar hópi Reuters Eiður Smári Guðjohnsen og Frank Lampard, leikmenn Chelsea, fagna marki í Evrópuleik gegn Lazio á Ítalíu. FRANK Lampard, miðjumaður- inn snjalli hjá Chelsea sem tryggði sínum mönnum sigurinn á Manchester United í fyrradag, segir að Chelsea ætli ekki að gefa eftir á toppnum. „Að sigra meistarana var ákaflega sérstök en góð tilfinning og gerir ekki annað en að efla sjálfstraustið í liðinu. Ég held að fólk sé nú farið að átta sig á því að ætlum að berjast til þrautar um meistara- titilinn. Við lentum í fjórða sæt- inu á síðustu leiktíð en í ár ætl- um við okkur alla leið. Það eru margir sigurvegarar í okkar hópi sem vilja afreka meira en þeir hafa gert,“ segir Lampard við London Evening Standard.  PATRICK Vieira, fyrirliði Arsen- al, kemur að öllum líkindum inn í lið- ið á nýjan leik í kvöld þegar það mætir Wolves í deildarbikarkeppn- inni. Vieira hefur verið frá vegna meiðsla frá því í leik Arsenal á móti Dynamo Kiev í Meistaradeildinni í október. Þá er líklegt að Sylvain Wiltord verði í liði Arsenal en hann hefur verið frá síðustu vikur vegna nárameiðsla.  LUIS Felipe Scolari, þjálfari landsliðs Portúgals í knattspyrnu, getur skrifað nafn sitt í sögubækurn- ar á næsta ári ef gestgjafar úrslita- keppni Evrópumóts landsliða standa uppi sem sigurvegarar. Hinn 55 ára gamli Scolari segir að hann vilji verða fyrsti Brasilíumaðurinn til þess að verða heims- og Evrópu- meistari.  SCOLARI stýrði landsliði Brasilíu til sigurs á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Japan og S-Kóreu sl. sumar.  ÚLFARNIR, Kjölur, Númi og ÍV sigruðu hvert í sínum riðli í 4. deild á Íslandsmótinu í innanhússknatt- spyrnu um helgina og leika því í 3. deildinni að ári. HK/Víkingur og Grótta sigruðu í sínum riðlum í 2. deild kvenna og og leika í 1. deild á næsta ári.  FORRÁÐAMENN enska úrvals- deildarliðsins Manchester United og talsmenn símafyrirtækisins Voda- fone hafa komist að samkomulagi um samstarf næstu fjögur árin. Enska liðið hefur haft auglýsingar frá fyrirtækinu á búningum sínum undanfarin þrjú ár og er talið að nýr samningur gefi félaginu rúma 4,6 milljarða í tekjur á næstu fjórum ár- um. Það hefur verið mikið um að vera á fjármálasviðinu hjá Man- chester United undanfarnar vikur og hafa hlutabréf í félaginu ekki ver- ið hærri sl. þrjú ár.  FORRÁÐAMENN ítalska liðsins AC Milan sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem fram kemur að lands- liðsmaðurinn frá Brasilíu, Rivaldo, sé á förum frá félaginu þegar leik- mannamarkaðurinn í Evrópu verður opnaður á ný í janúar.  FÉLAGIÐ og leikmaðurinn hafa komist að samkomulagi um að samn- ingi hans verði rift en allt frá því í september hefur Rivaldo staðið í deilum við forráðamenn liðsins.  HANN hefur lítið fengið að spreyta sig með aðalliðinu frá því að hann var keyptur frá Barcelona á Spáni. Rivaldo er sagður hafa verið með rúmar 15 millj. kr. á viku í laun og hefur hann verið launahæsti leik- maður veraldar á þessum tíma. Leik- maðurinn hefur verið orðaður við mörg lið í Evrópu og má þar nefna ensku liðin Liverpool, Chelsea og Tottenham. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.