Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 39 INGVAR Ásmundsson (2.321) var einn efstur á heimsmeistaramóti öld- unga í Bad Zwischenahn í Þýska- landi þegar þrjár umferðir voru til loka mótsins og hefði að öllum lík- indum dugað sigur í lokaskákinni til að verða heimsmeistari öldunga. Þetta er afar glæsilegur árangur hjá Ingvari og óhætt er að fullyrða að langt er síðan íslenskir skákáhuga- menn hafa fylgst jafnspenntir með nokkru skákmóti, enda var mikið í húfi. Sigur í mótinu þýddi ekki ein- göngu heimsmeistaratign, heldur einnig stórmeistaratitil. Ingvar var í forystu nær allt mótið, ýmist einn eða með öðrum. Hann tefldi því við sterkari andstæðinga en aðrir kepp- endur og þessi góði árangur var engu öðru að þakka en góðri tafl- mennsku. Ingvar sneri ekki tóm- hentur til baka úr mótinu því frammistaðan tryggði honum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hann þarf einungis einn áfanga í viðbót til að verða útnefndur alþjóðlegur meistari. Eftir jafntefli við hvít-rússneska alþjóðlega meistarann Vladimir Litvinov (2.352) í tíundu og næstsíð- ustu umferð var hann í öðru sæti á mótinu, hálfum vinningi á eftir rúss- neska alþjóðlega meistaranum Yuri Shabanov (2.422) sem var einn efst- ur. Þar sem Shabanov gerði jafntefli í lokaumferðinni hefði Ingvar getað náð honum að vinningum með sigri í sinni skák. Það gekk hins vegar ekki eftir, Ingvar tapaði og Yuri Shab- anov varð heimsmeistari öldunga. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Yuri Shabanov (2.422) 9 v. 2. Janis Klovans (2.462) 9 v. 3. Vladimir Bukal (2.420) 9 v. 4. Anatoly Donchenko (2.410) 8½ v. 5. Oleg Chernikov (2.453) 8½ v. 6. Hans-Joachim Hecht (2.404) 8½ v. 7. Boris Arkhangelsky (2.366) 8½ v. 8. Vladimir Karasev (2.418) 8½ v. 9. Ingvar Ásmundsson (2.321) 8 v. o.s.frv. Allir ofangreindir skák- menn eru stórmeistarar eða alþjóð- legir meistarar fyrir utan Ingvar sem er FIDE-meistari. Það eykur auðvitað enn á ánægjuna með frammistöðu Ingvars, að hann er að verða sjötugur. Það eru ekki margar keppnisgreinar sem hægt er stunda með góðum árangri alla ævi, en skákin er í þeim flokki og þær eru ófáar ánægjustundirnar sem skák- gyðjan veitir áhangendum sínum á lífsleiðinni. Það er vonandi að fleiri skákmenn á þessum aldri fylgi í kjöl- far Ingvars og taki fram taflið. TR bikarmeistari TG Taflfélag Reykjavíkur vann öruggan sigur á Taflfélagi Vest- mannaeyja í úrslitaviðureign bikar- keppni Taflfélags Garðabæjar sem fram fór um helgina. Úrslitin urðu 8½–3½, en staðan í hálfleik var 4½–1½. TR hefur sigrað í öll þrjú skiptin sem keppnin hefur farið fram. Eins og í fyrri skiptin var um- gjörð úrslitakeppninnar mikil og óvenjuleg hjá Garðbæingum og vel á annað hundrað manns voru við- staddir glæsilega setningarathöfn. Úrslit viðureignarinnar milli TR og TV urðu þessi: Þröstur Þórhallss. – Sævar Bjarnas. 2–0 Jón V. Gunnarss. – Stefán Þ. Sig- urjónss. 2–0 Bragi Þorfinnss. – Björn Í. Karlss. 1–1 Arnar Gunnarss. – Einar Kr. Ein- arss. 1½–½ Bergsteinn Einarss. – Rúnar Berg 0–2 Sigurður P. Steindórss. – Sverrir Unnarss. 1–0 Sigurður P. Steindórss. – Ægir Ó. Hallgrímss. 1–0 Úrslitin komu ekki á óvart, enda var TR með einn stórmeistara og tvo alþjóðlega meistara innanborðs, en lið TV gat státað af einum alþjóð- legum meistara. Hellir bikarmeistari unglingasveita A-sveit Taflfélagsins Hellis vann öruggan sigur í bikarkeppni ung- lingasveita sem fram fór sl. laugar- dag, en keppnin var hluti af hátíð- arhöldum í kringum úrslit bikarkeppni TG. Sveit Hellis hlaut 26½ vinning í 30 skákum, en í öðru sæti varð A-sveit Taflfélags Reykjavíkur sem hlaut 23½ vinning. Þessar tvær sveitir höfðu mikla yfirburði og unglinga- starfið er greinilega öflugt í þessum félögum því sveitir frá þeim röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Í þriðja sæti varð B-sveit Hellis með 16½ vinning og 8 stig og í fjórða sæti varð B-sveit TR einnig með 16½ vinning en 6 stig. Sveitir Taflfélags Garðabæjar og Hróksins höfnuðu í fimmta og sjötta sæti á mótinu. Sigurveit Hellis skip- uðu: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5½ v. af 6 2. Helgi Brynjarsson 5 v. 3. Gylfi Davíðsson 6 v. 4. Aron Hjalti Björnsson 5 v. 5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5 v. Liðsstjóri sveitarinnar var Vigfús Ó. Vigfússon. Silfursveit TR skip- uðu: 1. Einar Sigurðsson 5 v. af 6 2. Vilhjálmur Pálmason 5½ v. 3. Matthías Pétursson 5 v. 4. Haraldur Franklín Magnús 5 v. 5. Dofri Snorrason 3 v. Alls tefldu tólf sveitir á mótinu. Taflfélag Reykjavíkur átti flestar sveitir eða fjórar. Skipuleggjendur mótsins kölluðu þetta óopinbert Íslandsmót ung- lingasveita og fór mótið langleiðina með að standa undir því nafni, þótt gaman hefði verið að sjá t.d. sveit frá Skákfélagi Akureyrar þar sem ung- lingastarfið er afar öflugt. Forsvars- menn Taflfélags Garðabæjar, sem hafa verið ötulir við að brydda upp á nýjungum í skáklífinu hér á landi, hyggjast gera þetta mót að árlegum viðburði. Undanrásir Íslands- mótsins í atskák Þorsteinn Þorsteinsson og Sigur- björn J. Björnsson urðu efstir og jafnir í undanrásum Íslandsmótsins í atskák sem fram fór um helgina. Í 3.–4. sæti urðu Kjartan Maack og Jó- hann Ingvason. Auk þessara skák- manna unnu þeir Halldór Pálsson og Torfi Leósson sér rétt til að tefla í úrslitakeppni Íslandsmótsins í at- skák sem fram fer eftir áramót. Lokastaða efstu manna: 1–2. Þorsteinn Þorsteinsson, Sig- urbjörn Björnsson 5½ v. af 7 3–4. Kjartan Maack, Jóhann Ingvason 4½ v. 5. Halldór Pálsson 4 v. (23,0 st.) 6. Torfi Leósson 4 v. (21 st.) 7. Guðmundur Sigurjónss. 4 v. (20 st.) 8. Helgi Brynjarsson 3½ v. Hannes með 4 vinninga eftir 5 umferðir í Santo Domingo Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.567) gerði jafntefli við Evgeny Alekseev (2.613) í fimmtu umferð á Santo Domingo Open- skákmótinu. Í fjórðu umferð gerði hann jafntefli við argentínska stór- meistarann Pablo Zarnicki (2.513). Hannes er með fjóra vinninga. Alls taka um 150 skákmenn þátt í mótinu sem er opið og meðal þátt- takenda eru um 50 stórmeistarar. Stigahæstur keppenda er rúmenski stórmeistarinn Liviu-Dieter Nisi- peanu (2.675). Ingvar hársbreidd frá heimsmeistaratitli dadi@vks.is Morgunblaðið/Kristinn FIDE-meistarinn Ingvar Ásmundsson sigraði rússneska skákmanninn Genrikh Chepukaitis í 8. umferð Heims- meistaramóts öldunga sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Ingvar hefur nú hlotið 7,5 vinninga og er einn í efsta sæti. Með sigrinum í gær tryggði Ingvar sinn annan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en fyrri áfanganum náði Ingv- ar á sama móti í fyrra. SKÁK Þýskaland 17.–29. nóv. 2003 HM ÖLDUNGA Daði Örn Jónsson Félag eldri borgara í Kópavogi Hraðsveitakeppninni sem staðið hefir yfir þrjú þriðjudagskvöld lauk með sigri sveitar Jóns Stef- ánssonar. Með Jóni spiluðu Þor- steinn Laufdal, Eysteinn Einars- son, Magnús Halldórsson og Oliver Kristófersson. Lokastaðan: Jón Stefánsson 1879 Magnús Oddsson 1744 Þórður Jörundsson 1735 Sæmundur Björnsson 1702 Föstudaginn 28. nóvember spiluðu 20 pör tvímenning og urðu úrslitin þessi í N/S: Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 270 Eysteinn Einarss. - Hannes Ingibergss. 260 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 259 Og efstu pörin í A/V: Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 270 Júlíus Guðmss. - Óskar Karlss. 259 Ásta Erlingsd. - Jóhanna Gunnlaugsd. 234 Spilaður er tvímenningur í Gjá- bakka þriðjudaga og föstudaga. Gjábakki vann Íslandsbankabikarinn Bridsdeildir FEBK í Gjábakka og Gullsmára tókust á í sveita- keppni laugardaginn 29. nóvem- ber. Hver deild um sig tefldi fram átta sveitum. Keppt var um Ís- landsbankabikarinn. Gjábakki fór með sigur af hólmi, 132:108, og sigraði á fjórum borðum, Gull- smári á tveimur og á tveimur borðum skildu sveitir jafnar. Gjá- bakki hefur unnið bikarinn fjögur skipti í röð en nú með minni mun en fyrr. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Aðalfundur Vestur- og miðbær Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ verður haldinn í Valhöll á morgun, miðvikudaginn 3. desember, og hefst hann kl. 18.00. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Til hluthafa í Íslenskum búvörum hf. Stjórn Íslenskra búvara hf. boðar hér með til hluthafafundar í félaginu miðvikudaginn 10. desember 2003 kl. 10.00 í fundarstofu KB á Borgarbraut 58—60 í Borgarnesi. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um breytingar á nafni félagsins. 2. Tillaga stjórnar um slit á félaginu. 3. Önnur mál. Borgarnesi, 28. nóvember 2003. Stjórn Íslenskra búvara hf. Hluthafafundur í Plastprenti hf. Boðað er til hluthafafundar í Plastprenti hf. föstudaginn 12. desember 2003 kl. 16.00. Fundarstaður er í fundarsal Plastprents hf. á Fosshálsi 17—25, Reykjavík. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykkt- um félagsins, sem fela í sér hækkun hlutfjár um 103.707.000 krónur vegna samruna við Sigurplast hf. Tillagan gerir ráð fyrir að hlut- hafar falli frá áskriftarrétti sínum. 2. Kosning stjórnar og varastjórnar. 3. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Plastprents hf. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.