Morgunblaðið - 02.12.2003, Side 39

Morgunblaðið - 02.12.2003, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 39 INGVAR Ásmundsson (2.321) var einn efstur á heimsmeistaramóti öld- unga í Bad Zwischenahn í Þýska- landi þegar þrjár umferðir voru til loka mótsins og hefði að öllum lík- indum dugað sigur í lokaskákinni til að verða heimsmeistari öldunga. Þetta er afar glæsilegur árangur hjá Ingvari og óhætt er að fullyrða að langt er síðan íslenskir skákáhuga- menn hafa fylgst jafnspenntir með nokkru skákmóti, enda var mikið í húfi. Sigur í mótinu þýddi ekki ein- göngu heimsmeistaratign, heldur einnig stórmeistaratitil. Ingvar var í forystu nær allt mótið, ýmist einn eða með öðrum. Hann tefldi því við sterkari andstæðinga en aðrir kepp- endur og þessi góði árangur var engu öðru að þakka en góðri tafl- mennsku. Ingvar sneri ekki tóm- hentur til baka úr mótinu því frammistaðan tryggði honum áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Hann þarf einungis einn áfanga í viðbót til að verða útnefndur alþjóðlegur meistari. Eftir jafntefli við hvít-rússneska alþjóðlega meistarann Vladimir Litvinov (2.352) í tíundu og næstsíð- ustu umferð var hann í öðru sæti á mótinu, hálfum vinningi á eftir rúss- neska alþjóðlega meistaranum Yuri Shabanov (2.422) sem var einn efst- ur. Þar sem Shabanov gerði jafntefli í lokaumferðinni hefði Ingvar getað náð honum að vinningum með sigri í sinni skák. Það gekk hins vegar ekki eftir, Ingvar tapaði og Yuri Shab- anov varð heimsmeistari öldunga. Lokastaðan á mótinu varð þessi: 1. Yuri Shabanov (2.422) 9 v. 2. Janis Klovans (2.462) 9 v. 3. Vladimir Bukal (2.420) 9 v. 4. Anatoly Donchenko (2.410) 8½ v. 5. Oleg Chernikov (2.453) 8½ v. 6. Hans-Joachim Hecht (2.404) 8½ v. 7. Boris Arkhangelsky (2.366) 8½ v. 8. Vladimir Karasev (2.418) 8½ v. 9. Ingvar Ásmundsson (2.321) 8 v. o.s.frv. Allir ofangreindir skák- menn eru stórmeistarar eða alþjóð- legir meistarar fyrir utan Ingvar sem er FIDE-meistari. Það eykur auðvitað enn á ánægjuna með frammistöðu Ingvars, að hann er að verða sjötugur. Það eru ekki margar keppnisgreinar sem hægt er stunda með góðum árangri alla ævi, en skákin er í þeim flokki og þær eru ófáar ánægjustundirnar sem skák- gyðjan veitir áhangendum sínum á lífsleiðinni. Það er vonandi að fleiri skákmenn á þessum aldri fylgi í kjöl- far Ingvars og taki fram taflið. TR bikarmeistari TG Taflfélag Reykjavíkur vann öruggan sigur á Taflfélagi Vest- mannaeyja í úrslitaviðureign bikar- keppni Taflfélags Garðabæjar sem fram fór um helgina. Úrslitin urðu 8½–3½, en staðan í hálfleik var 4½–1½. TR hefur sigrað í öll þrjú skiptin sem keppnin hefur farið fram. Eins og í fyrri skiptin var um- gjörð úrslitakeppninnar mikil og óvenjuleg hjá Garðbæingum og vel á annað hundrað manns voru við- staddir glæsilega setningarathöfn. Úrslit viðureignarinnar milli TR og TV urðu þessi: Þröstur Þórhallss. – Sævar Bjarnas. 2–0 Jón V. Gunnarss. – Stefán Þ. Sig- urjónss. 2–0 Bragi Þorfinnss. – Björn Í. Karlss. 1–1 Arnar Gunnarss. – Einar Kr. Ein- arss. 1½–½ Bergsteinn Einarss. – Rúnar Berg 0–2 Sigurður P. Steindórss. – Sverrir Unnarss. 1–0 Sigurður P. Steindórss. – Ægir Ó. Hallgrímss. 1–0 Úrslitin komu ekki á óvart, enda var TR með einn stórmeistara og tvo alþjóðlega meistara innanborðs, en lið TV gat státað af einum alþjóð- legum meistara. Hellir bikarmeistari unglingasveita A-sveit Taflfélagsins Hellis vann öruggan sigur í bikarkeppni ung- lingasveita sem fram fór sl. laugar- dag, en keppnin var hluti af hátíð- arhöldum í kringum úrslit bikarkeppni TG. Sveit Hellis hlaut 26½ vinning í 30 skákum, en í öðru sæti varð A-sveit Taflfélags Reykjavíkur sem hlaut 23½ vinning. Þessar tvær sveitir höfðu mikla yfirburði og unglinga- starfið er greinilega öflugt í þessum félögum því sveitir frá þeim röðuðu sér í fjögur efstu sætin. Í þriðja sæti varð B-sveit Hellis með 16½ vinning og 8 stig og í fjórða sæti varð B-sveit TR einnig með 16½ vinning en 6 stig. Sveitir Taflfélags Garðabæjar og Hróksins höfnuðu í fimmta og sjötta sæti á mótinu. Sigurveit Hellis skip- uðu: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5½ v. af 6 2. Helgi Brynjarsson 5 v. 3. Gylfi Davíðsson 6 v. 4. Aron Hjalti Björnsson 5 v. 5. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 5 v. Liðsstjóri sveitarinnar var Vigfús Ó. Vigfússon. Silfursveit TR skip- uðu: 1. Einar Sigurðsson 5 v. af 6 2. Vilhjálmur Pálmason 5½ v. 3. Matthías Pétursson 5 v. 4. Haraldur Franklín Magnús 5 v. 5. Dofri Snorrason 3 v. Alls tefldu tólf sveitir á mótinu. Taflfélag Reykjavíkur átti flestar sveitir eða fjórar. Skipuleggjendur mótsins kölluðu þetta óopinbert Íslandsmót ung- lingasveita og fór mótið langleiðina með að standa undir því nafni, þótt gaman hefði verið að sjá t.d. sveit frá Skákfélagi Akureyrar þar sem ung- lingastarfið er afar öflugt. Forsvars- menn Taflfélags Garðabæjar, sem hafa verið ötulir við að brydda upp á nýjungum í skáklífinu hér á landi, hyggjast gera þetta mót að árlegum viðburði. Undanrásir Íslands- mótsins í atskák Þorsteinn Þorsteinsson og Sigur- björn J. Björnsson urðu efstir og jafnir í undanrásum Íslandsmótsins í atskák sem fram fór um helgina. Í 3.–4. sæti urðu Kjartan Maack og Jó- hann Ingvason. Auk þessara skák- manna unnu þeir Halldór Pálsson og Torfi Leósson sér rétt til að tefla í úrslitakeppni Íslandsmótsins í at- skák sem fram fer eftir áramót. Lokastaða efstu manna: 1–2. Þorsteinn Þorsteinsson, Sig- urbjörn Björnsson 5½ v. af 7 3–4. Kjartan Maack, Jóhann Ingvason 4½ v. 5. Halldór Pálsson 4 v. (23,0 st.) 6. Torfi Leósson 4 v. (21 st.) 7. Guðmundur Sigurjónss. 4 v. (20 st.) 8. Helgi Brynjarsson 3½ v. Hannes með 4 vinninga eftir 5 umferðir í Santo Domingo Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2.567) gerði jafntefli við Evgeny Alekseev (2.613) í fimmtu umferð á Santo Domingo Open- skákmótinu. Í fjórðu umferð gerði hann jafntefli við argentínska stór- meistarann Pablo Zarnicki (2.513). Hannes er með fjóra vinninga. Alls taka um 150 skákmenn þátt í mótinu sem er opið og meðal þátt- takenda eru um 50 stórmeistarar. Stigahæstur keppenda er rúmenski stórmeistarinn Liviu-Dieter Nisi- peanu (2.675). Ingvar hársbreidd frá heimsmeistaratitli dadi@vks.is Morgunblaðið/Kristinn FIDE-meistarinn Ingvar Ásmundsson sigraði rússneska skákmanninn Genrikh Chepukaitis í 8. umferð Heims- meistaramóts öldunga sem nú stendur yfir í Þýskalandi. Ingvar hefur nú hlotið 7,5 vinninga og er einn í efsta sæti. Með sigrinum í gær tryggði Ingvar sinn annan áfanga að alþjóðlegum meistaratitli en fyrri áfanganum náði Ingv- ar á sama móti í fyrra. SKÁK Þýskaland 17.–29. nóv. 2003 HM ÖLDUNGA Daði Örn Jónsson Félag eldri borgara í Kópavogi Hraðsveitakeppninni sem staðið hefir yfir þrjú þriðjudagskvöld lauk með sigri sveitar Jóns Stef- ánssonar. Með Jóni spiluðu Þor- steinn Laufdal, Eysteinn Einars- son, Magnús Halldórsson og Oliver Kristófersson. Lokastaðan: Jón Stefánsson 1879 Magnús Oddsson 1744 Þórður Jörundsson 1735 Sæmundur Björnsson 1702 Föstudaginn 28. nóvember spiluðu 20 pör tvímenning og urðu úrslitin þessi í N/S: Jón Stefánss. - Þorsteinn Laufdal 270 Eysteinn Einarss. - Hannes Ingibergss. 260 Rafn Kristjánss. - Oliver Kristóferss. 259 Og efstu pörin í A/V: Vilhj. Sigurðss. - Þórður Jörundss. 270 Júlíus Guðmss. - Óskar Karlss. 259 Ásta Erlingsd. - Jóhanna Gunnlaugsd. 234 Spilaður er tvímenningur í Gjá- bakka þriðjudaga og föstudaga. Gjábakki vann Íslandsbankabikarinn Bridsdeildir FEBK í Gjábakka og Gullsmára tókust á í sveita- keppni laugardaginn 29. nóvem- ber. Hver deild um sig tefldi fram átta sveitum. Keppt var um Ís- landsbankabikarinn. Gjábakki fór með sigur af hólmi, 132:108, og sigraði á fjórum borðum, Gull- smári á tveimur og á tveimur borðum skildu sveitir jafnar. Gjá- bakki hefur unnið bikarinn fjögur skipti í röð en nú með minni mun en fyrr. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Húsgögn Ljós Gjafavara Mörkinni 3, sími 588 0640 www.casa.is Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-15. Aðalfundur Vestur- og miðbær Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í vestur- og miðbæ verður haldinn í Valhöll á morgun, miðvikudaginn 3. desember, og hefst hann kl. 18.00. Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörf. Gestur fundarins verður Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna. Stjórnin. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Til hluthafa í Íslenskum búvörum hf. Stjórn Íslenskra búvara hf. boðar hér með til hluthafafundar í félaginu miðvikudaginn 10. desember 2003 kl. 10.00 í fundarstofu KB á Borgarbraut 58—60 í Borgarnesi. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um breytingar á nafni félagsins. 2. Tillaga stjórnar um slit á félaginu. 3. Önnur mál. Borgarnesi, 28. nóvember 2003. Stjórn Íslenskra búvara hf. Hluthafafundur í Plastprenti hf. Boðað er til hluthafafundar í Plastprenti hf. föstudaginn 12. desember 2003 kl. 16.00. Fundarstaður er í fundarsal Plastprents hf. á Fosshálsi 17—25, Reykjavík. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykkt- um félagsins, sem fela í sér hækkun hlutfjár um 103.707.000 krónur vegna samruna við Sigurplast hf. Tillagan gerir ráð fyrir að hlut- hafar falli frá áskriftarrétti sínum. 2. Kosning stjórnar og varastjórnar. 3. Önnur mál löglega upp borin. Stjórn Plastprents hf. R A Ð A U G L Ý S I N G A R FÉLAGSSTARF

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.