Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 21 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 • www.sminor.is OD D I H Ö N N U N J 51 33 Stálu bíl úr skúrnum | Lögreglan vinnur að rannsókn innbrotsmáls í Keflavík. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins. Um hádegisbil á laugardag var til- kynnt um innbrot í íbúðarhús við Baugholt í Keflavík. Húsráðendur eru erlendis en sonur þeirra til- kynnti um atburðinn. Kom í ljós að farið hafði verið inn um glugga á húsinu og kvaðst tilkynnandi sjá í fljótu bragði að búið væri að stela bifreið úr bílskúrnum. Bifreiðin er af gerðinni Chrysler Town & Country, brún að lit, og er skráning- arnúmer hennar EP-711. Þá kvaðst hann sjá að búið væri að taka tvö sjónvörp, myndbandstæki, skart- gripi, myndir, áfengi og fleira. Til- kynnandi kvaðst hafa komið síðast á staðinn fyrir sex dögum svo inn- brotið hefur átt sér stað á þeim tíma. Fundað með geðfötluðum | Fjöl- skyldu- og félagsþjónusta Reykjanes- bæjar, Svæðisskrifstofa málefna fatl- aðra á Reykjanesi og Sjálfsbjörg á Suðurnesjum hafa samvinnu um að skoða möguleikann á því að koma á fót athvarfi fyrir geðfatlaða á svæð- inu. Til þess að fá sem besta mynd af þörf fyrir þjónustuna hefur verið boð- að til fundar með geðfötluðum, þeim sem búa við geðraskanir og aðstand- endum. Fundurinn verður haldinn í húsi Sjálfsbjargar við Fitjabraut 6 í Njarðvík, miðvikudaginn 3. desem- ber klukkan 20. Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, verður sér- stakur gestur fundarins.    Grindavík | Á síðasta ári voru framleidd um 28 þúsund þorskseiði hjá tilraunaeldisstöð Hafrann- sóknastofnunar á Stað við Grinda- vík. Sú framleiðsla fór fram úr björtustu vonum en í ár voru öll met slegin og það ríflega. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund seiði eða tæplega tíföldun á fjölda seiða er staðreynd en stefnan var sett á að framleiða hundrað þúsund seiði á þessu ári. Þegar fréttaritara bar að garði hjá Hafrannsóknastofnun á Stað var verið að flytja síðustu seiðin á tankbíl til Icecod ehf. en það fyr- irtæki tók á móti 160 þúsund seið- um. Er það tilraunafyrirtæki á þessu sviði sem starfar á vegum Stofnfisks hf. en auk þess eiga Fiskeldi Eyjafjarðar, Hafrann- sóknastofnun og Þorskur á þurru landi í Vestmannaeyjum aðild að því. Seiðin verða alin í stöð Stofn- fisks í Höfnum til vors en fara eftir það í áframeldi í sjókvíum víða um land. „Já þetta er mikil aukning en ég tel það ekki síður mikilvægt að gæði seiðanna hafa einnig aukist. Við stefndum á að framleiða 100 þúsund seiði á þessu ári. Þau seiði sem fóru hér í tankbílinn rétt í þessu eru ættuð að sunnan, koma úr þorski sem veiddur var rétt und- an Ingólfshöfða. Þau koma mun betur út en seiði úr fiski sem veidd- ur var fyrir Norðurlandi því seiðin að sunnan eru um 30 grömm að meðaltali en seiðin af norðursvæð- inu eru um 15 grömm. Það eru því sterkar vísbendingar um svæðis- bundinn mun á vaxtargetu á milli svæðanna. Það er þó ekki ráðlegt að draga of víðtækar ályktanir af þessu á þessum tímapunkti en eftir er að ala þessi seiði áfram í eld- isstöðvum og sjókvíum og þá fást betri upplýsingar um vaxtarhrað- ann og fleiri þætti,“ sagði Agnar Steinarsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun á Stað. Efniviður í 1.000 tonn Þessi seiði sem nú eru flutt með tankbíl komu úr hrognum sem kreist voru úr villtum þorski á ákveðnum svæðum við landið. Betri lifun seiðanna er í ár en áður og lifðu um 10% seiðanna sem klöktust út þetta árið. Þá er unnið að þétt- leikaprófun á 15 –20 þúsund seiðum af þeim 50 þúsund sem verða eftir í stöðinni í vetur en skiptar skoðanir hafa verið á því hve þéttur þorsk- urinn í eldiskerum eigi að vera. Þau seiði sem framleidd voru í ár er hægt að segja að séu efniviður í 1000 tonn af matfiski þannig að ljóst er að eftir miklu er að slægj- ast. „Þorskurinn er torfufiskur og finnur líklega til öryggis við það að vera í stórri torfu. Við ætlum að ala seiðin sem eftir eru upp í mismun- andi þéttleika í kerunum,“ sagði Agnar. Framleiða 250 þúsund þorskseiði í tilraunastöð Hafró Sunnlensku seiðin sprækari en þau norðlensku Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Verðmæt afurð: Matthías Oddgeirsson stöðvarstjóri og Agnar Steinarsson sjávarlíffræðingur háfa þorskseiði sem verið er að afgreiða frá stöðinni. Njarðvík | Kveikt var á jólatré við Njarðvíkurskóla síðastliðinn föstu- dag að viðstöddum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Njarðvíkurskóla. Allir gengu í kringum jólatréð við undirleik Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Jólatréð er gjöf frá vinabæ Reykjanesbæjar, Pand- rup í Danmörku. Sören P. Mortensen, fyrrverandi borgarstjóri í Pandrup, afhenti tréð en hann er nú skólastjóri þar og jafnframt formaður skóla- og félagsmálaráðs sveitarfélagsins Pandrup og bæjarfulltrúi. Fyrir hönd Reykjanesbæjar tók Jóhann Geirdal, varaforseti bæjarstjórn- ar, formlega á móti gjöfinni. Hann notaði tækifærið til að lýsa yfir þakklæti og kvað það gott að eiga jafn góða vini í Pandrup og raun bæri vitni, en margvísleg tengsl hefðu verið á milli Reykjanesbæjar og Pandrup í gegnum tíðina. Sagði Jóhann að ekki væri á neinn hallað þótt hann teldi að mestan heiðurinn af þessum sterku og góðu tengslum ættu þeir Gylfi Guðmundsson, skólastjóri í Njarð- víkurskóla, og Sören P. Morten- sen. Lauk athöfninni með því að Sören kveikti á jólatrénu. Ljósmynd/Guðni B. Kjærbo Dansað í kringum jólatréð: Gylfi, Sören og Jóhann eftir að kveikt var á jólatrénu frá Pandrup. Kveikt á jólatrénu frá Pandrup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.