Morgunblaðið - 02.12.2003, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 02.12.2003, Qupperneq 21
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 21 Nóatúni 4 • 105 Reykjavík Sími 520 3000 • www.sminor.is OD D I H Ö N N U N J 51 33 Stálu bíl úr skúrnum | Lögreglan vinnur að rannsókn innbrotsmáls í Keflavík. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins. Um hádegisbil á laugardag var til- kynnt um innbrot í íbúðarhús við Baugholt í Keflavík. Húsráðendur eru erlendis en sonur þeirra til- kynnti um atburðinn. Kom í ljós að farið hafði verið inn um glugga á húsinu og kvaðst tilkynnandi sjá í fljótu bragði að búið væri að stela bifreið úr bílskúrnum. Bifreiðin er af gerðinni Chrysler Town & Country, brún að lit, og er skráning- arnúmer hennar EP-711. Þá kvaðst hann sjá að búið væri að taka tvö sjónvörp, myndbandstæki, skart- gripi, myndir, áfengi og fleira. Til- kynnandi kvaðst hafa komið síðast á staðinn fyrir sex dögum svo inn- brotið hefur átt sér stað á þeim tíma. Fundað með geðfötluðum | Fjöl- skyldu- og félagsþjónusta Reykjanes- bæjar, Svæðisskrifstofa málefna fatl- aðra á Reykjanesi og Sjálfsbjörg á Suðurnesjum hafa samvinnu um að skoða möguleikann á því að koma á fót athvarfi fyrir geðfatlaða á svæð- inu. Til þess að fá sem besta mynd af þörf fyrir þjónustuna hefur verið boð- að til fundar með geðfötluðum, þeim sem búa við geðraskanir og aðstand- endum. Fundurinn verður haldinn í húsi Sjálfsbjargar við Fitjabraut 6 í Njarðvík, miðvikudaginn 3. desem- ber klukkan 20. Sigursteinn Másson, formaður Geðhjálpar, verður sér- stakur gestur fundarins.    Grindavík | Á síðasta ári voru framleidd um 28 þúsund þorskseiði hjá tilraunaeldisstöð Hafrann- sóknastofnunar á Stað við Grinda- vík. Sú framleiðsla fór fram úr björtustu vonum en í ár voru öll met slegin og það ríflega. Tvö hundruð og fimmtíu þúsund seiði eða tæplega tíföldun á fjölda seiða er staðreynd en stefnan var sett á að framleiða hundrað þúsund seiði á þessu ári. Þegar fréttaritara bar að garði hjá Hafrannsóknastofnun á Stað var verið að flytja síðustu seiðin á tankbíl til Icecod ehf. en það fyr- irtæki tók á móti 160 þúsund seið- um. Er það tilraunafyrirtæki á þessu sviði sem starfar á vegum Stofnfisks hf. en auk þess eiga Fiskeldi Eyjafjarðar, Hafrann- sóknastofnun og Þorskur á þurru landi í Vestmannaeyjum aðild að því. Seiðin verða alin í stöð Stofn- fisks í Höfnum til vors en fara eftir það í áframeldi í sjókvíum víða um land. „Já þetta er mikil aukning en ég tel það ekki síður mikilvægt að gæði seiðanna hafa einnig aukist. Við stefndum á að framleiða 100 þúsund seiði á þessu ári. Þau seiði sem fóru hér í tankbílinn rétt í þessu eru ættuð að sunnan, koma úr þorski sem veiddur var rétt und- an Ingólfshöfða. Þau koma mun betur út en seiði úr fiski sem veidd- ur var fyrir Norðurlandi því seiðin að sunnan eru um 30 grömm að meðaltali en seiðin af norðursvæð- inu eru um 15 grömm. Það eru því sterkar vísbendingar um svæðis- bundinn mun á vaxtargetu á milli svæðanna. Það er þó ekki ráðlegt að draga of víðtækar ályktanir af þessu á þessum tímapunkti en eftir er að ala þessi seiði áfram í eld- isstöðvum og sjókvíum og þá fást betri upplýsingar um vaxtarhrað- ann og fleiri þætti,“ sagði Agnar Steinarsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun á Stað. Efniviður í 1.000 tonn Þessi seiði sem nú eru flutt með tankbíl komu úr hrognum sem kreist voru úr villtum þorski á ákveðnum svæðum við landið. Betri lifun seiðanna er í ár en áður og lifðu um 10% seiðanna sem klöktust út þetta árið. Þá er unnið að þétt- leikaprófun á 15 –20 þúsund seiðum af þeim 50 þúsund sem verða eftir í stöðinni í vetur en skiptar skoðanir hafa verið á því hve þéttur þorsk- urinn í eldiskerum eigi að vera. Þau seiði sem framleidd voru í ár er hægt að segja að séu efniviður í 1000 tonn af matfiski þannig að ljóst er að eftir miklu er að slægj- ast. „Þorskurinn er torfufiskur og finnur líklega til öryggis við það að vera í stórri torfu. Við ætlum að ala seiðin sem eftir eru upp í mismun- andi þéttleika í kerunum,“ sagði Agnar. Framleiða 250 þúsund þorskseiði í tilraunastöð Hafró Sunnlensku seiðin sprækari en þau norðlensku Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Verðmæt afurð: Matthías Oddgeirsson stöðvarstjóri og Agnar Steinarsson sjávarlíffræðingur háfa þorskseiði sem verið er að afgreiða frá stöðinni. Njarðvík | Kveikt var á jólatré við Njarðvíkurskóla síðastliðinn föstu- dag að viðstöddum nemendum, kennurum og öðru starfsfólki Njarðvíkurskóla. Allir gengu í kringum jólatréð við undirleik Lúðrasveitar Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Jólatréð er gjöf frá vinabæ Reykjanesbæjar, Pand- rup í Danmörku. Sören P. Mortensen, fyrrverandi borgarstjóri í Pandrup, afhenti tréð en hann er nú skólastjóri þar og jafnframt formaður skóla- og félagsmálaráðs sveitarfélagsins Pandrup og bæjarfulltrúi. Fyrir hönd Reykjanesbæjar tók Jóhann Geirdal, varaforseti bæjarstjórn- ar, formlega á móti gjöfinni. Hann notaði tækifærið til að lýsa yfir þakklæti og kvað það gott að eiga jafn góða vini í Pandrup og raun bæri vitni, en margvísleg tengsl hefðu verið á milli Reykjanesbæjar og Pandrup í gegnum tíðina. Sagði Jóhann að ekki væri á neinn hallað þótt hann teldi að mestan heiðurinn af þessum sterku og góðu tengslum ættu þeir Gylfi Guðmundsson, skólastjóri í Njarð- víkurskóla, og Sören P. Morten- sen. Lauk athöfninni með því að Sören kveikti á jólatrénu. Ljósmynd/Guðni B. Kjærbo Dansað í kringum jólatréð: Gylfi, Sören og Jóhann eftir að kveikt var á jólatrénu frá Pandrup. Kveikt á jólatrénu frá Pandrup

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.