Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                          ! "# !     BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. UMRÆÐA um lambakjöt hefur verið allhávær undanfarið, einkum þó afkoma framleiðenda og selj- enda, sem er víst með lakasta móti þessa dagana. Lambakjöt er samofið menningu íslensku þjóðarinnar og saman- burður við erlent lambakjöt hefur leitt í ljós að þessi þjóðararfur er dýrmætur og nokkuð sem Íslend- ingar geta verið stoltir af. Það hefur gjarna gleymst í um- ræðunni að sauðkindin er ekki hentug skepna til kjötframleiðslu, ætli menn að halda verðinu niðri. Hún skilar tiltölulega litlu kjöti miðað við þyngd sína og ekki nóg með það, innbyrðis eru gripirnir afar misjafnir hvað snertir hlutfall milli vöðva, beina og fitu. Hinn almenni íslenski neytandi veit afar lítið um þetta, en verður óhress ef hann fær óhóflega fitu í kjötpakkanum sínum og aftur á móti sæll þegar hlutfall vöðva er hátt. Það hefur hins vegar ekki farið mjög hátt meðal neytenda að við slátrun eru allir lambakjötskrokk- ar „dregnir í dilka“ einmitt eftir hlutfalli milli vöðva, fitu og beina. Á meðfylgjandi mynd er sýnd flokkun kjötsins. Stafirnir E-U-R- O-P mæla holdfyllinguna eða vöðvahlutfallið. Fituflokkarnir, ein- kenndir með tölunum 1-2-3-3+-4-5, segja til um fituhlutfall. Öfgarnar eru í hornum ferningsins. Skrokk- ur í E1 er afar vel vöðva-fylltur og fitulítill. P1 hefur rýra vöðva og litla sem enga fitu, sem segir okkur að þar er hlutfall beina mjög hátt. Í dálknum lengst til hægri er fit- an mest. E-5 er þannig afburðavel vöðva-fylltur skrokkur en jafn- framt afar feitur. Þarna er hlutfall beina í lágmarki. Í P5 væru hins vegar vandfundnir vöðvar fyrir fitu. Nú hefur öfgunum verið lýst og vissulega koma sjaldan eða aldrei gripir í þessa flokka. Algengustu hlutföllin eru hins vegar í miðju ferningsins og með batnandi bú- fjárrækt þokast þessi miðja til vinstri og upp. Enn eru U-skrokk- ar fremur fágætir, en þó finnanleg- ir í vaxandi mæli og fituflokkur 2 sækir á. Árið 2002 fóru um 80% af lambakjötinu í fimm algengustu flokkana, sem sýndir eru á mynd- inni. Þessi flokkun gildir fyrir hið Evrópska efnahagssvæði, svo að samanburður milli landa og fjár- stofna er hægur. Það athugist að hér er eingöngu verið að meta vöðvafyllingu og fitu. Stærð skrokka er breytileg innan hvers gæðaflokks, þó að jafnaði séu feitu skrokkarnir þyngri. Sláturleyfishafar og kjötvinnslur nota flokkunina að einhverju leyti til að beina kjötinu í mismunandi sölu og vinnslu eftir fitu og vöðva- fyllingu. Það skortir hins vegar nokkuð á að hinn íslenski neytandi sé virkur og geri kröfur til að fá upplýsingar um flokkun kjöts á markaði. Hygg ég að kjötið gæti aukið vinsældir sínar, ef þessi flokkun kæmist meira upp á yfirborðið þegar versl- að er með lítið unnið lambakjöt (hálfa skrokka eða heil læri og hryggi). Í dag er bóndinn sá eini, sem heldur þessu til haga. Ef hann sel- ur kjöt beint í neyslu veit hann hver flokkunin er. Neytandinn etur sitt kjöt. Það er ýmist feitt eða magurt. Ekkert við því að gera, finnst honum. Ef hann hefði dálitla þekkingu á flokkuninni gæti hann hins vegar beðið seljandann um kjöt úr vissum flokki (ef slíkt úrval væri fyrir hendi) og ætti að vera öruggur um að fá það sem hann biður um. Nýlega hafa tveir kjötsalar byrj- að sölu á flokkuðu kjöti, þ.e. Fjalla- lamb með aðstoð Sparverslunar í Bæjarlind í Kópavogi og Slátur- félag Austurlands með sölu á int- ernetinu, veffang heimasíðu: www.austurlamb.is . Þeir sem vilja afla sér frekari þekkingar á gæða- flokkum lambakjöts ættu að kynna sér vöruframboð þessara seljenda og reyna viðskipti við þá. SIGURJÓN BJARNASON, framkvæmdastjóri Sláturfélags Austurlands. Lambakjöt er ekki sama og lambakjöt Frá Sigurjóni Bjarnasyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.