Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 45 FORRÁÐAMENN danska, norska og sænska knattspyrnusamband- anna hafa komist að samkomulagi um að hefja nýja deild í Skandinav- íu, Royal League – The very best of Scandinavia, eða Konungsdeildin – það allra besta í Skandinavíu. Þetta var ákveðið á fundi um helgina og um leið að deildin hæfist næsta haust. Þar verða fjögur efstu liðin úr hverri deild, þeirri dönsku, norsku og sænsku sem leika í þrem- ur riðlum, fjögur lið í hverjum riðli. Tvö efstu liðin úr riðlunum komast í tvo þriggja liða milliriðla og sigur- vegararnir þar leika hreinan úr- slitaleik. Leikið verður heima og að heiman. Samningar um sjónvarps- réttinn af leikjum deildarinnar eru hafnar og eins eru forkólfar keppn- innar að leita að fyrirtæki til að taka þátt í kostnaðinum. Peningaverðlaun Búið er að ákveða hversu mikið fé liðin fá vegna þátttökunnar. Öll liðin fá um 12 milljónir íslenskra króna til að byrja með. Fyrir hvern sigur í riðlakeppninni fær lið 2,5 milljónir en 1,5 fyrir jafntefli. Þau tvö lið sem komast áfram í milliriðl- ana eiga von á fínni búbót því þar fær lið tíu milljónir fyrir sigur en 6 milljónir fyrir jafnteflið. Tvö lið komast í hreinan úrslita- leik þar sem sigurliðið fær 30 millj- ónir en tapliðið 10 milljónir. Ef eitt- hvert lið kemst í gegnum keppnina án þess að tapa stigi fær það sem sagt um 92 milljónir króna. Nýja Konungsdeildin hefst næsta haust EMMA George, fyrrverandi heims- meistari í stangarstökki, hefur neyðst til að leggja stöngina til hlið- ar vegna þrálátra bakmeiðsla. Læknar hafa sagt hinni áströlsku George, sem er 29 ára gömul, að hún taki mikla áhættu ef hún held- ur áfram en bakmeiðsli hafa hrjáð hana meira eða minna undanfarin tvö ár og hefur hún af þeim sökum þurft að gangast undir tvær stórar aðgerðir. „Það var draumur minn að taka þátt á Ólympíuleikunum í Aþenu næsta sumar en nú er ljóst að ekk- ert verður af því. Þetta er erfiðasta ákvörðun sem ég hef þurft að taka en ég verð að hugsa um heilsuna,“ sagði George þegar hún tilkynnti ákvörðun sína. George setti 17 heimsmet í stang- arstökki á ferli sínum og á Ólymp- íuleikunum í Sydney árið 2000 vann hún til silfurverðlauna en Vala Flosadóttir hreppti brons- verðlaunin. Hæst náði George að stökkva 4,60 metra. Emma George segist ætla að ein- beita sér að háskólanáminu, þar sem hún ætlar að stunda fjölmiðla- fræði, en hún hefur mikinn áhuga á að verða íþróttafréttakona. MATTHEW Stevens sigraði Stephen Hendry 10:8 í keppni þeirra um breska meistaratit- ilinn í snóker á sunnudag, en þetta er jafnframt fyrsta mót- ið sem Stevens vinnur þar sem telur til stiga á heimslistanum. Stevens er frá Wales og var í fyrstu 4:0 undir gegn Hendry en náði að snúa leiknum sér í hag. Hendry hefur unnið breska meistaratitilinn fimm sinnum á sínum ferli. Stevens tileinkaði föður sín- um sigurinn en hann lést fyrir nokkrum árum. „Ég hef ekki haft gaman af því að keppa undanfarin ár en sjálfstraustið er að koma á ný. Þetta er í fyrsta sinn sem ég kemst í úr- slit eftir að faðir minn lést og ég tileinka honum sigurinn,“ sagði Stevens við BBC eftir keppnina. Stevens hafði bet- ur gegn Hendry Ólafur Stefánsson og félagarhans í spænska liðinu Ciudad Real mæta franska liðinu Chambery og Barcelona á í höggi við ungverska meistaraliðið Fotex Vesprém. Drátturinn varð annars þessi: Ciudad Real - Chambery Skjern - Magdeburg Ademar Leon - Cleje Lasko Flensburg - Kolding Pick Szeged - Montpellier Winterthur - Zagreb Prule 67 - Lemgo Barcelona - Fotex Vesprém  Fyrri leikirnir fara fram 13./ 14.desember og síðari leikirnir 20./ 21. desember Íslandsmeistarar Hauka verða áfram fulltrúar Íslendinga í Evrópu- keppninni í handknattleik en þeir luku þátttöku sinni í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með glæsi- brag, gerðu jafntefli við Barcelona á útivelli og unnu svo öruggan sigur á Vardar Skopje í Makedóníu í fyrra- kvöld. Haukar höfnuðu í þriðja sæti í sínum riðli en liðin í þriðja sæti fengu keppnisrétt í 16-liða úrslitum í Evr- ópukeppni bikarhafa. Haukar mæta franska liðinu Creteil en rimmurnar í 16-liða úrslitunum eru þessar: Creteil - Haukar Sporting - Redbergslid Valladolid - Chehovski Drott - Banik Karvina Partizan - Portland San Antonio Cankaya - Sandefjord Kielce - RK Gorenje Essen - Zaporozhye  Leikirnir fara fram 13./14. desem- ber og 20./21. desember. Ljósmynd/Günther Schröder Ólafur Stefánsson skorar hér mark úr vítakasti í Evrópuleikn- um gegn Lemgo um helgina í Þýskalandi. Ólafur Stefánsson og samherjar fara til Frakklands Magdeburg mætir Skjern Í GÆR var dregið til 16-liða úr- slitanna í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í höfuðstöðvum evrópska handknattleikssam- bandsins, EHF, í Vín. Magde- burg, lið Alfreðs Gíslasonar og Sigfúsar Sigurðssonar, dróst gegn danska liðinu Skjern en við stjórnvölinn hjá Skjern er And- ers Dahl Nielsen sem Alfreð lék undir stjórn hjá KR á árum áður. AP Robertas Pauzuolis í Evr- ópuleik Hauka í Makedóníu. Emma George er hætt  RYAN Giggs og Cristiano Ron- aldo, leikmenn Manchester United, voru í gær sektaðir af enska knatt- spyrnusambandinu fyrir þátt sinn í slagsmálum leikmanna United og Arsenal í úrvalsdeildinni þann 21. september. Giggs var sektaður um 7.500 pund, tæplega eina milljón króna, og Ronaldo um 4 þúsund pund, ríflega hálfa milljón, en þeir sluppu við leikbönn.  ANDREAS Möller, fyrrum lands- liðsmaður Þjóðverja í knattspyrnu, er meiddur á læri og verður ekki með Frankfurt á ný fyrr en eftir áramótin. Þetta eru slæmar fréttir fyrir Frankfurt sem er í þriðja neðsta sæti þýsku 1. deildarinnar. Möller, sem er 36 ára, haltraði af velli um miðjan fyrri hálfleik þegar lið hans lagði Wolfsburg að velli, 3:2, á laugardaginn.  HAMBURGER SV hefur einnig misst einn af sínum lykilmönnum. Argentínumaðurinn Bernardo Rom- eo hefur verið frá keppni í þrjár vik- ur vegna ökklameiðsla og nú er ljóst að hann spilar ekki fyrr en þýska deildin hefst á ný eftir vetrarfríið.  PAT Nevin, fyrrverandi leikmað- ur Chelsea, segist hafa mikla trú á að Lundúnaliðið geti hampað Eng- landsmeistaratitlinum í vor í fyrsta skipti síðan 1955. „Ég sem gamall leikmaður liðsins er ákaflega ánægður með frammistöðu liðsins og ég veit að ég tala fyrir hönd stuðningsmanna liðsins. Leikmenn- irnir sem fengnir voru til félagsins fyrir tímabilið hafa komið sérlega vel út og Claudio Ranieri hefur stjórnað liðinu eins og sannur her- foringi,“ sagði Pat Nevin í gær.  GNERI Yaya Touré, 20 ára, yngri bróðir Kolo hjá Arsenal, átti stór- leik á miðjunni þegar Beveren lagði Genk á laugardaginn, 3:1, í belgísku 1. deildinni í knattspyrnu. Beveren tefldi fram tíu leikmönnum frá Fíla- beinsströndinni og Igors Step- anovs, lettneskum varnarmanni, sem Arsenal hefur lánað til belgíska liðsins.  ÞAÐ má segja að landslið Fíla- beinsstrandarinnar byggist upp á leikmönnum Beveren, sem er vina- félag Arsenal. Gneri vonast til að komast til Arsenal í byrjun janúar – og leika við hlið bróður síns, sem er orðinn einn öflugasti varnarmaður Lundúnaliðsins.  RONALD de Boer, hinn reyndi knattspyrnumaður frá Hollandi, yf- irgefur Glasgow Rangers í Skot- landi í vor, ásamt þeim Henning Berg, Michael Mols og Egil Östens- tad. Með því að semja ekki á ný við de Boer fær Rangers talsvert fé til umráða til samninga við nýja leik- menn því hann er með um 4 millj- ónir króna í vikulaun hjá félaginu. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.