Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 34
Ástkær frænka okkar og vinur, MARÍA SIGRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR, Reykjahlíð, Mývatnssveit, andaðist á öldrunardeild Sjúkrahúss Húsavík- ur sunnudaginn 30. nóvember. Jarðsungið verður frá Reykjahlíðarkirkju laug- ardaginn 6. desember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Bryndís Jónsdóttir, Ólafur H. Jónsson. MINNINGAR 34 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, EGILL EINARSSON frá Hafranesi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt föstudagsins 28. nóvember. Inga Ingvarsdóttir, Þorgerður Egilsdóttir, Einar Jónsson, Einar Egilsson, Halla Svanþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÍÐUR SVEINBJÖRG VALGEIRSDÓTTIR (Gauja), Vallargötu 24, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu- daginn 28. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Helgi Kristjánsson, Valgerður Kristjánsdóttir, Agnes A. Óskarsdóttir, Sólrún Grétarsdóttir, Unnur G. G. Grétarsdóttir, Róbert H. Vogt, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÓLAFÍA EINARSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður Aðalgötu 5, Keflavík, lést laugardaginn 29. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Ágústa Lárusdóttir, Marínus Schmitz, Lárus Ólafur Lárusson, Ingibjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, JÓRUNN STEFÁNSDÓTTIR, Borgarhrauni 19, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu- daginn 30. nóvember. Útförin auglýst síðar. Ólafur Jóhannesson, Jón Ægir Pétursson, Björg Helga Atladóttir, Arnar Ólafsson, Bjarný Sigmarsdóttir, Ómar Ólafsson og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, KRISTBJÖRN BJÖRNSSON bifreiðastjóri, Einholti 10a, Akureyri, sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. nóv- ember, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 5. desember klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Minningarsjóð Heimahlynningar á Akureyri. Jarðsett verður í Lögmannshlíð. Sigríður Heiðar Þorsteinsdóttir, Margrét Birna Kristbjörnsdóttir, Guðmundur Jónsson, Birgir Kristbjörnsson, Gunnlaug Jóhannsdóttir, Sigrún Kr. Kristbjörnsdóttir, Þórólfur Egilsson, Þorsteinn Kristbjörnsson, María K. Óskarsdóttir, Erla Kristbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN SIGRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis í Stórholti 20, Reykjavík, lést laugardaginn 29. nóvember. Guðrún Þóra Hafliðadóttir, Rúnar Guðbjartsson, Gísli Sævar Hafliðason, Anna M. Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, LÁRA PÁLSDÓTTIR frá Svínafelli, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð Kópavogi, er látin. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Einarsson, Dröfn Ólafsdóttir, Sigríður Einarsdóttir, Jón Barðason, Lárus Einarsson, Sólveig Brynja Magnúsdóttir, Ólöf, Skúli, Barði Már, Þóra, Lára og Einar. Ástkær móðir okkar, SIGNÝ ÓLAFSDÓTTIR, áður Efstasundi 3, lést á Hrafnistu í Reykjavík sunnudaginn 30. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Elín Ingólfsdóttir, Örn Ingólfsson, Bjarni Ingólfsson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR MARTEINSSON, Meiri-Tungu, lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi föstudaginn 28. nóvember sl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmar Ragnarsson, Jóhanna Jónsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Sæmundur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Árið 1982 vorum við, leikmenn 5. flokks Vals í knattspyrnu, svo heppnir að fá að hefja kynni af Halldóri þjálf- ara okkar og vini. Halldór var á sínum yngri árum á meðal bestu knattspyrnumanna landsins, enda lék hann m.a. með ís- HALLDÓR AXEL HALLDÓRSSON ✝ Halldór AxelHalldórsson fæddist í Reykjavík 13. apríl 1931. Hann lést af slysförum 14. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 26. nóvember. lenska landsliðinu frá 1949-1957. Reynslu sinni, þekkingu og færni miðlaði hann rausnarlega og af ein- lægni til okkar strák- anna. Halldór var fær þjálfari og duglegur. Hann eyddi t.d. dýr- mætum tíma sínum í að útvega myndbönd með leikjum frá HM, en árið 1982 krafðist það auð- vitað mun meiri fyrir- hafnar heldur en í dag, til að við gætum horft á leikina saman og lært af þeim bestu. Stundum bauð hann hópnum heim til sín í veitingar og fótboltaspjall og einnig átti hann það til að hringja heim til leikmanna og ræða við þá og foreldra þeirra. Halldór gekk hart fram í að verja hagsmuni piltanna sem voru undir hans leiðsögn. Hann sá til þess að við hefðum aðstöðu til að horfa á fyrrnefnd fótboltamynd- bönd, kríaði út meiri tíma fyrir okk- ur til æfinga á grasi heldur en tíðk- aðist á þessum árum, þegar yngri flokkar þurftu iðulega að æfa og keppa á malarvöllum – enda æfðum við sennilega meira heldur en nokk- urt annað lið í þessum aldursflokki. Halldór varð stundum umdeildur á Hlíðarenda vegna vasklegrar fram- göngu við að gæta hópsins, en hann naut alltaf virðingar. Árangur af starfinu lét ekki á sér standa, því undir stjórn Halldórs sigraði 5. flokkur Vals Íslandsmótið 1982 og aftur 1983. En umfram dugnaðinn og ofar hinum tæknilega þætti þjálfunarinn- ar, var hann sérlega ötull við að byggja upp sjálfstraust okkar og „karakter“ – hrósaði leikmönnum óspart og sú gagnrýni sem frá hon- um kom var jákvæð og uppbyggileg. Hann lagði einnig ætíð áherslu á að þó við værum vissir um eigin getu til að sigra alla okkar mótherja, ættum við alltaf að sýna þeim fyllstu virð- ingu. Halldór vann þannig í góðu samræmi við fræg einkunnarorð séra Friðriks Friðrikssonar „Látið kappið aldrei bera fegurðina ofur- liði“. Þjálfun ungs íþróttafólks felur í sér mikla ábyrgð. Halldór hafði já- kvæð áhrif á líf okkar. Við litum upp til hans þá og við lítum upp til hans nú. Í minningu okkar er Halldór Halldórsson tákn alls hins besta sem einkennt getur íþróttaiðkun og -þjálfun. Aðstandendur Halldórs eiga sam- úð okkar. Lærisveinar Halldórs í Val. AFMÆLIS- og minningar- greinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disk- lingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Ekki er tekið við hand- skrifuðum greinum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfi- legri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Frágangur afmælis- og minning- argreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.