Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 47 GUÐJÓN Valur Sigurðs- son, Essen, er markahæst- ur þeirra íslensku leik- manna sem spila í þýsku 1. deildinni í handknatt- leik. Guðjón er í 37.–38. sæti yfir markahæstu leikmenn deildarinnar með 56 mörk. Gunnar Berg Viktorsson, Wetzlar, hefur skorað 44, Gylfi Gylfason, Wilhelms- havener, 42, Jaliesky Garcia, Göppingen, 36, Snorri Steinn Guðjónsson, Gross- wallstadt 32, Sigfús Sigurðsson, Magdeburg 31, Einar Örn Jónsson, Wallau Massenheim, 30, Róbert Sig- hvatsson, Wetzlar, 21, og Rúnar Sig- tryggsson, Wallau Mas- senheim, hefur skorað 6 mörk en hann leikur að öllu jöfnu aðeins í vörn- inni. Jan Hendrik Behrends, Wallau Massenheim, er markahæstur með 103 mörk, Lars Christiansen hjá Flensburg hefur skor- að 100 og Kóreumað- urinn Kyung Shin Yoon hjá Gummersbach er með 95. Síðan koma Jan Filip hjá Nordhorn með 84 mörk, Mariusz Jurasik hjá Kronau/Östringen með 82 og þeir Björn Navarin hjá Pfull- ingen og Nebojsa Golic hjá Wetzlar sem hafa skorað 80 mörk hvor. Guðjón Valur er marka- hæstur Íslendinganna Guðjón Valur Sigurðsson FÓLK  ÅGE Hareide var í gærkvöld ráðinn þjálfari norska landsliðsins í knattspyrnu til fjögurra ára. Hann tekur við af Nils Johan Semb. Þetta var frágengið eftir fund milli norska knattspyrnusam- bandsins og forráðamanna Rosen- borg, en þar var gert samkomulag um að Hareide yrði leystur undan samningi sínum við norsku meist- arana.  ROGER Solheim, upplýsinga- fulltrúi norska knattspyrnusam- bandsins, sagði að komið hefði fram lausn sem allir aðilar væru sáttir við. Í henni fælist að sam- bandið og Hareide greiddu í sam- einingu bætur til Rosenborg vegna samningsslitanna.  NILS Skutle, framkvæmdastjóri Rosenborg, sagði að félagið væri ekki sátt við að sjá á bak góðum manni á borð við Hareide. Málið hefði hins vegar þróast þannig að ekki hefði annað verið hægt en að ljúka því með einhvers konar sam- komulagi.  ROSENBORG hefur boðið að- stoðarþjálfara félagsins, Ola By Rise, þjálfarastöðuna til tveggja ára og fastlega er búist við því að það gangi eftir. By Rise nýtur mikilla vinsælda í Þrándheimi og yfirgnæfandi meirihluti stuðnings- manna Rosenborg vildi fá hann í starfið.  STUÐNINGSMENN og forráða- menn Rosenborg eru ekki sáttir við ákvörðun Hareide og óprúttnir aðilar úr stuðningsliði félagsins hafa krotað á hús Hareide í Þrándheimi. Þar stendur meðal annars „svikari“ og „Júdas“.  RONALDINHO, brasilíska stjarnan í liði Barcelona á Spáni, verður ekki með liðinu þegar það mætir Real Madrid á laugardaginn kemur. Brasilíumaðurinn meiddist í leik við Betis í byrjun nóvember og vonuðust menn til að hann yrði orðinn góður fyrir leikinn við Madrid, en það verður hann ekki.  JÓN Arnór Stefánsson og fé- lagar hans í körfuknattleiksliði Dallas Mavericks sem ekki eru frá Bandaríkjunum munu safna fé fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna næsta föstudag. Í þessum hóp eru þeir Dirk Nowitzki (Þýskalandi), Steve Nash (Kan- ada), Eduardo Nájera (Mexíkó) og Tariq Abdul-Wahad (Frakklandi), en greint er frá þessu á heimasíðu KKÍ.  LEIKMENN munu árita myndir sem síðan verða seldar fyrir um 1.500 kr. eða hærri upphæð. Það eru forsvarsmenn Dallas og UPS sem standa að söfnunni fyrir UNI- CEF. Barnahjálpin mun nota féð til að koma börnum og mæðrum þeirra í stríðshrjáðum löndum eins og Kongó, Afganistan, Líberíu og Írak til hjálpar. ALFREÐ Örn Finnsson tók í gærkvöld við þjálfun kvennaliðs Gróttu/KR í handknattleik af Aðalsteini Jónssyni. Kristján Guð- laugsson, formaður stjórnar Gróttu/KR, sagði við Morg- unblaðið í gærkvöld að Að- alsteinn hefði beðist lausnar frá störfum af persónulegum ástæðum. „Það skilja allir sáttir í þessu máli þó að alltaf sé leiðinlegt þegar svona kem- ur upp. Alfreð var tilbúinn að taka við með stuttum fyr- irvara, það er eflaust erfitt en við berum fullt traust til Alfreðs sem er með mikla reynslu sem þjálfari yngri flokka hjá okkur,“ sagði Kristján. Alfreð, sem lék lengi með karlaliði Gróttu/KR en lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil vegna meiðsla, var ráðinn aðstoðarþjálfari kvennaliðsins í síðustu viku og hafði því starfað skamma hríð við hlið Aðalsteins. Grótta/KR hefur átt frek- ar erfitt uppdráttar á Ís- landsmótinu í vetur og er er í sjötta sæti 1. deildar með 8 stig eftir 11 leiki. Aðalsteinn hættur og Al- freð í staðinn SVEIT Norðurlanda beið lægri hlut fyrir Japan, 1:6, á boðsmóti vegna afmælis Péturs- borgar í Rússlandi sem fram fór í borginni um helgina. Norð- urlandaliðið gerði tvö jafntefli í viðureign sinni við Japanina og áttu þar hlut að máli þeir Bjarni Skúlason í -90 kg flokki og Norð- maður í -73 kg flokki. Átta sveitir tóku þátt í mótinu og Japan sigraði Rússland í úr- slitaviðureigninni en að auki kepptu Hvít-Rússar, Ítalir, Þjóðverjar og Úkraínumenn, ásamt Norðurlandasveitinni og sameiginlegri sveit Eystrasalts- ríkjanna. „Þetta var útsláttarkeppni og við féllum því út við tapið gegn Japönum. Það má segja að við höfum verið óheppnir að dragast gegn þeim því þeir eru fremsta júdóþjóð heims og unnu mótið. En þetta var sérlega skemmtilegt og glæsi- legt mót og ég tel að ég hafi verið mjög óheppinn að ná ekki að vinna mína glímu því ég náði góðri sókn þegar 10 sekúndur voru eftir en sá jap- anski náði að bjarga sér með naumindum. Umgjörð mótsins var frábær, uppselt í höll- ina, enda júdó mjög vinsælt í Rússlandi, og Vladimir Pútín forseti var sjálfur á staðnum, enda mótið kennt við hann sem Forsetabikarinn,“ sagði Bjarni Skúlason við Morgunblaðið í gær. Bjarni sagði að Heimir hefði staðið sig mjög vel í sinni glímu og tapað mjög naumlega fyrir jap- önskum mótherja sínum. Sævar Sigursteinsson var einn þriggja þjálfara Norðurlandaliðsins, ásamt kollegum sínum frá Svíþjóð og Finnlandi. Bjarni Skúlason Mario Melchiot, samherji EiðsSmára, braut illa á honum á æfingu hjá Chelsea á föstudaginn og þar með missti Eiður af stórleik ensku úrvalsdeildarinnar gegn Manchester United á sunnudag. Arnór Guðjohnsen, faðir Eiðs Smára, sagði við Morgunblaðið í gærkvöld að niðurstaðan væri mikill léttir. „Eftir að í ljós kom í mynda- tökunni að bólgan væri lítil var ótt- ast að liðbönd væru jafnvel slitin og þá hefði Eiður verið lengi frá keppni. En við nánari skoðun kom í ljós að sinar sem tengja ökklann við legginn höfðu tognað og því hafði hann sloppið ágætlega frá þessu. Það var hins vegar greinilegt að um talsvert högg var að ræða því blætt hafði inn á vöðva við hásin og verkir sem hann fann fyrir stöfuðu af vökvamyndun. Eiður er bjartsýnn á að geta byrjað að spila eftir tvær vikur en mér finnst líklegra en að hann þurfi 3–4 vikur til að verða fyllilega góður. Það er alls ekki úti- lokað að hann nái að spila með Chelsea um jólin,“ sagði Arnór. Gæti náð leiknum við Fulham Ljóst er að Eiður missir af tveim- ur næstu leikjum Chelsea, sem eru gegn Leeds á útivelli og Bolton á heimavelli. Möguleiki er á að hann verið tilbúinn fyrir nágrannaslag gegn Fulham 20. desember, og góð- ar líkur á að hann verði tilbúinn þegar Chelsea leikur úti við Her- mann Hreiðarsson og félaga í Charlton annan í jólum og við Portsmouth á heimavelli tveimur dögum síðar. Meiðsli Eiðs ekki alvarleg Morgunblaðið/Jim Smart Darrel Lewis var í miklum ham með Grindvíkingum í gærkvöld og skoraði 36 stig þegar lið hans lagði Keflvíkinga, 92:90, í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Hér eru tvö þeirra í uppsiglingu. Bjarni krækti í stig fyrir Norðurlandalið- ið gegn Japönum MEIÐSLI Eiðs Smára Guðjohnsens, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, reyndust ekki eins alvarleg og óttast var. Eftir myndatöku í gær virt- ist geta brugðið til beggja vona en eftir að læknar höfðu skoðað myndirnar rækilega í gærkvöld skýrðu þeir frá því að hann yrði ekki lengi frá keppni, væntanlega í tvær til fjórar vikur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.