Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 22
AUSTURLAND
22 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
!"" #
"
Egilsstaðir | „Bæjarstjórn telur
óhjákvæmilegt annað en að Aust-
ur-Hérað verði að leggja í veru-
legar fjárfestingar á næstu árum
vegna þeirrar hröðu uppbygg-
ingar sem á sér stað í sveitarfé-
laginu samhliða stóriðjufram-
kvæmdum á svæðinu. Afleiðing
þessara fjárfestinga verður aukin
skuldsetning bæjarsjóðs,“ segir í
ályktun bæjarstjórnar Austur-
Héraðs vegna fyrri umræðu fjár-
hags- og framkvæmdaáætlunar
sveitarfélagsins, sem fram fór í
liðinni viku.
Í fjárhagsáætlun Austur-Héraðs
er gert ráð fyrir rúmlega 380
milljóna króna fjárfestingum, eða
200 milljónum krónum meira en á
yfirstandandi ári. Skatttekjur eru
áætlaðar um 635 milljónir. Um 370
milljónir renna til fræðslu- og
uppeldismála, 56 milljónir í æsku-
lýðs- og íþróttamál, 52 milljónir í
félagsþjónustu og tæplega 25
milljónir fara í menningarmál.
Skólarnir stærstu
póstar næsta árs
Samkvæmt fjárhagsáætluninni
eru stærstu verkefni næsta árs
bygging leikskóla á Egilsstöðum,
viðbygging Menntaskólans á Eg-
ilsstöðum, stækkun Íþrótta-
miðstöðvar og undirbúningsvinna
að stækkun Grunnskólans á Egils-
stöðum. Fyrirliggjandi er einnig
kostnaður við undirbúning gatna-
gerðar, fráveitu og vatnsveitu í
nýjum íbúðarhverfum bæjarins.
Bæjarstjórn Austur-Héraðs hef-
ur ákveðið að ganga til samninga
við Landsbanka Íslands á grunni
tilboðs bankans í skuldabréfa-
flokk, samkvæmt útboði sveitarfé-
lagsins á lánsfjármögnun. Taka á
400 milljónir króna að láni til end-
urfjármögnunar lána og fjárfest-
inga sveitarfélagsins.
Síðari umræða um fjárhagsáætl-
unina fer fram 10. desember n.k.
Verkefnin stór og skuldsetning mikil
Horft eftir Lagarfljótsbrú yfir í Egilsstaði: Sveitarfélagið býst til að skuldsetja sig verulega á næstunni.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Egilsstaðir | Á stjórnarfundi á föstu-
dag ræddu stjórnarmenn ýmsar
framkvæmdir hjá Kaupfélaginu sem
fyrirhugaðar eru til að bregðast við
auknum umsvifum.
Gunnlaugur Aðalbjarnarson,
kaupfélagsstjóri KHB, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að félagið und-
irbyggi nú nokkuð umfangsmiklar
framkvæmdir á Reyðarfirði og Eg-
ilsstöðum. Endurskipuleggja á hús-
næði KHB á Reyðarfirði og byggja
við það að einhverju leyti og verður
þar sett upp öflug byggingavöru-
deild. Þá hefur kaupfélagið hug á að
opna stóra matvöruverslun í verslun-
arkjarna sem til stendur að reisa á
Reyðarfirði og gengur undir vinnu-
heitinu Molinn. Byggingavöruversl-
unin verður tilbúin á vori komanda,
en stefnt er að opnun Molans seint á
næsta ári.
Þungaflutningatæki
að sliga nánasta umhverfi
Kaupfélagið hyggst endurskipu-
leggja umhverfi verslunar- og skrif-
stofuhúss síns í miðbæ Egilsstaða,
með það fyrir augum að auðvelda
umferð þungaflutningabíla um svæð-
ið og bæta aðkomu að bensínstöð
Esso þar. Umferð vegna virkjunar-
og byggingaframkvæmda um miðbæ
Egilsstaða er orðin slík að til vand-
ræða horfir og bæði KHB og sveit-
arstjórn Austur-Héraðs liggja yfir
möguleikum á úrlausnum. Gunn-
laugur segir skika af tjaldstæði sem
kaupfélagið á í miðbænum verða tek-
inn undir þessar breytingar og
minnki því tjaldstæðið væntanlega
eitthvað. Þá stendur til að endur-
skipuleggja Söluskála KHB, með
stækkun í huga, þar sem veitingasal-
ur annar ekki lengur eftirspurn.
Samkaupaverslun kaupfélagsins á
Egilsstöðum verður stækkuð og
byggður nýr lager og byggingavöru-
deild verður flutt um set yfir á lóð af-
lagðs sláturhúss, fóðursölu og timb-
urdeildar, en þar á að byggja
sameiginlega þjónustueiningu þess-
ara deilda.
Gunnlaugur segir áformaðar
framkvæmdir nema á fjórða hundrað
milljónum króna og þær séu á ýms-
um vinnslustigum. Stefnt sé að því að
sem flest verði komið í gagnið næsta
vor.
Velta byggingavörudeildar KHB
hefur stóraukist í kjölfar uppbygg-
ingar við Kárahnjúkavirkjun,
eða um 46% á milli ára. Gunnlaug-
ur segir þetta gleðilegt og ástæðuna
fyrir því að efla eigi deildina á Egils-
stöðum. Hann á þó ekki von á því að
stígandin verði áfram jafnmikill þar,
en segir menn viðbúna mikilli þenslu
á Reyðarfirði þegar vinna við álvers-
framkvæmdir hefst. Því séu menn að
reyna að bregðast við auknum um-
svifum eftir bestu getu og gera deild-
ir í stakk búnar til að mæta auknum
viðskiptum.
Nýlega seldi KHB gamalt hús,
sem mun vera elsta iðnaðarhúsnæði
á Egilsstöðum og var byggt árið
1957. Það er stakstætt hús við Kaup-
vang og hýsti fyrrum
mjólkurstöð, bakarí og
nú síðast Hús hand-
anna, handverkshús.
Kaupandi hússins er
Verkfræðistofa Aust-
urlands, sem m.a. er í
eigu Sveins Þórarins-
sonar verkfræðings,
sem jafnframt er
stjórnarformaður
Kaupfélags Héraðs-
búa.
Nokkuð hefur verið
deilt á KHB fyrir sölu
hússins til verkfræði-
stofu stjórnarfor-
mannsins, en Gunn-
laugur segir tilboðið
hafa verið gott, 15,5 milljónir og til
standi að flytja verkfræðistofu
Sveins í húsið. Hann treysti honum
til að sýna hinni gömlu byggingu
sóma og vísar því á bug að betra hefði
verið að Kaupfélagið varðveitti húsið
sjálft og setti þar jafnvel upp ein-
hvers konar sögusafn.
Vilja ekki
hlutafélagsvæða
Kaupfélag Héraðsbúa hefur und-
angengna mánuði athugað hvort
hagkvæmt sé að færa reksturinn yfir
í hlutafélagsformið. Gunnlaugur seg-
ir að niðurstaða stjórn-
ar sé að halda í sam-
vinnufélagsformið, en
eftir sé að taka form-
lega ákvörðun. Menn
vilji fremur greiða fé-
lögum í KHB arð í hlut-
falli við viðskipti þeirra
og styrkja samheldni
og viðskipti í heima-
byggð, fremur en að
fara út í hlutafélag,
enda alls óvíst hverjir
eigendur slíks fyrir-
tækis ættu að vera og
hvort því reiddi betur af
en í núverandi rekstr-
arformi.
KHB, sem stofnað
var árið 1909, er nú með rekstur á
Egilsstöðum, Borgarfirði eystra,
Reyðarfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fá-
skrúðsfirði og á Seyðisfirði. Félagið
gerði árið 2000 samning við Samkaup
hf. um innkaupasamstarf og var dag-
vöruverslunum KHB á fjörðunum,
utan Borgarfjarðar, í kjölfarið breytt
í Sparkaupaverslanir og versluninni
á Egilsstöðum í Samkaupsverslun.
Auk Sveins Þórarinssonar stjórn-
arformanns eru í aðalstjórn Kaup-
félags Héraðsbúa þeir Jón Júlíusson,
Aðalsteinn Jónsson, Jóhann Jónsson
og Jónas Guðmundsson.
Vilja ekki hlutafélagsvæðast og telja samvinnufélagsformið tryggara
Félag í framkvæmdahug
Kaupfélagi Héraðsbúa
hefur vaxið fiskur um
hrygg undanfarna
mánuði vegna mikillar
uppbyggingar og
virkjanaframkvæmda
á Austurlandi.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Jólaskreytt Kaupfélag Héraðsbúa: Það lítur út fyrir að félagið ætli að skila góðu búi þetta árið.
Gunnlaugur
Aðalbjarnarson