Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 22
AUSTURLAND 22 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                        !"" #  "  Egilsstaðir | „Bæjarstjórn telur óhjákvæmilegt annað en að Aust- ur-Hérað verði að leggja í veru- legar fjárfestingar á næstu árum vegna þeirrar hröðu uppbygg- ingar sem á sér stað í sveitarfé- laginu samhliða stóriðjufram- kvæmdum á svæðinu. Afleiðing þessara fjárfestinga verður aukin skuldsetning bæjarsjóðs,“ segir í ályktun bæjarstjórnar Austur- Héraðs vegna fyrri umræðu fjár- hags- og framkvæmdaáætlunar sveitarfélagsins, sem fram fór í liðinni viku. Í fjárhagsáætlun Austur-Héraðs er gert ráð fyrir rúmlega 380 milljóna króna fjárfestingum, eða 200 milljónum krónum meira en á yfirstandandi ári. Skatttekjur eru áætlaðar um 635 milljónir. Um 370 milljónir renna til fræðslu- og uppeldismála, 56 milljónir í æsku- lýðs- og íþróttamál, 52 milljónir í félagsþjónustu og tæplega 25 milljónir fara í menningarmál. Skólarnir stærstu póstar næsta árs Samkvæmt fjárhagsáætluninni eru stærstu verkefni næsta árs bygging leikskóla á Egilsstöðum, viðbygging Menntaskólans á Eg- ilsstöðum, stækkun Íþrótta- miðstöðvar og undirbúningsvinna að stækkun Grunnskólans á Egils- stöðum. Fyrirliggjandi er einnig kostnaður við undirbúning gatna- gerðar, fráveitu og vatnsveitu í nýjum íbúðarhverfum bæjarins. Bæjarstjórn Austur-Héraðs hef- ur ákveðið að ganga til samninga við Landsbanka Íslands á grunni tilboðs bankans í skuldabréfa- flokk, samkvæmt útboði sveitarfé- lagsins á lánsfjármögnun. Taka á 400 milljónir króna að láni til end- urfjármögnunar lána og fjárfest- inga sveitarfélagsins. Síðari umræða um fjárhagsáætl- unina fer fram 10. desember n.k. Verkefnin stór og skuldsetning mikil Horft eftir Lagarfljótsbrú yfir í Egilsstaði: Sveitarfélagið býst til að skuldsetja sig verulega á næstunni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Egilsstaðir | Á stjórnarfundi á föstu- dag ræddu stjórnarmenn ýmsar framkvæmdir hjá Kaupfélaginu sem fyrirhugaðar eru til að bregðast við auknum umsvifum. Gunnlaugur Aðalbjarnarson, kaupfélagsstjóri KHB, sagði í sam- tali við Morgunblaðið að félagið und- irbyggi nú nokkuð umfangsmiklar framkvæmdir á Reyðarfirði og Eg- ilsstöðum. Endurskipuleggja á hús- næði KHB á Reyðarfirði og byggja við það að einhverju leyti og verður þar sett upp öflug byggingavöru- deild. Þá hefur kaupfélagið hug á að opna stóra matvöruverslun í verslun- arkjarna sem til stendur að reisa á Reyðarfirði og gengur undir vinnu- heitinu Molinn. Byggingavöruversl- unin verður tilbúin á vori komanda, en stefnt er að opnun Molans seint á næsta ári. Þungaflutningatæki að sliga nánasta umhverfi Kaupfélagið hyggst endurskipu- leggja umhverfi verslunar- og skrif- stofuhúss síns í miðbæ Egilsstaða, með það fyrir augum að auðvelda umferð þungaflutningabíla um svæð- ið og bæta aðkomu að bensínstöð Esso þar. Umferð vegna virkjunar- og byggingaframkvæmda um miðbæ Egilsstaða er orðin slík að til vand- ræða horfir og bæði KHB og sveit- arstjórn Austur-Héraðs liggja yfir möguleikum á úrlausnum. Gunn- laugur segir skika af tjaldstæði sem kaupfélagið á í miðbænum verða tek- inn undir þessar breytingar og minnki því tjaldstæðið væntanlega eitthvað. Þá stendur til að endur- skipuleggja Söluskála KHB, með stækkun í huga, þar sem veitingasal- ur annar ekki lengur eftirspurn. Samkaupaverslun kaupfélagsins á Egilsstöðum verður stækkuð og byggður nýr lager og byggingavöru- deild verður flutt um set yfir á lóð af- lagðs sláturhúss, fóðursölu og timb- urdeildar, en þar á að byggja sameiginlega þjónustueiningu þess- ara deilda. Gunnlaugur segir áformaðar framkvæmdir nema á fjórða hundrað milljónum króna og þær séu á ýms- um vinnslustigum. Stefnt sé að því að sem flest verði komið í gagnið næsta vor. Velta byggingavörudeildar KHB hefur stóraukist í kjölfar uppbygg- ingar við Kárahnjúkavirkjun, eða um 46% á milli ára. Gunnlaug- ur segir þetta gleðilegt og ástæðuna fyrir því að efla eigi deildina á Egils- stöðum. Hann á þó ekki von á því að stígandin verði áfram jafnmikill þar, en segir menn viðbúna mikilli þenslu á Reyðarfirði þegar vinna við álvers- framkvæmdir hefst. Því séu menn að reyna að bregðast við auknum um- svifum eftir bestu getu og gera deild- ir í stakk búnar til að mæta auknum viðskiptum. Nýlega seldi KHB gamalt hús, sem mun vera elsta iðnaðarhúsnæði á Egilsstöðum og var byggt árið 1957. Það er stakstætt hús við Kaup- vang og hýsti fyrrum mjólkurstöð, bakarí og nú síðast Hús hand- anna, handverkshús. Kaupandi hússins er Verkfræðistofa Aust- urlands, sem m.a. er í eigu Sveins Þórarins- sonar verkfræðings, sem jafnframt er stjórnarformaður Kaupfélags Héraðs- búa. Nokkuð hefur verið deilt á KHB fyrir sölu hússins til verkfræði- stofu stjórnarfor- mannsins, en Gunn- laugur segir tilboðið hafa verið gott, 15,5 milljónir og til standi að flytja verkfræðistofu Sveins í húsið. Hann treysti honum til að sýna hinni gömlu byggingu sóma og vísar því á bug að betra hefði verið að Kaupfélagið varðveitti húsið sjálft og setti þar jafnvel upp ein- hvers konar sögusafn. Vilja ekki hlutafélagsvæða Kaupfélag Héraðsbúa hefur und- angengna mánuði athugað hvort hagkvæmt sé að færa reksturinn yfir í hlutafélagsformið. Gunnlaugur seg- ir að niðurstaða stjórn- ar sé að halda í sam- vinnufélagsformið, en eftir sé að taka form- lega ákvörðun. Menn vilji fremur greiða fé- lögum í KHB arð í hlut- falli við viðskipti þeirra og styrkja samheldni og viðskipti í heima- byggð, fremur en að fara út í hlutafélag, enda alls óvíst hverjir eigendur slíks fyrir- tækis ættu að vera og hvort því reiddi betur af en í núverandi rekstr- arformi. KHB, sem stofnað var árið 1909, er nú með rekstur á Egilsstöðum, Borgarfirði eystra, Reyðarfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fá- skrúðsfirði og á Seyðisfirði. Félagið gerði árið 2000 samning við Samkaup hf. um innkaupasamstarf og var dag- vöruverslunum KHB á fjörðunum, utan Borgarfjarðar, í kjölfarið breytt í Sparkaupaverslanir og versluninni á Egilsstöðum í Samkaupsverslun. Auk Sveins Þórarinssonar stjórn- arformanns eru í aðalstjórn Kaup- félags Héraðsbúa þeir Jón Júlíusson, Aðalsteinn Jónsson, Jóhann Jónsson og Jónas Guðmundsson. Vilja ekki hlutafélagsvæðast og telja samvinnufélagsformið tryggara Félag í framkvæmdahug Kaupfélagi Héraðsbúa hefur vaxið fiskur um hrygg undanfarna mánuði vegna mikillar uppbyggingar og virkjanaframkvæmda á Austurlandi. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Jólaskreytt Kaupfélag Héraðsbúa: Það lítur út fyrir að félagið ætli að skila góðu búi þetta árið. Gunnlaugur Aðalbjarnarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.