Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Nýtt magnað meistaraverk frá leikstjóranum Clint Eastwood. Frábærir leikarar sem sýna eftirminnilegan stjörnuleik. Mynd sem enginn má missa af. EPÓ Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.30, 8.10 og 10.10. B.i. 16. Sean PENN Tim ROBBINS Kevin BACON Laurence FISHBURNE Marcia Gay HARDEN Laura LINNEY Roger Ebert The Rolling Stone “Grípandi og hrikaleg. En einn sönnun þess að Clint Eastwood er í hópi bestu leikstjóra samtímans.” S.V. Mbl. “Það er hreint og klárt dekur við áhorfendur að bjóða upp á annan eins leikarahóp með Sean Penn fremstan meðal jafningja.” Þ.Þ. FRÉTTABLAÐIÐ “Frumlegasta og ein besta spennumynd ársins. SV. Mbl  AE. Dv Jólapakkinn í ár. Frumsýnd 4 desember Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. Enskur texti Sýnd kl. 5.30. Íslenskt tal. Vinsælasta mynd ársins í USA. Vinsælasta teiknimynd frá upphafi í USA. Frá framleiðendum Toy Story og Monsters Inc. Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. NÝJASTA MYND COEN BRÆÐRA. Stórstjörnurnar George Clooney og Catherine Zeta-Jones fara á kostum í myndinni.  SG DV EmpireKvikmyndir.is SV MBL Sýnd kl. 8. B.i. 12.  Kvikmyndir.com Sýnd kl. 5.50 og 8 Sýnd kl. 10.30. Enskur texti Rokkuð heimildarmynd um þýsku rokkhljómsveitirnar Rammstein, In-Extremo og Sub Dub Micro Machine ofl. kraftmiklar sveitir. „Þær gerast varla öllu kraftmeiri...hröð, ofbeldisfull...fyndin ogskemmtileg...án efa með betri myndum sem hafa skilað sér hingað í bíó á þessu ári.“ - Birgir Örn Steinarsson, Fréttablaðið „Kraftaverk“ S.V. Mbl „Vá!!!!! Stórkostleg“ Kvikmyndir.is  Skonrokk FM909 Kvikmyndir.isSV MBL SG DV EPÓ Kvikmyndir.com Roger Ebert The Rolling Stone ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 16. KRINGLAN Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16. Veistu hvað gerðist í húsi þínu, áður en þú fluttir inn ?? Magnaður spennutryllir í anda „Cape Fear“ með toppleikurunum Dennis Quaid, Sharon Stone og Juliette Lewis. Dennis Quaid Sharon Stone Kvikmyndir.com  ÍSLENSKA kvikmyndin Nói albin- ói kemur út á myndbandi og mynddiski í dag, bæði til útleigu og sölu. Fáar íslenskar myndir hafa hlotið eins lofsamlegar við- tökur og þessi fyrsta mynd Dags Kára Péturssonar í fullri lengd. Ís- lenskir gagnrýnendur voru á einu máli um að þar færi einhver best heppnaða íslenska kvikmynd sem gerði hefði verið og aðsókn að henni í kvikmyndahúsum hefur verið jöfn og þétt síðan hún var frumsýnd snemma á árinu en alls hafa um 19 þúsund manns séð hana. Til að kóróna árangurinn hér heima sópaði myndin að sér Edduverðlaunum, var þ.á m. valin besta kvikmyndin og verður fram- lag Íslands til Óskarsverð- launanna. Ytra hefur gengið verið lítið síðra. Myndinni hefur verið boðin þátttaka á fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíða og hlotið á þeim ófá verðlaunin. Aðrar markverðar verðlauna- myndir sem út koma á myndbandi í vikunni eru Allt eða ekkert (All or Nothing) eftir breska kvik- myndaskáldið Mike Leigh og Frida með Sölmu Hayek í hlutverki mexíkönsku listakonunnar Fridu Kahlo. Skólastofan (Home Room) er mynd sem vakið hefur tölu- verða athygli en hún fjallar um eftirköst skólamorða. Hér var hún sýnd á Kvikmyndahátíð Eddunnar. Hlauptu Ronnie hlauptu (Run Ronnie Run) er kolgeggjuð gam- anmynd sem byggist á gamanþátt- unum Mr. Show sem eru mikið költ-fyrirbrigði vestra. Þá má geta þess að þokkagyðjan Carmen Electra leikur stórt hlutverk í spennumyndinni Negldur (Whac- ked!) Að endingu gleður að geta bent á fjórar nýjar barna- og fjöl- skyldumyndir sem koma út í vik- unni. Fyrst skal nefna nýja jóla- mynd með prúðuleikurunum sívinsælu. Þá kemur út æv- intýramynd með Bionicle-genginu sem skapað var af Lego-leikfanga- framleiðandanum. Bubbi byggir er í jólaskapi á sjöttu spólunni sem kemur út hér með þessum mikla þúsundþjalasmiði og vinum hans og fyrir unnendur græna jötunsins Hulk þá ætti teiknimyndasyrpa um nýjustu ævintýri hans að vera gleðiefni. Nói albínói kemur út á fimmtudag Þeir eru örugglega margir sem vilja sjá Nóa albínóa aftur eða þá eiga alveg eftir að sjá hana.                                                         !" #   $    !"   !" #    !"   !" #  #  #  #   $    !" #   $    !" % #   !"  $  &   ' ' &   ' &   &   ' &   &   ' ' ' &   &   ' (  &   &   '                         !" "   "  $ %& '        " (  #)  * +  , - ."  ( / "0      Útgáfa vikunnar á myndbandi og mynddiski Átta brjálaðar nætur Eight Crazy Nights Teiknimynd Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD. (90 mín.) Öllum leyfð. Leikstjórn Seth Kears- ley. Höfundur og aðalrödd Adam Sandler. ÞAÐ er bara ekki heil brú í þess- ari mynd. Flóknara er það ekki. Lengi verður það manni líka hulin ráðgáta hvað vakti eiginlega fyrir Adam Sandler þegar hann fékk þá hugmynd að láta virkilega verða úr því að framleiða teiknimynd í fullri lengd eftir þessari snældurugluðu hugmynd sinni. Maðurinn er klikk. Það er löngu ljóst. Og það dásamlega klikk. En greini- lega á hann líka þetta til, að verða svo klikk að fæst- ir fatta hvað hann er að fara. Hér virðist eins og hann hafi ætlað sér að gera sæta jólamynd, teiknaða og allt, með rétta boðskapnum og til- heyrandi. En um leið getur hann ekki setið á sér heldur verður að dæla inn þvílíku magni af ósmekk- legum og það sem verra er allsendis ófyndnum aulahúmor sem kemur úr munni persónu sem manni virðist vera Sandler sjálfur hefði hann ekki slegið í gegn. Útkoman er mynd, sem maður nær hreinlega ekki til hverra á höfða. Ætli það séu ekki einna helst allra, allra hörðustu Sandler-unnendurnir. Þessir sem eiga plöturnar með honum líka, en sönglögin hans eru trúlega eini ljósi punkturinn í myndinni.  Skarphéðinn Guðmundsson Myndbönd Maðurinn er klikk Jólafjör Bangsímons (Winnie The Pooh: A Very Merry Pooh Year) Teiknimynd Bandaríkin 2002. Sammyndbönd VHS/ DVD. 80 mín. (Öllum leyfð). Talsetning: Þórhallur Sigurðsson, Laddi, Sigurður Sigurjónsson, Jóhann Sigurðarson, Hjálmar Hjálmarsson o.fl. FÁTT er vinsælla hjá allra yngstu áhorfendunum en teikni- myndirnar fallegu um Bangsímon og vini hans í Hundraðekruskógi. Enda kannski ekkert skrítið því þær hafa að geyma allt sem til þarf, einfalda, holla og auðskilj- anlegu sögu og skemmtilegar, skýrar og bjartar teikningar. Svo finnast smáfólkinu þeir óskaplega fyndnir Tígri og Bangsímon, hvernig þeir eru alltaf að festa sig hér og þar eða þá hoppandi og skoppandi og pompandi á rassinn. Það er helstu kostur Jólafjörsins hjá þeim vinum í Hundraðekru- skógi að hér er allt við sama hey- garðshornið og í síðustu myndum um Grisling, Tígra og þeirri upp- runalegu um Bangsímon; litlar dæmisögur sagðar til að undir- strika boðskap jólanna og hvað þarf til að vera góður vinur. Það er um leið helstu löstur myndarinnar því auðvitað hefði alveg mátt reyna að hafa uppbygginguna örlítið öðruvísi. En góð vísa verður víst aldrei of oft kveðin og vissulega brýnt að ítreka þennan holla boð- skap við börnum um leið og þeim er skemmt.  Skarphéðinn Guðmundsson Vinaleg jól Myndbönd búin að fá sig fullsödd af stórborg- arstressinu í New York. Selja eignir sínar og kaupa þess í stað Cold Creek-setrið, gamlan og virðulegan herragarð úti á landi. Flytja í snatri með innbúið og börnin sín tvö, Kristen (Kristen Stewart) og Jesse (Ryan Wilson). Setrið fá þau á útsöluverði þar sem fyrri eigendur töpuðu því á nauð- ungaruppboði. Svo er að sjá sem þeir hafi skilið við húsið í hasti, það er fullt af munum og minjum sem sumar koma einkennilega fyrir sjónir. TILSON-hjónin, Cooper (Dennis Quaid) og Leah (Sharon Stone) eru Ásigkomulagið er ekki gott, það þarf að taka til hendinni og ræður Cooper til þess Dale Massie (Stephen Dorff), sem skyndilega stingur upp kollinum. Þar er kom- inn náunginn sem missti eignina á uppboðið, er því öllum hnútum kunnugur og verkið fer vel af stað. Ekki líður á löngu uns ískyggi- legir atburðir fara að setja svip á heimilislífið á Cold Creek. Húsið og ættarsagan er full af atburðum sem illa þola dagsljósið en Cooper er ákveðinn í að koma ástandinu í eðlilegt horf – hvað sem það kost- ar. Breski leikstjórinn Mike Figgis á nokkrar forvitnilegar myndir að baki og er Leaving Las Vegas þeirra langþekktust. Síðan hefur fátt markvert gerst í hans her- búðum og fátt að sjá sem minnir á forna frægð í Cold Creek Manor. Figgis kemur hvergi nærri hand- ritinu að þessu sinni, þar gæti ver- ið fundin ástæðan fyrir meðal- mennskunni sem einkennir þessa auðgleymdu hrollvekju. Sagan og uppbygging spennunnar er marg- tuggin og bólar hvergi á frumleg- um tilbrigðum nema þá helst hjá gamla Massie, sem liggur rúmfast- ur á öldrunarheimili, umvafinn mannvonsku. Skuggalegir atburðir úr fortíð- inni gægjast fram á fólslegt yf- irborðið þegar bráir af karlinum sem Christopher Plummer túlkar af talsverðri innlifun. Það hefði hjálpað upp á sakirnar ef hlutur þessa þrælmennis hefði verið rýmilegri. Vondur leikur Stone stórskaðar myndina, þar er engin lífsins leið að sjá að hún hafi snefil af áhuga fyrir því sem er að gerast á tjaldinu né hvað hún á að hafa fyrir stafni í framtíðinni. Quaid er traustur sem fyrr, heldur mynd- inni gangandi en hlutverkið býður ekki upp á mikið. Dorff og Lewis, sem bæði hanga í lausu lofti í Hollywood eftir góð- an upphafsferil, mjólka það sem þau geta úr sínu, en þeirra nýtur ekki lengi við. KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjóri: Mike Figgis. Handrit: Richard Jefferies. Kvikmyndatökustjór: Declan Quinn. Tónlist: Mike Figgis. Aðalleik- endur: Dennis Quaid, Sharon Stone, Stephen Dorff, Juliette Lewis , Kristen Stewart, Ryan Wilson., Dana Eskelson og Christopher Plummer. 120 mínútur. Touchstone Pictures. Bandaríkin 2003. HÚSIÐ VIÐ KÖLDUKVÍSL / COLD CREEK MANOR Sæbjörn Valdimarsson Háski á herragarði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.