Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. KOMIÐ hefur í ljóst að hnefaleika- maðurinn Ari Ársælsson hlaut mikla heilablæðingu eftir viðureign sína við Heiðar Sverrisson í Eyjum á laugardag. Ari var útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans í gær og fluttur á heila- og taugaskurð- deild. Samkvæmt upplýsingum frá spít- alanum voru áverkarnir mun meiri en talið var í fyrstu. Mjög litlu mátti muna að Ari lenti í bráðri lífs- hættu vegna áverka sinna. Hann verður á heila- og taugaskurðdeild að minnsta kosti út vikuna. Ekki var þörf á skurðaðgerð á Ara á meðan hann var til meðferðar á gjörgæsludeildinni. Landlæknir mun spyrjast fyrir um tildrög slyssins og óska upplýs- inga um málið hjá heilbrigðiskerf- inu. Gunnar I. Birgisson alþingis- maður, sem barðist hvað heitast fyrir lögleiðingu hnefaleika hér- lendis, segir slysið áfall en telur samt ekki þörf á að hrófla við lög- um um hnefaleika. Landlæknir kannar afleiðingar hnefaleikakeppni Heilablæð- ing boxara reyndist mikil  Landlæknir/4 NÍTJÁN ára gamall íslenskur pilt- ur, Atli Thor Birgisson, lést aðfara- nótt laugardags í Kaupmannahöfn er hann varð fyrir lest á Nord- havn-lestar- stöðinni í aust- urhluta Kaup- mannahafnar. Atli Thor var fæddur hinn 15. októ- ber 1984 og eru foreldrar hans Marí- anna Friðjónsdóttir og Birgir Þór Bragason. Atli Thor hafði verið búsettur í Danmörku frá árinu 1990. Hann lauk námi frá hönnunardeild Háskólans í Nykøbing síðastliðið vor og var á leið í framhaldsnám í Københavns Tekn- iske Skole. Kaupmannahafnarlög- reglan fer með rannsókn á tildrögum slyssins. Kaupmannahöfn Piltur beið bana í lestarslysi Atli Thor Birgisson ANDRI Már Ingólfsson, forstjóri og eigandi Heimsferða, hefur keypt ráð- andi hlut í ferðaskrifstofunni Terra Nova-Sól, og verður gengið frá kaup- unum í dag. Í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi staðfesti Andri að kaup hans á a.m.k. 67% hlut í fyrirtækinu væru að ganga í gegn, en sagðist ekki vera kom- inn með pappírana í hendurnar. Hann tekur fram að Anton Antonsson, sem átti stærsta einstaka hlutinn í Terra Nova-Sól, muni eiga hlut í fyrirtækinu áfram. Kaupverðið er ekki gefið upp að svo stöddu. Sameining við Heimsferðir ekki fyrirhuguð Andri segir endurskipulagningu Terra Nova-Sólar hefjast strax, en seg- ir sameiningu við Heimsferðir ekki standa fyrir dyrum. „Við ætlum að reka þetta sem aðskilin fyrirtæki þannig að rekstur Terra Nova heldur áfram. Við munum hins vegar breyta áherslunum.“ Andri vildi ekki fara nánar út í hvaða áherslubreytingar verði gerðar, en seg- ir Heimsferðir hafa gengið vel og hann þekki þær áherslur sem þurfi að leggja. „Við munum einnig samþætta ým- islegt í starfseminni til þess að ná fram mikilli hagræðingu,“ segir Andri. Hann segist þar einkum líta til sam- þættingar leiguflugs, auk þess sem starfsfólk verður samnýtt með ein- hverjum hætti á milli fyrirtækjanna, sem og tölvukerfi sem halda utan um starfsemina. Eigandi Heimsferða kaupir Terra Nova-Sól ÓVERULEGT tjón varð á húsnæði Landsbanka Ís- lands í miðbæ Reykjavíkur þegar eldur kom upp á efstu hæð hússins í gær. Greiðlega gekk að ráða nið- urlögum eldsins sem kviknaði í millilofti. Starfsfólk bankans og viðskiptavinir yfirgáfu húsið og varð nokkur röskun á starfseminni meðan slökkvilið var að ljúka störfum. M.a. náðu um 400 símtalsbeiðnir frá viðskiptavinum ekki í gegn. Engin truflun verður á starfsemi bankans í dag. Sex slökkvibílar voru sendir á stað eftir að tilkynn- ing barst til slökkviliðs um að reykur væri í húsinu. Jón Helgi Guðmundsson varðstjóri sagði að vel hefði gengið að ráða niðurlögum eldsins, en rífa hefði þurft hluta af millilofti til að komast að glóð- um eldsins. Að því búnu hefði svæðið verið reyk- hreinsað. Bankastjórarnir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson og Kjartan Gunnarsson bankaráðs- maður þurftu eins og aðrir starfsmenn að yfirgefa húsið meðan slökkviliðið lauk störfum. Morgunblaðið/Sverrir Óverulegt tjón í eldi í Landsbankanum  Landsbankinn/6 Starfsfólk og viðskiptavinir yfirgáfu húsið í skyndingu „ÞETTA var smáhögg en ekkert al- varlegra en það,“ sagði flugmaður tveggja sæta Cessnu-flugvélar sem stakkst niður í flugbrautina á Rauf- arhöfn í gærdag þegar hann flaug yf- ir flugvöllinn. Hvorki hann né far- þegi meiddust við óhappið. Voru þeir í góðu yfirlæti á Hótel Norðurljósum í gærkvöldi að jafna sig eftir óhappið og biðu eftir fulltrúum frá Rann- sóknarnefnd flugslysa. „Við erum við hestaheilsu á Raufarhöfn,“ sagði hann og óskaði nafnleyndar. Flugvélin er frá Flugskóla Ís- lands. Flugmennirnir höfðu áður haft samband við flugvallarstjóra á Raufarhöfn og spurt hvort flugvöll- urinn væri opinn. Vegna snjóa var þeim tjáð að hann væri lokaður fyrir allri umferð og ekki stæði til að ryðja brautina. Lentu þeir þá fyrr um dag- inn á Þórshöfn. Á leiðinni til baka ætluðu þeir að fljúga yfir flugvöllinn en misreiknuðu hæðina með þeim af- leiðingum að flugvélin stakkst niður í snjóinn. Þegar hún stöðvaðist hafði nefhjólið brotnað og hreyfillinn eyði- lagst. Aðspurður sagðist flugmað- urinn ekki hafa verið að reyna snertilendingu. Þeir hafi verið að fljúga yfir brautina þegar þetta gerðist eins og hvert annað slys. Stakkst niður í flugbrautina Ljósmynd/Erlingur B. Thoroddsen Fulltrúar Rannsóknarnefndar flugslysa fóru til Raufarhafnar í gærkvöldi til að rannsaka vettvang slyssins þar sem einshreyfils flugvél stakkst niður. ♦ ♦ ♦ SÆNSK stjórnvöld hafa sýnt starf- semi Barnahússins hér á landi verulegan áhuga með það í huga að taka upp svipaðar aðferðir í Svíþjóð við skýrslutöku á börnum fyrir dómi og viðtölum sérfræðinga við börn. Í þessu skyni átti Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barnaverndar- stofu, fund í Svíþjóð í gær með embættismönnum og hitti að auki að máli Berit Andnor, félagsmála- ráðherra Svíþjóðar. Kveikjan að þessum áhuga Svía var heimsókn sænska félagsmála- ráðherrans í Barnahúsið fyrr á þessu ári. Bragi segir „Íslandsmód- elið“ svonefnda hafa vakið athygli og áhuga víðar um heim. Í kjölfar heimsóknar Raniu Jórdaníu- drottningar í Barnahúsið, er hún var hér á landi vorið 2000 ásamt Abdullah konungi, var Braga boð- ið að koma til Amman í Jórdaníu og kynna þar starfsemi Barna- hússins og veita ráðgjöf. Í október fór Bragi svo til Litháens. Hann segir Svíana vera að und- irbúa tilraunaverkefni sem bygg- ist á sömu hugmyndum og eru á bak við starfsemi Barnahússins. Það sé ávallt ánægjuefni þegar Svíþjóð, forysturíki í velferðar- málum, sæki sér fyrirmyndir í ís- lenskt samfélag. Erlend ríki sýna Barnahúsi áhuga Forstjóri Barnaverndarstofu hitti sænska félagsmálaráðherrann MEGINERINDI Braga Guð- brandssonar til Svíþjóðar þessa dagana er að sitja fund á vegum Eystrasaltsráðsins sem ber yf- irskriftina „Börn án umsjár“. Þar ætla fulltrúar 15 þjóða að koma sér saman um samræmdar starfsaðferðir til að taka á því sí- aukna vandamáli sem flutningur barna milli landa er orðinn. Bragi segir að sá vandi hafi birst Íslendingum nýlega þegar ungir drengir frá Sri Lanka komu og báðu um pólitískt hæli. Hætt sé við að fleiri slík mál komi upp hér á landi á næstu ár- um. Rætt um börn án umsjár MEIÐSLI Eiðs Smára Guðjohnsen, lands- liðsfyrirliða í knatt- spyrnu, reyndust ekki eins alvarleg og óttast var. Eftir myndatöku í gær virtist geta brugðið til beggja vona en eftir að læknar höfðu skoðað myndirnar ræki- lega í gærkvöldi skýrðu þeir frá því að hann yrði ekki lengi frá keppni, vænt- anlega í tvær til fjórar vikur. Meiðsli Eiðs Smára ekki alvarleg  Eiður/47 ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.