Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞINGFUNDUR hefst kl. 13.30 í dag. Að lokinni atkvæðagreiðslu verða eftirfarandi mál á dagskrá. 1. Afdrif hælisleitenda, beiðni um skýrslu frá dómsmálaráðherra. 2. Tryggingagjald. 3. Lokafjárlög 2000. 4. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins. 5. Verslun með áfengi og tóbak. 6. Gjald af áfengi og tóbaki. 7. Sjóntækjafræðingar. 8. Almannatryggingar og félagsleg aðstoð. 9. Eldi nytjastofna sjávar. 10. Íslenska táknmálið. 11. Breyting á ýmsum lögum vegna íslenska táknmálsins. 12. Starfsumgjörð fjölmiðla. STEFNT er að því að Alþingi sam- þykki í dag stækkun Atlantshafs- bandalagsins (NATO). Þingsályktun- artillaga þess efnis hefur verið til umræðu á þinginu. Flutningsmaður hennar er utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson. Í tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að fullgilda sjö viðbótarsamninga við Norður-Atl- antshafssamninginn um aðild Búlgar- íu, Eistlands, Lettlands, Litháens, Rúmeníu, Slóvakíu og Slóveníu sem gerðir voru 26. mars 2003. „Atlantshafsbandalagið hefur frá upphafi verið eina öryggisstofnun Evrópu sem hefur haft bolmagn til að tryggja öryggi í álfunni og takast á við þær ógnir og hættur sem steðjuðu að á hverjum tíma. Ásókn nýrra aðild- arríkja í Atlantshafsbandalagið und- irstrikar gildi þess og áframhaldandi mikilvægi. Stefnt er að því að aðild- arríkjunum fjölgi nú í einu vetfangi úr 19 í 26,“ sagði utanríkisráðherra er hann mælti fyrir tillögunni. „Þau ríki sem nú ganga til liðs við bandalagið hafa unnið að því hörðum höndum að gerast aðilar og lagt á það mikla áherslu á umliðnum árum. Íslensk stjórnvöld hafa ætíð stutt stækkun bandalagsins og þann rétt fullvalda ríkja til að velja sjálf hvaða stofnanir þau kjósa aðild að til að tryggja hags- muni sína. Við höfum lagt okkur fram við að styðja þann einarða ásetning Eystrasaltsríkjanna, Eistlands, Lett- lands og Litháens, að gerast aðilar að bandalaginu.“ VG styður ekki stækkun Þingflokkur Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs er eini þing- flokkurinn sem leggst gegn tillögunni og hyggjast þingmenn VG sitja hjá í atkvæðagreiðslunni um samþykkt hennar. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur VG, sagði að það væri niðurstaða þingmanna flokksins að styðja ekki stækkun NATO. „Við erum eindregið þeirrar skoðunar að það sé ekki heillaspor að framlengja lífdaga þessa hernaðarbandalags,“ sagði hann. Steingrímur telur að þvert á móti beri að vinna að því að leggja hernaðar- bandalög niður og gæta friðar, stöð- ugleika og öryggis í heiminum með lýðræðislega uppbyggðum svæðis- og alheimsstofnunum, eins og stofnun- inni um öryggi og samvinnu í Evrópu (ÖSE) og endurskipulögðu öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna. Steingrím- ur sagði ennfremur að einn megin- ágalli stækkunar NATO væri sá að gerðar væru kröfur um að hin nýju aðildarríki verðu miklum fjárhæðum til fjárfestinga í margs konar búnaði og til að endurnýja herafla sinn. Sólveig Pétursdóttir, formaður ut- anríkismálanefndar þingsins, sagði í umræðu um tillöguna að hún teldi mikilvægt fyrir Ísland að fullgilda samningana sem fyrst. Hún sagði að einungis sex ríki ættu eftir að full- gilda samningana, þar á meðal Ísland, og það væri aldrei gott til afspurnar að vera síðastur. „Eftir að öll ríkin hafa tilkynnt vörsluaðila um fullgild- inguna verður umsóknarríkjunum boðið að gerast aðilar að NATO,“ út- skýrði hún. Í máli hennar kom einnig fram að nýju aðildarríkin yrðu að uppfylla ákveðnar kröfur til að geta orðið að- ilar. Í því sambandi hefði verið unnið eftir sérstakri aðgerðaáætlun. „Rík áhersla hefur verið lögð á pólitískar, efnahagslegar og hernaðarlegar um- bætur,“ sagði hún. „Þannig hefur undirbúningur þeirra að NATO-aðild ýtt undir pólitískar og efnahagslegar framfarir heima fyrir. Pólitísk mark- mið eru fyrst og fremst barátta gegn glæpum og spillingu. Ríkin þurfa m.a. að tryggja að stofnanir þeirra hafi burði til að framfylgja réttarreglum sem settar hafa verið til að taka á glæpastarfsemi og spillingu. Í efna- hagslegu tilliti þurfa ríkin að halda áfram að auka frjálsræði og stöðug- leika í efnahagsmálum en þau þurfa vissulega einnig að leggja fram til eig- in varna. Í því sambandi er þó lögð áhersla á að efling varnarviðbúnaðar kippi ekki fótunum undan efnahags- legum umbótum. Ríkin sjálf verða að meta hvaða bolmagn þau hafa til að auka framlög til hermála. Um hern- aðarleg markmið þurfa ríkin fyrst og fremst að tryggja að engin lagaleg vandkvæði séu á þátttöku í hugsan- legum hernaðaraðgerðum á vegum bandalagsins. Þá þurfa ríkin að end- urskipuleggja og aðlaga heri sína í samræmi við markmið og kröfur NATO. Höfuðáhersla er á að sam- skipti, fjarskipti, þjálfun og samhæf- ing sé þannig að herafli og búnaður aðildarríkjanna nýtist bandalaginu. Um fjárhagsleg markmið er það að segja að flest ríkin hafa sjálf ákveðið að verja 1,7–2% af þjóðarframleiðslu til hermála árlega en það er í sam- ræmi við útgjöld annarra aðildar- ríkja.“ Hafi stuðlað að friði Guðmundur Árni Stefánsson, þing- maður Samfylkingarinnar, lagði m.a. áherslu á það í sínum málflutningi að jafnaðarmenn virtu sjálfsforræði þjóða og vilja umræddra ríkja til að komast undir regnhlíf NATO og Guð- jón A. Kristjánsson, formaður Frsjálslynda flokksins, sagði einnig að Frjálslyndir styddu stækkunina. „Við hljótum að samþykkja aðild þessara ríkja og fagna því að sam- starf ríkja í NATO hefur aukist,“ sagði hann. „Við vonum að sjálfsögðu að innkoma þessara sjö ríkja efli lýð- ræðis- og friðarþróun á norðurhveli jarðar,“ bætti hann við. „Við í Frjáls- lynda flokknum munum styðja þessa aðildarumsókn og teljum eðlilegt og sjálfsagt að styðja við þá þróun sem þessi ríki óska eftir og teljum að Atl- antshafsbandalagið hafi, ef eitthvað hefur, vissulega stuðlað að friði í Evr- ópu.“ Stefnt er að því að Alþingi samþykki stækkun NATO á fundi í dag Sex ríki eiga eftir að fullgilda samningana STÚDENTAR við Háskóla Íslands veltu fyrir sér samspili fullveldis og fjölmiðla í hátíðarsal skólans í gær í tilefni hátíðar stúdenta 1. desember. Þá er fullveldi Íslendinga fagnað og er þetta í 81. sinn sem þessi hátíða- höld fara fram. Davíð Gunnarsson, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands, var ánægður með daginn. Hefð væri fyr- ir því að stúdentar veltu upp áleitn- um spurningum á fullveldisdaginn. Undanfarið hefði mikil umræða far- ið fram um fjölmiðla á Íslandi og sú umræða hefði verið sett í víðara samhengi á hátíðarfundinum. „Fjallað var um þátt fjölmiðla í þjóðfélaginu í dag og ákveðnar skyldur eða ábyrgð þeirra,“ segir Davíð. Gunnar Smári Egilsson, rit- stjóri Fréttablaðsins, og Andri Ótt- arsson lögmaður voru fram- sögumenn. Auk þeirra flutti rektor Háskóla Íslands ávarp og formaður Stúdentaráðs hátíðarávarp. Heið- ursgestur var Ólafur Ragnar Gríms- son. Fyrr um morguninn höfðu guð- fræðinemar séð um messu í kapellu aðalbyggingar Háskólans og stúd- entar lögðu blómsveig við leiði Jóns Sigurðssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Davíð segir að messan hafi verið notaleg stund áður en haldið var út í kuldann þar sem lesið var minni Jóns forseta. Á sjálfri hátíðardagskránni söng Háskólakórinn og Björg Jóhann- esdóttir laganemi. Jarðþrúður Ás- mundsdóttir stjórnaði fundinum. Forseti Íslands bauð svo stúdentum til Bessastaða í tilefni dagsins. Vegna fullveldisdagsins voru eng- ir þingfundir á Alþingi í gær. Stúdentar fögnuðu fullveldisdeginum Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Ásdís LAGT hefur verið fram á Al- þingi frumvarp til laga um að ákveðnum aðilum, þ.á m. sjón- varpsstöðvum, sé skylt að texta allt efni sem þeir í atvinnuskyni senda út, framleiða eða dreifa. Fyrsti flutningsmaður er Sigur- lín Margrét Sigurðardóttir, varaþingmaður Frjálslynda flokksins. Markmið frumvarps- ins er að tryggja heyrnarskert- um og heyrnarlausum aðgang að upplýsingum, afþreyingar- og fræðsluefni til jafns við þá sem hafa fulla heyrn. Í greinargerð segir að textun sjónvarpsefnis hafi oft verið til umræðu á Alþingi. Þingsálykt- unartillaga þess efnis hafi verið samþykkt á 126. löggjafarþingi. „Hins vegar virðist samþykkt Alþingis litlu hafa skilað í reynd,“ segir í greinargerðinni. „Í apríl sl. ákvað menntamála- ráðherra að hækka verulega framlag til textunar á innlendu sjónvarpsefni í Ríkissjónvarp- inu (RÚV). Forsætisráðuneyti, menntamálaráðuneyti, félags- málaráðuneyti og heilbrigðis- ráðuneyti lögðu saman 4,5 millj- ónir kr. aukalega til RÚV til að auka við textaða dagskrá sjón- varpsins. Nú, fimm mánuðum síðar, hafa aðeins tveir þættir (hálftími hvor) verið textaðir á viku. Efni líðandi stundar er ekki textað og er það mjög bagalegt. Þá þarf einnig að hafa í huga að hér er um tímabundna fjárveitingu að ræða og ekki er gefið að sams konar fjárveiting fáist á næsta ári.“ 25 þúsund heyrnarskertir Í greinargerð segir að skv. upplýsingum frá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands sé talið að um 25 þúsund manns séu meira og minna heyrnarskertir að ein- hverju leyti þannig að þeir nái ekki að heyra efni sjónvarpsins. „Textun veitir fullkomið að- gengi að upplýsingum og eru það sjálfsögð mannréttindi og mikið jafnréttismál. Annars staðar á Norðurlöndum er text- un innlends efnis sjálfsögð í rekstri sjónvarpsstöðvanna. Talið er að textun stuðli að bættri lestrargetu heyrnar- skertra barna og unglinga og annarra sem eru í lestrarnámi eða eiga við lestrarörðugleika að stríða. Þá er textun mikil- vægur stuðningur við nýbúa sem eru að læra málið. Það auð- veldar þeim að skilja efnið geti þeir fylgst með skjátextanum jafnframt því sem þeir hlusta og sjá atburði.“ Frumvarp um text- un sjónvarpsefnis Aðeins tveir þætt- ir í Sjón- varpinu textaðir LAGT hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um að táknmál verði viðurkennt sem móðurmál heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra Íslendinga. Ennfremur að réttur þessara aðila verði tryggð- ur til hvers konar táknmálstúlkunar. Fyrsti flutningsmaður er Sigurlín Margrét Sigurðardóttir, varaþing- maður Frjálslynda flokksins. Aðrir flutningsmenn eru auk samflokks- manna hennar, þingmenn Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs og þingmenn Samfylkingarinnar. Í greinargerð frumvarpsins segir að líf heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra muni taka miklum stakkaskiptum við viðurkenningu á íslenska táknmálinu. „Sjálfsmynd og sjálfstraust þeirra mun eflast til muna. Þeir munu finna hvers virði það er að geta sinnt daglegum fé- lagslegum þörfum hindrunarlaust og geta rofið þá einangrun sem hefur heft þá í langan tíma. Þeir munu geta tekið fullan þátt í atvinnulífinu. Þeir þurfa ekki lengur að „betla“ af t.d. vinnuveitanda að greiða fyrir þjón- ustu túlks á starfsmannafundum. Það styrkir sjálfsmyndina töluvert, sérstaklega á vinnustað, að vita að maður hefur sömu möguleika til launahækkana og til að vinna sig upp og heyrandi samstarfsmenn.“ Stefnt er að því að Sigurlín Margrét mæli fyrir frumvarpinu á Alþingi í dag. Táknmál verði viður- kennt sem móðurmál TVEIR þingmenn Framsóknar- flokksins hafa lagt fram á Alþingi til- lögu til þingsályktunar um að sam- gönguráðherra verði falið að láta fara fram úttekt á gerð jarðganga í Reyn- isfjalli í Vestur-Skaftafellssýslu. Út- tektinni verði lokið fyrir 1. september 2004. Hjálmar Árnason er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en Dagný Jónsdóttir er meðflutningsmaður. Í greinargerð tillögunnar segir að í langtímaáætlun um jarðgöng sé minnst á göng í Reynisfjalli. „Ekki eru þau hins vegar tímasett,“ segir í greinargerðinni. „Með ákvörðun um jarðgöng undir Almannaskarð í Aust- ur-Skaftafellssýslu má segja að leiðin frá Hveragerði að Djúpavogi liggi öll á láglendi með einni undantekningu þó – Víkurskarði vestan Víkur í Mýr- dal. Í vetrarfærð er það eina hindrun umferðar frá Reykjavík og austur á firði.“ Þá segir að ljóst sé að með auknum umsvifum á Austurlandi eigi umferð um Suðurland eftir að vaxa stórlega. „Þá eru í undirbúningi framkvæmdir í Vestur-Skaftafellssýslu er kunna að fela í sér mikla þungaflutninga úr Mýrdalshreppi í Þorlákshöfn,“ segir aukinheldur í rökstuðningi fyrir til- lögunni. Er lagt til að samgönguráð- herra láti gera úttekt á kostum jarð- ganga í Reynisfjalli sem nái annars vegar til jarðfræðilegs mats og hins vegar til mats á kostnaði. Úttekt á gerð jarð- ganga í Reynisfjalli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.