Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ mun kalla eftir upplýsingum hjá heil- brigðiskerfinu um hnefaleikaslysið í Vestmannaeyjum á laugardag og segir Sigurður Guðmundsson land- læknir að atvikið verði flokkað sem slys í samræmdri slysaskrá sem er í þróun. Gunnar I. Birgisson alþing- ismaður er mjög óhress yfir atvikinu en telur ekki þörf á að endurskoða lög um hnefaleika. Almennt eru íþróttaslys ekki til- kynnt sérstaklega til landlæknis um- fram önnur slys og því þarf land- læknir að leita sérstaklega eftir upplýsingum um slík slys ef ástæða þykir. Að sögn Sigurðar gefur atvik- ið í Eyjum tilefni til slíkrar athug- unar í ljósi þess hve fátíð hnefaleika- slys eru. Þess má geta að um er að ræða fyrsta slysið frá því hnefaleikar voru leyfðir að nýju í febrúar á síð- asta ári. „Í ljósi þess hvað um er að tefla og í ljósi þess að bæði Læknafélag Ís- lands og landlækinsembættið höfðu áhyggjur af áverkum sem þessum í umræðunni áður en hnefaleikafrum- varpið var gert að lögum, munum við leita upplýsinga um þennan atburð af því að hann er óvenjulegur og spyrjast fyrir um eðli áverkans og tildrög slyssins,“ segir Sigurður. Landlæknisembættið leitar eftir upplýsingum um öll óvenjuleg slys og uppákomur af því tagi sem hér um ræðir og heyrir undir verksvið landlæknis. Sigurður segir ekki ljóst hvað embættið muni gera í kjölfar athugunarinnar, þ.e. hvort gefið verði út álit um hnefaleika og slysa- hættu vegna þeirra. Sigurður segir heilablæðingu vegna slysa ekki daglegt brauð í öðr- um íþróttagreinum hvort heldur um ræðir sjálfsvarnaríþróttir eða ann- ars konar íþróttir. „Auðvitað er hægt að slasa sig í öllum íþróttum en sjónarmið margra varðandi hnefaleika er að það eru fá- ar íþróttir sem beinast að því að veita áverka,“ segir hann. „Það voru ýmsir sem bentu á hættu á heila- áverkum í ólympískum hnefaleikum þegar hnefaleikafrumvarpið var til umfjöllunar í þinginu.“ Að sögn Gunnars I. Birgissonar alþingismanns, flutningsmanns til- lögu um að leyfa hnefaleika á sínum tíma, er slysið persónulegt áfall. Hann telur samt ekki ástæðu til að endurskoða lögin um hnefaleika, heldur skoða málsatvik og draga lærdóm af því. Hann viðurkennir að þetta sé alvarlegt slys, en inntur eft- ir orðum sínum er hann mælti fyrir hnefaleikafrumvarpinu, þess efnis að alvarleg slys hefðu ekki orðið í áhugamannahnefaleikum vegna ólíkra reglna í samanburði við at- vinnumannahnefaleika, segir Gunn- ar að þau orð standi enn. „Það hafa ekki orðið alvarleg slys, en það verða alltaf einhver meiðsli,“ segir hann. „Þetta er alvarlegt slys, það er ljóst.“ Aðspurður hvort ekki hafi mátt bú- ast við atviki sem þessu, þegar hnefaleikarnir voru leyfðir segir hann: „Við sem fluttum málið á sín- um tíma vorum að vona að svo yrði ekki, en greinilegt er að þær vonir hafa brugðist.“ Aðspurður hvort endurskoða ætti þá lög um hnefaleika segir hann ekki þörf á því. „Við erum með alþjóð- legar reglur hvað þetta varðar. Það þarf að kryfja hvað kom fyrir og kanna hvað gerðist.“ Landlæknir mun spyrjast fyrir um boxmeiðslin Gunnar I. Birgisson, sem barðist fyrir lögleiðingu, segir slysið áfall Ari Ársælsson, einn reyndasti hnefaleikamaður landsins, með um 50 bardaga að baki, kominn í gólfið. ilinu með tengigangi sem verður sameiginlegur inngangur fyrir bæði húsin. Bílastæði verða undir húsinu. Í viðbyggingunni var reynt að koma til móts við kröfur nútímans, og eru eingöngu einstaklings- herbergi með eldhúskróki. Hægt er að breyta nokkrum herbergjum í hjónaherbergi með því að opna á milli tveggja herbergja. Hverri hjúkrunardeild verður skipt í tvennt, svo í raun er um fjög- ur 10 manna sambýli að ræða, og mun það gera sitt til að auka heim- ilisbraginn meðal íbúa, að sögn for- svarsmanna Eirar. NÝ viðbygging við Hjúkrunarheim- ilið Eir var vígð í gær, en í nýju byggingunni verða tvær deildir, hver með 20 hjúkrunarrýmum auk dagdeildar. Með tilkomu viðbygg- ingarinnar verða á svæðinu 173 hjúkrunarrými, 20–30 manna dag- deild og 37 öryggisíbúðir. Sr. Sigurður Helgi Guðmundsson, forstjóri hjúkrunarheimilisins, blessaði bygginguna, og Davíð Oddsson forsætisráðherra, Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, stjórn- arformaður Eirar, fluttu ávörp. Nýja viðbyggingin er 4.500 fer- metrar og tengist hjúkrunarheim- Morgunblaðið/Árni Sæberg Vígslan: Davíð Oddsson forsætisráðherra flutti ávarp við vígsluathöfnina í gær. Fjöldi gesta var viðstaddur. Viðbygging við Hjúkrunarheimilið Eir tekin í notkun OPINBER heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra og viðskiptasendi- nefndar til Írans heldur áfram í dag. Þá mun hann eiga fundi með Mohammad Khatami, for- seta Írans, og Moh- ammad Hojjati, sjáv- arútvegs- ráðherra landsins. Halldór átti í gær fund í Teh- eran með Kamal Kharrazi utanríkisráðherra. Ræddu þeir tvíhliða samskipti ríkjanna, mannréttindamál, einkum hvað varðar stöðu kvenna, afvopnunarmál, ástandið í Írak og Afganistan og deilurnar fyrir botni Mið- jarðarhafs. Halldór gerði meðal annars grein fyrir ástæðu þess að ís- lensk stjórnvöld studdu álykt- unartillögu um ástand mann- réttinda í Íran á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þá átti utanríkisráðherra fund með Habibollah Bitaraf orku- málaráðherra og ræddu þeir hugsanlegt samstarf ríkjanna hvað varðar nýtingu jarðhita. Viðskiptasendinefndin er skipuð fulltrúum tíu íslenskra fyrirtækja. Hittir forseta Írans í dag Halldór Ásgrímsson ÞEIM var vel fagnað Íslandsmeist- urum Völsungs í innanhúsknatt- spyrnu karla þegar þeir komu heim til Húsavíkur undir miðnætti sl. sunnudag með Íslandsmeistarabik- arinn í farteskinu. Leikmenn voru eðlilega orðnir nokkuð slæptir eftir helgina því strax að loknu móti var sest upp í einkabílana og ekið heim á leið. Ekki komu þó allir leikmenn liðsins heim þar sem sumir þeirra dvelja við nám og störf í Reykjavík og á Akureyri og eins er þjálfari liðsins Ásmundur Arnarsson búsettur syðra. Við athöfn í íþróttahöllinni færðu þau Linda Margrét Bald- ursdóttir, formaður Völsungs, og Sig- urgeir Stefánsson leikmönnunum blóm fyrir þennan góða árangur. Þetta mun vera í fyrsta skipti í sögu Völsungs sem knattspyrnulið þess vinnur sigur í efstu deild og ljóst að þjálfarinn Ásmundur Arnarsson og aðstoðarmaður hans, Sigmundur Hreiðarsson, standa sig vel með þetta lið. Höskuldur Skúli Hallgrímsson, formaður knattspyrnudeildar, var að vonum ánægður með sína menn. „Ár- angur liðsins hefur verið frábær á þessu ári, fyrst varð 2. flokkur Ís- landsmeistarar í innanhússknatt- spyrnu og í sumar varð Völsungur svo Íslandsmeistari í 2. deild. Hið skemmtilegasta við þetta allt saman er sú staðreynd að allir þeir sem spiluðu um helgina eru heimamenn nema Mývetningurinn Baldur Sig- urðsson, en hann hefur spilað með okkur frá því í 4. flokki,“ sagði Hösk- uldur Skúli. Arngrímur Arnarson fyrirliði sagði árið í ár hafa verið mjög skemmtilegt. „Við æfðum virkilega vel síðasta vetur og lögðum mikla vinnu á okkur og það hefur skilað sér í þeim góða árangri sem hópurinn hefur náð á þessu ári. Starfið í kringum knatt- spyrnuna hérna er mjög öflugt og mikill metnaður lagður í allt, hvort sem það er þjálfun, rekstur eða eitt- hvað annað,“ sagði Arngrímur. Þetta voru ekki einu ánægjulegu tíðindin um helgina hjá knatt- spyrnumönnum Völsungs því 4. flokkur stelpna tók þátt í Norður- landsriðli Íslandsmótsins í innan- hússknattspyrnu. Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu í riðlinum og unnu sér þar með sæti í úrslitakeppni Íslandsmótsins innanhúss í sínum flokki. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem kvennalið í knattspyrnu frá Völs- ungi kemst áfram í úrslitakeppni í Ís- landsmótinu innanhúss. Völsungum vel fagnað við heimkomuna Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Meisturum fagnað: Frá vinstri Róbert Skarphéðinsson, Arngrímur Arn- arson, Hermann Aðalgeirsson, Baldur Sigurðsson, Guðmundur Óli Stein- grímsson, Birkir Vagn Ómarsson og Arnar Þór Sigurðsson. Húsavík. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.