Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 20
AKUREYRI
20 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Spirulina
Töflur og duft
lífrænt ræktað
FRÁ
Nr. 1 í Ameríku
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Miðvikudaginn 3. desember kl. 12:15 mun Hjördís Halldórs-
dóttir, héraðsdómslögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu
og LL.M í lögum og upplýsingatækni, flytja erindi í málstofu
Lagastofnunar í Lögbergi, stofu 101.
Í málstofunni mun Hjördís fjalla um eftirlit vinnuveitenda með tölvupóst-
samskiptum starfsmanna. Farið verður yfir það hversu langt vinnuveitendur
mega ganga í þessum efnum og þá sérstaklega í tengslum við annars veg-
ar vinnutengdan tölvupóst og hins vegar einkapóst starfsmanna. Einnig
verður kynnt sú þróun sam átt hefur sér stað í Finnlandi og í Svíþjóð, sem
og hugmyndir ESB um setningu löggjafar á þessu sviði.
ALLIR VELKOMNIR
Tölvupóstur starfsmanna
og einkalífsvernd
Lagastofnun Háskóla Íslands
GRÆNLANDSFLUG hefur hætt
beinu flugi á milli Akureyrar og
Kaupmannahafnar en síðasta ferðin
var farin í gær. Með vélinni frá Kaup-
mannahöfn komu 155 manns, eða
fleiri en nokkru sinni frá því beina
flugið hófst í lok apríl sl. en með vél-
inni frá Akureyri fóru aðeins um 10
manns. „Það er full ástæða til þess að
vera í fýlu yfir þessu,“ sagði Sigurður
Pálsson, yfirtollvörður á Akureyri, við
Morgunblaðið áður en hann tók á
móti síðustu farþegunum frá Kaup-
mannahöfn á Akureyrarflugvelli.
Sigurður sagði að vopnaleit og toll-
afgreiðsla í tengslum við beina flugið
hefði í heildina gengið mjög vel, þrátt
fyrir erfiðar aðstæður, enda hefðu all-
ir aðilar máls, þ.e. tollgæsla, lögregla
og flugmálastjórn unnið vel saman.
„Það er mikil eftirsjá í þessu flugi -
sem ég hélt að hefði átt að vera til
framtíðar. Þetta er kjaftshögg fyrir
samfélagið hér og tímasetningin nú er
mjög krítísk. Ég hélt að menn ætluðu
að reyna að halda fluginu úti alla vega
í þessa 18 mánuði sem rætt var um í
upphafi,“ sagði Sigurður.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
nýlega, hafði Grænlandsflug tapað 84
milljónum króna á beina fluginu til
Akureyrar, skv. upplýsingum for-
stjóra félagsins. Væntingar varðandi
fjölda farþega og fraktflutninga hefðu
ekki gengið eftir. Ástæða þess að
flugleiðin var opnuð sl. vor var m.a. sú
að verkefni skorti fyrir eina af þotum
félagsins. Forsvarsmenn Grænlands-
flugs gerðu sér vonir um að farþegar
á flugleiðinni gætu orðið um 35 þús-
und á ári. Það hefði verið ofmetið og
farþegarnir hefðu verið mun færri.
Þegar flugið hófst í apríl sl. vor
stefndu Grænlandsflugsmenn að því
að fá 12 þúsund farþega á árinu en um
5.000 hafa nýtt sér flugið.
Beinu flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar hætt
„Full ástæða til þess að
vera í fýlu yfir þessu“
Morgunblaðið/Kristján
Ævintýrinu lokið: Farþegar í síðustu ferð Grænlandsflugs frá Kaupmanna-
höfn til Akureyrar ganga frá borði á Akureyrarflugvelli í gær.
Krossanes | Umhverfisráð Akur-
eyrarbæjar hefur hafnað erindi frá
Hafnasamlagi Norðurlands, þar sem
sótt er um stækkun á fyrirhuguðu
fyllingarsvæði í Jötunheimavíkinni
sunnan Krossaness. Umhverfisráð
hafnar erindinu þar sem það gengur
í berhögg við starfsmarkmið í aðal-
skipulagi Akureyrar 1998–2018, en
þar stendur: „Aðgengi að strand-
lengju bæjarins verði tryggt með úr-
bótum á frágangi hennar frá Odd-
eyrartanga að flugvelli og með því að
varðveita þá ósnertu strönd sem enn
er til staðar milli hafnarsvæðisins í
Sandgerðisbót og Krossaness og
norðan Krossaness að bæjarmörk-
um.“
Lýst eftir vitnum | Lögreglan á
Akureyri lýsir eftir vitnum að um-
ferðaróhappi sem varð við umferð-
arljósin á gatnamótum Glerárgötu
og Þórunnarstrætis um kl. 16.30 sl.
föstudag. Rauðri Toyotu var ekið
norður Glerárgötu og lenti hún í
árekstri við bifreið sem kom inn á
götuna frá verslunargötunni sem
liggur samsíða Glerárgötu. Ágrein-
ingur er á milli aðila máls um hver
staða umferðarljósanna var þegar
óhappið varð og því lýsir lögreglan
eftir vitnum að óhappinu. Sími lög-
reglunnar er 464-7700.
Menningarhús | Menningarmála-
nefnd er í meginatriðum sammála
niðurstöðum verkefnisstjórnarinnar
um byggingu menningarhúss á Ak-
ureyri og fagnar eindregið þessum
áfanga. Nefndin leggur til við bæjar-
stjórn að tekin verði ákvörðun um að
færa verkefnið á næsta stig sem er
skipun dómnefndar og undirbúning-
ur hönnunarsamkeppni um húsið.
„HUGMYNDIN er góð en hefur á
sér bæði kost og löst,“ sagði Kristján
Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akur-
eyri, um hugmynd Jóns Þorvaldar
Heiðarssonar að gera tvenn jarð-
göng, frá Akureyri í Fnjóskadal og
þaðan yfir að Stórutjörnum í Ljósa-
vatnsskarði og að gera í leiðinni virkj-
un í Fnjóskadal og leiða vatnið undir
göngin.
„Það er áríðandi að ræða þetta enn
sem komið er sem framtíðarmúsík.
Ég tel tvímælalaust að það eigi að
skoða þessa hugmynd í fullri alvöru,
en geri mér samt fullkomnlega ljósa
helstu vankantana,“ sagði Kristján
Þór. Þar nefndi hann helst áhrif fram-
kvæmdanna á umhverfið, annars veg-
ar á Fnjóská og hins vegar á Pollinn.
„En við fyrstu sýn er þessi hugmynd
bráðsnjöll og skemmtileg.“
Jóhann Guðni Reynisson, sveitar-
stjóri í Þingeyjarsveit, tók í sama
streng og sagði um skemmtilega hug-
mynd að ræða og vissulega þörf á að
skoða hana nánar. „En það er margt
annað sem fylgir í kjölfarið,“ sagði
hann og nefndi m.a. útlit Fnjóskadals,
sem myndi gjörbreytast með tilkomu
uppistöðulóns sem og Fnjóskána sem
auðlind. „En hugmyndin er athyglis-
verð og það þarf að kanna ofan í kjöl-
inn hvort þetta sé raunhæft. Það
verður að liggja ljóst fyrir hvort verið
væri að fórna meiri hagsmunum fyrir
minni,“ sagði Jóhann Guðni.
Má ekki tefja vinnuna
Hann sagði mikilvægt að tekið yrði
af skarið í málinu, „þetta má ekki
tefja þá vinnu sem hafin er.“ Hann
sagði að vissulega yrði gott fyrir
sveitarfélagið ef hugmyndin um
tvenn göng yrði að veruleika, það
myndi styrkja svæðið, sem væri mjög
að sækja í sig veðrið. Þar væri sí-
stækkandi orlofshúsabyggð „Gríms-
nes norðursins“, eins og hann kallaði
Fnjóskadalinn og myndi ásókn stór-
aukast með tilkomu ganga sem styttu
vegalengd til Akureyrar. Nýting
húsanna yrði betri og jafnvel myndu
margir kjósa að dvelja þar meira en
bara yfir sumarmánuðina. Áhrifin
næðu austur í Bárðardal, Reykjadal
og Kinn. „Menn eru farnir að sjá auð-
lindir í jörðum þar, menn sjá þetta
landsvæði með öðrum augum, þetta
er orðið dýrmætt land,“ sagði Jóhann
Guðni.
Hugmynd um tvenn jarðgöng og
virkjun undir Vaðlaheiði
Athyglisverð
hugmynd sem
þarf að skoða
Kristján Þór
Júlíusson
Jóhann Guðni
Reynisson
Lögfræði | Heiðrún Jónsdóttir lög-
fræðingur flytur fyrirlestur á lög-
fræðitorgi í dag, 2. desember, kl.
16.30 í Þingvallastræti 23, stofu 14.
Í erindi sínu á lögfræðitorgi fjallar
Heiðrún Jónsdóttir um möguleika
lögfræðinga til að takast á við önnur
störf sem virðast jafnvel í fljótu
bragði hafa lítið með lögfræði að
gera.
HÁTÍÐARDAGSKRÁ var í Há-
skólanum á Akureyri í gær, 1.
desember, í tilefni fullveldisdags-
ins. Íslandsklukkunni, verki eftir
Kristin E. Hrafnsson myndlist-
armann, var nú hringt þriðja
sinni, en klukkunni er einungis
hringt 1. desember ár hvert. Her-
mann Óskarsson, dósent við Há-
skólann á Akureyri flutti ávarp
og hringdi Íslandsklukkunni
þrisvar í kjölfarið. Snorri Guð-
varðarson tónlistarmaður stjórn-
aði fjöldasöng, þar sem börn og
fullorðnir lögðu saman og kallaði
Snorri kórinn stóra stóra barna-
kórinn. Jón Hjaltason sagnfræð-
ingur fjallaði um valdar jólabæk-
ur og las úr þeim. Tónlistaratriði
frá Tónlistarskólanum á Ak-
ureyri, m.a. úr óperunni um Hans
og Grétu, voru á dagskrá og gest-
um boðið upp á léttar veitingar.
Morgunblaðið/Kristján
Hátíðleg stund: Börn og fullorðnir tóku saman höndum og sungu jóla- og
ættjarðarlög á hátíðarsamkomu við Háskólann á fullveldisdaginn.
Íslands-
klukku
hringt
þriðja sinni
Morgunblaðið/Kristján
Hringjarinn: Hermann Óskarsson,
dósent við Háskólann á Akureyri,
hringdi Íslandsklukkunni þrisvar
sinnum við hátíðlega athöfn í gær.
AKUREYRINGAR fjölmenntu á
Ráðhústorg á laugardag, þegar
ljósin á jólatrénu frá Randers, vina-
bæ Akureyrar í Danmörku, voru
tendruð. Börnin voru fyrirferð-
armikil og létu kalsaveður ekki
hafa mikil áhrif á sig. Boðið var upp
á fjölbeytta dagskrá, þar sem tón-
listin réði ríkjum, jólasveinar komu
í heimsókn, sungu fyrir viðstadda
og dönsuðu með gestum í kringum
jólatréð.
Jólaljósin
tendruð
Morgunblaðið/Kristján