Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ „Meistaratök“ „Meistaratök ... kemur skemmtilega á óvart.“ – Soffía Auður Birgisdóttir, Morgunblaðinu „Skondin skáldævisaga - skemmtilega björt lýsing á bernsku á hrakhólum.“ – Páll Baldvin Baldvinsson, Stöð 2 Bjarni Bjarnason „ÞETTA frumvarp hefði ekki verið flutt ef talið væri að með því yrðu brotnar einhverjar reglur,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um frumvarp um framlengingu einkaleyfis Happdrættis Háskóla Ís- lands til 15 ára. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær kemst Helga Melkorka Óttarsdóttir hdl. að þeirri niðurstöðu að frumvarpið standist að öllum lík- indum ekki ákvæði EES-samnings- ins um staðfesturétt og frjálsa þjón- ustustarfsemi. Björn segist ekkert hafa um þetta lögfræðiálit að segja enda hafi hann ekki séð það. „Þetta er skoðun sem menn geta haldið fram,“ segir hann. „En það liggur fyrir að lengi hefur verið unn- ið að því að endurskoða almennt ákvæðin um happdrættin í landinu og verið er að vinna að því. Þetta mál snýst um það að tryggja áframhald- andi starfsemi Happdrættis Háskóla Íslands. Það er flutt á þeirri for- sendu að einkaleyfið gildi jafnlengi og almenn happdrættislög heimila slíkt.“ Björn segir að málið hafi verið ýt- arlega rætt á Alþingi. Þar hafi hann bent á að ljóst væri að álitamál væru til staðar. „Það liggja fyrir mörg álit um þessi happdrættismál frá nefnd- um hér áður fyrr,“ segir hann en nú séu þau og endurskoðun happdrætt- islaga í höndum embættismanna inn- an dómsmálaráðuneytisins en ekki í nefnd eins og haft sé eftir Sigurði Ágústi Sigurðssyni. „Happdrætti DAS starfar á sínum forsendum og ef það kennir Happ- drætti Háskólans um að þær séu brostnar finnst mér það töluverð ein- földun.“ Hann segir að háskólastúd- entar hafi sagt að það sé allt of mikið að Háskólinn borgi 112 milljónir króna á ári fyrir einkaleyfið og vilji líka að leyfið verði afnumið. Fulltrúar Happdrættisins hafi hins vegar mælst eindregið til þess, að hagsmuna Happdrættis Háskóla Íslands yrði gætt með því að flytja þetta frumvarp um framlengingu einkaleyfisins og þeir hafi talið það bráðnauðsynlegt til þess að happ- drættið gæti starfað áfram frá og með 1. janúar næstkomandi. Sama eigi reyndar við um talsmenn Lott- ósins en leyfi þess falli að óbreyttu niður 1. janúar 2005. Áframhaldandi starf- semi HHÍ verði tryggð NÝIR eigendur tóku við rekstri sportbúðarinnar Títans við Krókháls í Reykjavík í gær. Fyrri eigendur höfðu lýst því yfir í fjölmiðlum að þeir yrðu að loka búðinni um næstu áramót vegna afleiðinga rjúpnaveiði- bannsins eftir 13 ára rekstur. Ekki fengust aðrar upplýsingar um nýju eigendurna en þær að þetta væru tveir einstaklingar sem hefðu mikla reynslu af verslunarrekstri. Þegar fréttir bárust af fyrirhugaðri lokun Títans náðist samkomulag um að þeir tækju við rekstrinum og héldu honum áfram. Var gengið frá því samkomulagi seinnipartinn í gær. Reksturinn verður fyrst um sinn með óbreyttu sniði, á sama stað og með sömu starfsmönnum. Nýir eig- endur ætla fljótlega að auka vöruúr- val með því að byggja ofan á þann grunn sem fyrir er. Þeir áætla að nokkurn tíma taki að koma vöruúr- vali í jafngott horf og áður. Það verði þó gert og gott betur svo kajakmenn, skotveiðimenn og annað útivistar- fólk fái það sem það leitar eftir. Hætt við að loka sportbúðinni Títan Nýir eig- endur tóku við búðinni MÁL drengjanna tveggja frá Sri Lanka, sem sótt hafa um pólitískt hæli hérlendis, er í vinnslu hjá Út- lendingastofnun og dveljast dreng- irnir á meðan í unglingaathvarfi hjá Rauða krossi Íslands. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar, segir málið á frumstigi og verið sé að senda fyr- irspurnir til Þýskalands og athuga hvort mál drengjanna heyri undir hina svonefndu Dublinarreglugerð. Samkvæmt reglugerðinni er stað- fest að öllum sem leita hælis á Schengensvæðinu skuli tryggð örugg málsmeðferð í einhverju samningsríkjanna. Í framkvæmd þýðir þetta að ákveðin ríki eru ábyrg fyrir því að veita viðkom- andi umsækjendum meðferð á grundvelli þeirrar mikilvægu reglu m.a. að það ríki skuli bera ábyrgð á öruggri málsmeðferð sem gefur út vegabréfsáritun inn á Schen- gensvæðið, í þessu tilviki Þýska- land, að því gefnu að mál drengj- anna heyri undir Dublinarreglugerðina. Mál Sri Lanka- drengja til skoðunar TALSVERÐUR verðmunur mældist á verði ýmissa tegunda bætiefna þeg- ar Samkeppnisstofnun kannaði verð í lyfjaverslunum á höfuðborgarsvæð- inu nýlega. Verðmunurinn mældist allt að 55% á einstaka tegundum, en minnstur var hann 4%. Mestu munaði á verði Lýsis og liða- míns og reyndist munurinn 55% á 30 dagskömtum. Verðið var hæst í Garð- sapóteki 2.795 kr., en lægst í Hring- brautarapóteki 1.798 kr. Sami munur var á verði Samarins, sem notað er til að draga úr magasýrum. 18 bréf kost- uðu mest 356 kr. í Lyfjum og heilsu, en minnst 230 kr. í Laugarnesapó- teki, og munar þar 55%. Einnig var mikill verðmunur á Aci- dophilus 4x6, mjólkursýrugerlum sem eru talsvert notaðir áður en fólk fer til útlanda til að fyrirbyggja melt- ingartruflanir. Munaði 50% á hæsta og lægsta verði, verðið reyndist lægst í Apótekaranum Mjódd, en hæst í Garðsapóteki. Svokallaður sólhattur, Echinacea + C vítamín, 20 töflur frá Frigg kost- aði mest 495 kr. í Garðsapóteki en minnst 356 kr. í Lyfjavali, og munaði 39%. Algengt var að verðmunur á vin- sælum fjölvítamínum væri á bilinu 11–28%. Minnstur verðmunur á þeim vörutegundum sem kannaðar voru reyndist á Original green tee tablets, en munurinn á hæsta og lægsta verði reyndist aðeins 4%. Rétt er að hafa í huga að sumar lyfjaverslanir gefa einstökum hópum afslátt af vörum, og gefa t.d. Garðsapótek, Hring- brautarapótek og Laugarnesapótek lífeyrisþegum 10% afslátt, og Árbæj- arapótek gefur lífeyrisþegum og fé- lögum í Félagi eldri borgara 15% af- slátt. Lægra verð í stórmörkuðum Töluvert framboð er af vörum sem könnunin náði til í stórmörkuðum, og þegar verð í lyfjaverslunum var borið saman við verð í stórmörkuðum kom í ljós að lægsta verð í stórmarkaði var yfirleitt lægra en lægsta verð í lyfja- búð eða í 27 tilvikum af 31. Könnunin náði til 51 vörutegundar í 15 apótekum á höfuðborgarsvæðinu, Verð var kannað í tveimur apótekum í hverri lyfsölukeðju, þ.e. tveimur verslunum Apótekarans, Apóteksins, Lyfju og Lyfja og heilsu auk þess sem verð á umræddum vörum var kannað í sjö apótekum sem ekki tengjast umræddum lyfsölukeðjum. Þar sem Skipholtsapótek flytur sjálft að mestu leyti inni þau bætiefni sem eru á boðstólum þar, og fáar vöruteg- undir til þar sem eru með í þessari könnun, er það apótek ekki haft með í niðurstöðum könnunarinnar Nánari upplýsingar um könnunina má fá á vef Samkeppnisstofnunar, www.samkeppni.is. Samkeppnisstofnun kannar verð á bætiefnum á höfuðborgarsvæðinu Allt að 55% verðmunur var á milli lyfjaverslana RÝMA varð aðalbanka Landsbanka Íslands í gær þegar eldur kom upp á 4. hæð húsins. Slökkvilið náði fljótt tökum á eldinum, en talið er að hann hafi kviknað út frá rafmagni. Tjón á húsnæði af völdum brunans var óverulegt og mun hafa sára- lítil áhrif á starfsemi í húsinu. Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Lands- bankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að smávægilegur eldur hefði komið upp í herbergi á fjórðu hæð, en þar hefur markaðsdeild bank- ans aðsetur. Hann sagði að enginn hefði verið inni í herberginu þegar eldurinn kom upp. Sem betur fer hefði eldurinn verið afmarkaður og því hefði slökkviliðinu gengið vel að ná tökum á hon- um. Halldór sagði að nokkur röskun hefði eðli- lega orðið á starfseminni í aðalútibúi Lands- bankans á meðan slökkvilið var að störfum. Í tilkynningu frá Landsbankanum segir að áhrif eldsins á þjónustu bankans hafi orðið lítil. Nokkur röskun hafi orðið á afgreiðslu þjón- ustuvers, þar sem starfsmenn þess þurftu að yf- irgefa starfsstöðvar sínar í stutta stund. Náðu um 400 símtalsbeiðnir ekki í gegn. Jón Helgi Guðmundsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, sagði að eldurinn hefði komið upp í millilofti á 4. hæð, en vel hefði gengið að ná tök- um á honum. Til að komast að eldinum hefði þurfti að rífa niður hluta af loftinu. Tilkynning barst slökkviliði kl. 13:56 og var hún þess efnis að starfsfólk finndi megna reykj- arlykt. Jón Helgi sagði að útkall hefði verið sent á allar stöðvar og sex bílar hefðu verið sendir á staðinn. Sem betur fer hefði eldurinn verið lítill. Lands- bankinn rýmdur vegna elds Morgunblaðið/Júlíus Eldurinn kom upp í millilofti á efstu hæð. Fremst á myndinni er Jón Helgi Guðmundsson varðstjóri. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.