Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 18
ÍS LE NS KA AU GL ÝS IN GA ST OF AN /S IA .IS M OR 22 76 4 11 /2 00 3 Smáauglýsing á aðeins 500 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund skapti@mbl.is VARLA fór framhjá neinum að Rás 2 átti tuttugu ára afmæli í gær. Mikið var um dýrðir á tíðninni níutíu og sex komma eitt- hvað á fm-tækinu hjá mér, nánast allt að vísu sent út úr „útibúinu“ fyrir sunnan. Gestur var meira að segja þar. Þannig vildi til að ég kíkti óvart inn í kjallarann í Efsta- leitinu 1. desember 1983 þegar Rásin hóf útsendingar og kunni því ekki við annað en reka inn nefið í höfuðstöðvum stöðvarinnar aftur í gær. Það var rólegt hjá þeim á Ak- ureyri en staffið fékk þó tertusneið …    Oddur Helgi Halldórsson, bæjarfulltrúi L-listans, kom með þá óvenjulegu hugmynd á síðasta bæjarstjórnarfundi á Akureyri að Íþróttahöllinni við Skólastíg yrði breytt í menningarhús! Kannski ekki alveg jafngóð hugmynd og þegar Eykon vildi breyta Út- varpshúsinu við Efstaleiti í kartöflu- geymslu á sínum tíma, en næstum því. Oddur Helgi óttast að menningarhúsið, sem á að rísa á uppfyllingunni á mótum Strandgötu og Glerárgötu nýtist ekki eins og flestir vona en bendir jafnframt á að skv. tillögum eigi í húsinu að vera einn stór sal- ur, um 900 fermetrar, annar minni, um 200 fermetrar og síðan það sem kallað er sam- rými. Þarna er nánast verið að lýsa Íþrótta- höllinni, segir Oddur, og vill vera grand! Benti því á þennan möguleika, bæði í gamni og alvöru. Höllin væri svo mikið notuð sem menningarhús hvort sem er… Og sem Þórsari var Oddur meira að segja með lausn á því hvernig keppn- isíþróttahúsið Höllin yrði leyst af hólmi: að veggir litla íþróttahússins við Síðuskóla í Glerárhverfi yrðu hreinlega brotnir niður og stærra hús byggt en stendur til. Þar með væri líka komið keppnishús í Þórshverfið, þannig að stutt yrði fyrir þá að fara og sjá lið sitt keppa. Góð hugmynd það!    Það mun eflaust koma mörgum á óvart að ekki verður sett upp jólatré framan við Akureyrarkirkju um komandi hátíðar. KEA hefur um árabil gefið tré og einnig sett upp jólaljós í kirkjutröppunum. Nú er fyrirtækið hætt því, hefur afhent bæjaryf- irvöldum seríurnar – sem þegar hafa verið settar upp, sem og stjarnan sem lengi hefur líka verið í gilinu um jól og áramót – en tré verður ekki keypt. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR SKAPTA HALLGRÍMSSON BLAÐAMANN Velunnarar Tónlist-arskóla Ísafjarðarkomu saman í eld- húsi Menntaskólans á Ísa- firði á laugardag til að baka laufabrauð sem boðin verða á árlegri jólatorgsölu styrktarsjóðs skólans sem fram fer á Silfurtorgi næsta laugardag, skv. frétt á heimasíðu Bæjarins besta í gær. Fjöldi manna kom að verkinu en alls var bakað úr 22 kílóum af hveiti. Dag- inn áður hafði deigið verið útbúið á heimili Elísabetar Agnarsdóttur á Ísafirði en síðan var það flatt út í vél- um Gamla bakarísins. Jafnt ungir sem aldnir kepptust við að skera út en þrautreynd sveit styrkt- arsjóðs kvenna sá um steikinguna. Torgsalan hefur jafnan verið sjóðnum drjúg tekjulind enda hafa þeir fjármunir sem safnast hafa í sjóðinn skipt sköpum í uppbyggingu og velferð Tónlistarskóla Ísafjarðar. Laufabrauðssala Jónas Erlendsson, ljósmyndari og bóndi í Fagradal,hefur opnað ljósmyndasýningu í Halldórskaffi íVík í Mýrdal. Sýndar eru 24 myndir sem allar eru teknar á þessu ári og sýna ýmis tilbrigði í litadýrð nátt- úrunnar á Suðurlandi. Sýningin mun standa fram yfir áramót. Um þessar mundir eru 10 ár liðin frá því Jónas byrjaði ljósmyndun en þá hóf hann störf sem fréttarit- ari Morgunblaðsins í Mýrdalnum. Á þessum árum hef- ur Jónas fengið nokkur verðlaun og viðurkynningar í myndakeppnum sem hann hefur sent myndir í. Þá hef- ur hann tekið þátt í sex samsýningum og er þetta þriðja einkasýningin. Myndirnar eru allar til sölu. Litadýrð náttúrunnar Biskupinn predikaðium draugasetur,galdra og drauga- fár á meðan séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprest- ur hitti alvöru galdra- lækna í Afríku. Erlingur Sigtryggsson orti: Engan þarf að undra slíka frétt að eitthvað styggist kirkja þessa lands er leikmenn þykjast eiga einhvern rétt til andskotans og myrkraverka hans. Þórir Jónsson segir að við sauðkindarhörmung- arnar bætist Árni úr Eyj- um, djarftækur til grjóts. Vá steðji að landinu: Fyrst kemur rollan, af vonsku hún sauðnagar svörðinn. Svo kemur rokið, af hraunin’er moldarflag sorfið. Hvert sem við lítum er alls- nakin, örfoka jörðin; Árni með sleggju og meitil, – og landið er horfið. Björn Þorláksson gefur nú út bókina Rottuholan, en eitt sinn orti sveita- skáld um upplestur hans: Mývetnsk bók var kynnt í kveld er kæti vakti mína. Er hér komin að ég held önnur Jakobína. Landið hverfur pebl@mbl.is Mývatnssveit | Þegar komið er að jólaföstu kemst rót á húsmæður í Þingeyjarsýslu. Ekki síst er það þá laufabrauðsgerðin sem kallar á samstillt átak hugar og handa allra á heimilinu. Þá er algengt að fleiri heimili taki sig saman við þetta verk sem kallar á margar iðnar hendur við að hnoða upp í, fletja út, skera, bretta og steikja laufabrauðið. Handtökin eru mörg og mikilvægt að allir leggi hönd á plóg, þannig verður verkefnið skemmtilegra og brauðið bragðast betur. Þær nágrannakonurnar Kristín Jónsdóttir í Álftagerði og Bárðdælingur að uppruna og Gerður Benediktsdóttir á Skútustöðum, hafa nú í meir en 20 ár haft þann sið að hjálpa hvor ann- arri við laufabrauðsgerðina. Þær fara þá hvor til hinnar með fólk sitt, létta sér þannig verkið og gleðjast með glöðum í skammdeginu. Það var unnið í laufabrauði í Álftagerði á laugardaginn en þar býr Kristín Jónsdóttir ásamt dóttur sinni Lovísu, manni hennar Hólm- geiri Hallgrímssyni og börnum þeirra. Kristín er fædd 1924 á Stóruvöllum í Bárðardal þar sem hún að sjálfsögðu ólst upp við laufabrauðsgerð. Gerður Benediktsdóttir er fædd 1920 í Garði í Aðaldal og er landskunn fyrir hannyrðir. Þessar ágætu öldnu húsmæður eru fyrir löngu orðnar fullgildir Mývetningar og hafa skilað kunnáttu sinni í laufabrauðsgerð til dætra sinna sem í dag starfa með þeim við þessa þjóðlegu iðju. Morgunblaðið/BFH Kristín lítur upp frá verki með barnabörnunum Gunnari Heimi og Jónu Kristjönu Hólmgeirsbörnum. Hnoða, fletja út, skera og bretta Laufabrauð FUNDUR kennarafélags í Verkmennta- skólanum á Akureyri skorar á mennta- málaráðherra að verja lengri tíma í að skoða breytingar á námi og námskipan ís- lenskra framhaldsskóla en nú er áformað- ur. Fram kemur í ályktun kennarafélags- fundar í Verkmenntaskólanum á Akureyri það álit að skýrsla verkefnisstjórnar menntamálaráðherra um styttingu náms- tíma til stúdentsprófs gangi algerlega á svig við núverandi skólastefnu sem mörk- uð var í ráðherratíð Björns Bjarnasonar og að efni skýrslunnar geti engan veginn tal- ist faglegur grunnur undir endurskoðun á námi og námsskipan í framhaldsskóla eða forsenda slíkra breytinga. Átelur kennara- félagsfundurinn harðlega þau ófaglegu vinnubrögð sem efni skýrslunnar vitnar um og gagnrýnir um leið fyrirkomulag menntamálaráðherra á frekari umfjöllun um skýrslu verkefnisstjórnar í lokuðum starfshópum aðila um málið og á lokuðum umræðuvettvangi á menntagáttinni í stað þess að efna til opinberrar og lýðræðislegr- ar umræðu allra um efni hennar. Fram kemur í ályktuninni að í skýrsl- unni sé engin fagleg umræða um kosti þess að styrkja starfs- og iðnnám í framhalds- skólum heldur sé kapp lagt á að bera sam- an brottfall í almennu bóknámi og starf- og iðnnámi, námstíma þessara mismunandi námsleiða og velta fyrir sér hvaða áhrif stytting námstíma til stúdentsprófs hafi á námsval framhaldsskólanemenda. Gagn- rýnir fundurinn harðlega þá einföldu mynd sem dregin er upp í skýrslunni af nem- endahópi framhaldsskólanna, þar sem allir eru mældir og vegnir með þröngum „sjón- glerjum“ bóknáms. „Fundurinn hafnar algerlega einhliða niðurskurðartillögum í skýrslu verkefnis- stjórnar um nám og námstíma til stúdents- prófs. Þess í stað leggur fundurinn meg- ináherslu á mikilvægi þess að ráðist verði í faglega heildarendurskoðun á námi og námskipan efstu bekkja grunnskólans og á námi og námskipan framhaldsskólans til að móta langtímaáætlun í menntamálum í samræmi við innihald núgildandi skóla- stefnu frá 1998,“ segir meðal annars í ályktun kennarafélagsins í Verkmennta- skólanum á Akureyri. Allir mældir með þröngum „sjónglerjum“ bóknáms Kennarafélagsfundur í VMA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.