Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Fannborg 5. Fatamóttaka og fataúthlutun þriðjud. kl. 13–18 og fimmtud. kl. 15–18 s. 867 7521. Bókatíðindi 2003. Númer þriðjudagsins 2. desember er 106499. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, kl. 9 jóga, kl. 13 postulínsmálun. Verslunarferð í Hag- kaup á morgun kl. 10, kaffi í boði Hagkaupa. Jólahlaðborðið verður föstud. 5. des. Upp- lestur, tónlist, söngur. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9 leikfimi, kl. 9.30 dans, kl. 9.45 boccia, kl. 13 smíðar, kl. 20.30 línudans. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 9– 16 handavinna, kl. 10– 11.30 sund. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl. 14 félagsvist. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8–16 handavinna og vefn- aður, kl. 13.30 mynd- band. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 vinnustofa, tréskurður, postulín, kl. 10–11 leik- fimi, kl. 12.40 versl- unarferð, kl. 13.15– 13.45 bókabíll. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9, aðstoð við böðun, kl. 13 spilað. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 11 leikfimi, kl. 13 föndur og handa- vinna. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Kl. 10 leir- list, kl. 12 ThaiChie í Garðabergi, kl. 12.50 leikfimi karla, kl. 13 málun, kl. 13.30 tré- skurður. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9 prjónastund, leik- fimi í Bjarkarhúsi kl.11.30, brids og saumur kl. 13, biljard kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði. Skák kl. 13, alkort spil- að kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Félagsstarf eldri borgara Mosfellssveit. Opið kl. 13–16. Heim- sókn frá Hjálp- arstofnun kirkjunnar kl. 14.30. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 10 „gleðin léttir lim- ina“ létt ganga og fl. Kl. 13 boccia. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–17 handavinna, kl. 9.30 gler og postu- lín, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 14 ganga, kl. 14.45 boccia, kl. 19 brids. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulín, kl. 10 ganga, kl. 13–16 handavinna. Hraunbær 105. Kl. 9 postlín og glerskurður, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 versl- unarferð, kl. 13 mynd- list, línudans, kl. 15 línudans. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–10 boccia, kl. 9–16.30 handavinna, kl. 13.30 helgistund. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9.15–12 skinnasaumur, kl. 9.15–15.30 handa- vinna, kl. 9.15–16 postulín, kl. 10.15– 11.45 enska, 13–16 spilað og bútasaumur. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður og morg- unstund, kl. 10 leik- fimi, kl. 13 handmennt, og postulín, kl. 14 fé- lagsvist. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Kl. 10– 12 verslunin opin, kl. 13–15 keramik, tau- málun, föndur, kl. 15 bókabíllinn. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra. Leik- fimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði kl. 20. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 20 bingó. Félag breiðfirskra kvenna. Jólafundur verður mánud. 8. des. kl. 19. Skráning fyrir miðvikud. 3. des. s. 564 5365 Gunnhildur eða s. 553 2562 Ingi- björg. Kvenfélagið Hrund Hafnarfirði. Jóla- fundur félagsins verð- ur haldinn þriðjud. 2. des. kl. 20 að Hjalla- hrauni 8, Hafnarfiði. Kvenfélag Háteigs- sóknar. Jólafundurinn verður þriðjud. 9. des. kl. 19 í safnaðarheim- ilinu, þátttaka tilkynn- ist í s. 511 5405, Þór- dís. Munið jólapakkana. Í dag er þriðjudagur 2. desem- ber, 336. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Kærleikurinn er lang- lyndur, hann er góðviljaður. Kær- leikurinn öfundar ekki. (I.Kor. 12, 4.) Hulda Þórisdóttir ræðirá vefritinu Tíkinni um stöðu George W. Bush fyrir forsetakosn- ingarnar í Bandaríkj- unum að ári: „Fólk utan Bandaríkjanna stendur sjálft sig ef til vill að því að draga ósjálfrátt álykt- anir um skoðanir allra Bandaríkjamanna út frá því sem forystumenn þjóðarinnar, með Bush fremstan í flokki, segja í fjölmiðlum. Staðreyndin er sú að það ríkir hreint ekki einhugur meðal þjóðarinnar um ágæti Bush og gjörða hans í embætti. Í raun virðist það vera ánægjuleg til- breyting frá skoðanaleysi Bandaríkjamanna á stjórnmálum að allir hafa skoðun á Bush og eru til- búnir til að tjá sig um hann.“     Hulda rekur ýmsarembættisfærslur for- setans sem skiptar skoð- anir eru um meðal banda- rísku þjóðarinnar, þar á meðal stríðið í Írak og umfangsmiklar skatta- lækkanir, og heldur svo áfram: „Það er nánast útilokað að spá að svo stöddu hvort Bush verði endurkjörinn að ári. Þó vitaskuld skipti mótfram- bjóðendur Demókrata máli, er það jafnan svo að litið er á forsetakjör þeg- ar sitjandi forseti er í framboði fyrst og fremst sem dóm þjóðarinnar um störf hans en síður sem dóm um styrkleika mót- frambjóðenda. Sé það rétt hefur Bush ástæðu til að vera áhyggjufullur yfir þróun mála. Þeim sem segjast ánægðir með störf hans hefur fækkað úr 89% í október 2001 niður í 52% nú í nóv- ember 2003. Raunar velta skoðanir fólks þó fyrst og fremst á því í hvaða póli- tísku sveit það skipar sér. Repúblikanar og Demó- kratar eru ósammála um nærri því allt sem við- kemur embættistíð Bush: Hvort hann hafi aukið veg Bandaríkjanna í heiminum eða minnkað, hvort hann sé vel að sér í málefnum eða fávís kú- reki, hvort hann hygli þeim ríku eða auki hag- vöxt allra, hvort hann hafi látið sín gildi og kristna trú hafa of mikil áhrif á ákvarðanir sínar eða hvort hann sé þvert á móti staðfastur og rétt- sýnn. Í nýrri skoð- anakönnun vikuritsins Time sögðust 81% Repúblikana vera ánægð- ir með störf hans en 31% Demókrata.     Eitt ár er langur tími ístjórnmálum. Fram- tíð Bush í embætti veltur vitanlega að miklu leyti á því hvort honum telst að leiða mál til lykta á far- sælan hátt í Írak en þó ekki síður á því hvort efnahagurinn í Banda- ríkjunum kemst á góðan skrið með aukinni at- vinnu og hagsæld. En hvað sem því líður má segja að honum hafi nú þegar tekist hið ómögu- lega: Að fá almenning í landi sínu til að hafa meiri skoðanir á gjörðum í embætti forsetans en einkalífi!“ STAKSTEINAR Allir hafa skoðun á Bush Víkverji skrifar... Í gær var fyrsti desember, full-veldisdagurinn. Núorðið fer ekki mikið fyrir hátíðahöldum í tilefni dagsins, nema hjá stúdentum í Há- skóla Íslands, en Víkverja hefur þó alltaf fundizt fullveldisdagurinn miklu merkilegri en lýðveldisdag- urinn, 17. júní. Hinn 1. desember 1918 náðist langmerkilegasti áfanginn í sjálfstæðisbaráttunni, þegar Ísland varð sjálfstætt ríki með eigin fullvalda stjórn, þótt Danakonungur, sem var þá þegar orðinn nokkurn veginn valdalaus toppfígúra, væri áfram þjóðhöfð- ingi. Lýðveldisstofnunin 1944 gekk út frá sjónarmiði stjórnskipunar- innar ekki út á annað en að skipt var um nokkurn veginn valdalausa toppfígúru, þótt táknrænt gildi þess að losa sig við Danakonung sem þjóðhöfðingja væri auðvitað verulegt. Á árunum 1918–1944 voru tengsl Íslands og Danmerkur ekkert mjög mikið öðruvísi en tengsl t.d. Bretlands og ýmissa samveldisríkja, sem enn hafa Bretadrottningu fyrir þjóðhöfð- ingja – og efast þó enginn um að þau séu sjálfstæð ríki. Í þessu ljósi botnar Víkverji ekk-ert í því af hverju margir tala enn eins og Ísland hafi orðið sjálf- stætt ríki 1944 og sé jafnvel ein- hvers konar „nýfrjálst“ ríki. Ísland varð sérstakt konungsríki 1918, á sama tíma og mörg önnur ríki urðu til í Evrópu, sem nú teljast gróin. Ef litið er á listann yfir aðildarríki Sameinuðu þjóðanna, sem eru 191 talsins, eru u.þ.b. tveir þriðjuhlutar ríkjanna á þeim lista yngri en Ís- land. Í samanburði við meirihlut- ann af öðrum ríkjum heims er Ís- land alveg hundgamalt. Víkverji staldraði sömuleiðis viðsetningu, sem höfð var eftir ræðumanni á málþingi um tján- ingarfrelsi og faglegt sjálfstæði opinberra starfsmanna í síðustu viku, að „Ísland væri ungt lýð- ræði“ og ekki mikil fjölræðishefð komin á. Væntanlega er átt við að Ísland sé ungt lýðræðisríki – en er það rétt? Svo aftur sé tekinn alþjóðlegur samanburður, eru ríki, þar sem lýðræðisleg stjórn- skipan hefur gilt jafnlengi og á Ís- landi, bara örfá. Og ef við lítum á lýðræðisríki, þar sem aldrei hefur hlaupið snurða á þráðinn vegna tímabundinnar valdatöku einræð- is- eða alræðisafla, hernáms óvin- veittra ríkja eða viðlíka, geta menn nánast talið þau á fingrum sér. Ísland fellur undir allar venjulegar skilgreiningar á lýð- ræðisríki a.m.k. allt frá því landið fékk heimastjórn 1904. Víkverji botnar ekkert í öllu þessu bulli um að Ísland sé svo ungt ríki og að lýðræðið eigi sér hér stutta hefð. Þetta eru alltént ekki boðlegar afsakanir fyrir þroskaleysi Íslendinga. Stúdentar eru orðnir þeir einu, sem muna eftir 1. desember 1918. LÁRÉTT 1 þungbúna, 8 kvenfugls, 9 krús, 10 eyða, 11 ís, 13 ráfa, 15 dansleiks, 18 farmur, 21 þrældómur, 22 reigja, 23 kvendýrið, 24 skammar. LÓÐRÉTT 2 fen, 3 lítill poki, 4 sárs, 5 sáta, 6 hristi, 7 vísa, 12 grænmeti, 14 bókstafur, 15 glæpamaður, 16 smá, 17 kímni, 18 öðluðust, 19 hindra, 20 áll. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 fljót, 4 Skuld, 7 rella, 8 eimur, 9 nær, 11 kost, 13 álma, 14 órótt, 15 dall, 17 toga, 20 eta, 22 magur, 23 lítil, 24 rorra, 25 akrar. Lóðrétt: 1 fersk, 2 júlís, 3 tían, 4 sver, 5 urmul, 6 dorma, 10 æðótt, 12 tól, 13 átt, 15 dámur, 16 logar, 18 ortir, 19 aflar, 20 erta, 21 alfa. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Góð grein ÉG vil taka undir með Guðrúnu Jónínu Magnús- dóttur, sem skrifar grein í Morgunblaðið 28. nóvem- ber sl. (bls. 57) undir heit- inu „Talað orð gildir“. Fín grein, Guðrún Jónína! Ég er 75% öryrki og hef oft furðað mig á fram- komu Tryggingastofnunar gagnvart öryrkjum, þar er reynt til hins ýtrasta að klípa af öllu sem öryrki á rétt á. Tvö nýleg dæmi eru að 1. september sl. fengum við hjón (hann er ellilífeyr- isþegi) umtalsverða lækk- un á lífeyrisgreiðslum þrátt fyrir lægri heildar- tekjur en árið áður, en maðurinn minn hætti að vinna á árinu 2002 og var fyrri hluta ársins á laun- um og seinni hluta ársins á lífeyri. Við gerðum okk- ur ferð og kvörtuðum og þetta var svo leiðrétt enda ekki gert á neinum öðrum forsendum en að það mátti svo sem reyna þetta. Skýringin var sú að hann hefði ekki undirritað eitt- hvert plagg um að hann væri hættur að vinna, sem var ekki rétt. Það fannst strax er að var gáð svo nú hefur TR tvö sams konar plögg. Eitt hefði þó átt að duga. Svo var nú alveg nýlega að koma plagg frá stofn- uninni þar sem áætlaðar eru lífeyrissjóðstekjur okkar fyrir næsta ár og hefur TR þar hækkað væntanlegar greiðslur frá lífeyrissjóðum okkar um 10% en rauntölur um það sem þær tekjur hafa hækkað frá síðasta skatta- framtali eru um og innan við 2,5% Það mátti svo sem líka reyna þetta – en til að fá þetta leiðrétt þurfum við (og væntan- lega allir lífeyrisþegar í landinu) að gera okkur ferð annaðhvort á pósthús eða TR til að fá þetta leið- rétt líka. Hvaðan skyldu þessi 10% vera gripin? Við fáum okkar greiðslur frá tveimur af stærstu lífeyr- issjóðum landsins svo mér er spurn; hvaðan eru þessi 10% fengin? Í þessa veru hafa nánast öll samskipti mín við TR verið – allar götur frá því ég neyddist til að hætta að vinna í kjölfar tveggja slysa – og mér er ekki skemmt! Ég vann á skrifstofu alla mína hundstíð og katt- arævi og hjá einkafyrir- tækjum yrði fólk rekið fyrir svona vinnubrögð. Hver á eiginlega þessa stofnun, Tryggingastofnun ríkisins? Ríkisstjórnin? Starfsfólkið? Eða kannski fólkið í landinu? Ég tel þá síðastnefndu vera eigend- ur sem ættu að hafa meira að segja um hvað þarf til að sinna lágmarksfram- færsluskyldu við öryrkja og gamalmenni. Heildar- tekjur undir 90 þúsund á mánuði – fyrir skatta – eru til háborinnar skamm- ar fyrir ríkisstjórn sem hælir sér af bullandi hag- vexti. Kveðja, Guðrún Jóhannsdóttir, 75% öryrki. Þakkir til Ragnheiðar ÉG vil þakka Ragnheiði Gyðu kærlega fyrir ferða- þætti hennar í Ríkisút- varpinu frá Mið-Austur- löndum. Allt verður svo lifandi í frásögn hennar að maður er næstum því með í ferðinni. Kærar kveðjur. Áhugasöm. Búin að fá nóg MIG langar aðeins til að kvarta undan blaðburði á Fréttablaðinu. Þannig er mál með vexti að við vor- um búin að fá alveg nóg af öllu þessu auglýsingarusli sem flæðir inn um lúguna hjá okkur og fórum því á pósthús og fengum okkur miða til að líma fyrir ofan bréfalúguna þar sem stendur að við viljum eng- an ruslpóst. En með Fréttablaðinu er alltaf borið út alls konar bækl- ingarusl og þetta er sett inn um lúguna hjá okkur. Ég er orðinn frekar pirr- aður á þessu og langaði bara að koma þessu á framfæri. Einar. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.