Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.12.2003, Blaðsíða 19
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. DESEMBER 2003 19 Höfuðborgarsvæðið | Bæjarstjór- ar Mosfellsbæjar og Garðabæjar útiloka ekki að fyrirtækið Atlants- olía geti fengið lóð undir bensín- stöð í bæjarfélögunum. Guðmund- ur Kjærnested, annar aðaleigandi og stofnandi Atlantsolíu, sagði í Morgunblaðinu á sunnudag að bæjarfélögin hefðu hafnað erind- um sínum um úthlutun lóðar, fyrir utan Hafnarfjörð sem hefði orðið við beiðni þeirra að hluta. Þórólfur Árnason borgarstjóri sagði í Morg- unblaðinu í gær að erfitt væri að finna stað fyrir bensínstöð Atlants- olíu en verið væri að vinna í því. Sóttu um ákveðna lóð Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, segir að Atlantsolía hafi sótt um að fá ákveðna lóð í Mosfellsbæ til út- hlutunar en á það hafi bærinn ekki geta fallist. Fyrirtækinu hafi hins vegar í svari skipulags- og bygg- ingarnefndar verið bent á önnur svæði í bænum sem verið væri að skipuleggja og þar sem hugsanlega mætti koma fyrir bensínstöð. „Það var aðeins þessi eina um- rædda lóð sem þeir fóru fram á en bærinn gat ekki orðið við því,“ seg- ir Ragnheiður. „Það er verið að skipuleggja stórt og mikið svæði á Blikastöðum og þeim var bent á það. En þessi lóð sem þeir báðu um, rétt fyrir ofan Skarhóla, við torgið þar sem komið er inn í bæ- inn, var ekki talin fýsilegur kostur fyrir bensínstöð. En það má skoða lóðir víðsvegar annars staðar.“ Ragnheiður segir að erindi Atl- antsolíu hafi verið svarað á þessa leið en að síðan þá hefði bærinn ekkert heyrt frá fyrirtækinu. Gæti fengið lóð í kjölfar endurskoðunar aðalskipulags Ásdís Halla Bragadóttir, bæjar- stjóri Garðabæjar, segir að eins og staðan sé nú væri ekki laus lóð fyr- ir bensínstöð í bænum. Það gæti hins vegar breyst með endurskoð- un aðalskipulags, en þeirri vinnu á að vera lokið á næsta ári. „Guð- mundur [Kjærnested] kom á fund til mín með erindi þar sem Atl- antsolía óskaði eftir lóð fyrir sína starfsemi. Eins og skipulag Garða- bæjar liggur fyrir núna er engin lóð fyrir svona starfsemi á lausu. En eðli skipulags sveitarfélaga er þannig að það er sífellt í endur- skoðun og ég sagði Guðmundi frá því að við værum að vinna núna að nýju aðalskipulagi fyrir Garðabæ og síðan yrði unnið deiliskipulag fyrir ný hverfi. Hvað gerist í því skipulagi á eftir að koma í ljós. Hvar næstu lóðir fyrir bensín- stöðvar verða gerum við okkur ekki grein fyrir í augnablikinu. Er- indi Atlantsolíu var vísað inn í skipulagsnefnd Garðabæjar þar sem það hefur verið til umfjöll- unar.“ Ásdís Halla segir að endurskoð- að aðalskipulag Garðabæjar muni liggja fyrir á næsta ári. „Vænt- anlega verður það ekki fyrr en um slíkt leyti sem liggur fyrir hvort að það myndast lóð fyrir svona starf- semi. Það er ekki útilokað að við munum hafa lóð fyrir þá [Atlants- olíu] eða aðra sem reka sambæri- lega starfsemi, en það liggur ekki fyrir í augnablikinu.“ Ekki náðist í Sigurð Geirdal, bæjarstjóra Kópavogs, við vinnslu þessarar fréttar í gær. Atlantsolía leitar á höfuðborgarsvæðinu að lóð undir bensínstöð Lóðir undir bensínstöðv- ar liggja ekki á lausu Ragnheiður Ríkharðsdóttir Ásdís Halla Bragadóttir JÓLAÞORPIÐ á Thorsplaninu í Hafnarfirði var opnað síðast liðinn laugardag og var margt um manninn. Í þorpinu eru básar þar sem hægt er að fá ýmsan varn- ing tengdan jólunum, ásamt heitum veitingum fyrir kalda vetrardaga. Þar stendur einnig veglegt jólatré sem leikskólabörn skreyttu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölmenni í jólaþorpi í Hafnarfirði Kópavogur | Jólakúlur til styrktar starfsemi SOS- barnaþorpanna í Afríku voru settar á jólatré fyrir utan Debenhams í Smára- lindinni um helgina. Það var Þórunn Sveinbjarnardóttir alþingismaður sem setti fyrstu jólakúluna á tréð. Debenhams hefur látið gera 4.500 jólakúlur sér- staklega til styrktar starf- semi SOS-barnaþorpa. All- ur ágóði af sölunni fer óskiptur til stuðnings við munaðarlaus börn eða börn deyjandi foreldra í Vasil- andi, Simbabve, Malavíu, Sambíu og Suður-Afríku. Í fréttatilkynningu frá versluninni kemur fram að hug- myndin sé sú að hver og einn styrkt- araðili kaupi tvær jólakúlur í Deben- hams, setur aðra á „Jólatré allra barna“ í Smáralind en tekur hina með sér heim sem tákn fyrir aðstoð- ina við munaðarlaus börn. Ef allar kúlurnar seljast geta SOS-barnaþorp veitt 150 börnum til viðbótar aðstoð. Jólakúlur seldar til styrktar SOS-barnaþorpum Ágóðinn til munaðar- lausra barna Fyrsta jólakúlan: Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður setti fyrstu jólakúluna á tréð. Morgunblaðið/Árni Sæberg 60 ára bókabúð | Bókabúð Böðv- ars fagnar 60 ára afmæli um þess- ar mundir en verslunin hefur ver- ið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Á sjálfan afmælisdaginn sem var í gær, mánudag, var boð- ið upp á köku og kaffi fyrir við- skiptavini. Ágúst Böðvarsson er eigandi verslunarinnar en faðir hans, Böðvar B. Sigurðsson, stofnaði hana. Verslunin er nú til húsa að Reykjavíkurvegi 64 og 66. Fyrstu árin var verslunin við Hverfisgötu en flutti síðar að Strandgötu 3 þar sem hún var allt til ársins 1977. Ágúst segir Hafnfirðinga trygga viðskiptavini. Í bókabúð- inni er verslað með ritföng og skrifstofuvörur auk bóka og eru mörg fyrirtæki meðal dyggra við- skiptavina. Jólavertíðin er nú hafin að sögn Ágústar. Á laugardag var nóg að gera í Bókabúð Böðvars og svo verður án efa áfram fram að jól- um enda bækur vinsælar í jóla- pakkana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.