Morgunblaðið - 07.12.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.12.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALDIÐ var upp á 85 ára afmæli skólans á Bifröst á föstudags- kvöldið. Skólans sem starfað hefur á tveimur stöðum undir fjórum nöfnun, en er hins vegar einn og sami skólinn, eins og Runólfur Ágútsson, rektor Viðskiptaháskól- ans á Bifröst, orðaði það í ræðu sinni. Runólfur Ágústsson sagði að hlutverk skólans hafi þó ætíð verið hið sama: Að mennta leiðtoga og stjórnendur fyrir atvinnulíf og sam- félag. Eina breytingin væri nálgun skólans að samfélaginu á hverjum tíma. Hann sagði að stjórnendur skólans hefðu aldrei verið hræddir við breytingar og þess vegna hafi hann vaxið, dafnað og orðið öflugri með hverju ári. Sóknarbaráttan væri lykillinn að velgengni Bifrast- ar í þau 85 ár sem skólinn hefði starfað. Runólfur minntist einnig á hvern- ig Bifröst og Borgarfjörðurinn í heild væri orðinn dæmi þess hvað hægt er að gera á landsbyggðinni þegar framtíð frumvinnslunnar í landinu með tilliti til atvinnutæki- færa væri ekki björt. „Hvernig hægt væri að snúa vörn í sókn, fólksfækkun í fólksfjölgun, sam- drætti í vöxt.“ Bæði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, sem síðar tóku til máls á hátíðinni, voru sama sinnis um Bifröst og skólastarfið þar og voru bjartsýnir á framtíð skólans. Allir ræðumennirnir minntust frumkvöðla skólans, þeirra Jónasar Jónssonar frá Hriflu og sr. Guð- mundar Sveinssonar sem tók við af honum og þeim áhrifum sem þeir höfðu á menntun í landinu og fram- tíð skólans. Í lok dagskrárinnar voru afhjúpaðar brjóstmyndir af þeim, en þær eru við nýjan aðal- inngang skólans. Í tilefni afmælisins tók Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, skóflustungu að nýju rannsókna- og þekkingarhúsi sem byggt verður á Bifröst. Steve Christer, arkitekt hjá Stúdíó Granda, sem falið hefur ver- ið að teikna nýja húsið, kynnti upp- bygginguna á Bifröst, nýtt rann- sóknar- og þekkingarhús og framtíðarskipulag staðarins á skemmtilegan hátt. Mikill fjöldi gesta sótti afmælishátíðina Hann sýndi meðal annars loft- myndir af staðnum fyrir uppbygg- ingu og rakti síðan uppbygginguna. Að síðustu sýndi hann framtíð- armynd frá 2025 og gerir þá ráð fyrir mikilli byggð með um 1.700 íbúum. Einnig var sýnd ný heimild- armynd um Bifröst sem Gísli Ein- arsson, fréttamaður og fyrrverandi nemandi skólans, gerði og lýsti með miklum húmor skólastarfinu fyrr og nú. Að lokinni dagskrá steig hljóm- sveitin Upplyfting, sem á sínum tíma varð til á Bifröst, á svið og lék fyrir dansi fram á nótt. Fjöldi gesta sótti Bifröst heim á afmælinu og tók þátt í hátíðinni. Auk forsetans og utanríkisráðherr- ans voru Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra og nokkrir þing- menn kjördæmisins meðal gesta. Á afmælishátíðinni undirrituðu fulltrúar Borgarbyggðar, Borg- arfjarðarsveitar, Loftorku Borg- arnesi hf., Sparisjóðs Mýrasýslu og Eignarhaldsfélagsins Vesturlands ehf. yfirlýsingu um vilja sinn til samstarfs um byggingu og rekstur á rannsókna- og þekkingarhúsi á Bifröst sem jafnframt verður nem- endagarðar með 50 íbúðum. Í yfirlýsingunni sem undirrituð var segir meðal annars: „Með ofan- greindri framkvæmd verður mætt þörfum háskólastarfs á Bifröst til næstu ára fyrir rannsóknar- og íbúðarhúsnæði og markar hún þannig þáttaskil í þeirri miklu og einstæðu uppbyggingu sem þar hef- ur farið fram. Aðilar samstarfs- yfirlýsingar þessarar vilja með henni undirstrika sóknarfæri há- skóla- og þekkingarstarfsemi á landsbyggðinni og framtíð Borg- arfjarðar sem vaxtarsvæðis.“ Gert ráð fyrir 1.700 manna byggð á Bifröst árið 2025 Ljósmynd/Hólmfríður Sveinsdóttir Að lokinni undirritun: Ólafur Kristjánsson frá Vesturlandi ehf., Gísli Kjartansson frá Sparisjóði Mýrasýslu, Guð- jón Auðunsson, form. háskólastjórnar, Andrés Konráðsson frá Loftorku Borgarnesi, Linda Pálsdóttir frá Borg- arfjarðarbyggð, Páll Brynjarsson frá Borgarbyggð og Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst. MAGNÚS Kristinsson, útgerðar- maður í Vestmannaeyjum og for- maður Útvegsbændafélags Vest- mannaeyja, gagnrýnir harðlega frumvarp sjávarútvegsráðherra um línuívilnun. „Þetta er algjört reiðarslag fyrir okkur í sjávarútveginum, sem höfum unnið samkvæmt heilbrigðu stjórn- sýslukerfi fiskveiðistjórnunarlag- anna að það skuli leika lausum hala á Alþingi menn sem geta stillt allri rík- isstjórninni upp við vegg, eins og Kristinn H. Gunnarsson [alþingis- maður] hefur gert í þessu tilfelli. Hann hefur með yfirgangi sínum og frekju haft það í gegn að þetta skuli verða orðið að frumvarpsdrögum, sem valda því að Vestmannaeyingar tapa hátt í 2.000 þorskígildum ef það tekur gildi 1. september á næsta ári,“ segir Magnús. Hann segir að Kristni hafi ekki að- eins tekist að fá bróður sinn [Gunnar Birgisson alþingismann] í lið með sér heldur sé með ólíkindum að „þessir blessaðir drengir á Vestfjörðum, Einararnir báðir [Einar Oddur Kristjánsson og Einar K. Guðfinns- son alþingismenn] skuli líka hoppa upp í skútuna.“ Magnús gagnrýnir Einar Kristin harðlega og segir að hann hlaupi alltaf á eftir litlum sér- hagsmunahópum. Tveir bátar hverfa úr flota Eyjamanna Magnús segir alveg ljóst að vænt- anleg löggjöf um línuívilnun muni bitna hart á Vestmanneyingum. Hann segir að þessi aðgerð muni þýða að tveir bátar hverfi úr flotan- um. ,,Það á að færa þessar veiðiheim- ildir til sérhagsmunahóps sem heitir línuútgerðarmenn. Nú held ég að komið sé að því að farið verði að fylgjast gaumgæfilega með þessum trillum. Þar ríkir meira og minna al- gjör molbúaháttur. Það eru ekki einu sinni kjarasamningar á þessum trillum. Hvað ætlar verkalýðurinn að líða þetta lengi og sjómannafélaga- forystan að horfa lengi upp á að nú sé verið að taka frá hinum hefð- bunnda bátaflota og færa þetta yfir á báta sem þurfa ekki einu sinni að leggja til kjarasamninga,“ segir Magnús Kristinsson, formaður Út- vegsbændafélags Vestmannaeyja. Línuívilnun er reiðarslag, segir Magnús Kristinsson Segir Eyjamenn tapa hátt í 2.000 tonnum VINNSLA hófst á föstudag á grænlensku hreindýrakjöti hjá kjötvinnslufyrirtækinu Viðbót ehf. á Húsavík, en landbúnaðar- ráðuneytið gaf þá út bráðabirgða- leyfi fyrir því að fimm tonn af kjöti yrðu verkuð fyrir innanlands- markað. Frystigámar með 32 tonnum af hreindýrakjötinu hafa staðið á hafnarbakkanum á Húsavík í hálf- an mánuð þar sem tilskilin leyfi hafa ekki fengist til að vinna kjöt- ið. Á föstudagsmorgun var inn- sigli hans loksins rofið, að við- stöddum heilbrigðisfulltrúa og lögreglumönnum. Einungis mátti losa það magn sem nemur innan- landskvótanum að þessu sinni, síðan var gámnum lokað aftur og hann innsiglaður að nýju. Að fyrirtækinu Viðbót ehf. standa þeir bræður Gunnar Óli og Örn Logi Hákonarsynir frá Árbót í Aðaldal, ásamt Stefáni Hrafni Magnússyni, hreindýrabónda á Grænlandi. Óvíst hvenær taka má kjötið úr gámunum Gunnar Óli sagði kjötið verða til sölu í verslunum Hagkaupa, í Bónus og Úrvali á Húsavík. Þegar fréttaritari leit inn hjá þeim fé- lögum í vikulokin var verið að ljúka við að pakka fyrstu pöntun sem átti að fara til Hagkaupa. Gunnar Óli segir það ekki kom- ið á hreint hvenær þeir fái leyfi til að taka inn það kjöt sem ætlað er á erlendan markað. Það sé baga- legt því ætlunin hafi verið að koma einhverju af því á markað fyrir jól og því verði að hafa hrað- ar hendur þegar leyfið verður í höfn. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Stefán Hrafn Magnússon tv. og Gunnar Óli Hákonarson voru ánægðir þegar þeir fengu loks að losa grænlenskt hreindýrakjöt úr gáminum. Grænlenska hreindýrakjötið á leið í verslanir Húsavík. Morgunblaðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.