Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 5

Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 5
Ljósin tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli Í dag kl. 16:00 verða ljósin tendruð á Óslóartrénu á Austurvelli. Rúm hálf öld er síðan Norðmenn færðu Íslendingum grenitré í fyrsta sinn að gjöf til að skreyta miðborg Reykjavíkur á aðventu. Í öll þessi ár hafa Reykvíkingar haldið upp á þessa vinargjöf með hátíðlegum söng og skemmtilegu uppákomum og í ár er engin undantekning gerð þar á. • Lúðrasveit Reykjavíkur leikur jólalög á Austurvelli kl. 15:30 • Dagskrá á sviðinu hefst kl. 16:00 með söng Dómkórsins undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar. • Felix Bergsson leikari syngur og spjallar við börnin og segir frá Augasteini og ævintýrum hans. • Lilli klifurmús kemur í heimsókn úr Hálsaskógi • Fimm kátir jólasveinar koma beint af fjöllum á Austurvöll til að syngja og sprella fyrir viðstadda. Meðal annars syngja þeir lögin vinsælu Jólasveinar einn og átta, Jólasveinar ganga um gólf og Bráðum koma blessuð jólin. Kynnir: Gerður G. Bjarklind. Jólamarkaðurinn á Lækjartorgi er opinn í dag frá kl. 13:00 – 18:00. Góða jólaskemmtun í miðborginni! z e t o r

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.