Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Páll VI. var páfi kaþólskra í Vatíkaninu 1967. Hann tók upp á því að gefa út tilskipan til hinna rétttrúuðu um það, að þeim bæri ekki lengur skylda til þess að borða fisk á föstudögum, en það höfðu þeir orðið að gera í árhundruð. Þetta var feiki- legt reiðarslag fyrir fisksala heimsins, því fiskát á föstudögum í hinum vestræna heimi var megin uppistaða í sölu á sjáv- armeti. Við landar, sem unnum við fisksölu í Bandaríkjunum, sáum fram á bága tíma, því þótt kaþólskir væru ekki meirihluti íbúanna í landinu, hafði það tíðkast, að fiskur var svo til eingöngu á boðstólum á veitingastöðum og í mötu- neytum á föstudögum. Þegar frá leið kom svo reyndar í ljós, að þessi tilskipan páfans varð til góðs á endanum, því nú urðu fiskframleiðendur að sannfæra neytendur um það, að fiskur væri góður til átu, en ekki bara fæða, sem menn yrðu að pína í sig, trúarinnar vegna, á einum degi vik- unnar. En skiljanlega gátum við, felmtri slegnir fisksalar, ekki séð inn í framtíðina, og vorum því örvæntingarfullir og framlágir í langan tíma. Því skal bætt hér við, að Páll VI. gekkst fyrstur allra páfa undir uppskurð. Mig dreymdi mikið, þegarég var unglingur. Umtíma hélt ég, að égmyndi verða draum- spakur á fullorðinsárum eins og margir fornmenn, en því miður brást það. Mig dreymir reyndar oft nú á dögum, en það er jafnan einhver bölv- uð vitleysan, sem lítið er mark á tak- andi. En stundum getur hún verið skemmtileg, eins og til dæmis í fyrri- nótt … Ég var í Páfagarði að heimsækja húsráðanda. Einn af hirðmönnum hans vísaði leiðina, eftir löngum göng- um, upp flísalagða stiga og loks að stórri eikarhurð. Inn gekk ég í frekar lítið herbergi, hlýlegt og notalegt. Bækur þöktu stærsta vegginn, mynd- ir og málverk héngu hér og hvar, og í einu horninu stóð sjónvarp. Í einum af þremur, stórum leðurklæddum hæg- indastólum sat afslappaður sjálfur páfinn og var að horfa á „Dýrlinginn“ með Roger Moore. Hann bandaði mér að koma inn og setjast, því þátt- urinn var að verða búinn og skömmu seinna slökkti hann á sjónvarpinu. „Hvernig hefir herra páfinn það eftir uppskurðinn?“ Ég varpaði fram spurn- ingu um leið og ég sett- ist niður. „Takk fyrir bærilegt. Það var auðvitað niður- lægjandi fyrir mig að þurfa að láta krukka í minn skrokk fyrstur allra páfa, en það er kannske ekki við öðru að búast á þessum síðustu og verstu tímum. Það virðist ekkert heilagt nú á dögum og allt getur komið fyrir. Nunnur vilja stytta pils sín, prestar vilja giftast og kaþólsk hjón vilja frek- ar treysta pillunni en handleiðslu skaparans í tímgunarmálum. Við hverju getur maður búist?“ „Ég verð nú að segja, herra páfi, að okkur Íslendingum fannst þér auka frekar á ringulreiðina með því að leyfa hinum fjölmörgu sóknarbörnum yðar um alla heimskringluna sleppa við fiskátið á föstudögum. Bæði hefir það orðið til þess, að þeim finnst ef til vill, að þau geti sloppið við fleiri kvað- ir kirkjunnar, og svo líka hitt, að þetta hefir skaðað efnahagslíf Íslands. Þetta var erfitt ár hjá okkur fyrir, þótt þessi ósköp bættust ekki ofan á. Nígeríumenn hafa til dæmis verið svo uppteknir að berja hver á öðrum, að þeir hafa ekki mátt vera að því að éta skreið. Fiskimjölsmarkaðurinn hefir verið afar lélegur og halda sumir Ís- lendingar, að kaþólskir bændur hafi hætt að blanda mjölinu í fóðrið fyrir kýr sínar síðan þér gáfuð út bannið. Margt annað slæmt hefir gerst og hefir allt þetta orðið til þess, að við höfum neyðst til að lækka gengið á krónunni okkar um 30%.“ „Ég er nú svo aldeilis hissa að heyra þetta,“ sagði páfi, um leið og hann stóð upp og fór að ganga um gólf, flyksandi pilsinu sínu. „Ekki gerði ég mér grein fyrir því, að þetta gæti haft svona alvarlegar afleiðing- ar. Ég var búinn að segja það við Giuseppi, fisksalann okkar, að ég myndi afnema föstudagsfiskátið, ef hann gæti ekki útvegað okkur betri fisk í matinn hér í Vatíkaninu. Ég hefi ekki sterkan maga og var bókstaflega hættur að þola að éta þetta óæti, sem var á boðstólum á hverjum föstudegi. Þess vegna lét ég til skarar skríða og er þetta allt annað líf síðan. Nú fæ ég oftast kjötsúpu á föstudögum.“ „Mynduð þér ekki vera tilleiðanleg- ur, herra páfi, að endurskoða afstöðu yðar með tilliti til föstudagsfiská- tsins? Ég veit, að Íslendingar myndu verða yður ævinlega þakklátir.“ Þessu stundi ég upp í hálfgerðum bænartón. „Fyrst verð ég að athuga, hvort Giuseppi hefir nokkuð aukið fiskúr- valið hjá sér. Svo væri líka gaman að vita, hve þakklátir Íslendingar myndu verða. Þetta er reyndar lítið útibú, sem ég hefi á Íslandi, og hefi ég ekki orðið var við, að margir nýir sauðir hafi bæst í flokk okkar þar. Skilst mér, að aðal gagnið, sem lands- menn hafa af myndarlegu kirkjunni okkar í höfuðstaðnum sé það, að klukkur hennar láta þá vita, hvenær þeim beri að loka sölubúðum sínum.“ „Það er ómögulegt að vita, nema Íslendingar gætu orðið yður að ein- hverju gagni, herra páfi. Ég hefi lesið í fréttum, að Vatíkanið hafi í hyggju að sækja um inngöngu í Sameinuðu þjóðirnar. Þar gætum við verið innan handar, því við höfum þar mikil áhrif, síðan við gáfum samtökunum fundar- hamarinn. Við höfum í vaxandi mæli verið að beita okkur á alþjóðavett- vangi. Ekki fyrir allt of löngu knésett- um við brezka heimsveldið í fiskveiði- deilunni. Nýlega höfðum við forgöngu um að víta herforingjastjórnina í Grikklandi, og var það gert með fullri vitneskju um það, að við myndum Bókarkafli Trúmál, sögulegir hlutir, heimsmálin, svipmyndir af samferðafólki, stjórnmál og æskuminningar. Allt hefur þetta orðið Þóri S. Gröndal að umfjöllunarefni í greinum hans undanfarna áratugi. Hér segir af kynlegum samskiptum Þóris og sjálfs páfans. Teflt við páfann Við þekkjum orðið stóran hópfastra viðskiptavina versl-unarinnar eftir áralöng við- skipti. Stundum koma viðskiptavinir okkar hingað inn og muna ekki hvaða tegund af glösum eða öðrum vörum úr versluninni barnið þeirra eða ein- hver annar nákominn í fjölskyldunni eða vinahópnum er að safna. Þá er gaman að geta nefnt tegundina án þess að þurfa að gá í tölvuna,“ segir Margrét Rögnvaldsdóttir, annar eig- andi gjafavöruverslunar Hjartar Nielsen. Verslunin flutti í nýtt versl- unarhúsnæði í verslunarmiðstöðinni Smáralind stuttu eftir 50 ára afmæli sitt 5. nóvember sl. „Smekklegar vörur“ Gjafavöruverslun Hjartar Nielsen er ein af elstu gjafavöruverslunum á Íslandi. „Hjörtur Nielsen stofnaði verslunina í Templarasundi 3 5. nóv- ember árið 1953. Verslunin hafði á boðstólum hvers kyns kristalsvörur, s.s. vasa, skálar, krúsir, könnur og glös. Kristallinn var allur handskor- inn frá Tékkóslóvakíu rétt eins og kristallinn í versluninni er enn þann dag í dag,“ segir Margrét og rifjar upp að í Morgunblaðsgrein um versl- unina á opnunardeginum væri tekið fram að þar væru á boðstólum „smekklegar vörur“. „Óhætt er að segja að vöruúrvalið hafi borið þess órækt vitni að Hjörtur Nielsen var mikill fagurkeri. Hann lagði sjálfur mikið upp úr því að góð- um mat þyrfti að fylgja vandaður borðbúnaður. Ég býst við að margir eldri Reykvíkingar muni eftir þess- um fágaða kaupmanni í verslun sinni í hjarta Reykjavíkur.“ Margrét segir til marks um smekkvísi Hjartar að margar af upphaflegu vörutegundum versl- unarinnar séu enn á boðstólum í versluninni 50 árum seinna þótt úr- valið hafi að sjálfsögðu aukist. „Ég get nefnt að glösin í Möttu rósinni eru ennþá söluhæstu glösin í versl- uninni enda sérstök tilfinning að drekka úr munnblásnu og hand- skornu kristalsglasi. Tékkneska hvíta stellið með gylltu röndinni er enn í fullu gildi og áfram mætti telja. Við verðum oft vör við að ungt fólk kemur hingað eftir að hafa erft hluti úr búðinni og vill bæta fleiri hlutum af sömu tegund í safnið. Eins og margir þekkja myndast alveg sér- stök stemmning þegar sparistellið og -glösin eru tekin fram við hátíðleg tækifæri.“ Silfurskreytingar í tísku Margrét tekur fram að þrátt fyrir áherslu á klassískar vörur verði vöruúrval í versluninni óneitanlega fyrir áhrifum af tísku í hönnun og húsbúnaði hverju sinni. „Oft verður sjálf frumsmíðin ekki fyrir áhrifum frá tískunni. Á hinn bóginn er stund- um hægt að greina áhrif frá tísku- straumum í skreytingum og ýmsum smáatriðum í hönnuninni. Ég get nefnt að silfur hefur verið að taka við af gyllingum síðustu árin. Gull- skreytingar standa þó auðvitað alltaf fyrir sínu,“ segir hún og tekur fram að dæmi séu um að þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldunni safni sama stell- inu úr versluninni. „Hér áður fyrr byrjaði fólk ekkert endilega að safna sparistelli á fyrstu búskaparárunum. Núna velja pör sér oft stell fyrir brúðkaupið, láta brúðargjafalista liggja frammi í einhverri gjafa- vöruverslun fyrir brúðkaupið og jafnvel lengur fyrir önnur tækifæri. Við erum heldur ekki óvön því að fletta upp í listunum fyrir pörin sjálf því stundum muna þau ekki ná- kvæmlega hvað þau eiga þegar þau koma inn í búðina til að bæta við safnið. Annars held ég að meg- inástæðan fyrir þessum aukna áhuga felist í tíðarandanum. Fólk býður orðið gestum til sín í mat miklu oftar heldur en áður og þá er auðvitað nauðsynlegt að eiga fal- legan borðbúnað.“ Margrét segir að opin/hálfopin eldhús og uppþvotta- vélar hafi valdið aukinni áherslu á búsáhöld á síðustu árum. „Opnu og hálfopnu eldhúsin valda því að bús- áhöldin hafa orðið meira áberandi á heimilum síðari árin. Nýir tísku- straumar í eldhúsinnréttingum valda því að oft eru búsáhöldin fyrir allra augum í opnum hillum, gler- skápum eða hangandi á vegg eða lofti,“ segir Margrét og tekur fram að hönnuðir hafi komið til móts við þessa þróun með því að leggja meira upp úr útliti búsáhaldanna heldur en áður. „En útlitið er ekki allt,“ bætir Margrét við kímin á svipinn. „Vax- andi notkun uppþvottavéla veldur því að tryggja verður að búsáhöld og Glösin í Möttu rósinni enn vinsælust Margt upphaflegu vörutegundanna er enn á boð- stólum en verslunin hefur flutt inn tékkneska hvíta stellið með gylltu röndinni í hálfa öld. Nýjasta stellið hjá Hirti Nielsen er breskt postulín frá Wedgwood. Við stellið standa munnblásin og handskorin tékknesk kristalsglös – Matta rósin. Stálhnífapörin eru frá Wedgwood. Gjafavöruverslun Hjartar Nielsen fagnar hálfrar aldar afmæli um þessar mundir. Anna Gunnhildur Ólafs- dóttir kynnti sér söguna sem að baki liggur. Morgunblaðið/Sverrir Hlín Kristinsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir eigendur gjafavöruverslunar Hjartar Nielsen, einnar elstu gjafavöruverslunar á landinu, í nýju versluninni sem er til húsa í Smáralind.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.