Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.12.2003, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Landsnámsjörðin Reykjavík varð síð- ar miðstöð stjórnsýslu í landinu. Hér er gripið niður í frásögn Péturs H. Ármannssonar af ráðherrabústaðn- um og húsunum við Tjörnina. Flutningur framkvæmdavaldsfrá Kaupmannahöfn tilReykjavíkur með skipun„heimastjórnar“ árið 1904 markaði þáttaskil í þróun Reykjavík- ur sem höfuðstaðar landsins. Um sama leyti varð vakning í hinum tæknilega þætti mannvirkjagerðar þegar fagmenn með sérfræðimennt- un tóku að starfa hér á landi. Íslands- banki hf. var stofnaður þetta sama ár sem varð til að auðvelda uppbyggingu atvinnulífs og fjármögnun fram- kvæmda. Ný stétt iðnaðarmanna var áberandi á flestum sviðum samfélags- ins. Áhrif þessarar sögulegu vakningar sjást hvergi betur en í byggðinni um- hverfis Reykjavíkurtjörn sem tók á sig mynd á fyrsta áratug aldarinnar. Embætti landshöfðingja var lagt nið- ur snemma árs 1904 og bústað hans við Lækjartorg breytt í stjórnarskrif- stofur fyrir nýskipaðan ráðherra landsins. Hinir nýju embættismenn heimastjórnarinnar voru flestir bú- settir utan Reykjavíkur og urðu því að koma yfir sig þaki í höfuðstaðnum, þar sem mikill hörgull var á húsnæði og fáar byggingarlóðir á lausu. Í hópi þeirra sem fluttust í bæinn norðan úr landi voru bræðurnir Páll og Eggert Briem. Þriðji bróðirinn, Sigurður póstmeistari í Reykjavík, þurfti um líkt leyti að rýma íbúð sem hann hafði í pósthúsinu því síminn þurfti hennar með. Í vandræðum sín- um hugkvæmdist þeim bræðrum að festa kaup á túnbrekkunni vestan við Reykjavíkurtjörn og reisa þar íbúðar- hús. Gerðu þeir kaupsamning við eig- anda túnsins ásamt Birni Ólafssyni augnlækni. Fljótlega bættist Klem- ens Jónsson, nýskipaður landritari, í hópinn. Hann kom frá Akureyri líkt og Páll Briem sem búið hafði undir brekkunni í Innbænum þar sem poll- urinn blasti við. Sagt er að hugmynd þeirra um húsaröðina undir tjarnar- brekkunni sé þaðan fengin. Áform þeirra félaga vöktu deilur í bæjar- stjórn en þau þóttu brjóta í bága við áður samþykkta tillögu um lagningu skemmtistígs umhverfis Tjörnina. Var þeim gert að leggja götu til al- menningsnota suður með Tjörninni vestan megin, en þess má geta að fyrsti uppdráttur að skemmtigarði við suðurenda Tjarnarinnar var gerð- ur um 1908. Ráðherrabústaðurinn byggður Þegar Hannes Hafstein tók við embætti Íslandsráðherra 1904 flutti hann til bráðabirgða í íbúð í nýreistu steinsteyptu húsi í Ingólfshvoli. En fyrir þann tíma voru þegar hafnar umræður um byggingu ráðherrabú- staðar. Áður en til þess kom að ríkið byggði ráðherrabústað ákvað Hannes Hafstein að reisa sér íbúðarhús á lóð syðst við Tjarnargötu er hann keypti vorið 1906. Vinur Hannesar var Hans Ellefsen forstjóri sem reisti hvalveiði- stöð á Sólbakka í Önundarfirði um 1890. Árið 1901 brunnu verksmiðju- húsin og ákvað Ellefsen þá að flytja starfsemi sína til Austfjarða. Bauð hann Hannesi að gjöf (til kaups á eina krónu) veglegt íbúðarhús úr timbri sem hann hafði reist sér á Sólbakka árið 1892. Var húsið tekið niður, flutt sjóleiðis til Reykjavíkur og endurreist við Tjarnargötu sumarið 1906. Á yf- irlitsmynd af Sólbakka sem tekin var af sjó má greina megindrætti hússins eins og það leit út fyrir vestan. Sést þar að húsið er einlyft með port- byggðu risi og einum miðjukvisti. Um uppruna er fátt vitað en stílgerð og byggingarlag bendir til þess að það hafi komið tilsniðið frá Noregi. Í safni byggingarfulltrúa Reykja- víkur er varðveitt teikning af „húsi ráðherra H. Hafstein“, stílhreinu húsi í sveitserstíl með sama lagi og líkri gluggaskipan og greina má á mynd- inni af Sólbakka. Teikningin er ódag- sett og án undirskriftar en rithönd Rögnvaldar Á. Ólafssonar er auð- þekkjanleg í handskrifuðum merk- ingum. Húsið á teikningunni er eins að grunnfleti og húsið sem reis við Tjarnargötu 32 en þakhalli er minni og aðeins einn kvistur á framhlið. Ekki er ólíklegt að teikningin sé gerð eftir mælingu á húsi Ellefsens fyrir vestan. Eftir að hún var gerð hefur verið afráðið að hækka þak hússins og fjölga kvistum á framhlið, væntanlega til að skapa meira rými á efri hæðinni. Við það fékk húsið núverandi svip með hinum þremur einkennandi burstum á götuhlið. Teikning af þess- um breytingum hefur ekki varðveist en næsta víst er að Rögnvaldur sé höfundurinn. Ljósmynd sem tekin var af húsinu við risgjöld sýnir vel tæknilega uppbyggingu þess: neðri hæð aðalálmu er endurbyggð úr stokkverki hússins á Sólbakka en of- an á og til hliðar er nýsmíðuð grind fyrir hækkun þakhæðar og bakálmu. Í aprílmánuði árið 1909 fékk Hann- es Hafstein lausn frá embætti ráð- herra. Kom þá upp sú hugmynd að landsjóður keypti hús hans við Tjarn- argötu og gerði að föstum bústað fyr- ir ráðherra landsins. „Þótti ekki ann- að hús í Reykjavík veglegra eða hentugra til þess að vera ráðherrabú- staður.“ Í apríllok samþykkti Alþingi breytingu við fjáraukalög þar sem stjórninni var veitt heimild til að festa kaup á húseign fyrrv. ráðherra H. Hafstein í Tjarnargötu. Um líkt leyti flutti Hannes úr húsinu og stuttu síð- ar sótti hann um leyfi til að reisa sér nýtt íbúðarhús handan götunnar, á lóðinni nr. 33 við Tjarnargötu. Síðari hluta maímánaðar flutti Björn Jóns- son ráðherra inn í hinn nýja embætt- isbústað. Var hann búinn húsgögnum sem keypt höfðu verið vegna kon- ungskomunnar 1907. Í blaðinu Ísafold segir svo um húsa- kaupin: „Þingið sá sér þann hag helst- an að áminnstum húsakaupum að þá væri fyrir girt að farið yrði að fleygja stórfé, 100–200 þús. í ráðherrahöll. Þingið leit svo á að við þetta mundi vel mega hlíta þangað til landið hefði efni á veglegri embættisbústað handa sín- um æðsta valdsmanni hér.“ Allir ráðherrar landsins og for- sætisráðherrar til ársins 1943 bjuggu í ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu 32 að Jóni Magnússyni einum und- anskildum, en hann lét búseturéttinn ganga til meðráðherra sinna. Frá 1943 hefur húsið verið notað sem mót- tökuhús utanríkisráðuneytis og ríkis- stjórnar. Það heyrir nú undir forsæt- isráðuneytið. Þar hafa margir tignir gestir gist, m.a. þjóðhöfðingjar allra Norðurlandanna. Fyrir Alþingishá- tíðina 1930 voru gerðar breytingar á neðri hæð hússins. Borðstofan var Bókarkafli Í lok nítjándu aldar og upphafi þeirrar tuttugustu höfðu Norð- menn töluverð umsvif í síld- og hvalveiðum við Ísland. Sumir þeirra settust hér að og þeim fylgdu nýir straumar og menningartengsl í ýmsum efnum, m.a. í byggingarlist. Hér varð til séríslenskt afbrigði af svonefndum sveitser- stíl í húsagerð sem á rætur að rekja til Evrópu en var útbreiddur í Noregi. Húsin við Tjörnina Tjarnargata 32, hús Hannesar Hafstein ráðherra, nýbyggt. SMIÐJAN Innrömmun - Listhús Ármúla 36, sími 568 3890. Sýningin opnuð í dag, sunnudag, kl. 16-18. Allir velkomnir. Opið virka daga kl. 10-18, lau. 12-16. Með ósk um gleðileg jól og farsæld á nýju ári.  G. Blöndal  Þorvaldur Skúlason  Jóhann Briem  Sigurbjörn Jónsson  Valgarður Gunnarsson  Tolli  Guðbjörg Lind  Svavar Guðnason  Jóhannes Jóhannesson  Kjarval  Jón Engilberts  Þiðrik Hansson Leitum eftir myndum á næstu sýningu okkar. Innrömmum allar gerðir myndverka. Gæði og góð þjónusta Ásgrímur Jónsson Júlíana Sveinsdóttir Jón StefánsHafsteinn Austmann Jólasýning Gosh snyrtivörurnar eru ofnæmisprófaðar og ilmefnalausar, ....og verðið það gerist ekki betra. Gosh gjafapakkningar eru tilvaldar í jólapakkann! Mánudaginn 8. des. Apóketið Iðufelli Þriðjudaginn 9. des. Apótekið Hverafold Miðvikudaginn 10. des. Lyfja Smáratorgi Fimmtudaginn 11. des. Lyfja Lágmúla Föstudaginn 12. des. Lyfja Spöng Laugardaginn 13. des. Lyfja Lágmúla R A F T Æ K J A V E R S L U N HEKLUHÚSINU • LAUGAVEGI 172 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 590 5090 Brauðrist Verð 4.990,-kr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.