Morgunblaðið - 07.12.2003, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 31
stækkuð og breytingar gerðar á út-
byggingu til suðurs. Árið 1940 var
eldhúsálma stækkuð með lítilli við-
byggingu og herbergi sameinuð.
Með heimastjórn varð vakning í
verklegum framkvæmdum hér á
landi. Fyrstu menntuðu verkfræðing-
arnir og húsameistararnir voru að
koma heim frá námi um þetta leyti en
áður hafði hönnun og eftirlit með
byggingum verið í höndum danskra
fagmanna. Árið 1906 var Rögnvaldur
Á. Ólafsson (1874–1917) ráðinn ráðu-
nautur landstjórnarinnar um húsa-
gerð. Hann stundaði nám í húsagerð-
arlist við Det Tekniske Selskabs
Skole í Kaupmannahöfn um þriggja
ára skeið en lauk ekki prófi vegna
berklaveiki. Með náminu vann hann
hjá kunnum húsameistara, prófessor
Fenger. Rögnvaldur fluttist heim árið
1904 og hóf fyrstur manna að starfa
sem arkitekt í Reykjavík. Verkefni
hans fyrir ríkið voru einkum á sviði
kirkjubygginga, skóla og sjúkrahúsa
en auk þess vann hann að verkefnum
fyrir einkaaðila. Vitað er um á annan
tug húsa sem Rögnvaldur teiknaði í
Reykjavík og nokkur að auki sem lík-
legt er að hann hafi teiknað þó skjal-
festar heimildir skorti. Hvergi er á
einum stað hægt að sjá fleiri dæmi um
verk frumherjans í stétt íslenskra
arkitekta en við Tjörnina í Reykjavík.
Heilleg varðveisla
Flest timburhúsanna við Tjörnina
falla undir það stílbrigði sem nefnist
„bárujárnssveitser“.
Timburhúsabyggðin við Tjörnina
er sérstök fyrir það að hafa varðveist
sem heild og nánast því í uppruna-
legri mynd sinni. Aðeins fáein hús
hafa vikið: samkomuhúsið Báran og
Tjarnargata 11, sem stóðu þar sem nú
er ráðhús Reykjavíkur, og íshúsið Ís-
björninn, vegleg, tvílyft timburbygg-
ing sem Thor Jensen reisti árið 1905
við suðvesturhorn Tjarnarinnar. Á 5.,
6. og 7. áratug 20. aldar voru gerðar
ýmsar tillögur að endurskipulagi mið-
bæjarins þar sem ráð var fyrir gert að
timburhúsin við Tjörnina yrðu öll rif-
in og í þeirra stað reist stórhýsi úr
steinsteypu. Aldrei kom til þess að
þau áform næðu fram og er gamla
byggðin við Tjörnina nú talin eitt
helsta djásnið í byggingarlist Reykja-
víkur. Húsaröðin undir brekkunni við
Tjarnargötu, frá nr. 18 til nr. 32, var
friðuð sem samstæð heild árið 1991 en
áður höfðu þrjú hús í eigu Reykjavík-
urborgar, nr. 20, 33 og 35 verið friðuð
að frumkvæði borgaryfirvalda árið
1978.
Tjarnargata 33, seinna hús Hannesar Hafstein, eftir Rögnvald Á. Ólafsson
arkitekt, reist 1909.
Stigi og forstofa í ráðherrabústaðnum árið 2003.
Af norskum rótum – Gömul timburhús
á Íslandi kemur út hjá Máli og menn-
ingu. Ritnefnd skipuðu Hjörleifur Stef-
ánsson, Kjell H. Halvorsen og Magnús
Skúlason, en höfundar kaflanna eru 15
talsins. Bókin er 286 bls. að lengd og
prýdd fjölda mynda.
…augnablik til eilífðar
Tákn um gæði
OMEGA - Swissnesk framleiðsla frá 1848
Cindy
Crawford velur
KRINGLAN/LEIFSSTÖÐ
SÍMI 588 7230
w w w . l e o n a r d . i s