Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 43

Morgunblaðið - 07.12.2003, Page 43
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 43 ✝ Petrína MargrétMagnúsdóttir fæddist í Reykjavík 20. maí 1921. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut hinn 21. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Magnús Péturs- son, verkamaður í Reykjavík, ættaður frá Miðdal í Kjós, f. 14.9. 1891, d. 9.1. 1981, og eiginkona hans Pálína Þor- finnsdóttir, verka- kona í Reykjavík, ættuð frá Hurð- arbaki í Kjós, f. 18.4. 1890, d. 19.7. 1977. Albróðir Petrínu var Sigur- oddur Magnússon rafverktaki, f. 27.8. 1918, d. 29.10. 2003, hann átti eina dóttur og fjóra syni með eig- 12. 1917, d. 10. 6. 1996. Bogi lauk prófi frá stýrimannaskólanum á Ísafirði 1942. Hann var stýrimaður á ýmsum skipum til 1947 en þá gerðist hann verkstjóri hjá Eim- skipafélagi Íslands. Hann vann samfellt hjá Eimskip til 1975 en gerðist þá verkstjóri hjá Íslensk- um aðalverktökum á Keflavíkur- flugvelli til 1985 er hann varð verkstjóri fyrir Aðalverktaka við Höfðabakka til ársins 1990. For- eldrar hans voru Guðmundur Þor- varðarson skútuskipstjóri á Hellis- sandi, f. 12.1. 1880, d. 11. . 1952, og eiginkona hans Sigríður Bogadótt- ir Gunnlaugsson frá Flatey, f. 7.7. 1886, d. 6. 9. 1961. Petrína og Bogi eignuðust eina dóttur, Sigríði, f. 23.11. 1943. Eiginmaður hennar var Foster A. Hockett. Börn þeirra eru: 1) Þór Hockett, f. 9.8. 1963. 2) Pétur Bogi Hockett, f. 19.12. 1966. 3) Stephanie Sunna Hockett, f. 2.10. 1970. 4) Allan Örn Hockett, f. 3.7. 1973. Útför Petrínu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu frá Fríkirkj- unni í Reykjavík 2. desember. inkonu sinni Fanneyju Einarsdóttur Long, kjólameistara, f. 4.7. 1922, d. 13.11. 2002. Petrína átti tvær hálf- systur, Úlfhildi Þor- finnsdóttur, f. 14.3. 1911, d. 16.12. 1971 en hún átti tvo syni, og Sólveigu S. Þorfinns- dóttur, f. 21.9. 1912, d. 15.4. 1974. Hún átti tvo syni og tvær dætur og var gift Kristni Jónssyni, f. 30.5. 1909, d. 16.6. 1994, frá Gunnlaugsstöðum í Borgarfirði. Petrína og Sigurodd- ur ólust upp hjá foreldrum, lengst af á Urðarstíg 10 í Reykjavík. Hinn 18. desember 1943 giftist Petrína Boga Ingjaldi Guðmunds- syni, f. á Sjólyst á Hellissandi 18. Hinn 21. nóvember sl. lést föður- systir mín og vinkona Petrína Mar- grét Magnúsdóttir 82 ára, eftir stutta legu á Landspítala - Háskólasjúkra- húsi við Hringbraut. Faðir minn og albróðir hennar, Siguroddur Magnús- son, lá á sama sjúkrahúsi á sama tíma en hann lést þar einnig hinn 29. októ- ber sl. Hún var í farsælu hjónabandi með eiginmanni sínum, Boga Ingjaldi Guðmundssyni, í 53 ár en hann lést hinn 10. júní 1996. Petrína eða Peta eins og hún var alltaf kölluð innan fjölskyldunnar fæddist og ólst upp í Reykjavík, lengst af á Urðarstíg 10. Eftir barnaskólanám var hún að mestu sjálfmenntuð fyrir utan ýmis námskeið. Þegar hún var 22 ára gift- ist hún Boga og á sama ári fæddist augasteinn þeirra hjóna, dóttirin Sig- ríður Bogadóttir. Peta vann ekki fasta vinnu utan heimilis en tók að sér margs konar tímabundin störf því hún var vinnusöm og hörkudugleg. Í kringum miðja síðustu öld þegar erf- itt var um vinnu bakaði hún og seldi í bakarí. Síðan tóku við mörg ár af saumaskap fyrir aðra. Hún varð þekkt fyrir fallegt handbragð og vandvirkni. Það var alveg sama hvað hún tók sér fyrir hendur, allt lék í höndunum á henni. Það sem ein- kenndi hennar störf var hve hratt og örugglega hún hreyfði sig við það sem hún var að gera hverju sinni. Seinna þegar fór að hægjast um hjá henni keypti hún sér lítið orgel og lærði að spila ýmis lög sem hún spil- aði ljómandi vel. Þá tók hún til við leirmunagerð og renndi blómavasa, tekatla og fleiri muni sem hún skreytti mjög fagurlega. Fyrir nokkr- um árum lærði hún að mála með vatns- og olíulitum og eftir hana liggja nokkur mjög falleg málverk sem hanga uppi á vegg hér og þar innan fjölskyldunnar. Þá eru ótalin veggteppi og haganlega gerðir dúkar sem hún greip í að handsauma þegar næði gafst í gegnum tíðina. Fyrst þegar ég man eftir mér bjuggu þau Peta og Bogi á Nesveg 78 í einu af sænsku húsunum við Nes- veginn. Þau steyptu kjallara undir timburhúsið þannig að þetta var ágætis hús. Síðar bjuggu þau á Leifs- götu, Melhaga og í mörg ár á Laug- arásvegi 26. Alls staðar sem þau bjuggu, nema á Leifsgötu, byggðu þau sjálf, frá fokheldu, af atorku, smekkvísi og mikilli vinnugleði. Einn- ig byggðu þau sumarbústað í Gríms- nesi og undu þar mörgum stundum meðan heilsan var ennþá í góðu lagi. Þó sumum hafi þótt Peta hrjúf á yf- irborðinu var hún trygglynd, ljúf og góð og átti marga vini. Hún var höfð- ingi heim að sækja og þótti mjög gaman að skemmta sér í góðra vina hópi. Hún hafði ákveðnar skoðanir á þjóðfélagsmálum og fylgdi ávallt jafn- aðarstefnunni. Hlátur hennar var ein- staklega innilegur og hún gat hrifið fólk með sér ef eitthvað fyndið átti sér stað. Ég minnist ótal jólaboða sem Peta annaðist fyrir ömmu og afa á Urðarstíg 10. Þar var Peta liðtæk í að syngja ættjarðarsöngva og jólasálma. Einnig var Peta oft með stórfjöl- skylduveislur heima hjá sér þar sem veitt var af rausn í mat og drykk. Nú þegar Peta er látin eru allir úr elstu kynslóð okkar fjölskyldu látnir og hvíla saman í friði á æðri brautum almættisins. Þetta fólk var gott fólk og við sem eftir lifum eigum aðeins góðar minningar um Pálínu ömmu, Magnús afa og alla þeirra afkomend- ur. Elsku Sigga og börn, nú er Peta dáin og ég veit að hjá ykkur eru erf- iðar stundir um hríð. Það er erfitt að missa akkeri lífsins og andlát eins og hennar kemur alltaf á óvart þó að við vitum að þetta er lífsins gangur. Við Rúna og börnin okkar sendum ykkur hlýjar samúðarkveðjur og biðjum þess að guð veri með ykkur. Magnús Siguroddsson. PETRÍNA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR ✝ Magnea Einars-dóttir, yfirleitt kennd við Klöpp í Sandgerði, fæddist í Fagurhlíð í Sand- gerði 4. nóvember 1932. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 26. nóvember síðastlið- inn eftir stutta sjúk- dómslegu. Magnea var dóttir hjónanna Ólínu Jónsdóttur frá Skrapatungu í Lax- árdal í A-Húnavatns- sýslu, f. 24.9. 1899, d. 27.12. 1980, og Einars Helga Magn- ússonar frá Veghúsum í Miðnes- hreppi, f. 8.2. 1902, d. 27.10. 1985. Systkini Magneu voru Friðrik Sig- urðsson (látinn) vélstjóri og sjó- maður, Sandgerði, kvæntur Jó- hönnu Guðmundsdóttur (látin); Ingibjörg, húsmóðir, Reykjavík, stjóri, f. 15.4. 1967, Kelduhverfi, eiginkona Sigurfljóð Sveinbjörns- dóttir, skólaliði, frá Mýrarkoti á Tjörnesi. Þeirra börn eru Magnea Dröfn, Friðbjörn Bragi og Unnar Þór. 3) Helga Þyri, verslunarmað- ur, f. 4.8. 1967, Akureyri, eigin- maður Þórður Helgason, verslun- armaður, frá Grænavatni í Mývatnssveit. Þeirra börn eru Bjarki, Freyr, Sólveig María og Ari. Eftir að Magnea yfirgaf föður- hús vann hún ýmis störf í Sand- gerði og Reykjavík. Þau hjónin stofnuðu heimili á Túngötu 4 í Sandgerði og bjuggu þar lengst af og starfaði hún sem heimavinnandi húsmóðir og fiskverkakona í Sand- gerði. Hún sat um skeið í stjórn Verkalýðs- og sjómannafélags Mið- neshrepps. Árið 1985 fluttu þau að Garði í Kelduhverfi. Heimili þeirra þar nefndist Heiðarbrún. Störfuðu þau aðallega við loðdýrarækt sem og veitinga- og hótelrekstur í Skúlagarði þar til fyrir nokkrum árum að þau settust í helgan stein. Útför Magneu fór fram í kyrrþey frá Garðskirkju í Kelduhverfi des- ember. gift Kjartani Helga- syni kennara og versl- unarmanni; Ari (lát- inn) húsgagnasmiður, Klöpp, Sandgerði, kvæntur Erlu Thor- arensen húsmóður; Jón Karl, skipstjóri og hafnarvörður, Sand- gerði, kvæntur Grétu Fredriksen húsmóður. Hinn 3. janúar 1953 gekk Magnea að eiga Braga Sigurðsson sjó- mann og vélstjóra, f. 25. nóv. 1921, frá Ráðagerði á Seltjarn- arnesi. Þau Magnea og Bragi eign- uðust þrjú börn. Þau eru: 1) Þor- björg, kennari, f. 23. apríl 1954, Sandgerði, eiginmaður Jón Sig- urðsson lengst af bóndi í Garði í Kelduhverfi. Þeirra börn eru Brynja Dögg, Bragi, Sigurður og Sandra Rún. 2) Hlynur, bifreiða- Það er margs að minnast þegar hug- urinn reikar um farinn veg. Ekki óraði mig fyrir því að við ættum ekki eftir að heimsækja mömmu aftur í Keldu- hverfið þegar við vorum þar í haust, en eftir talsverð veikindi og stutta sjúkra- húslegu var hún farin frá okkur. En svona er nú krabbameinið. Það fer ekki í manngreinarálit. Þegar ég var barn var pabbi sjómað- ur. Þá hlustaði mamma alltaf á veðrið síðan hlustuðum við saman á bátana og biðum þess að pabbi kæmi heim. Mamma kunni mikið af vísum og kunn- um við systkinin heilu bækurnar utan að svo mikið var nú sungið fyrir okkur, en mest gaman þótti mér að þulunum sem hún lék þegar hún las. Nóvember og desember voru mán- uðir mömmu. Henni fannst svo gaman að undirbúa jólin. Þá var þrifið, bakað, föndrað, búin til jólakort, jólaskraut, jólagjafir og saumuð jólafötin á okkur öll systkinin. Allt var búið til heima, hún meira að segja tileinkaði sér laufa- brauðið eftir að hún flutti norður fyrir 18 árum. Þá var nú gaman að fara með henni að salta síld. Þá fékk ég að raða í hringinn efst í tunnunni og jafnvel kalla tunna og var þá ekkert smárogg- in þegar peningurinn datt niður í stíg- vélið. Hún var talin vera mjög snögg í allri vinnu sem hún tók sér fyrir hend- ur. Mamma var alveg frábær kokkur, og ef átti að halda veislu eða bara fá einhverja uppskrift var alltaf hringt í hana sem hafði óþrjótandi hugmyndir og alltaf var hún tilbúin að prófa eitt- hvað nýtt. Mamma var mjög heima- kær og ekki mikið fyrir það að húsvitja. Heldur var hún heima og sinnti heimili og fjölskyldu eins og þau væru á sjö stjörnu hóteli. Þegar pabbi og mamma byrjuðu að búa byggðu þau sér hús á Túngötunni í Sandgerði. Þar bjuggu þau í yfir 30 ár. Pabbi sem sjómaður og síðar vélstjóri í landi en mamma í fiskverkun ýmiss konar. Þegar ég flutti norður í Keldu- hverfið voru þau farin að koma fimm sinnum á ári í heimsókn. Þá rifu þau sig upp með rótum og fluttu norður á eftir mér því systkini mín voru alveg sátt við hugmyndina. Þarna leið þeim mjög vel og bjuggum við á sömu torf- unni í fimmtán ár. Þetta var yndislegur tími sem geymdur er en ekki gleymd- ur. Söknuðurinn er sár, en þá huggar maður sig við að hún þurfi ekki að þjást lengur. Elsku pabbi, Hlynur og Helga Þyri, megi góður Guð styrkja ykkur og hugga í sorg ykkar. Þorbjörg. Það var fyrstu helgina í júlí sl. sem ég ákvað að drífa mig frá vel heppnuðu Pollamóti á Akureyri og hitta Möggu og Braga að Heiðarbrún í Kelduhverfi, aðallega til að fá þau til að tala inn á spólu um afa og ömmu í Klöpp. Ekki grunaði okkur að það yrði síðasta skiptið sem ég næði almennilegu sam- bandi við hana. Enda kom það flatt upp á alla fyrir örfáum vikum að hún væri orðin svo veik sem raun var. Stuttu síð- ar kom svo áfallið: Magga var látin. Þessi dugnaðarforkur og kjarnakona varð að lúta í lægra haldi fyrir óvægum sjúkdómi sem hefur vafalaust verið að grafa um sig í langan tíma. Magga var 16 ára þegar ég kom tveggja mánaða gamall inn á heimili afa og ömmu að Klöpp í Sandgerði þar sem hún og Kalli voru fyrir, þá tán- ingar. Hún var ávallt drífandi og dugleg. Þau eru ófá barnaafmælin þar sem hún dreif okkur krakkana út í kýló eða fall- in spýtan, stjórnaði og tók þátt í leikj- unum af fítonskrafti og innlifun. Hún var mér eins og eldri systir eða móðir, allt eftir tilefninu. Heimili þeirra Braga var mér ætíð opið enda var oft komið þar við og úðað í sig heimabök- uðum góðgjörðum meðan skeggrætt var um heima og geima eða gantast með hitt og þetta. Margar voru líka ferðirnar sem ég fór með þeim hjónunum og Þorbjörgu vítt og breitt um landið og þá var ekki verið að eltast við sjoppur, sælgæti og súkkulaði því veislukosturinn í fartesk- inu sló öllu slíku við. Það er með innilegu þakklæti sem ég minnist allra gleðistundanna og al- mennilegheita þessara heiðurshjóna sem svo samstiga þræddu lífsins veg þó ólík væru. Ég mun ætíð minnast Möggu frænku fyrir dugnaðinn og ósérhlífnina, ferðirnar og góðgjörðirn- ar. Það er mikill sjónarsviptir að henni. Kæri Bragi, Þorbjörg, Hlynur, Helga Þyri, barnabörn Möggu og aðrir ástvinir: Við Karen sendum ykkur innilegar samúðarkveðjur. Guð styrki ykkur öll og huggi. Einar Valgeir. MAGNEA EINARSDÓTTIR Sími 551 3485 • Fax 551 3645 Áratuga reynsla í umsjón útfara Önnumst alla þætti Davíð Osvaldsson útfararstjóri Sími 896 8284 Eyþór Eðvarðsson útfararstjóri Sími 892 5057 Vaktsími allan sólarhringinn Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA ELÍASDÓTTIR, Eskihlíð 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 9. desember kl. 13.30. Kristinn Halldórsson, Fjóla Björnsdóttir, Jean Noel Lareau, Halldór Kristinsson, Áslaug Kristinsdóttir, Eva Kristinsdóttir, Þórdís Jóhanna Lareau og langömmubörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ ÓLAFÍA EINARSDÓTTIR, Garðvangi, Garði, áður Aðalgötu 5, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðju- daginn 9. desember kl. 14.00. Guðrún Ágústa Lárusdóttir, Marínus Schmitz, Lárus Ólafur Lárusson, Ingibjörg Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Móðir okkar, amma og langamma, AÐALHEIÐUR GÍSLADÓTTIR, Sigtúni 53, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 27. nóvember, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 9. desember kl. 13.30. Anna Heiða Guðrúnardóttir, Brian Jakob Campbell, Jakob Allan Samúelsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.