Morgunblaðið - 07.12.2003, Síða 50

Morgunblaðið - 07.12.2003, Síða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laugarnes og Vædderen koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Salles kemur í dag. Sankuru fer í dag. Fréttir Bókatíðindi 2003. Númer sunnudagsins 7. desember er 065041. Mannamót Félagsstarfið, Hæð- argarði 31 og Furu- gerði 1. Sameiginlegt jólahlaðborð fé- lagsmiðstöðvanna Hæðargarði og Furu- gerði verður föstudag- inn 12. desember. Há- tíðin byrjar kl. 17, veisluhlaðborð og skemmtiatriði, meðal annars Jólaþula og Dísirnar syngja. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi og veislustjóri er Helgi Seljan, miðar seldir í Hæðargarði og Furu- gerði. Aflagrandi 40. Jóla- ferð verður farin mið- vikudaginn 10. desem- ber, jólagrautur snæddur í sveitinni, jólaskreytingar borg- arinnar skoðaðar, jóla- lögin sungin undir harmonikkuleik jóla- sveinsins. Að lokum kaffi og aðventukaka á Aflagranda. Lagt af stað kl.10.30. Skráning í síma 562 2571 og á staðnum. Félgsstarf aldraðra, Garðabæ. Mánudaginn 8. desember verður opnað mínigolf á Garðatogi fyrir framan bókasafnið. Bæjar- stjórinn slær fyrsta höggið. Opnunin verð- ur kl. 14 og keppt verð- ur í mínigolfi og pílu- kasti og boðið upp á kaffi í Garðabergi. Þriðjudaginn 9. desem- ber mun Erling Jó- hannesson, leikari og bæjarlistamaður, lesa upp í Garðabergi kl. 14 á vegum bókasafnsins og félagsstarfs aldr- aðra. Garðakórinn syngur létt jólalög. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt vetrardagskrá í boði hvern virkan dag kl. 9- 16.30. S. 575 7720. Félag kennara á eft- irlaunum. Jólafund- urinn verður í Húna- búð, Skeifunni 11, í dag klukkan 13.30. Á dag- skrá er félagsvist, veislukaffi, ræðumaður Þorsteinn Ólafsson, Ekkókórinn syngur. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM & K, Austurstræti. Kvenfélag Grens- ássóknar, jólafund- urinn verður mánudag- inn 8. desember og hefst kl. 20 með helgi- stund í kirkjunni, síðan gengið til jóladagskrár í safnaðarheimilinu. Kvenfélag Breiðholts. Jólafundurinn verður þirðjudaginn 9. desem- ber og hefst með borð- haldi kl. 19.30, munið jólapakkana. Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Jólahlutavelta og kaffi- sala, opið frá kl. 14-17. SVDK, Hraunprýði. Jólafundurinn verður haldinn í Skútunni þriðjudaginn 9. desem- ber kl. 19. Á dagskrá söngur, Kvennakór Hafnarfjarðar, Flosi Ólafsson og frú verða gestir köldsins og Flosi mun lesa úr bók sinni og árita hana, jóla- happdrætti, jóla- hugvekja. Konur hvattar til að mæta og taka með sér gesti. Árnesingafélagið í Reykjavík Aðalfundur í Seljakirkju mánu- dagskvöldið 8. des. kl. 20. Venjuleg aðalfund- arstörf, kaffiveitingar. Skátamiðstöðin. End- urfundir skáta eru ann- an mánudag í hverjum mánuði. Næsta sam- verustund verður mánudaginn 8. desem- ber kl. 12. Veitingar tengjast jólum, grjóna- grautur og flatbrauð og hangikjöt. Skáta- kórinn kemur og tekur lagið og sr. Þór Hauks- son flytur jóla- hugvekju. Minningarkort Minningarkort Lands- samtaka hjartasjúkl- inga fást á eftirtöldum stöðum á Suðurlandi: Skóverslun Axel Ó. Lárussonar, Vest- mannabraut 23, Vest- mannaeyjum, s. 481 1826, Mosfell sf., Þrúðvangi 6, Hellu, s. 487 5828 Sólveig Ólafs- dóttir, Verslunin Grund, Flúðum, s. 486 6633, Sjúkrahús Suðurlands og Heilsu- gæslustöð, Árvegi, Sel- fossi, s. 482 1300, Verslunin Íris, Aust- urvegi 4, Selfossi, s. 482 1468, Blómabúðin hjá Jóhönnu, Una- bakka 4, 815 Þorláks- höfn, s. 483 3794. Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtak- anna Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfsími 562 5715 Í dag er sunnudagur 7. desem- ber, 341. dagur ársins 2003, Ambrósíumessa. Orð dagsins: Sækist eins og nýfædd börn eftir hinni andlegu, ósviknu mjólk, til þess að þér af henni getið dafnað til hjálpræðis. (1Pt. 2, 2.)     Benedikt Jóhannessonrifjar það upp í tíma- ritinu Vísbendingu að fyrir nokkrum árum not- aði fyrirtækið Bónus kjörorðið: „Gróði en ekki græðgi.“ Svo segir hann: „Af einhverjum ástæðum hefur þeta verið minna notað á undanförnum ár- um en áður og er það miður, því að það lýsir einmitt vel grundvallar- sjónarmiðum frjálsrar samkeppni. Þegar mark- aðir eru opnir, þ.e. að- gangshindranir eru litl- ar, þá gerist það af sjálfu sér að gróði verður hóf- legur. Einhver þarf gróð- inn að vera, annars vill enginn stunda viðskipti.“     Benedikt segir enginönnur lögmál gilda hjá einstaklingum sem þurfi að hafa nægilega mikið fyrir sinn snúð. „Auðvitað vilja menn líka fá meira eftir því sem þeir geta og kunna meira. Samt er það líka svo að hámenntaðir menn og færir á sínu sviði fá ekki há laun og jafnvel enga vinnu. Ein- falt dæmi er samanburð- armálfræðingur sem hef- ur sérhæft sig í fornum, jafnvel útdauðum málum. Þekking hans kann að vera einstök en eft- irspurn eftir slíkum mönnum er svo lítil, að finnist vinna við hæfi er eins víst að hún sé illa launuð. Stráklingar sem hafa rétta kunnáttu í tölvufræðum en litla í öðru hafa hins vegar flennikaup þegar eft- irspurn er mikil.“     Hann segir alla þurfaað hafa nóg. „Það hlýtur líka að gilda um forstjóra og það er auð- velt að skilja það að for- stjórar sem eru í miklum samskiptum við erlenda kollega geti ekki komið fyrir eins og einhverjar betlikerlingar heldur verða þeir að geta sýnt þann stæl sem þeirra samkeppnisumhverfi krefst.“ Síðan telur Benedikt upp það sem hann segir lífsnauðsynjar forstjóra. Miðar á leik í ensku knattspyrnunni nokkrum sinnum á vetri og flugferðir vegna þeirra, að minnsta kosti tvær ferðir á formúlu 1 á hverri vertíð (flugferð og hótel), skemmtisnekkjur á Miðjarðarhafinu og Karíbahafinu, einka- flugvél (afnot nauðsyn, eign æskileg.)     Og áfram heldur upp-talningin: „Ferðir í spilavíti reglulega (til þess að efla kynni við er- lenda kollega, kapp- reiðar, Ólympíuleikar, heimsmeistarakeppni í knattspyrnu (miðar á góðum stað), föt og skór við hæfi. Líkamsrækt til þess að ná af sér kílóun- um sem bætast á við tíða viðskiptalönsa.“ Til þess að lifa þarf forstjórinn því að hafa nokkuð á milli handanna eins og bent er á í enda pistils- ins: „Svona lífsstíl er ekki haldið uppi á nein- um Dagsbrúnartöxtum.“ STAKSTEINAR Lifibrauð forstjóra Víkverji skrifar... Föndurdót er alveg ótrúlega dýrt.Það er alveg sama í hvaða fönd- urbúð er farið, verðið er algjörlega úr öllu samhengi við allt annað. Vík- verji gæti trúað að það væri ódýrara að mála alla íbúðina hjá sér en tré- snjókarlana þrjá sem hann á heima hjá sér og hefur ekki enn tímt að kaupa málningu til að mála. 200 gramma túpur með akrílmálningu kosta t.d. 700 krónur í einni búð sem vinkona Víkverja heimsótti nýverið og þykir það ekki mikið miðað við það sem gengur og gerist. Vinkona Víkverja segist hafa bundið vonir við að föndurloft Garðheima eða fönd- urhorn BYKO og Húsasmiðjunnar yrðu ódýrari en sérverslanir með föndurdót en allt kom fyrir ekki. Lít- il sem engin samkeppni virðist ríkja á þessum markaði. Víkverja finnst það vægast sagt undarlegt. Hann hefur líka heyrt að víða erlendis sé mun ódýrara að kaupa föndurdót og því kom ein kunningjakona Víkverja drekk- hlaðin af föndurdóti frá Bretlandi á dögunum sem kostaði aðeins brot af því sem það hefði kostað hér. En yfir í allt annað. Víkverji hefurlent í vandræðum undanfarið ár eða svo við að finna tískuföt á son sinn sem er nú að verða 11 ára. Stráksi er hár í loftinu og er löngu hættur að passa í föt sem ætluð eru hans aldri. En þá kárnar gamanið. Flott tískuföt fyrir stráka á aldr- inum 10-15 ára hefur reynst þraut- inni þyngri að finna. Það er eins og þetta aldursbil hafi gleymst í flest- um búðum (reyndar virðast flestar barnafataverslanir hafa gleymt strákum yfir höfuð!). Víkverja og syni hans fannst þeir því heldur bet- ur hafa dottið í lukkupottinn þegar þeir uppgötvuðu búðina ExS í Kringlunni. Þar eru „akkúrat“ fötin sem stráksi vill, flottar gallabuxur og meira að segja spariföt sem hann gæti hugsað sér að ganga í! Ekki skemmir frábær þjónusta fyrir en tveir ungir og hressir strákar að- stoðuðu við kaupin og voru mjög skemmtilegir og líflegir og höfðuðu algjörlega til sonar Víkverja sem vill nú hvergi annars staðar kaupa föt. ExS er svöl búð! x x x Víkverji átti leið niður Laugaveg-inn á dögunum og áður en hann vissi af var hann næstum búinn að kaupa allar jólagjafirnar. Á Lauga- veginum er fullt af litlum, sniðugum og skemmtilegum búðum sem selja sumar hverjar svolítið öðruvísi vörur en fást í stóru verslunarmiðstöðv- unum og á góðu verði líka. Víkverji mælir líka með jólastemmningunni sem ríkir á Laugaveginum og er hvergi annars staðar að finna, í það minnsta ekki á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið/Sverrir Margir hafa áhuga á að föndra en föndurdót er ótrúlega dýr mun- aðarvara að mati Víkverja. Jólasería frá 1938 LESANDI hafði samband við Velvakanda vegna pist- ils sem birtist um ending- argóða jólaseríu frá 1957. Sagðist lesandi hafa unnið hjá fyrirtæki sem hafði um- boð fyrir Osram og var að læra þar rafvirkjun. Á Þorláksmessu 1938 sá hann seríu á lagernum sem ekki hafði selst fyrir jólin og spurði hvort hann gæti fengið hana á afborgunum. Hann fékk seríuna en var aldrei rukkaður fyrir hana og á hann þessa seríu – og kassann utan af henni – enn þá, 66 árum síðar, og verð- ur hún sett upp um þessi jól sem önnur. Gott aðgengi og góð þjónusta ÉG vil benda á gott aðgengi fyrir fólk í hjólastólum í Hagkaupum í Kringlunni. Ég nota hjólastól og oft er svo þröngt að keyra á milli afgreiðsluborða í verslun- um. En í Hagkaupum er endakassi þar sem er gott pláss og mjög gott að fara framhjá í hjólastól. Eins vil ég nefna að stúlkan sem afgreiddi mig var mjög liðleg og setti allt í pokann fyrir mig. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir. Góð ferð á góðu verði FERÐAMENN sem ætla að skreppa til Kanarí ættu að skoða ferðir á netinu hjá www.sumarferdun.is. Ég fór í ferð á þeirra veg- um og hún var mjög góð og á góðu verði og frábært hótel sem ég var á. Far- astjórarnir fá líka hrós fyr- ir góða framistöðu. G.I.K. Tapað/fundið Geisladiskamappa glataðist GEISLADISKAMAPPA með fjölmörgum diskum gleymdist í íþróttahúsinu við Austurberg í Breiðholti um seinustu helgi. Þegar eigandi möppunnar ætlaði að ná í hana daginn eftir var hún hvergi finnanleg. Þessarar möppu er mjög sárt saknað og sá sem hef- ur upplýsingar um hvar hana er að finna er beðinn að hafa samband í síma 697 7565. Lyklafjarstýring týndist FJARSTÝRING af bíl, brún, ílöng, leðurklædd og á henni stendur gamma, datt af lyklakippu, líklega á planinu hjá Br. Ormsson, Lágmúla, eða við flug- björgunarsveitarhúsið við Flugvallarveginn fyrir ca 2 vikum. Ef einhver hefur fundið hana þá vinsamlega hringið í Ágúst í síma 554 1063 eða 898 1063. Kvengleraugu týndust BRÚN kvengleraugu týnd- ust miðvikudaginn 26. nóv- ember sl., líklega við bens- ínstöð í Árbænum. Skilvís finnandi hafi samband í síma 899 7598. Eyrnalokkur í óskilum Gulleyrnalokkur fannst í Kjörgarði við Laugaveg sl. mánudag. Upplýsingar í síma 552 2576 eða 698 9273. Dýrahald Yndislega læðu vantar heimili 2 ára steingráa læðu vantar heimili vegna barnseignar eiganda. Eyrnamerkt, geld, ormahreinsuð og bólusett. Kassi, karfa og klóruprik fylgja. Upplýs- ingar gefur Siggi í síma 862 8016. Sjá einnig http:// toy.dimon.is/arri/ VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti LÁRÉTT 1 gista, 4 teyga, 7 siða, 8 reipi, 9 stormur, 11 beð í garði, 13 þvingar, 14 halda sér vel, 15 málmur, 17 mynni, 20 ýlfur, 22 seinkar, 23 gera gramt í geði, 24 kremja, 25 hani. LÓÐRÉTT 1 brúkar, 2 hnappur, 3 mjög, 4 þakklæti, 5 bölið, 6 tossar, 10 eldstæði, 12 álít, 13 knæpa, 15 erum færir um, 16 hrósar, 18 bölva, 19 klettur, 20 kæpa, 21 mökk. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 baneitrað, 8 afboð, 9 tætti, 10 ill, 11 siður, 12 annað, 15 flagg, 18 hrátt, 21 jór, 22 sadda, 23 ölinu, 24 æðilangur. Lóðrétt: 2 amboð, 3 eyðir, 4 titla, 5 aftan, 6 haus, 7 eirð, 12 ugg, 14 nær, 15 foss, 16 andað, 17 gjall, 18 hrönn, 19 álinu, 20 taug. Krossgáta 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.