Morgunblaðið - 07.12.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 07.12.2003, Qupperneq 53
AUÐLESIÐ EFNI MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 53 MÖRG þúsund snjótittlingar voru um daginn við kartöflugarða á Suðurlandi. Bændurnir á bæjunum þar sem garðarnir eru hafa aldrei séð annað eins. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segist aldrei hafa séð annað eins heldur. Snjótittlingar eru oft margir saman í hóp en þarna voru þeir um 5.000. „Fuglarnir hafa greinilega nóg að éta en þeir koma sér eitthvað annað þegar þeir eru búnir með þennan kornakur,“ sagði Jóhann Óli. Ljósmynd/Jóhann Óli HilmarssonFrá Helgastöðum á Skeiðum. Fimm þúsund snjótittlingar Fatlaðir mæta vel í vinnuna FATLAÐIR eru sjaldnar veikir en aðrir og mæta betur til vinnu. Fatlaðir hafa oft langa starfsreynslu hjá sama fyrirtæki. Þeir eru tryggir vinnuveitendum sínum. Um þetta var talað á þingi um mál fatlaðra í liðinni viku. „Fatlaðir eru duglegir, samviskusamir og ánægðir með sinn vinnustað,“ sagði Rannveig Tryggvadóttir sem hefur rannsakað vinnustaði fatlaðra. Að veita fötluðu fólki vinnu er liður í velgengni fyrirtækis og að skapa jákvæða ímynd og umfjöllun, sagði Rannveig. Finnur Geirsson, forstjóri Nóa-Síríusar, sagði að nokkrir fatlaðir einstaklingar hefðu starfað lengi í fyrirtækinu og að reynslan hefði verið góð. Finnur sagði að sem betur fer væru engir tveir menn eins því að fjölbreytnin væri góð. Á þinginu var talað um að það yrði að eyða fordómum. Nú er Evrópuár fatlaðra og er markmiðið að skapa „eitt samfélag fyrir alla“. Netfang: auefni@mbl.is SPRENGING varð í járnbrautarlest í suðurhluta Rússlands í gærmorgun. Talið er að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Að minnsta kosti 40 manns fórust í árásinni. Um 150 særðust. Sprengingin varð um kl. fimm að íslenskum tíma. Sprengingin var mjög öflug. Einn járnbrautarvagnanna tættist í sundur. Lestin sprakk í loft upp í hjá bænum Míneralnje Vodí. Hann er í Stavropol-héraði við landamæri Tétsníu. ITAR-TASS-fréttastofan hafði eftir innanríkisráðherra Rússlands að um sjálfsmorðsárás hafi verið að ræða. Kona hefði borið sprengjuna og fórnað lífi sínu í árásinni. Tétsneskir skæruliðar eru taldir bera ábyrgð á nokkrum hryðjuverkum þarna. Tvær sprengingar urðu fyrir tveimur mánuðum á sama járnbrautarspori. Þá fórust 4 og 32 slösuðust. Skæruliðar berjast fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis í Tétsníu. Tétsnía tilheyrir nú Rússlandi. Fjöldamorð í Rússlandi„ÞETTA var hreint út sagt æðisleg tilfinning og algjör draumur að rætast hjá mér,“ sagði Ólafur Ingi Skúlason, 20 ára landsliðsmaður í knattspyrnu, eftir að hann fékk fyrsta tækifæri sitt með aðalliði Arsenal – þegar liðið burstaði Wolves, 5:1, í fjórðu umferð deildabikarkeppninnar fyrir framan 29 þúsund áhorfendur á Highbury, heimavelli Arsenal, á þriðjudagskvöld. Ólafur Ingi kom inn á á 55. mínútu í stöðu hægri bakvarðar og hann kom við sögu í öðru marki liðsins. Hann átti góða sendingu á Sylvain Wiltord upp í hægra hornið og eftir fyrirgjöf Wiltords skoraði Kanu af stuttu færi. „Það kom mér á óvart þegar ég var beðinn um að gera mig kláran. Ég var rétt byrjaður að skokka þegar kallið kom þar sem Justin Hoyte meiddist. Ég hafði því engan tíma til að gera mig kláran andlega. Ég var taugaóstyrkur fyrstu fimm mínúturnar eða svo en þegar ég náði að vinna fyrstu tæklinguna náði ég að hrista af mér stressið og ég var bara mjög sáttur við mína frammistöðu,“ sagði Ólafur Ingi, en heilræðið sem hann fékk frá Arsene Wenger, knattspyrnustjóra Arsenal, er hann fór inná var að hann ætti fyrst og fremst að einbeita sér og fara sér að engu óðslega. Þegar Ólafur Ingi var spurður hvernig hafi verið að leika með stórstjörnum eins og Patrick Vieira, Sylvain Wiltord og Kanu, sagði hann: „Það var alveg frábært. Ég var með Wiltord fyrir framan mig sem var mjög gott og Vieira var eins og kóngur á miðjunni. Þeir hjálpuðu okkur yngri leikmönnum og Vieira stappaði í mig stálinu þegar ég kom inn á. Hann sagði mér að slaka á og njóta þess að vera kominn inn á sem ég og gerði en stemningin á Highbury var frábær að vanda. Það er gaman að geta sagt að ég hafi spilað með mönnum eins og Vieira og Wiltord.“ Ólafur Ingi lék með Arsenal Arsenal FC/Stuart MacFarlane Ólafur Ingi Skúlason á ferð- inni með knöttinn með aðal- liði Arsenal. ÍSLENSKU - tónlistarverðlaunin verða afhent á næsta ári í janúar. En fyrst þarf að tilnefna þá sem koma til greina. Það var gert á fimmtudaginn í Borgarleikhúsinu. Þá voru lesin upp nöfn þeirra sem koma til greina. Verðlaun verða veitt fyrir klassík, popp og djass. Í klassík fékk Kammersveit Reykjavíkur flestar tilnefningar eða þrjár. Í poppi fékk rokkhljómsveitin Mínus fjórar tilnefningar. Söngvarinn í hljómsveitinni fékk líka tilnefningu sem besti söngvarinn. Hann er kallaður Krummi og er sonur söngvarans Björgvins Halldórssonar. Það er gaman að Björgvin var líka tilnefndur sem besti söngvarinn. Plata Mínus kemur til greina sem besta plata ársins 2003. Í djassi fékk Hilmar Jensson flestar tilnefningar, þrjár. Ljósmynd/Börkur Sigþórsson Grallararnir í Mínus. Krummi er í miðjunni. Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Mínus fékk flestar til- nefningar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.