Morgunblaðið - 07.12.2003, Qupperneq 55
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 55
Dreifing. Hönnun og umbrot • S. 577 1888
Fæst í næstu bókabú›
Jólin í boltanum
Vegna mikillar aðsóknar í fyrra, pantið borð tímanlega! Síminn er 568 0878 • www.kringlukrain.is
23. desember Verð aðeins kr.2.490
Skötuveisla og fiskihlaðborð
Þorláksmessuskatan
Sterk kæst skata
Lítið kæst skata
Kæst tindabikkja
Kæstur hákarl
Saltfiskur
Sigin ýsa
Ný soðin ýsa
Djúpsteikt ýsa
Pönnusteikt rauðspretta
Soðinn lax
Fiskibollur
Plokkfiskur
Hnoðmör og hamsatólg
Brætt smjör
Gulrætur og rófur
Soðnar kartöflur
Rúgbrauð og smjör
Nýbakað brauð
Fyrir þremur áratugum eðasvo var ekki hlaupið að því aðkomast yfir bandarískanblús og þjóðlagatónlist, en
nóg í boði af proggi, poppi og ámóta.
Vestur í bæ var aftur á móti bóka-
safn í tengslum við bandarísku
menningarstofnunina og á því safni
var hægt að fá lánaðar plötur. Þar
innan um var hægt að finna sitthvað
merkilegt, gamlan blús, þjóðlaga-
popp og þjóðlega tónlist almennt, en
skemmtilegustu plöturnar voru
margar frá sama fyrirtækinu,
Folkways. Síðar komst ég í samband
við eiganda þess fyrirtækis, Moses
Asch, skrifaðist á við hann um tíma,
og keypti frá honum kassettur með
Folkways-tónlist, enda var það
ódýrara en að kaupa plötur. Moses
Asch er löngu dauður, lést 1986
skömmu fyrir 81. afmælisdaginn
sinn, en framlag hans til bandarískr-
ar tónlistarsögu verður æ merki-
legra eftir því sem árin líða.
Í bluegrass-æðinu mikla sem gekk
yfir heimsbyggðina í kjölfar kvik-
myndarinnar ágætu O Brother
Where Art Thou, kviknaði líka áhugi
fyrir þjóðlegri tónlist almennt, hvort
sem það var sveitablús frá Miss-
issippi eða sveitasöngvar frá Appa-
lachian-fjöllum. Í þeirri vakningu
sóttu menn oftar en ekki í upp-
tökusafn Folkways-útgáfu Moses
Asch sem er nú í eigu og umsjá
Smithsonian stofnunarinnar banda-
rísku, en þar er að finna eitt mesta
og merkasta safn af þjóðlegri tónlist
sem um getur.
Byrjað á jaðrinum
Moses „Moe“ Asch var pólskur
gyðingur, fæddur í Varsjá í byrjun
desember 1905 og fluttist til New
York með foreldrum sínum barn-
ungur að aldri. Hann sneri aftur til
Evrópu um tíma, lærði útvarps-
virkjun í Þýskalandi, en sneri svo
aftur heim til Bandaríkjanna um
miðjan þriðja áratuginn. Hann vann
við útvarpsstöðvar en tók síðan að
sér upptökustjórn á útvarpsþáttum
og í framhaldi af því að hljóðrita tón-
list, ræður og upplestra fyrir ýmis
plötufyrirtæki. Hann sérhæfði sig í
að taka upp það sem stórfyrirtækin
höfðu ekki áhuga á, tónlist ýmissa
menningarkima, messur og þjóð-
lagasöng.
Á fjórða áratugnum varð til þjóð-
lagasöngvahefð á austurströnd
Bandaríkjanna. Eitt af einkennum
hennar var vinstrimennska. Kemur
kannski ekki á óvart að stórfyrir-
tæki voru ekki ýkja spennt fyrir því
að hljóðrita söngva þar sem hvatt
var til þess að þau yrðu þjóðnýtt eða
lögð niður og því leituðu tónlist-
armenn til smáfyrirtækja og ein-
staklinga þar á meðal Moses Asch.
Í upphafi fimmta áratugarins
hafði Asch komið sér upp hljóðveri
og lagði höfuðáherslu á cantor-
söngva og aðra trúarlega tónlist
gyðinga. Hann var þó til í að taka
upp alla tónlist sem eitthvað var
spunnið í á annað borð og þangað
kom Huddie William Ledbetter, sem
þekktur er sem Leadbelly að taka
upp og í kjölfar hans fleiri þjóðlaga-
tónlistarmenn, djassarar og blús-
söngvarar, Mary Lou Williams,
Sonny Terry, Woody Guthrie, Josh
White og Pete Seeger. Hann gerði
meira en að taka upp, hann gaf líka
út, fyrst á útgáfu sem hann kallaði
Disc og síðan á Folkways-merkinu
frá seinni hluta fimmta áratugarins.
2.100 plötur
Moses Asch var ótrúlega drífandi
maður og áhugasamur um það sem
hann tók sér fyrir hendur eins og
sannaðast á því gríðarlega magni
sem hann hljóðritaði af tónlist og gaf
út næstu áratugina, en einnig gaf
hann út talsvert af tónlist sem hon-
um barst utan úr heimi, barna-
tónlist, þjóðlega tónlist víða að og
svo má telja. Alls gaf hann út um
2.100 plötur á Folkways-merkinu frá
1948 þar til hann lést, en eitt af sér-
kennum hans sem útgefanda var sú
ófrávíkjanlega regla að allar plötur
skyldur vera fáanlegar hjá útgáf-
unni; engin plata hætti að vera fáan-
leg þó fáir eða enginn vildi kaupa, en
hann lét þau orð falla eitt sinn að
hætta að eiga til plötur vegna þess
að fáir vilji kaupa sé eins og hætta að
nota þá bókstafi úr stafrófinu sem
minnst eru notaðir.
Áður er getið tónlistarmanna eins
og Woody Guthrie og Pete Seeger
sem Asch hljóðritaði og gaf út, en
hann gaf einnig út fyrstu lög Bobs
Dylans, sem Dylan hljóðritaði undir
nafninu Blind Boy Grunt, plötu með
Phil Ochs, Dock Boggs, Elizabeth
Cotten, Woody Guthrie, Doc Wat-
son, Dave Van Ronk og ekki má
gleyma fyrstu breiðskífum Lucinda
Williams, Ramblin’ og Happy Wom-
an Blues, sem Folkways gaf út.
Smithson-stofnunin tekur við
Eins og fram kemur í upphafi lést
Asch fyrir rúmum sautján árum, en
áður en hann féll frá var hann búinn
að búa svo um hnútana að Smit-
hsonian-stofnunin bandaríska keypti
af honum útgáfurétt að öllum plöt-
unum og skuldbatt sig til að allar
yrðu alltaf fáanlegar. Það hefur og
gengið eftir því hægt er að fá hvaða
plötu sem er af þeim ríflega 2.000
sem Folkways gaf út, ef ekki sem
eiginlega útgáfu þá sem brennda
diska, CDR. Einnig hefur stofnunin
tekið saman ýmsar safnplötur og
sérútgáfur af Folkways-upptökum
og gert einkar vel og veglega. Þær
plötur eru gefnar út undir heitinu
Smithsonian Folkways og allat
gæðagripir, hvort sem það eru fram-
úrskarandi upptökur með Woodie
Guthrie, safn af fjallatónlist frá Ken-
tucky eða tónlist úgandískra gyð-
inga.
Því er þessi samantekt til orðin að
ég rakst á verslun sem selur plötur
frá Smithsonian Folkways, er
reyndar með umboð fyrir þær út-
gáfur og fleiri til. Rafgrein heitir sú
og er í Álfheimum 6. Opið er á sér-
stökum tímumn, á virkum dögum
milli kl. 16 og 18 og á laugardögum
milli kl. 15 og 17, en vel er þess virði
að kíkja í heimsókn. Mæli sér-
staklega með Woodie Guthrie-
skífunum, sem eru það besta sem
eftir hann liggur, en plötur Lucinda
Williams eru ekkert slor, Mountain
Music of Kentucky, gamla platan
endurbætt og aukin, er mikil snilld-
arskífa og Abayudaya, tónlist gyð-
inga í Úganda, sem er hreint af-
bragð, en sú er hljóðrituð á síðasta
ári, enda heldur Smithsonian-
stofnunin uppi merki Folkways með
miklum sóma.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Mesta og merkasta safnið
Merkasta útgáfa á þjóðlaga- og þjóðlegri tónlist
vestan hafs, og þótt víðar væri leitað, var Folk-
ways-útgáfa Moses Asch. Tónlistin sem hann
hljóðritaði er nú fáanleg hér á landi aftur eftir
langt hlé í útgáfu Smithsonian-stofnunarinnar.
Morgunblaðið/Árni Torfason
Ingi Ingason rekur Rafgrein í Álfheimunum og selur Smith-
sonian-Folkways plötur.
Nokkuð dæmigerðir Folkways-listamenn; af umslagi plöt-
unnar frábæru Mountain Music of Kentucky.