Morgunblaðið - 07.12.2003, Qupperneq 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 300 KR. MEÐ VSK.
Ein gata, eitt hverfi
eða allur bærinn
www.postur.is
Kortleggðu næstu markaðssókn
með Fjölpósti.
LÖGREGLAN á Egilsstöðum stöðvaði tvo
starfsmenn á veghefli og jarðýtu á Fljótsdals-
heiði síðdegis á föstudag og reyndust báðir
mennirnir vera undir áhrifum áfengis.
Lögreglan var á eftirlitsferð um virkjunar-
svæðið þegar hún stöðvaði mennina þar sem
þeir voru við störf á vinnuvélunum í tengslum
við virkjunarframkvæmdirnar á Kárahnjúkum.
Voru þeir færðir til Egilsstaða til blóðsýnatöku
og vegna frekari rannsóknar. Talið er að menn-
irnir hafi verið talsvert undir áhrifum áfengis,
samkvæmt upplýsingum lögreglunnar.
Fljótsdalsheiði
Tveir teknir ölv-
aðir á vinnuvélum
ÞESSI börn höfðu sannarlega unnið fyrir
bíóferð og poppinu í hléinu því þarna voru
á ferðinni tombólubörn Rauða kross Íslands
en þau hafa safnað nærri 400 þúsund krón-
þakklætisvott fyrir aðstoðina og Laug-
arásbíó bauð tombólubörnum á höfuðborg-
arsvæðinu í bíó að sjá myndina Adam og
Evu.
um á árinu. Féð verður notað til að aðstoða
fötluð börn í Afganistan. Um 270 ungir
sjálfboðaliðar, sem söfnuðu peningum á
þessu ári, hafa fengið sent skírteini sem
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tombólubörnum boðið í bíó
KARLMAÐUR um þrítugt réðst á unga
konu sem var á morgunskokki í Laug-
ardalnum á níunda tímanum í gærmorgun.
Maðurinn, sem var vopnaður eggjárni eða
hnífi, reyndi að þröngva konunni inn í runna
en hún snerist til varnar og réð niðurlögum
hans og hljóp hann þá á brott. Lögregla leit-
ar mannsins. Hann var dökkklæddur og með
svarta húfu og er sennilega um þrítugt, skv.
lýsingu hennar.
Greip um háls konunnar
„Ég var á morgunskokki og var búin að
hlaupa í um 40 mínútur þegar ég tók eftir
manni á Sundlaugarveginum,“ sagði konan í
samtali við Morgunblaðið í gær en hún vildi
ekki láta nafns síns getið. ,,Ég tók svo eftir
að þessi sami maður sneri við og hélt í hum-
átt á eftir mér. Þegar ég var komin inn í dal-
inn heyrði ég þunglamalegt hlaup fyrir aftan
mig. Það var greinilegt að þar var ekki
hlaupari á ferð og hafði ég allan varann á. Ég
var sem betur fer í viðbragðsstöðu,“ segir
hún.
Maðurinn réðst á konuna skammt frá
Þróttaraheimilinu í Laugardal. Hún segist
hafa gert þau mistök að hlaupa nálægt runna
við göngustíginn. „Þegar hann var kominn að
mér greip hann um hálsinn á mér aftanfrá og
ætlaði sér að ýta mér inn í runnann. Ég
brást þannig við að ég sneri mér við og
reyndi að fleygja honum. Þá brá honum. Ég
sá að það glitti á eggjárn í hendi hans. Ég
man ekki hvað gerðist fyrr en hann var kom-
inn um tíu metra frá mér og þá kallaði ég á
eftir honum að ég hafi séð til hans.“
Konan er líkamsræktarþjálfari og vel á sig
komin og gat snúið manninn niður.
„Hann hefur ábyggilega séð að ég var orð-
in þreytt því ég hafði hlaupið í um 40 mín-
útur og hann hefur talið að það yrði ekki
mikið mál að ná mér. Hann var ekki vel á sig
kominn. Ég hafði nóg til að taka á móti. Það
var alveg ljóst hvað hann ætlaði sér og hefði
getað gerst þarna en ég var mjög ákveðin og
það bjargaði mér,“ segir hún.
Skokkar oft um Laugardalinn
Konan var að vonum eftir sig eftir þessa
óhugnanlegu lífsreynslu þegar Morgunblaðið
ræddi við hana í gærmorgun. Hún segist
skokka á þessum slóðum þrisvar í viku og
aldrei hafa látið sér til hugar koma að hún
yrði fyrir árás. „Borgin er bara að breytast
og versna,“ segir hún.
Kærði hún árásina til lögreglu og gat gefið
nokkra lýsingu á manninum.
Réðst með eggvopni á unga konu sem var á morgunskokki í Laugardal
„Ég var mjög ákveðin
og það bjargaði mér“
MIKLAR og jákvæðar breytingar hafa orðið á
íslensku samfélagi undanfarin ár að mati Geirs
Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík,
en hann ræðir við Árna Þórarinsson í Tímariti
Morgunblaðsins í dag.
Geir Jón segir neyslu eit-
urlyfja meðal ungs fólks á
götum miðborgarinnar hafa
minnkað til muna auk þess
sem hópamyndun í úthverf-
unum hafi einnig nær horfið.
„Ég er bjartsýnn á, þangað
til annað kemur í ljós, að
þessi breyting hafi ekki að-
eins orðið fyrir aðgerðir okk-
ar heldur eigi sér einnig ræt-
ur inni á heimilunum, í bættum samskiptum
foreldra og barna. Það eru því ýmis ljós í myrkr-
inu,“ segir Geir Jón og bætir við að samstarf
líknarfélaga og stofnana ríkis og borgar hafi
skilað góðum árangri í umönnun þeirra sem
verða undir í samfélaginu.
Geir Jón, sem áður var lögreglumaður í Vest-
mannaeyjum, segir að það hafi verið mikil við-
brigði að hefja störf í Reykjavík árið 1992.
„Fyrstu helgina, sem ég starfaði hér, komu upp
fleiri mál en á heilu ári í Vestmannaeyjum! Og
ég hugsaði með mér: Í hverju er ég lentur!“
Hann segir að þúsundaskarinn í miðborginni
hafi verið hættulegur hópur. „Við fyrstu sýn var
þetta eins og á þjóðhátíð í Eyjum en svo kom
fljótlega í ljós að bragurinn var annar, því miður.
Fylliríið var ískyggilegt og spennan í loftinu.
Mér blöskraði. Það var hrækt á okkur, sparkað í
okkur, flöskum hent í okkur, fyrir utan munn-
söfnuðinn. Menn voru hreinlega í stórhættu
þarna, helgi eftir helgi.“
Jákvæðar
breytingar
á íslensku
samfélagi
Geir Jón Þórisson
Geir Jón Þórisson
yfirlögregluþjónn
VERÐLAGSNEFND búvara hefur tekið sam-
eiginlega ákvörðun um að heildsöluverð á
mjólk og mjólkurafurðum, sem nefndin verð-
leggur, breytist ekki um næstu áramót eins og
til stóð.
Í tilkynningu nefndarinnar segir að verð til
framleiðenda hækki um 2,4% sem sé í fullu
samræmi við hækkun á vísitölu neysluverðs en
að fulltrúar mjólkuriðnaðarins hafi lýst því yf-
ir að ekki komi til verðbreytinga á öðrum
mjólkurvörum að svo stöddu.
Ólafur Friðriksson, formaður nefndarinnar,
segir mjólkuriðnaðinn taka á sig hækkunina til
framleiðenda, hann greiði hækkunina til fram-
leiðanda en að auki muni beingreiðslurnar
hækka.
Kostar mjólkuriðnaðinn 100 milljónir
„Svona gróft má segja að þetta kosti mjólk-
uriðnaðinn um 100 milljónir en auk þess fá
þeir ekki hækkun vegna vinnslukostnaðar þótt
hann hafi vitaskuld hækkað á árinu eins og
annað. Þannig að iðnaðurinn tekur á sig tölu-
verðan kostnað,“ segir Ólafur.
Mjólkurvörur hækka ekki
EGGERT Magnússon, formaður Knatt-
spyrnusambands Íslands, ræddi við Giovanni
Trapattoni, landsliðsþjálfara Ítalíu, í Frank-
furt í Þýskalandi á fimmtudagskvöldið og
bauð honum að koma með landslið sitt til Ís-
lands næsta sumar.
„Þegar ég ræddi við Trappattoni benti ég
honum á að það væri tilvalið tækifæri að leika
æfingaleik við Ísland fyrir Evrópukeppnina
sem verður í Portúgal í júní. Sagði honum að
við lékjum svipaða knattspyrnu og Svíar og
Danir, sem eru með Ítölum í riðli. Trappat-
toni tók ekki illa í boðið og fannst það áhuga-
vert. Við munum hafa samband við ítalska
knattspyrnusambandið á næstu dögum til að
ítreka boðið. Það væri stórkostlegt að fá
landslið Ítalíu í heimsókn til Íslands,“ sagði
Eggert við Morgunblaðið.
Bauð Ítölum til
landsleiks á Íslandi
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦