Morgunblaðið - 10.01.2004, Síða 6

Morgunblaðið - 10.01.2004, Síða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Útsala 50% afsláttur Skólavörðustígur 8 Sími: 552 4499 tsalan er hafin „ÞETTA er frábært framtak og þeir eiga heiður skilinn,“ sagði Magnús Karlsson á meðan hann dældi bensíni á bíl sinn á af- greiðslustöð Atlantsolíu í Kópa- vogi síðdegis í gær. „Það skiptir sköpum að bensínverð lækki,“ bætti hann við. Löng biðröð bíla var við sjálfs- afgreiðslustöðvar Orkunnar og Atlantsolíu í Kópavogi síðdegis í gær. Biðu ökumenn eftir því að geta keypt ódýrt bensín eftir lækkun lítraverðsins um tvær til þrjár krónur í fyrradag í kjölfar þess að Atlantsolía hóf sölu á 95 oktana bensíni. Þar kostar lítrinn nú 92,50 kr. og jöfnuðu ÓB og Esso Express það verð. Hjá Orkunni kostar lítrinn 92,40 kr. en 91,40 kr. við Skemmuveg í Kópavogi - þar sem það er ódýrast á landinu. Hver króna skiptir máli „Okkur munar mikið um þetta. Við tökum bensín á einkabílinn fyrir um 30 þúsund krónur á mán- uði og því skiptir hver króna máli,“ sagði Sigurður Sæmunds- son sem var að fylla bíl sinn hjá Orkunni við Skemmuveg ásamt Súsönnu Jónsdóttur. Sagði hann þennan sparnað safnast fljótt sam- an og það hefði áhrif á hvar þau kaupi bensín. Súsanna sagðist alveg vilja versla við Atlantsolíu en þangað væri langt að fara því þau byggju í Breiðholti. Opni fyrirtækið fleiri afgeiðslustaði muni þau alveg eins beina viðskiptum sínum þangað, sé verðið samkeppnishæft. Magnús hafði beðið nokkuð lengi í röð hjá Atlantsolíu þegar röðin kom að honum að dæla. Sagðist búa í Árbæ en styðja sam- keppnina og af þeim sökum eigi hann viðskipti við Atlantsolíu. „Fólk leggur mikið á sig til að koma hingað,“ sagði hann og benti á röðina fyrir aftan bílinn. „Þeir eru búnir að redda þjóðfélaginu,“ bætti hann við en sagðist alveg geta verslað við aðra lækki þeir verðið enn frekar. Samkeppni skiptir máli Móses Geirmundsson var að ljúka við að setja bensín á sinn bíl hjá Esso Express við Hæðarsmára og sagði aukna samkeppni á bens- ínmarkaði skipta mjög miklu máli. Hann hafi átt leið hjá þessari af- greiðslustöð og séð hvað verðið var lágt þegar hann ákvað að setja bensín á bílinn. „Þetta var greið- færasta leiðin og mér leist ekki á umferðina,“ var svar hans að- spurður hvort hann verslaði við Atlantsolíu. „Atlantsolía á þakkir skildar og ég get vel hugsað mér að versla þar,“ sagði hann. „Ég hugsa ekki mikið út í sam- keppnina,“ sagði Agnes Björg Bergþórsdóttir sem var á sjálfs- afgreiðslustöð ÓB við Bæjarlind. Það var því ekki lækkunin á bens- ínverði sem réð því að hún valdi ÓB heldur venur hún oftast komur sínar á sjálfsafgreiðslustöðvar þegar hún tekur bensín. Hún átti leið fram hjá þessari stöð og það vantaði á tankinn. Þó sé auðvitað gott ef bensínverðið lækki. Þjónustustöðvar lækka verð Olíufélagið Esso tilkynnti svo síðdegis í gær að bensínverð á þjónustustöðvum á höfuðborg- arsvæðinu, Keflavík og Akureyri lækkaði um 7,20 kr. dæli ökumenn sjálfir. Kostar lítrinn þá 93,70 kr. en 92,70 kr. á þjónustustöðinni í Stórahjalla, sem er næst af- greiðslustöð Orkunnar við Skemmuveg. Bæði Olís og Skelj- ungur fylgdu á eftir og lækkuðu verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu einnig í 93,70 krónur. Lækkun Skeljungs nær til afgreiðslustöðva á höfuðborgarsvæðinu, Akranesi, Grindavík og Selfossi, en félagið er ekki með neina bensínstöð í Keflavík. Biðraðir á bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu eftir ódýru bensíni Morgunblaðið/Þorkell Agnes Björg Bergþórsdóttir keypti bensín hjá ÓB. Magnús Skúlason keypti bensín hjá Atlantsolíu. Sigurður Sæmundsson og Súsanna Jónsdóttir keyptu bensín hjá Orkunni. Móses Geirmundsson keypti bensín hjá Esso Express. „Okkur munar mikið um þetta“ Þjónustustöðvarnar lækkuðu einnig sjálfsafgreiðsluverðið HÉRAÐSDÓMUR Reykja- ness dæmdi í gær Ástrala í fimm mánaða fangelsi fyrir brot á lögum um útlendinga með því að hafa smyglað til landsins tveim kínverskum stúlkum sem framvísuðu föls- uðum japönskum vegabréfum í Leifsstöð. Sjálfur framvísaði hann fölsuðu bresku vegabréfi. Gæsluvarðhaldsvist ákærða frá 7. nóvember var dregin frá refsingunni. Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari dæmdi málið. Verjandi ákærða var Sveinn Andri Sveinsson hrl. og sækj- andi Sævar Lýðsson fulltrúi sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli. 5 mánaða fangelsi fyrir smygl á fólki KARLMAÐURINN sem fannst meðvitundarlaus á botni Breiðholtslaugar á miðviku- dagskvöld er enn á gjörgæslu- deild Landspítalans við Hring- braut. Honum er haldið sofandi í öndunarvél og er líðan hans óbreytt frá innlögn. Maðurinn fannst á 180 cm dýpi í lauginni og var strax sett af stað neyðaráætlun hjá starfsfólki laugarinnar sem hóf lífgunartilraunir á meðan beðið var eftir sjúkrabíl. Enn á gjör- gæslu eftir sundlaug- arslys NÍU ára stúlka sem varð fyrir riffilskoti á Hallormsstað síð- astliðinn mánudag er á bata- vegi á legudeild Barnaspítala Hringsins. Hún var útskrifuð af gjörgæsludeild á fimmtudag og segir læknir hennar að bati hennar gangi kraftaverki næst, en hún fékk riffilkúlu í gegnum brjóstholið eftir voðaskot. Lög- reglan á Egilsstöðum rannsak- ar tildrög slyssins. Á batavegi eftir voðaskot TVEIR erlendir karlmenn, annar frá Evrópu og hinn frá Afríku voru dæmdir í 4 mán- aða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær fyrir skjala- fals. Mennirnir voru hand- teknir 19. og 20. desember, annar strax í Leifsstöð með falsað vegabréf og hinn daginn eftir á gistiheimili í Reykjavík. Í fórum þeirra fundust gögn sem bentu til þess að þeir hefðu komið hingað til lands til að stunda fjársvik. Mönnunum var birt ákæra sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli í gær og játuðu sak- argiftir varðandi stofnun ís- lenskrar kennitölu og þriggja bankareikninga og framvísun á fölsuðu vegabréfi. Málið dæmdi Jónas Jó- hannsson héraðsdómari. Verj- endur ákærðu voru Jóhannes Albert Sævarsson hrl. og Sveinn Andri Sveinsson hrl. Sækjandi var Eyjólfur Krist- jánsson sýslumannsfulltrúi. 4 mánaða fangelsi fyrir skjalafals STUTT VERIÐ er að skipta um hreyfil í Boeing 777 breiðþotu bandaríska flugfélagsins United sem lenda varð sl. þriðjudag á Keflavíkurflugvelli vegna hreyfilbilunar. Nokkrir flug- virkjar félagsins voru sendir til lands- ins til að vinna að verkinu sem áætlað er að taki kringum 20 tíma. Vinna þarf að verkinu utan dyra þar sem vélin kemst ekki að í við- haldsstöð Icelandair. Trausti Tómas- son, starfsmaður hjá flugvallarstjóra Keflavíkurflugvallar, upplýsti Morg- unblaðið að þar sem veður væri hag- stætt ætti verkið að ganga vel. Boeing 747 breiðþota frá bandaríska fraktfélaginu Kalitta var væntanleg í gærkvöld með nýjan hreyfil og nauð- synlegan búnað til að skipta um. Áætlað er að þotan haldi héðan að morgni sunnudags. Þormóður Þormóðsson, rannsókn- arstjóri Rannsóknarnefndar flug- slysa, segir málið til meðferðar hjá nefndinni. Hafa fulltrúar RNF haft samband við bandarísku rannsóknar- nefndina. Niðurstaðna sé að vænta á næstunni en tveggja hreyfla vélar sem fljúga á langleiðum yfir sjó lúta sérstökum reglum. Allt er þegar þrennt er Fram hefur komið að flugstjórinn var sá sami og lenda varð sams konar vél á Keflavíkurflugvelli í ágúst vegna bilunar. Þormóður nefndi að þegar hann fékk tilkynningu um atvikið til RNF hafði hann strax samband við bandarísku nefndina og þá varð fyrir svörum sami sérfræðingur á vakt og hafði verið í ágúst-tilvikinu. Í þriðja lagi voru sömu flugvirkjar á vakt hjá Icelandair að þessu sinni og þegar flugvirkjar voru kallaðir til í ágúst. Unnið að hreyfil- skiptum í þotu United

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.