Morgunblaðið - 10.01.2004, Qupperneq 67

Morgunblaðið - 10.01.2004, Qupperneq 67
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JANÚAR 2004 67 DAGBÓK Byrjendanámskeið í kvennaguðfræði hefst þriðjudaginn 13. janúar og framhaldsnámskeið mánudaginn 12. janúar. Tími: Kl. 17.30 til 19.00 í sex vikur. Úrvalskennarar. Námskeið um líðan fólks sem annast langveika ættingja hefst fimmtudaginn 15. janúar Tími: Kl. 17.30 til 19.00 í fjórar vikur. Úrvalskennarar. Kvennakirkjan, Laugavegi 59, sími 551 3934 Hvernig líður þér? Það skiptir mestu hvað þú hugsar, sérlega um sjálfa þig. Og að þú leyfir þér að gera lífið skemmtilegt. Kvennaguðfræðin ber fram grundvallarspurningar og góð svör. Allt á að seljast Laugavegi 20b, sími 552 2515 ÚTSALAN ER BYRJUÐ 50% AFSLÁTTUR Gerðu kaup ársins ÚT- SALA hefst í dag laugardag 10. janúar MINNST 40% AFSLÁTTUR Opið laugard. 10 -18 sunnud. 13 - 17 Kringlunni 7, sími 588 4422 STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert þrautseig/ur og úr- ræðagóð/ur. Þú hefur mik- inn metnað og leggur hart að þér til að ná markmiðum þínum. Gerðu ráð fyrir auk- inni einveru á komandi ári. Þú þarft að læra eitthvað mikilvægt. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þér líður betur en þér hefur gert að undanförnu. Þú ert örugg/ur og vinsamleg/ur og færð miklu áorkað. Naut (20. apríl - 20. maí)  Ferðaáætlanir þínar líta sér- staklega vel út. Þú gætir einn- ig fengið gott tækifæri í tengslum við framhalds- menntun, lögfræði og útgáfu- starfsemi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það lítur út fyrir að alheim- urinn muni bera þig á höndum sér í dag. Þú munt hugsanlega njóta góðs af auði annarra. Hafðu augun opin fyrir nýjum tækifærum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú átt auðvelt með að skemmta þér með öðrum í dag. Það eru góðvild, sam- kennd og jafnvægi í kringum þig. Láttu það ekki á þig fá þótt það fari meiri tími í spjall en vinnu í dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú getur afkastað miklu í dag. Þú ættir þó að líta gagnrýnum augum á það sem þú ert að gera og íhuga hvort það þjóni markmiðum þínum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta getur orðið mjög skemmtilegur dagur. Skemmtanalífið og ástarmálin ættu að ganga vel. Njóttu lífs- ins. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn hentar vel til að huga að umbótum á heimilinu. Leitaðu leiða til að bæta að- stæður fjölskyldu þinnar með einhverjum hætti. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Bjartsýni þín laðar að þér fólk í dag. Þú ert svo jákvæð/ur og vinsamleg/ur að fólk hreinlega stenst það ekki. Vertu opin/n fyrir hvers konar nýjungum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt hugsanlega auka tekjur þínar með einhverjum hætti í dag. Þú gætir líka keypt þér eitthvað stórt sem mun veita þér ánægju. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ert bjartsýn/n og jákvæð/ ur og ættir því að geta gert mikilvægar breytingar á lífi þínu án hiks eða ótta. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert umburðarlynd/ur og opin/n fyrir nýjum viðhorfum í dag. Þú sérð að þau eru þér ekki jafn framandi og þú hafð- ir áður haldið. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Gefðu þér tíma til að njóta samvista við einhvern sem skiptir þig miklu máli í dag. Öll samskipti ættu að ganga vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HUGGUN Ertu nú horfin, þú unaðs tíð, er álfur í hverri lilju bjó? Og hvernig er rósin blessuð og blíð og blómin á fjarrum heiðar mó! Ertu nú horfin, þú yndis tíð, er Alvitur fýstist á myrkvan við, og Svanhvít á dúni svanafríð söngfugla gladdist við ástarklið? - - - Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 80 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 10. janúar, er áttræður Sveinn Pálsson. Hann dvelur, ásamt eiginkonu sinni Eddu Ingibjörgu Margeirsdóttur, á hótel Tenequia á Kan- aríeyjum. 80 ÁRA afmæli. HjördísSelma Constance Sigurðardóttir ætlar að halda upp á afmælið sunnu- daginn 11. janúar milli kl. 15 og 18 í Ystaseli 26. Hún von- ast til að vinir og vanda- menn líti inn en án gjafa eða blóma. SVEIT Orkuveitu Reykja- víkur fór af stað af mestum krafti í Reykjavíkurmótinu á miðvikudaginn, en þá hófu 17 sveitir mikla törn, sem heldur áfram alla helgina og lýkur næstkomandi laug- ardag. Á miðvikudaginn voru spilaðar tvær umferðir og fékk OR næstum því fullt hús, eða 49 stig. Í öðru sæti er Grant Thornton með 45 stig, en sveit Þriggja Frakka er í þriðja sæti með 43 stig. Fjórar umferðir fara fram í dag og þrjár á morg- un. Spilað er í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, og eru áhorf- endur velkomnir. Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠KG873 ♥975 ♦432 ♣92 Vestur Austur ♠D106 ♠942 ♥DG6 ♥1084 ♦DG ♦Á876 ♣ÁK1076 ♣G85 Suður ♠Á5 ♥ÁK32 ♦K1095 ♣D43 Spilið að ofan kom upp í fyrstu umferð og vakti litla athygli á flestum borðum. Yfirleitt vakti suður á einu grandi og varð svo sagnhafi í tveimur spöðum eftir yf- irfærslu. Spilið liggur vel og flestir sagnhafar fengu níu slagi með því að svína spaðagosanum. Nema þar sem Helgi Jó- hannsson var í vörninni: Vestur Norður Austur Suður – – – 1 grand Dobl 2 hjörtu * Pass 2 spaðar Pass Pass Pass * Yfirfærsla. Helgi var í vestur. Hann kom út með laufás, fékk frá- vísun frá makker sínum Guðmundi Hermannssyni í austur, og skipti þá yfir í hjartadrottningu. Suður tók slaginn og lagði niður trompásinn. Helgi sá hvert stefndi og lét spaðadrottninguna fum- laust undir ásinn! Sagnhafi kolféll fyrir þessari blekk- ingu. Kom þar tvennt til: Bæði hvað Helgi var snögg- ur að láta drottninguna detta, og svo hitt að dobl Helga á grandinu lofaði langlit einhvers staðar (sem líklega er laufið) og þar með var ekki ósennilegt að ein- hvers staðar væri hann stuttur fyrir. Suður ákvað sem sagt að hreyfa ekki trompið meira að sinni. Hann spilaði hjarta tvisvar og Helgi lenti inni á gosanum. Og spilaði tígul- drottningu. Guðmundur tók með ás og spilaði laufgosa. Aftur kom lauf og trompað í blindum. Nú spilaði sagn- hafi tígli á kónginn (og gos- inn féll). Þegar hér er komið sögu er orðið ljóst að ein- hvers staðar er maðkur í mysunni, en suður var enn á valdi blekkingarinnar og spilaði hjarta. Helgi tromp- aði (óvænt) og sagnhafi henti tígli úr borði. Þá kom lauf og þar með varð trompnía austur að slag! Vörnin fékk þannig tvo slagi á tromp og spilið fór einn niður. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 10. janúar, er sjötugur Hjörtur Guðmundsson, Hjalla- brekku 15, Kópavogi. Eig- inkona hans er Guðný Erna Sigurjónsdóttir. Hann og fjölskylda hans taka á móti gestum í Gjábakka, Fann- borg 8, Kópavogi, frá kl. 15.30. 50 ÁRA afmæli. Sunnu-daginn 11. janúar verður fimmtugur Kristján G. Jóhannsson. Í tilefni af því taka hann og eiginkona hans, Inga S. Ólafsdóttir, á móti gestum í dag, laug- ardaginn 10. janúar, frá kl. 19 í sal Frímúrara á Ísafirði. 1. c4 Rf6 2. Rc3 e6 3. g3 d5 4. cxd5 exd5 5. Bg2 c5 6. e3 Rc6 7. Rge2 Be6 8. Rf4 Dd7 9. d4 cxd4 10. exd4 Bb4 11. O-O O-O 12. a3 Ba5 13. He1 Hfe8 14. Be3 a6 15. Rxe6 Hxe6 16. Bh3 Hae8 17. Bxe6 Hxe6 18. Db3 Bxc3 19. bxc3 Ra5 20. Dc2 Hc6 21. f3 h6 22. g4 Rc4 23. h4 Staðan kom upp á alþjóðlegu ung- lingamóti sem Tafl- félagið Hellir hélt fyrir skömmu. Gylfi Davíðsson (1225) hafði svart gegn norska skákmann- inum Rune Erlands- en (1371). 23... Rxg4! Besta leiðin til að verða sér út um mótspil þar sem í framhaldinu þarf hvítur að tefla af mikilli nákvæmni til að halda jafnvæg- inu. 24. fxg4 Dxg4+ 25. Dg2 Dxh4 26. Bf2 Dh5 27. He8+ Kh7 28. Hae1 Rd2! 29. H8e3 Hg6 30. Bg3 Re4 31. Dh2 Dg4 32. Kg2 f5 33. Hf1 f4 34. Hee1 Rxg3 og hvítur gafst upp. Íslands- mót barna hefst í dag, 10. janúar og fer fram í húsa- kynnum Taflfélags Reykja- víkur, Faxafeni 12. Nánari upplýsingar um mótið er að finna á vefsíðunni www.ruv.is./skak. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Fáðu úrslitin send í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðar- lausu. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569- 1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.