Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.01.2004, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ „ÞESSI keppni hefur eitthvað við sig, gífurlegar vinsældir, gleði og ham- ingju. Idol hefur orðið til þess að við sjáum áhorfstölur sem við höfum ekki séð áður. Ég veit ekki hvaða áhorf við vorum með [á föstudagskvöld] en þegar göturnar eru tómar og 150.000 manns hringja, sem er nánast tvö- földun á metinu hjá RÚV eftir því sem ég kemst næst, sem ég held að séu 80.000 atkvæði í Eurovision, þá getur maður rétt ímyndað sér hversu margir voru að horfa,“ segir Heimir Jónasson, dagskrárstjóri Stöðvar 2. Úrslitaviðureignin í Idol-stjörnu- leit fór fram í Smáralind í fyrrakvöld og sendi Stöð 2 beint út frá fjórum stöðum. Heimir segir vinsældir Idol- stjörnuleitar hafa haft gífurlega þýð- ingu fyrir Stöð 2, bæði fjárhagslega og eins hafi það lífgað upp á andann meðal starfsmanna . „Það er náttúr- lega búið að vera erfitt. Núna er rosa meðbyr,“ segir Heimir. Hann segir áskrifendum stöðvarinnar hafa fjölg- að mjög frá því sýningar á Idol-stjörnuleit hófust. „Ég veit ekki hvað við komumst hátt en við fór- um sögulega hátt núna um jólin. Þetta byrjaði bara í september þegar Idol fór í loftið. Það mynduðust biðraðir í áskriftinni hvern einasta föstudag,“ segir Heimir. Kostnaðurinn 50–60 milljónir Hann segir Idol- keppnina dýrasta verk- efni sem Stöð 2 hafi ráð- ist í og segist geta ímyndað sér að kostnaðurinn við Idol-þættina sé um 50–60 milljónir. „Það sér enginn eftir því í dag,“ segir Heimir. Alls unnu 40 manns við útsend- inguna á föstudagskvöld, en venju- lega vinna um 30 manns við hverja út- sendingu. Heimir segir að mikið spennu- fall hafi orðið hjá tæknifólkinu eftir að útsendingu lauk en þá var blásið til teitis í Vetrargarðinum þar sem keppnin fór fram. „Við erum ánægð, raddlaus og dauð- þreytt. Það fór ekki brosið af fólki fyrr en það fór heim og brosið er kannski ekki farið ennþá,“ segir Heimir. Alls voru um 500.000 atkvæði greidd meðan á keppninni stóð, en 99 krónur voru innheimtar fyrir hvert símtal sem ætti að þýða 49,5 milljónir í tekjur. Heimir segir Fremantle, sem á sýn- ingarréttinn á Idol, fá mjög hátt hlut- fall af tekjum sem komi inn í at- kvæðagreiðslu. Þá taki símafyrirtækin einnig góðan skerf af kökunni. „Við reiknuðum aldrei með svona miklum símatekjum, en þetta er það dýrt að það er ágætt að við fáum eitt- hvað upp í þennan gríðarlega kostn- að. Ég geri ekki ráð fyrir því að pró- grammið standi undir sér, en við förum alla vega langt upp í það. Það er eftir að reikna þetta út, endanlegur kostnaður liggur heldur ekki fyrir,“ segir hann. Leit að nýrri íslenskri söngstjörnu hefst í haust Heimir segir að blásið verði til stjörnuleitar í haust og í sumar verði leitað eftir nýju fólki. Næsta föstudag verði lokaþátturinn í Idol-stjörnuleit þar sem farið verði yfir farinn veg. Sama kvöld hefjist sýningar á Am- erican Idol, þannig að þeir sem ekki hafi fengið sinn skerf af keppninni geti haldið áfram að fylgjast með stjörnuleit þó að á erlendri grundu sé. Idol-stjörnuleitin er kostnaðarsamasta verkefni Stöðvar 2 frá upphafi „Við erum ánægð, dauð- þreytt og raddlaus“ Heimir Jónasson HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis og 2. þingmaður Norðausturkjör- dæmis, fagnar því mjög að Hólmi ehf. skuli hafa eignast 71,12% hlutafjár í sjávarútvegsfyr- irtækinu Eskju hf. á Eskifirði. Fyrir átti Hólmi 37,5% hlut í Eskju. Að rekstri Hólma standa Elvar Aðalsteins- son, Þorsteinn Kristjánsson og Kristinn Aðalsteinsson, sem tóku við félaginu af Aðalsteini Jónssyni og Guðlaugu Stefánsdóttur á fimmtu- dag. „Eskja er hefur verið burðarás í atvinnulífinu á Eskifirði og þess vegna eru það góð tíðindi að heima- menn skuli ráðnir í að halda því hjá sér,“ segir Halldór. „Þetta fyrirtæki á mjög góða sögu. Við vitum að Að- alsteinn Jónsson hefur axlað betur en flestir aðrir þá ábyrgð sem því fylgir að vera burðarás í sínu byggðarlagi og mér finnst að Elvar Aðalsteinsson hafi farið í fótspor hans. Mér finnast þetta því mjög ánægjuleg tíðindi. Nú er mikið framundan í atvinnu- lífinu í Fjarðabyggð og ég hef alltaf sagt að það fari mjög vel saman að þessi byggðarlög byggi á þessum tveim sterku einingum, þessum grónu sjávarútvegsfyrirtækjum og álverinu sem þar mun rísa. Það styð- ur hvort annað og veitir meiri fjöl- breytni í byggðarlaginu þannig að fólk getur valið úr störfum og á ekki of mikið undir sama atvinnurekand- anum. Kjarni málsins er sá að heima- menn hafa eignarhald á Eskju og eru staðráðnir í að byggja fyrirtækið upp með hagsmuni heimabyggðar fyrir augum.“ Fagnar auknum hlut Hólma í Eskju Halldór Blöndal „ÞETTA er eingöngu sett fram í áróðursskyni,“ segir Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON, um könnun Gall- up á viðhorfum almennings til sparisjóðanna og kaupa banka á þeim. Í könnuninni kemur meðal annars fram að nær 68% lands- manna lítist illa á þær hugmyndir að SPRON verði selt Kaupþingi Búnaðarbanka eða KB banka eins og hann heitir nú. Guðmundur segir að mjög leiðandi spurningar séu í könnuninni og þær snúist ekki um kjarna málsins, það er um framtíð SPRON og það sem þar sé verið að gera. Það sé enginn vandi að spyrja fólk tilfinningaspurninga á borð við þær sem séu í könnuninni. „Þá er niðurstaðan fyrirfram ljós,“ segir hann. Guðmundur segir að rangt sé spurt þegar spurt sé hvort fólk sé sammála því að það megi selja stofnfé á yfirverði með þeim hætti sem það sé að gera. „Það er alls ekki verið að selja stofnfé á yfir- verði, þannig að spurningar eru rangar og það er enginn vandi að fá villandi niðurstöður þegar svo er gert,“ segir hann. Viðhorf almennings til sparisjóða og kaup banka á þeim Segir könnunina gerða í áróð- ursskyni Guðmundur Hauksson KARLI Bjarna Guðmundssyni, eða Kalla Bjarna, fyrstu Idol-stjörnu Ís- lands, var fagnað vel og innilega við komuna heim til Grindavíkur að- faranótt laugardags eftir að sig- urinn var í höfn. „Þetta var alveg rosalegt. Það var tekið á móti mér með blysum og þetta var rosalega flott. Það var búið að mynda göng í gegnum mannmergðina þar sem allir klöppuðu og svo bara löbb- uðum við inn og beint upp á svið. Þar hélt bæjarstjórinn mikla þakk- arræðu frá bæjarstjórninni, ég fékk blómakörfu og bærinn gaf mér 100.000 krónur. Þetta var mikil upplifun,“ sagði Kalli Bjarni hrærð- ur í gærmorgun þegar Morg- unblaðið sló á þráðinn til hans. Brutust í gegnum ófærðina á jeppa Keppninni lauk rétt fyrir mið- nætti en stuðningsmenn Kalla Bjarna fylgdust með í félagsheim- ilinu Festi í Grindavík þar sem sigr- inum var fagnað vel og innilega. Vonskuveður var á suðvesturhorni landsins meðan keppnin fór fram og segir Idol-stjarnan að ferðin til Grindavíkur hafi gengið ágætlega. „Við vorum á rútu og Econoline- jeppa á 44" dekkjum. Jeppinn ruddi leiðina og svo kom rútan á eftir,“ segir Kalli Bjarni. Það var greini- lega allt gert til að komast í partíið. „Svo höfðum við orð á því að björg- unarsveitin yrði bara kölluð út ef þetta myndi ekki duga til, miðað við alla fyrirhöfnina sem var í bænum.“ Kalli Bjarni tók nokkur lög fyrir stuðningsmenn sína eftir komuna til Grindavíkur. Hann segir að bróðurparturinn af keppendunum sem komust í 32 manna úrslit í Idol- keppninni hafi ákveðið að skella sér á sveitaball og komið með í rútuna til Grindavíkur. Aðspurður segir Kalli Bjarni að það hafi verið ótrúlegt að vakna í gærmorgun sem fyrsta Idol-stjarna Íslands. „Mér líður bara mjög vel. Maður er farinn að átta sig á því að þetta er búið og maður komst alla leið og það er bara alveg frábært,“ segir Kalli Bjarni sem segir að nú ætli hann að hella sér af fullum krafti út í tónlistina. „Ég verð að halda áfram að syngja. Nú er tæki- færið. Ég er nú kannski ekki búinn að segja skilið við sjómennskuna fyrir fullt og allt, en það verður nú kannski lítið núna meðan maður er að sinna því sem fylgir því að vinna þessa keppni.“ Hann segir að hann sé strax byrjaður að fá tilboð um að koma fram, en hann ætli að tala við umboðsmanninn sem honum var út- hlutað eftir að sigurinn var í höfn. En á hann von á að sigurinn breyti lífi hans mikið? „Það kemur ábyggilega til með að gera það á já- kvæðan hátt fyrir mig sem tónlist- armann. Ég ætla að vona það. Það er einmitt það sem er aðalbreyt- ingin að maður fær helling að gera. Ég hef alltaf óskað þess að geta að hluta til eða jafnvel alveg lifað af því sem mér finnst skemmtilegast að gera og það er einmitt að syngja og semja tónlist,“ segir Kalli Bjarni. Sigurlaunin í keppninni voru plötusamningur og kynningin sem honum fylgir og þjónusta umboðs- manns. „Það er byrjað á því að semja um eina plötu. Þetta er bara samningsatriði, maður þarf að setj- ast niður með þessu fólki og finna út úr þessu.“ Steinhissa hve margir kusu Alls voru 150.000 atkvæði greidd í símakosningunni á föstudag og fékk Kalli Bjarni 49% stuðning. „Ég var steinhissa hvað heildar- atkvæðatalan var há. Metið var bú- ið að vera rúmlega 70 þúsund, þetta var rúmlega helmingi meira en í þættinum á undan. Það er nátt- úrlega alveg rosalegt. Ég vil þakka öllum sem kusu mig alveg hjart- anlega fyrir,“ segir Kalli Bjarni. En hvað finnst honum standa upp úr nú þegar keppninni er lokið og sigurinn í höfn? „Fyrst og fremst er ég hissa á því hvað þetta er búinn að vera mikill skóli. Skóli sem í mín- um huga er milljóna virði, það er jafnvel ekki hægt að skrá sig í svona skóla neins staðar. Þar sem maður er með fjölmiðlana í kring- um sig, er í sjónvarpi og öllu saman í hverri einustu viku. Maður lærir alveg helling í sambandi við sjálfan sig í svona stífu prógrammi,“ segir Kalli Bjarni sem segist hiklaust mæla með keppninni fyrir aðra sem stefna langt í tónlistinni. Kalli Bjarni, sigurvegari í Idol, hrærður yfir góðum móttökum í Grindavík „Ég verð að halda áfram að syngja“ Morgunblaðið/Garðar Kalli Bjarni segist hrærður yfir hversu góðar móttökur hann fékk í félagsheimilinu Festi í Grindavík. Stuðnings- menn hans biðu úti meða blys þegar Kalli Bjarni, og aðrir keppendur sem komust í 32 manna úrslit, komu í rútu beint úr Smáralind. Grindvíkingar og gestir þeirra skemmtu sér síðan fram á rauða nótt. „Ég hef alltaf óskað þess að geta að hluta til eða jafnvel alveg lifað af því sem mér finnst skemmtilegast að gera og það er einmitt að syngja og semja tónlist,“ segir Kalli Bjarni sem ætlar að einbeita sér að tónlistinni.  Stjarnan fundin/32 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.