Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 9

Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 9 Námsflokkar Hafnarfjarðar Miðstöð símenntunar Námsflokkar Hafnarfjarðar – Miðstöð símenntunar Fjölbreytt úrval námskeiða á vorönn 2004 TUNGUMÁL – BYRJENDUR OG FRAMHALD ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA RÉTTRITUN - MÁLFRÆÐI ÞÝSKA SPÆNSKA ÍTALSKA FRANSKA RÚSSNESKA DANSKA NORSKA SÆNSKA ENSKA UNDIRBÚNINGUR FYRIR SAMRÆMD PRÓF Í 10. BEKK DANSKA ENSKA STÆRÐFRÆÐI ÍSLENSKA NÁTTÚRUFRÆÐI HANDVERK OG LISTIR TRÉÚTSKURÐUR TÁLGUNÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA ELDSMÍÐI LEIRMÓTUN GLERSKURÐUR GLERBRÆÐSLA MYNDLIST FYRIR BÖRN HÖNNUN OG TEIKNING PORTFOLIO TEIKNING OLÍUMÁLUN SKRAUTRITUN MYNDLIST VÍKINGAFÉLAGIÐ RIMMUGÝGUR – HANDVERKSNÁMSKEIÐ SAUMANÁMSKEIÐ FATASAUMUR/ HÖNNUN BÚTASAUMUR/CRAZY QUILT/ÚTSAUMUR OPIÐ NÁMSKEIÐ TÖLVUR, BÓKHALD OG REKSTUR STOFNUN OG REKSTUR SMÁFYRIRTÆKJA MARKAÐSFRÆÐI FYRIR SMÆRRI FYRIRTÆKI TÖLVUBÓKHALD/MBS - NAVISION NÁMSEFNISGERÐ/MICROSOFT PUBLISHER AUTOCAD - BYRJENDUR BLOGGNÁMSKEIÐ INTERNETIÐ ALMENNT TÖLVUNÁM PHOTOSHOP HEILSA OG HREYSTI SLÖKUN NUDDNÁMSKEIÐ SVÆÐANUDD GÖNGUHÓPUR LÍFSHAMINGJA ORKUHÓPUR – 12–16 ÁRA TÓNLIST HLJÓMBORÐ SÖNGNÁMSKEIÐ GÍTARNÁMSKEIÐ RAFMAGNSGÍTAR NÁMSKEIÐ FYRIR HLJÓMSVEITIR HARMONIKKUNÁMSKEIÐ ÝMIS NÁMSKEIÐ BRIGDENÁMSKEIÐ LEIKRÆN TJÁNING FYRIR BÖRN FÖRÐUNARNÁMSKEIÐ FYRIR 13–16 ÁRA FLUGUHNÝTINGAR FLUGUKAST DULVÍSINDI/DULSPEKI HEIMUR TAROTSINS MYNDBANDSUPPTÖKUVÉLIN ÞÍN ÁTT ÞÚ ÞÉR FRAMTÍÐARDRAUM? ÖRYGGI Í PRÓFTÖKU VOPN & VEIÐAR SNYRTINÁMSKEIÐ NOTKUN HELSTU KENNSLUTÆKJA Í FYRIRLESTRUM MATREIÐSLA GRÆNN KOSTUR ELDUN FISKRÉTTA SÚPUR, SALÖT OG ELDUN SMÁRÉTTA ELDUN OG VERKUN Á VILLIBRÁÐ SMURBRAUÐSNÁMSKEIÐ NÁMSKEIÐ FYRIR ELDRI BORGARA SPÆNSKA ALMENNT TÖLVUNÁM TÁLGUNÁMSKEIÐ DANSKA GARÐYRKJA HÖNNUN HEIMILISGARÐSINS SUMARHÚSALÓÐIR SAMRÖÐUN RUNNAGRÓÐURS FRÆÐSLUKVÖLD FRAMHALDSSKÓLANÁM - PRÓFÁFANGAR Í SAMSTARFI VIÐ FLENSBORGARSKÓLA SPÆNSKA 203 SPÆNSKA 403 ÍSLENSKA 102 ENSKA 102 ENSKA 202 STÆRÐFRÆÐI 102 Innritun og upplýsingar í síma 585 5860 og á heimasíðu Námsflokkanna www.namsflokkar.hafnarfjordur.is Í lok janúar mun Kuoni, einn stærsti og virtasti ferðaskipu- leggjandi heims, opna söluskrifstofu á Íslandi í samvinnu við Langferðir ehf. sem er ný íslensk ferðaskrifstofa. Íslenskir ferðahópar eiga þess nú kost að ferðast til nýrra áfangastaða um víða veröld á kjörum sem vart hafa áður sést hérlendis. Hvort sem hugurinn stefnir til Suður-Evrópu eða til annarra áfangastaða í fjarlægum heimshornum er örugglega vert að kanna hvað Kuoni, sólarlandaskrifstofa þeirra, Apollo, og Langferðir hafa að bjóða. Á heimasíðunum www.kuoni.dk og www.apollorejser.dk má kanna þá fjölmörgu möguleika sem eru í boði og verðið á eftir að koma á óvart. Um næstu mánaðarmót verður opnuð ný íslensk heimasíða undir slóðinni www.kuoni.is. Sendu Langferðum tölvupóst á langferdir@simnet.is og kynntu okkur hugmyndir þínar og langanir. Við munum síðan hafa samband! Er hópurinn þinn á leið til útlanda? Skólahópar, fyrirtæki, félög og vinahópar JE Vélaverkstæði á Siglufirði er orðið rótgróið fyrir- tæki. Það var stofnað á áttunda áratugnum af þeim Jóni Dýrfjörð og Erlingi Jónssyni. Síðar eignaðist Jón hlut Erlings í fyrirtækinu, en seldi síðan fyrirtækið árið 2001. Kaupendur voru 6 starfsmenn ásamt Gunnari Júlíussyni útgerðarmanni, en eignarhlutar starfsmanna eru mis- jafnlega stórir. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er nú Guðni Sig- tryggsson. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu um nokk- urra ára skeið og er annar aðaleigenda þess ásamt Gunnari. Starfsmenn núna eru tíu og þar af einn starfs- maður á skrifstofu. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina annast alla almenna málm- og blikksmíði, en á síðustu árum einnig haslað sér völl í fullsmíði á bátum. Fréttaritari spurði Guðna Sig- tryggsson hvernig það hafi komið til að fyrirtækið fór að snúa sér að þessum markaði. „Þetta var verkefni sem Jón Dýrfjörð réðst í fyrir nokkrum árum og var unnið sem íhlaupaverk þegar minni vinna var í málmsmíðinni. Meðan Jón átti fyr- irtækið voru smíðaðir og afgreiddir fimm bátar. Þetta hefur farið fram með þeim hætti að keyptir hafa verið plastskrokkar sem síðan hafa verið fullkláraðir til sjó- setningar hérna. Jón keypti skrokkana frá Kanada og aðila á Blönduósi, en við höfum keypt þá frá Siglu í Reykjavík. Þessir bátar hafa verið seldir til staða vítt og breitt um landið, til Akraness, Borgarfjarðar eystra og Sauð- árkróks svo nokkuð sé nefnt, auk þess sem einn er hérna á Siglufirði. Þessir bátar hafa verið misjafnlega stórir. Sá sem við erum að vinna með núna er langstærstur þeirra, en hann er um 15 brúttólestir, en þeir minnstu voru rúmlega 6 lestir.“ Guðni sagðist telja að að baki hverjum bát lægju á milli 1500 og 1800 vinnustundir. Það væri þó auðvitað mismunandi eftir því hvernig menn vildu hafa bátana. Megnið af þessari vinnu færi fram hjá JE Vélaverkstæði, en inni í þessari tölu væri um 200 stunda vinna rafvirkja. Að lokum sagði Guðni að það hafi tekist ágætt sam- starf með JE og Siglu og taldi líklegt að það yrði nokkurt framhald á þessari starfsemi. Þetta hentaði fyrirtækinu prýðilega þar sem hægt sé að stýra verkinu nokkuð vel eftir því hvernig stendur á öðrum verkum. Fyrirtækið hafi líka öðlast töluverða reynslu og þekkingu á þessu sviði og mjög góð reynsla hafi verið af þeim bátum sem þegar hafi verið afhentir. Vélaverkstæði haslar sér völl í bátasmíði Siglufirði. Morgunblaðið. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.