Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 12

Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 12
ÍÞRÓTTIR 12 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Jakobsen sagði eftir skellinn gegn Íslandi áfimmtudagskvöldið (33:28) að íslenska lið- ið væri geysilega sterkt um þessar mundir og til alls líklegt í Slóveníu. „Ís- land er með frábæra leikmenn þar sem Ólafur Stefánsson er fremstur í flokki, en líka stóra línumanninn, Sigfús, og litla leikstjórnandann (Snorra Stein Guðjónsson), svo einhverjir séu nefndir. Ég held að íslenska liðið geti farið mjög langt í þessari keppni. Það er mjög samstillt, enda hafa margir leikmenn þess spilað lengi saman. Ísland sýndi í heimsmeistarakeppninni fyrir ári síðan að það er komið skrefi lengra en áður í alþjóðlegum handknattleik og með smáheppni getur það hæglega komist alla leið í undan- úrslitin í Slóveníu. Staðan er sú í handboltanum í dag að það eru tíu til tólf mjög sterk lið, jafnvel allt að fimm- tán, sem öll geta unnið hvert annað og gert það gott í þessari keppni. Ég á von á að Evrópumeistarinn komi úr hópi Frakka, Þjóðverja, Svía, Rússa, Serba eða Króata, þjóðanna sem hafa lengst af verið í far- arbroddi í handboltaheiminum, en bæði Ís- lendingar og við geta hæglega náð langt.“ Jakobsen var einn af fáum leikmönnum Dana sem stóðu fyrir sínu í leiknum gegn Ís- landi á fimmtudagskvöldið. Hann sagði að ís- lenska liðið hefði leikið virkilega vel en hluti skýringarinnar á óförunum væri sá að dönsku leikmennirnir hefðu gengið í gegnum mjög erf- itt æfingaprógramm dagana fyrir leikinn. „Við vorum þungir á okkur en það skýrir ekki allt. Ísland átti ekki að vinna svona auðveldan sig- ur. En við förum til Slóveníu með það markmið að leika til sigurs í hverjum leik fyrir sig og sjá hvert það leiðir okkur. Riðillinn okkar getur verið mjög snúinn, Króatar eru heimsmeistarar og firnasterkir, ég spila sjálfur á Spáni og veit að spænska liðið verður geysilega öflugt, og þó Portúgalir séu að byggja upp ungt lið verða þeir erfiðir. Við getum unnið alla á góðum degi og tapað fyrir öllum á slæmum degi en ég vonast til að við komumst áfram til að byrja með og eftir það ræður dagsformið. Vonast eftir ólympíusæti Auðvitað vonumst við eftir því að ná í þetta eina ólympíusæti sem stendur til boða í Slóven- íu en það verður afar erfitt að ná því vegna þess að þá þurfum við að vera fyrir ofan lið eins og Svíþjóð, Serbíu og Slóveníu, sem hafa held- ur ekki tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleik- unum,“ sagði Claus Möller Jakobsen, sem tók við leikstjórnandahlutverkinu í danska liðinu snemma leiks gegn Íslandi eftir að Klavs Bru- un Jörgensen dró sig í hlé vegna tognunar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ólafur Stefánsson er talinn einn besti handknattleiksmaður heims. Hér skorar hann mark í landsleik gegn Sviss í Laugardalshöllinni á dögunum. Leikstjórnandi danska landsliðsins í hand- knattleik hrósar landsliðsmönnum Íslendinga Ísland er til alls líklegt í Slóveníu CLAUS Möller Jakobsen, leikstjórnandi danska landsliðsins í handknattleik og spænska liðsins Altea, sagði við Morgunblaðið að Ísland og Danmörk væru í hópi 8– 10 þjóða, jafnvel fleiri, sem gætu farið alla leið í komandi Evrópukeppni landsliða í Slóveníu. Danir eru þar í riðli með Spánverjum, Króötum og Portúgölum en Íslend- ingar takast á við Slóvena, Ungverja og Tékka. Víðir Sigurðsson skrifar frá Kaupmanna- höfn Íslenska liðið er virkilega gott um þessarmundir og við þurftum mikið að hafa fyrir því að sigra það. Með Ólaf Stefánsson sem besta mann og Sigfús Sigurðsson sér- lega erfiðan andstæðing, stóran og sterkan, er það orðið mjög öflugt. Jaliesky Garcia er greinilega góður liðsauki, hann var okkur allavega mjög óþægurljár í þúfu, og mér líst vel á nýja markmanninn (Reyni Þór Reynisson) – hann er nokkuð góður. Lið Íslands getur stillt upp hávaxinni sex núll vörn og þegar það leikur hana vel er afar snúið að spila gegn Íslendingum þegar þeir ná að þétta vörnina. Varnarleikur Íslands getur verið mjög sterkur. Ég er mjög ánægður með að hafa náð að sigra í Malmö því það var mikilvægt fyrir yngri leik- mennina í mínu liði, gefur þeim meira sjálfs- traust,“ sagði Bengt. Spáir Íslandi efsta sæti í sínum riðli Bengt spáir íslenska liðinu sigri í sínum riðli í Slóveníu. „Möguleikar Íslendinga eru mjög góð- ir gegn Slóvenum, Tékkum og Ungverjum. Þeir verða þó að gæta sín vel á Tékkum sem eru betri en flestir telja og Slóvenar eru mjög sterkir, en Íslendingar eiga að geta unnið öll þessi lið og orðið efstir. Það á ekki að geta komið fyrir að ís- lenska liðið tapi öllum leikjunum og falli úr keppni. Það kom mér mjög á óvart að sjá hversu vel Ísland lék gegn Danmörku en miðað við frammistöðu þess og styrk á þessu móti á það alla möguleika á að komast langt í Slóveníu og getur hæglega spilað um verðlaunasæti.„Það er langt um liðið síðan sænska landsliðið hefur spil- að á Íslandi og Morgunblaðið hefur orðið vart við pirring í röðum HSÍ yfir því að þeir sænsku skuli aldrei þekkjast boð um Íslandsför. Þegar það var borið undir Bengt sagði hann að það væri alls ekkert til í því að hann vildi ekki koma til Íslands með sitt lið. „Það er ekki rétt, við viljum endilega spila á Íslandi. En það hefur ekki hentað okkur upp á síðkastið og til dæmis völdum við að fara frekar á mót í Túnis og spila þar fyrr í þessum mánuði, en að fara til Íslands. Enda er mun betra veður í Túnis í janúar og við viljum mikið frekar heimsækja Ísland að vor- lagi. Síðan fórum við til Moskvu, tókum boði um það þó það væri okkur ekki sérstaklega að skapi, en Íslendingar völdu að fara ekki þangað. Við eigum eftir að koma til Íslands, þú mátt vera viss um það,“ sagði Bengt Johansson. Sænska landsliðið lék síðast á Íslandi 1994, er Svíar léku í móti með landsliðum Íslands, Spán- ar og Danmörku. Síðan þá hefur íslenska lands- liðið heimsótt Svía sex sinnum. Þess má geta að það þarf að fara allt aftur til desember 1988 til að finna gögn um að Svíar hafi komið til að leika vináttulandsleiki á Íslandi. Þá voru þeir lagðir að velli í Laugardalshöllinni, 23:22. Guðmundur Hrafnkelsson stóð í marki Ís- lands þá, eins og hann gerði í Malmö á föstu- dagskvöldið. Var þá að leika sinn53 landsleik, en lék sinn 379 landsleik í Malmö. Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var þá leikmaður og náði að skora eitt mark úr vinstra horninu. Bengt Johansson, landsliðsþjálfari Svía, segir að íslenska landsliðið leiki sterkan varnarleik Ísland getur vel leikið um verðlaun BENGT Johansson, þjálfari sænska landsliðsins í handknattleik, hefur verið lengi í bransanum. Undir hans stjórn hefur sænska liðið verið sérlega sigursælt undanfarin þrettán ár, og jafnan haft betur gegn Íslendingum í viðureignum þjóðanna, þó heldur hafi dregið saman með þeim í undanförnum leikjum. Eftir hinn nauma sigur gegn Ís- landi í Malmö á föstudagskvöldið, 29:28, sagði Bengt að íslenska liðið væri til alls lík- legt á Evrópumótinu í Slóveníu og gæti vel leikið um verðlaun eins og það gerði í síð- ustu Evrópukeppni – í Svíþjóð fyrir tveimur árum, þegar Íslendingar máttu þola tap fyrir Dönum í leik um bronsið. Víðir Sigurðsson skrifar frá Malmö

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.