Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ P álína og blaðamaður eru fljótar að rífa slæðurnar af höfðinu þegar þær koma inn í íbúð Pálínu í Kabúl. „Hárið má svo sem al- veg sjást, aðalmálið er bara að vera með eitthvað yfir höfð- inu. Margar konur ganga enn í burka, mussunum með andlitshulunni sem Talibanar skipuðu þeim að klæðast. Það er hins vegar í lagi að vera í hverju sem er, svo lengi sem það er síðerma og hylur fótleggina og aftur- endann,“ útskýrir Pálína. Hún hefur verið í Kabúl í meira en hálft ár. Í Afganistan stjórnar hún aðstoð Al- þjóðaráðs Rauða krossins (ICRC) við fjögur innlend sjúkrahús. „Í Afganistan er mjög margt að gerast og hér eru ögrandi verkefni á hverju strái. Ég bý með tveimur öðr- um Rauða kross starfsmönnum, þar af einum Íslendingi og kann ágætlega við lífið í Kabúl. Öryggisreglurnar eru hins vegar strangar. Sem kona má ég aldrei fara ein út og verð að tilkynna allar mínar ferðir í gegnum talstöð, líka þegar ég á frí. Ég má aðeins ganga um ákveðin svæði borgarinnar en verð annars að fara allt í bílum ICRC. Þessi frelsisskerðing er vissu- lega erfið en það er ekkert sem þýðir að velta sér upp úr,“ segir Pálína létt á brún. „Ástandið í Kabúl er miklu stöðugra en annars staðar í Afganist- an.“ Úr allsnægtum í hungursneyð Pálína er fædd og uppalin í Garða- bæ. Eftir stúdentspróf fór hún í hjúkrun við Hjúkrunarskóla Íslands. „Ég hafði hugsað mér að verða dýralæknir en þegar ég áttaði mig á því að dýralækningar væru ekki kenndar heima, hætti ég við og fór í hjúkrun. 26 ára gömul fór ég síðan til Eþíópíu. Tvær vinkonur mínar höfðu áhuga á að fara og hvöttu mig til að sækja líka um. Tveimur vikum síðar vorum við komnar til Eþíópíu. Við unnum við fæðudreifingu á vegum lútherska heimssambandsins og vor- um með litla aðstöðu þar sem veikt fólk gat komið. Þarna var ekkert sjúkrahús. Á svæðinu var líka eldhús þar sem mjög vannærðu fólki, sér- staklega börnum, var gefið að borða. Þarna vorum við í sex mánuði í tjaldi og þetta var ótrúleg reynsla. Á þess- um tíma voru ekki nema tvær út- varpsstöðvar heima og ein sjónvarps- stöð. Það var bara frá Biafra stríðinu sem maður hafði séð myndir af svelt- andi fólki. Að koma úr allsnægtunum á Íslandi og þangað sem fólk var að deyja úr hungri var því ákaflega skrýtið. Þetta voru líka ekki bara nokkrir einstaklingar, heldur milljón- ir manna og því gjörsamlega yfir- þyrmandi. Þarna, sem og víða annars staðar, var mjög margt sem var erfitt fyrir augað sjá.“ – Fannst þér þið geta hjálpað? „Vissulega gerðum við það þótt við hefðum oft efasemdir um það sem við vorum að gera. Skipulagið var þannig að menn komu mánaðarlega og náðu í skammt fyrir fjölskyldu sína, hveiti, sykur, olíu og annað. Margir þurftu að fara um langan veg og ferðin í heild sinni gat tekið upp undir fimm daga. Ég hafði ekki á tilfinningunni að al- menningur væri að misnota sér að- stoðina. Menn hefðu einfaldlega ekki farið alla þessa leið nema þeir hefðu þurft á því að halda. Undir lokin var ástandið farið að skána á sumum stöð- um. Þá voru menn farnir að geta plantað aftur fræjum og eitthvað var farið að rigna. Þá hætti fólk að koma. Þeir sem ekki þurftu nauðsynlega á því að halda lögðu ferðina ekki á sig.“ Við landamæri Kambódíu „Ég átti satt best að segja ekki von á því að fara aðra hjálparstarfsferð frá Íslandi. Ég hélt að ég myndi bara gera þetta í eitt skipti og það væri síð- an nokkuð sem ég myndi gorta mig af í ellinni. Einhverra hluta vegna varð hins vegar sjálfsagt að fara aftur,“ segir Pálína. Ári eftir að hún kom frá Eþíópíu fór hún til Taílands og þá fyr- ir ICRC. Í Taílandi vann hún í hálft ár á skurðsjúkrahúsi við landamæri Kambódíu. Á þeim tíma var ógnaröld Pol Pots nýyfirstaðin og stórar flótta- mannabúðir á landamærunum. Í ná- grenni við Pálínu voru um 300.000 manns í þremur búðum. „Þarna bjó ég í dæmigerðum taí- lenskum bambushúsum á stultum og líkaði vel. Þetta var mikil vinna, að minnsta kosti 60–70 tímar á viku, og merkileg reynsla. Það var sérstakt að sjá hversu mikið var hægt að gera fyrir jafnstóran hóp, með jafnlítið þróaðri tækni, og raunin var. Há- tæknin sem maður var vanur frá sjúkrahúsinu að heiman, sem á þeim tíma var þó lítið á við tæknina í dag, var náttúrlega engan veginn aðgengi- leg þessu fólki. Hins vegar var hægt að gera mjög margt án hennar. Í flóttamannabúðunum var mikið af fólki sem þurfti á skurðlækningum að halda. Kambódía, ásamt Afganistan og Angóla, er nefnilega það land í heiminum sem er verst sett varðandi jarðsprengjur.“ Sambandslaus í Sómalíu Veturinn 1989 til 1990 stundaði Pálína svæfinganám á Íslandi en var ekki lengi að drífa sig utan á nýjan leik. „Ég var farin út áður en ég útskrif- aðist. Ég flýtti lokaritgerðinni, sem að sjálfsögðu fjallaði um svæfingar stríðssærðra, og fór til Berbera í Sómalíu. ICRC var með skurðsjúkra- hús í norðurhluta landsins og ég vann þar við svæfingar. Við sinntum mest almennum skurðlækningum og eitt- hvað af skotsárum þangað til í lokin að upp úr sauð. Mótspyrna hafði byggst upp gagnvart forseta landsins og höfuðborgin Mogadishu féll á milli jóla og nýárs árið 1990. Mánuði síðar féll Berbera. Þá var svo komið að við hjá ICRC vorum einu útlendingarnir í allri Sómalíu. Það var mjög sérstakt. Mikil umfjöllun hafði verið um ástandið í landinu í heimsfréttunum. Eina tenging okkar við umheiminn var BBC World Service for Africa. Í gegnum BBC fengum við fregnir af því sem var að gerast í landinu. Þegar líða tók á janúar heyrðum við hins vegar stöðugt meira um Írak og Kúv- eit. Þegar Persaflóastríðið braust út var Sómalía síðan ekki lengur nefnd á nafn. Samskipti okkar við umheiminn voru því orðin engin. Þarna voru nátt- úrlega engir símar og enginn lengur á skrifstofunni í Mogadishu, sem hafði verið tenging okkar við umheiminn. Að lokum náðist talstöðvarsamband og þetta fór allt að líta betur út, en þá brast á með stríði þar sem ég var stödd. Nóttina sem það byrjaði svaf ég á gólfinu undir rúminu. Skothríðin var svakaleg. Það vildi þannig til að morguninn eftir var ég einmitt á leið í stutt frí. Ég náði að komast úr landi en átti ekki afturkvæmt því af örygg- isástæðum voru allir sendifulltrúar ICRC sendir heim. Ég lauk samn- ingnum mínum í Kenýa. Annar skurðlæknanna sem ég hafði verið að vinna með í Sómalíu var skotinn. Að- gerð var gerð á honum á gólfinu á sjúkrahúsinu. Í Kenýa var ég við landamæri Súd- an. Þar er ICRC með sjúkrahús, sem þá var mest megnis í tjöldum. Þangað Í hjálparstarfi um allan heim Pálína ásamt helsta samstarfsmanni sínum á Karte Se sjúkrahúsinu. Sundursprengd bygging i Kabúl. Tombólufé hjálpar fötluðum börnum í Afganistan. Ungur drengur fær aðstoð við að setja á sig gervifót á gervilimaverkstæði Rauða krossins í Kabúl. Óvíða er fleiri jarðsprengjur að finna en í Afganistan. „Markmiðið er að skilja eitthvað eftir á hverjum stað, að kenna heimamönnum og gera sjálfan sig á endanum óþarfan,“ segir Pálína Ásgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur, sem fyrst vann hjálparstarf fyrir tæpum tuttugu árum. Hún var í Eþíópíu í hungursneyðinni árið 1985 og hefur síðan þá farið til jafnfjarlægra staða og Sómalíu og Austur- Tímor, á vegum alþjóðaráðs Rauða krossins. Í Bosníu klæddist hún herbúningi og hjúkraði breskum hermönnum og í dag býr hún í Afganist- an. Sigríður Víðis Jónsdóttir hitti hana í Kabúl. Ljósmynd/Sigríður Víðis Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.