Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 19

Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 19
hafi dregið mjög lappirnar og ekki sýnt þessu máli mikinn áhuga. Það er ekkert síður hlutverk borgarinn- ar en Vegagerðarinnar að nálgast ákvörðun í málinu. Þetta hefur gengið hægt fyrir sig. Við höfum í þrígang á síðasta ári spurt um stöðu mála varðandi Sundabraut. Það er ljóst að frá því ákvörðun um veg- stæði liggur fyrir munu líða sex ár þar til við sjáum Sundabraut komna yfir í Gufunes. Það er minnsta mál að tengja hana síðan við Geldinga- nesið. Þar af leiðandi væri mjög eðli- legt að fara að undirbúa íbúðabyggð á Geldinganesi sem fyrst. Skipulags- þátturinn og annar undirbúningur tekur nokkur ár og þetta gæti alveg farið saman: Glæsileg byggð á Geld- inganesi og Sundabraut.“ Þétting byggðar Það hefur mikið verið rætt um þéttingu byggðar og m.a. verið bent á flugvallarsvæðið í því sambandi. Hvað finnst Vilhjálmi um það? „Það er búið að samþykkja að- alskipulag sem gerir ráð fyrir því að N-S brautin verði lögð niður 2016 og allur völlurinn 2024. Það er langur tími þangað til, 20 ár. En ég held að á næstu árum verði að hefja alvöru viðræður milli samgönguyfirvalda og borgaryfirvalda um framtíð þessa flugvallar. Slíkar alvöru við- ræður hafa ekki enn farið fram. Ef menn ætla sér að leysa þetta mál þá verður það að gerast í mjög nánu samráði þessara tveggja aðila. Ríkið ber ábyrgð á flugvöllum og það hlýt- ur að varða okkur miklu hvernig staðið er að innanlandsflugi og stað- setningu flugvalla. Það er hægt að nýta Vatnsmýrina betur, þegar NA- SV brautin fer verður strax hægt að hefja ákveðna uppbyggingu. En samkvæmt gildandi aðalskipulagi gerist ekkert fyrir en 2016.“ Vilhjálmur segist vera mjög hlynntur frekari þéttingu byggðar. Hann bendir á að sjálfstæðismenn hafi beitt sér fyrir nýju skipulagi við Skúlagötu, eða í Skuggahverfi, sem er eitt mesta átak til þéttingar byggðar vestan Elliðaáa á síðari ár- um. Skipulagið náði til svæðisins milli Ingólfsstrætis og Snorrabraut- ar og var samþykkt á árunum 1985–6. Á grunni þess hafa þegar risið og eru að rísa stórhýsi við Skúlagötu. Vilhjálmur telur að skoða verði fleiri möguleika til þéttingar byggð- ar vestan Elliðaánna. Hann nefnir svæðið frá Hverfisgötu að Njálsgötu og strætólóðina við Kirkjusand sem dæmi og segir að sjálfstæðismenn hafi átt frumkvæði að breyttu skipu- lagi við Mýrargötu og Ánanaust þar sem verður heilmikil þétting byggð- ar. Það hefur mikið verið rætt um Austurbæjarbíó, hvort það eigi að standa eða falla fyrir þéttari byggð? „Málið hefur bæði komið fyrir skipulagsnefnd og borgarráð. Við sjálfstæðismenn höfum greitt at- kvæði með því að uppbygging verði skoðuð frekar á svæðinu. Málið er núna til frekari skoðunar og hefur ekki komið inn á borð til okkar aft- ur. Síðan er náttúrlega rétt að minna á að Reykjavíkurborg keypti Stjörnubíó og reif húsið til að byggja þar bílastæðahús. Borgin var tilbúin til að setja 880 milljónir í það, en hefur hins vegar engan áhuga á að kaupa Austurbæjarbíó. Við vorum á móti þessu braski með Stjörnubíóslóðina. Að lokum ber R- listinn alla ábyrgð á því hvort Aust- urbæjarbíó verður varðveitt eða rif- ið. Hugsanlega væri hægt að varð- veita Austurbæjarbíó til notkunar fyrir sjálfstæða leikhópa, tónlistar- starfsemi eða aðra öfluga menning- arstarfsemi en heimila töluverða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis ásamt bílakjallara og leiksvæðis á lóðinni austan við húsið.“ Felldar tillögur Vilhjálmur segir að sjálfstæðis- menn hafi endurtekið flutt tillögur um að svonefnt holræsagjald verði lækkað í áföngum, en það hafi verið fellt. Eins hafi þeir lagt til aukinn afslátt af fasteignaskatti og hol- ræsagjaldi til tekjulítilla elli- og ör- orkulífeyrisþega. Það var einnig fellt. Vilhjálmur segir sjálfstæðismenn hafa haft það á stefnuskrá að á lagg- irnar verði sett 4-5 skólahverfi í Reykjavík. „Við höfum sagt að vald- dreifing grunnskólastarfsins hafi gefið góða raun. Lögum samkvæmt er heimilt að skipta Reykjavík í skólahverfi. Við teljum að það sé of mikil miðstýring í skólakerfinu. Það var samþykkt að tillaga okkar um skiptingu borgarinnar í 4-5 skóla- hverfi færi til umsagnar hjá fræðsluráði en umsögnin hefur ekki enn borist þaðan eftir heilt ár.“ Vandi miðborgarinnar Vilhjálmur segir að sjálfstæðis- menn hafi áhyggjur af þróun mála í miðborginni og að þeir hafi lengi varað við andvaraleysi í þeim efnum. „Það hefur ekki verið hugað nægi- lega að uppbyggingu á þessu svæði, enda hefur vantað trú kaupmanna og fjárfesta á að R-listinn hafi raun- verulegan áhuga á að byggja þar upp með öflugum hætti. Þeir hafa ekkert bílastæðahús byggt í tíu ár. Við sjálfstæðismenn teljum að það þurfi að gera átak í uppbyggingu miðborgarinnar og vekja trú og traust kaupmanna og fjárfesta. Menn hafa ekki trú á að R-listinn geri nokkurn skapaðan hlut annað en skýrslur á skýrslur ofan. Það segir sína sögu að einkafyrirtæki, Landsbankinn, skuli þurfa að efna til samkeppni um skipulagsmál í miðborginni. Þetta framtak bankans er mjög jákvætt og lofsvert.“ Vilhjálmur segist telja að borg- aryfirvöld hafi miklar skyldur við miðborgina. Það sé ekki hægt að meðhöndla hana einungis sem hvert annað verslunar- og þjónustuhverfi. Borginni beri skylda til að leggja meira af mörkum, en hún hefur gert, til að stuðla þarna að uppbygg- ingu. Það sé ekki nóg að gera deili- skipulag ef enginn hafi áhuga á að byggja eftir því. Vilhjálmur segir mikilvægt að forðast mistök í fram- kvæmdum í miðbænum og telur byggingu hótels við Aðalstræti, ofan á einstökum fornminjum, skýrt dæmi um mistök sem hefði átt að forðast. „Borgarfulltrúar eiga að samein- ast í því að efla miðborgina og gera það í góðri samvinnu við hagsmuna- samtök og ekki síst ríkisvaldið sem hefur mikil umsvif á miðborgar- svæðinu. Það þarf að fjölga göngu- leiðum í miðborginni, endurskoða bílastæðagjöld sem eiga stóran þátt í því að fjöldi fólks fer ekki niður í bæ að versla. Einnig að stuðla að uppbyggingu öflugs verslunar- kjarna í miðbænum og styðja þá sem vilja fjárfesta þar.“ Fjármálin í ólestri Sem formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga hefur þú talað um þrönga fjárhagsstöðu sveitarfé- laganna. Samtímis gagnrýnir þú fjármál Reykjavíkurborgar? „Fjárhagsstaða sveitarfélaganna er misjöfn og erfiðleikarnir kannski mestir þar sem orðið hefur veruleg íbúafækkun. Aðhaldsleysi í fjármál- um borgarinnar og erfið fjárhags- staða sveitarfélaga er sitthvað. Al- mennt er fjárhagur sveitarfélaga á landsbyggðinni erfiður og skatt- tekjur margra þeirra duga vart fyrir rekstri. Það gilda ekki alveg sömu lögmál um langstærsta sveitarfélag landsins. Þar er allt að þenjast út og vantar aðhald. Við sjáum þetta á svo mörgum sviðum. Ég tel brýnt að einstakir starfshættir borgarinnar verði endurskoðaðir frá grunni og nauðsyn þeirra metin. Ég tel líka að það þurfi að endurskoða rekstrar- form fyrirtækja og stofnana borg- arinnar og þess vegna að gera þjón- ustusamninga um tiltekna þætti. Til dæmis mætti í þessu sambandi skoða ýmsa þjónustustarfsemi borg- arinnar, m.a. hjá ÍTR, Leikskólum Reykjavíkur og menningarstofnun- um. Við teljum fráleitt að Orkuveit- an sé að nota fjármuni Reykvíkinga til að standa í bullandi samkeppn- isrekstri, sem önnur fyrirtæki geta vel sinnt. Lína.net er búin að kosta um 3 milljarða sem teknir voru úr sjóðum Orkuveitu Reykjavíkur.“ Vilhjálmur segir marga vankanta á stjórnkerfi borgarinnar þrátt fyrir sífellda endurskoðun á því. „Erind- um er oft seint og illa svarað. Það verður að koma betra skipulagi á þessi mál, enda skylda okkar gagn- vart þeim sem beina erindum til borgarinnar að afgreiðsla mála sé markviss, framkvæmd með eðlileg- um hætti og byggð á jafnréttis- grundvelli en ekki geðþótta.“ Skattpeningana í þágu fólksins Skipulags- og umhverfismál skipta miklu um framtíð byggðar í Reykjavík, að mati Vilhjálms. Hann segir þessi mál tengjast öllum þátt- um okkar daglega lífs og að stefnan í þessum málaflokkum geti ráðið úr- slitum um vöxt og viðgang borgar- innar á næstu áratugum. Það hafi verið undir forystu sjálfstæðis- manna 1986 að gerð var áætlun um hreinsun strandlengjunnar og lagn- ingu göngu- og hjólreiðastíga. Því hafi verið haldið áfram. Þetta sé eitt besta dæmið um hvernig borgaryf- irvöld geti tryggt íbúum sínum betra umhverfi og aukin lífsgæði. „Við eigum fyrst og fremst að nýta skattpeningana til að tryggja borgarbúum góða skóla, heilnæmt umhverfi, greiðar samgöngur og góða þjónustu. Við verðum einnig að halda uppi traustu félags- og vel- ferðarkerfi til stuðnings þeim sem minna mega sín í ölduróti sam- félagsins. Við sjálfstæðismenn höf- um staðið að ýmsum mikilvægum hagsmunamálum Reykvíkinga með meirihlutanum, m.a. uppbyggingu grunnskóla, leikskóla og virkjana- framkvæmda á Hellisheiði og ýms- um öðrum þörfum viðfangsefnum. Slík verkefni, og áþekk, eru fyrst og fremst hlutverk okkar borgarfull- trúa, en ekki að setja fjármuni borg- arbúa í áhættusaman samkeppnis- rekstur.“ gudni@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 19 Gríptu tækifæri› Vi›skiptavinir í Stofni fá afslátt og endurgrei›slu flegar fleir eru tjónlausir Trygg›u stö›u flína fieir sem sameina tryggingar sínar í Stofni fá 10% endurgrei›slu á i›gjöldum sínum flegar fleir eru tjónlausir og árlega fá flúsundir Íslendinga ávísun í pósti frá félaginu. Sjóvá-Almennar eru eina tryggingafélagi› á Íslandi sem umbunar tjónlausum vi›skiptavinum sínum me› flessum hætti. Nánari uppl‡singar fást hjá Sjóvá-Almennum tryggingum hf., Kringlunni 5, í síma 569 2500 e›a á www.sjova.is. Sjóvá-Almennar eru í eigu Íslandsbanka. Sjóvá-Almennar hlutu Íslensku gæ›aver›launin 2003

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.