Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 21 Fást í verslunum um land allt H. Blöndal ehf. Sími 517 2121 www.hblondal.com Purga-T sjálfvirku slökkvitækin fyrir sjónvörp • Alltaf á vakt • Slekkur eldinn strax • Fullkomlega öruggt „Minn frið gef ég yður“ Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika 18.-25. janúar: Alþjóðleg bænavika verður haldin í kirkjum um heim allan vikuna 18.-25. janúar. Um allan heim er beðið fyrir einingu kristins fólks þessa viku. Bænir vikunnar koma frá söfnuðum í Aleppo í Sýrlandi og er sérstaklega beðið fyrir friði. Dagskrá alþjóðlegrar samkirkjulegrar bænaviku 18.-25. janúar: Sunnudagur: Útvarpsmessa í Dómkirkjunni. Sr. María Ágústsdóttir og sr. Jakob Á. Hjálmarsson þjóna fyrir altari, major Anne Marie Reinholdtsen, forstöðukona Hjálpræðishersins á Íslandi, predikar. Fulltrúar annarra trúfélaga lesa ritningarlestur. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu eftir messu. Mánudagur: Bænastund kl. 12 í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, Hátúni 2, Reykjavík. Bænastund kl. 20 í Karmelklaustri í Hafnarfirði. Þriðjudagur: Bænastund klukkan 12 í Fríkirkjunni Veginum, Smiðjuvegi 5, Kópavogi. Miðvikudagur: Samkoma kl. 20 í Kristskirkju í Landakoti. Ræðumaður: Jóhannes Gijsen, biskup. Fimmtudagur: Samkoma kl. 20 hjá Hjálpræðishernum, Kirkjustræti 2, Reykjavík. Ræðumaður: Högni Valsson, forstöðumaður í Fríkirkjunni Veginum. Föstudagur: Samkoma kl. 20 hjá Hjálpræðishernum á Akureyri, Hvannavöllum 10. Ræðumaður: Sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur. Laugardagur: Lokasamkoma kl. 20 í Íslensku Kristskirkjunni, Bíldshöfða 10. Ræðumaður er Svanhildur Sigurjónsdóttir frá Óháða söfnuðinum. Undirbúningur bænavikunnar hérlendis er í höndum samstarfs- nefndar kristinna trúfélaga. Aðild að nefndinni eiga: Aðventistar, Fríkirkjan Vegurinn, Hvítasunnukirkjan, Hjálpræðisherinn, Íslenska Kristskirkjan, Kaþólska kirkjan, Óháði söfnuðurinn og Þjóðkirkjan. Allir eru hjartanlega velkomnir. hitinn gufa sem er notuð til að fram- leiða rafmagn. Síðan er hún sett í varmaskipta og hitar upp kalt vatn sem sent er til Kópavogs. Það getur þó fundist hitaveitulykt af vatninu vegna þess að í það er látið blæða svo- lítið af brennisteinsvetni til að halda súrefni í skefjum svo það skemmi ekki lagnir. Um tíma tóku menn upp á að blanda saman upphitaða vatninu og borholuvatni. Þessi efnablanda stífl- aði mörg rörin og olli miklu fári, en at- vinnuskapandi var hún fyrir pípu- lagningamenn. Gömlu mennirnir sögðu stundum í hljóði hver við annan: „Það er vonandi að það frjósi vel um jólin,“ – þá fór fólk seint á fætur og kveikti seint upp, þá fraus í rörum og allt var vitlaust að gera hjá pípulagningamönnunum eft- ir hátíðarnar.“ Um tíma var lítill áhugi hjá ungu fólki á að læra pípulagnir en það er að breytast. Ég hef komið að endur- menntun pípulagingamanna á seinni árum, útvegað bækur og vann við að semja nýja námskrá, sem nú er kennt eftir. Pípulagningar eru fjölþætt iðn í dag og krefjast undirstöðugóðrar þekkingar t.d. á efnum og vatni. Það eru mörg þúsund afbrigði af vatni á Íslandi, þetta er því mikil flóra.“ Kvonfang úr klausturskóla Ég er nú orðin óþolinmóð að frétta hvenær Sigurður Grétar hafi getað fundið sér stund til þess að kynnast eiginkonunni Helgu Harðardóttur og stofna til heimilis og barneigna með henni? „Árið 1959 var Félagsheimili Kópa- vogs vígt með viðhöfn og í tilefni af því ákvað Leikfélag Kópavogs að ráða til sín danskan leikstjóra, Gunnar Ró- bertsson Hansen, fjölhæfan heims- borgara, til að leikstýra kínverskum ævintýraleik. Meðal þeirra sem léku var Guðrún Þór og ég. Guðrún lék for- sætisráðherrafrú og ég garðyrkju- mann hennar sem flekaði dóttur hennar og varð í framhaldi af því tengdasonur forsætisráð- herrahjónanna. Einhvern tíma varð Guðrúnu að orði að ég hefði gert þetta vel og hún gæti sem best hugsað sér að eignast mig fyrir tengdason. Ég sagði að hún ætti bara svo unga dótt- ur að það kæmi vart til greina. Þá sagðist Guðrún eiga eldri dóttur sem hún geymdi í klausturskóla í Írlandi, enda kaþólsk. „Ég lít á gripinn þegar hún kemur heim,“ sagði ég og gleymdi þessu svo. En þegar Músagildran eftir Agöthu Christie var sýnd kom ung stúlka í miðasöluna sem mér leist bráðvel á. Þar var þá komin elsta dóttir Guðrúnar Þór og Harðar Þór- hallssonar viðskiptafræðings. Hann var mikill sjálfstæðismaður og um tíma ritstjóri Voga, blaðs sjálfstæð- ismanna í Kópavogi. Ég kynntist hon- um lítillega. Hann var berklaveikur og dó áður en við Helga giftumst,“ segir Sigurður. „Ég hafði búið í Kópavogi frá tveggja ára aldri. Amma mín Abelína var kaþólsk og hún hafði áhrif á að ég var send í klausturskólann, sem mér líkaði reyndar svo vel í að ég var um tíma að hugsa um að ganga í klaust- ur,“ skýtur Helga inn í og hlær. „Sú ráðagerð rann endanlega út í sandinn þegar við giftum okkur í mars 1961 og mátti ekki seinna vera því dóttir okkar fæddist í júní. Það var raunar kaþólski biskupinn í Landakoti sem gifti okkur, Jóhannes Gunnarsson, hann var ömmubróðir minn. Ég er afkomandi „hins drengsins“, Gunnars Einarssonar, sem fór með Nonna, Jóni Sveinssyni rithöfundi, út í skóla,“ bætir Helga við. „Það hefur verið sterkari kynhvöt í honum en Jóni,“ segir Sigurður Grét- ar og hlær. „Abelína giftist Þórhalli Árnasyni sem var kvennagull bæjarins á þeim tíma og glæsimenni mikið. Þau eign- uðust einn son, föður Helgu, og skildu síðan,“ bætir hann við. Stofnun fyrirtækis og eignamissir „Við Helga settumst að í bílskúrn- um hjá tengdamömmu og fyrr en varði vorum við orðin áhyggjuefni fjölskyldunnar því við eignuðumst þrjú börn á þremur árum. Þegar þröngt var orðið í 30 fermetra skúrn- um brugðum við á það ráð að reisa okkur hús efst við Bjarnhólastíg og bjuggum þar með börnin okkar fimm, Kolbrúnu, Hörð, Fjalar, Sváfnir og Erp, til ársins 1985 – en þá fór illa fyr- ir okkur. Við misstum húsið vegna þess að við töpuðum öllu sem við átt- um. Ég hafði stofnað fyrirtæki á verð- bólgutímum og hóf þá innflutning á ýmsu sem laut að pípulögnum, en ég hugsaði þar meira um nýjungar í Helga Harðardóttir og Sigurður Grétar Guðmundsson í hlutverkum sínum í Tíu litlir negrastrákar eftir Agöthu Christie sem Leikfélag Kópavogs sýndi. Hjónin léku þá saman í fyrsta skipt og þá þær tvær persónur sem af komast í l eikritinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.