Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 31
Í BÓKINNI Armed Guardians, sem
bandaríski herinn gaf út, kemur
fram að fyrsta árið á Íslandi hafi
bandaríska setuliðið, nánar til tek-
ið fjarskiptadeild þess, lagt svo
umfangsmikið fjarskiptanet um
Ísland að líkja megi við köngulóar-
vef: „Til þess að auka skilning á
umfangi þeirra verkefna sem fjar-
skiptadeildin hefur leyst af hendi,
má vitna í opinberar tölur sem
segja að ríflega fimm milljónum
dala hafi verið varið til efniskaupa,
þá ekki meðtalinn búnaður svo
sem borðsímar, verkfæri og vöru-
bílar. Meira en 4.000 símtæki eru
í notkun hjá bandaríska hernum á
Íslandi og tengjast á að giska 40
símstöðvum sem eru starfræktar
allan sólarhringinn.“ Fjölbreyttum
verkefnum deildarinnar er lýst í
fáeinum orðum, allt frá þjálfun
bréfdúfna og til þess að lesa úr
dulmálssendingum og dulkóða
sendingar til og frá bækistöðvum
bandamanna á Bretlandseyjum
og í Bandaríkjunum. „Þegar er
búið að leggja nokkur þúsund míl-
ur af vírum og köplum ofanjarðar
og -neðan, og er metnaðarfullum
markmiðum fjarskiptadeildarinn-
innar þó fjarri því lokið.“
Frá bréfdúfum til
dulmálssendinga
þjóðernissinna um ævarandi hlutleysi
eyjakrílisins í norðri beðið afhroð.
Enda standast fæstar rómantískar
grillur svínsleg próf veruleikans. Ári
síðar var raunsæið komið á það stig
að ríkisstjórnin kinokaði sér ekki við
að samþykkja komu bandaríska hers-
ins – og þóttu það kannski að ekki öllu
leyti afleit skipti. Á friðartímum var
unnt að flagga hugsjónum, í stríðs-
vindum voru þær haldlitlar. Í huga
margra Íslendinga þýddi ákvörðun
ríkisstjórnarinnar að fjallkonan var
búin að missa leifarnar af meydómi
sínum – og enginn endurheimtir glat-
að sakleysi – aðrir voru allshugar
fegnir að tengjast stórveldi sem var
ekki þátttakandi í stríðinu á þessum
tíma. Alþingi var kvatt saman tveim-
ur dögum síðar til aukaþings, enda
vantaði sárlega lögformlegt sam-
þykki á þessum leynisamningum, og
samþykktu þingmenn herverndina
með miklum meirihluta, eða 39 at-
kvæðum á móti þremur atkvæðum
þingmanna Sósíalistaflokksins.
„Hnífurinn er á barka okkar“
Eðlilega lá mönnum þó mikið á
hjarta um efnið og gerðu flestir þing-
menn hlutleysið að sérstöku umfjöll-
unarefni. Margir fögnuðu mjög íhlut-
un Bandaríkjamanna og töldu
réttmæti samningsins hafið yfir allan
vafa, aðrir voru varfærnir í ályktun-
um en studdu þó ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar. Gera má ráð fyrir að í
ummælum Sigurðar E. Hlíðar, þing-
manns Sjálfstæðisflokksins, hafi
kristallast skoðanir margra þing-
manna og raunar Íslendinga í þessu
máli. Hann gerði orðalag svarskeytis
Bandaríkjaforseta að umtalsefni og
sagði: „Er þetta orð, „hættuástand,“,
ekki allteygjanlegt? Og á því Banda-
ríkjaforseti að dæma um það, hvenær
þessu hættuástandi er lokið? Getur
það ekki verið, að því teljist ekki lokið
fyrr en löngu eftir að styrjöldinni
linnir, eða er þetta fyrirheit um það,
að þeir ætli aldrei að fara aftur?“
Hann bætti síðan við til að skýra
stuðning sinn við samninginn um her-
verndina: „Þó að ég sé „ídealisti“ og
vilji lifa í friði við allar þjóðir, neyðist
ég líklega til að vera raunsæismaður í
þessu máli og beygja af. Mun ekki
verða komist hjá því að gera þennan
samning við Bandaríkin, því að hníf-
urinn er á barka okkar.“
Brynjólfur Bjarnason, þingmaður
Sósíalistaflokks Íslands, sagði að
„þetta skref, sem nú hefur verið stig-
ið, er áreiðanlega örlagaríkasta skref-
ið, sem stigið hefur verið í utanrík-
ismálum Íslands, síðan landið fékk
innlenda stjórn,“ og kvaðst telja að
„samningur sá, sem íslenska ríkis-
stjórnin hefur gert við stjórn Banda-
ríkjanna, er gerður í fullu heimildar-
leysi og umboðslaust frá þjóðinni.“
Hann gat þess ennfremur að atburð-
irnir hefðu ekki átt að koma neinum á
óvart: „Í 1. maí ávarpi kommúnista
1940 er frá því skýrt, að Bandaríkin
hafi í hyggju að sölsa undir sig yf-
irráðin á Grænlandi og Íslandi. Frá
þessu var skýrt í þessu ávarpi fyrir
meira en ári síðan. Þetta var nokkru
áður en breskur her steig hér á land.“
Ríkisstjórnin var spurð út í ástæð-
ur þess að upplýst var um hervernd-
arsamninginn í útvarpi, samdægurs
og herliðið kom til landsins, en Al-
þingi ekki kvatt saman áður. Ólafur
Thors, þáverandi atvinnumálaráð-
herra og formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, kvaðst hafa verið hvatamaður
þessa og ástæðan verið sú að vegna
tímamismunar á milli landanna
þriggja hefðu fregnir af samningun-
um borist hingað frá Englandi, hefðu
Íslendingar ekki orðið fyrri til. „Það
var að mínum dómi óboðlegt íslensku
þjóðinni, að hún ein allra þjóða væri
leynd þessum mikilvægu samningum,
hún, sem þó var annar samningsaðili,
eða einn þeirra þriggja – og sá, sem
þeir vörðuðu mest.“ Hann kvaðst
jafnframt þeirrar skoðunar að með
samningnum hefði „í einni svipan“
tekist þrennt í senn: „Að tryggja
sjálfstæði þjóðarinnar, að losna við
erlent hernámslið og að sjá borgið af-
komu þjóðarinnar í atvinnu- og fjár-
málum.“ Ólafur harðneitaði því að
gengið væri í berhögg við hlutleysi Ís-
lands með samningnum, en Þór
Whitehead sagnfræðingur kveðst
hins vegar líta svo á að á þessum við-
sjárverðu átakatímum hafi „hlutleys-
ið [verið ] orðið ótryggt athvarf.“
Samningurinn hafi í raun og veru
sýnt að stjórnarherrar Íslands á
þessum tíma hefðu verið meðvitaðir
um öryggi landsins „í víðtækri merk-
ingu“ [Morgunblaðið 4. apríl 1979].
Með því að ganga á svig við stefnuna
um ævarandi hlutleysi hafi náðst
jafnvægi á milli raunsæis annars veg-
ar og hlutleysisstefnunnar hins vegar
og „lánast að bjarga öryggis- og við-
skiptahagsmunum þjóðarinnar úr
bráðum háska“.
Í Bandaríkunum skiptust menn í
tvö horn í afstöðu sinni til þessa
skrefs sem stjórnvöld höfðu stigið í
átt að þátttöku í stríðsátökunum í
Evrópu. Andstæðingar Roosevelts
létu mjög til sín heyra en almenning-
ur virðist þó ekki hafa verið ýkja mót-
fallinn landgöngunni á Íslandi. Þann-
ig leiddi skoðanakönnun sem Gallup
birti í Bandaríkjunum 25. júlí í ljós að
61% aðspurðra væri fylgjandi
ákvörðun stjórnarinnar en 17% and-
vígir. Í bréfum þeim sem Roosevelt
barst frá bandarískum almenningin
mátti hins vegar greina meiri mun, þó
ekki meiri en svo að hlutfall andstæð-
inga aðgerðanna annars vegar og
stuðningsmanna hins vegar var nokk-
uð jafnt. Corgan greinir frá því að á
meðal þeirra sem skipuðu sér í fyrr-
nefnda hópinn hafi verið kona sem
skrifaði: „Sveitir okkar má ekki senda
í dauðann á því guði gleymda landi Ís-
landi. Annar bréfritari, frá Kanada,
ályktaði það af lestri Eddukvæða að
„Íslendingar gætu séð um sig sjálf-
ir.““
Einn merkasti viðburður frá
stríðsbyrjun
Heimildir eru fyrir því að Íslands-
för Bandaríkjamanna hafi komið Hit-
ler á óvart og að vonum tóku Þjóð-
verjar fregnunum illa. Verið væri að
ögra Þriðja ríkinu og ómögulegt að
sjá fyrir afleiðingarnar af slíkum ögr-
unum. Þeir héldu því einnig fram að
íhlutun Bandaríkjamanna væri Ís-
lendingum á móti skapi.
Hins vegar var haft eftir Winston
Churchill að samkomulagið um her-
verndina væri einhver merkasti við-
burður sem orðið hefði frá upphafi
styrjaldar. Ánægja hans var auðskil-
in. Hann taldi víst að markmið hans
hefði náðst; Bandaríkin stæðu nú á
þröskuldi þess að taka fullan þátt í
styrjöldinni og aðeins tímaspursmál
hvenær þeir tækju skrefið til fulls.
Hann gat þess einnig að breskur her-
afli yrði áfram á Íslandi, sem kom að
vísu flestum Íslendingum í opna
skjöldu. Þeir höfðu skilið samninginn
um herverndina sem svo að hann
stafaði einvörðungu af brýnni nauð-
syn, þar sem Englendingar þyrftu á
setuliði sínu að halda á ótilgreindum
öðrum stöðum. Bretar héldu hins
vegar enn um stjórnartaumana í her-
stöðvum sínum og það var raunar
ekki fyrr en rúmum níu mánuðum
eftir komu Bandaríkjamanna, eða í
lok apríl 1942, að tilkynnt var með
formlegum hætti í Washington að
Bandaríkjamenn hefðu tekið við yf-
irhersjórn á Íslandi. Íslendingar
þurftu hins vegar engar opinberar
staðfestingar eftir tíu mánaða sam-
búð með Bandaríkjamönnum.
Flest dagblöðin sem gefin voru út á
þeim tíma voru varfærin í forystu-
greinum sínum daginn eftir komu
Bandaríkjamanna; Alþýðublaðið
kvaðst treysta því að Bandaríkja-
menn héldu öll sín drengskaparheit
gegn varnarlausri smáþjóð, Nýtt
dagblað, arftaki Þjóðviljans, sagði um
„nauðungarsambúð“ vera að ræða en
gerði þó fyrst og fremst kröfu um
gagnkvæma aðgát í samskiptum hers
og þjóðar, og Tíminn kvaðst þeirrar
skoðunar að um eðlilegt samkomulag
væri að ræða í ljósi aðstæðna í heims-
málum. Í forystugrein Vísis sagði
hins vegar að engin breyting fylgdi í
raun komu Bandaríkjamanna og yf-
irlýstum áformum um brottför Breta:
„Erlent herlið er erlent herlið og
verður aldrei annað, undir hvaða for-
merkjum sem það flytst hingað inn í
landið, og hvernig sem er um hnútana
búið.“ Í forystugrein Morgunblaðsins
sagði m.a.:
„Rás heimsviðburðanna varðandi
Ísland hefur nú tekið nýja stefnu.
Bandaríki Norður-Ameríku hafa
samið svo um við íslensk stjórnvöld,
að þau tækju landið í vernd sína.
Jafnframt verði hinu breska hernámi
létt af. Það, sem hér hefur gerst, eru
einir hinir örlagaríkustu atburðir.
Þess er að vænta, að þjóðin taki þeim
með stillingu og kjarki og horfi með
festu gegn framtíðinni.“
Í Bretlandi sagði The Times meðal
annars að herfræðilegar og efnahags-
legar hvatir stýrðu Bandaríkjamönn-
um; þeir væru svo að segja nauð-
beygðir: „Bandaríkjamenn hafa
byggt upp hagkerfi sitt að miklu leyti
á útflutningi til annarra heimsálfa.
Þeir geta ekki setið auðum höndum,
meðan markaðir þeirra eru lagðir í
rústir.“
Bandarískur her fór af Íslandi
1946, utan þess að ýmsir liðsmenn
hersins komu að rekstri Keflavíkur-
flugvallar, sem Bandaríkjamenn
sömdu um að stjórna, og kom ekki
aftur fyrr en með varnarsamningnum
1951. Bandarískur her hefur því verið
hér óslitið í rúma hálfa öld og með
fyrrnefndu hléi í rúm sextíu ár. Dag-
urinn sem bandarískur herafli steig á
land á Íslandi markar að margra mati
þáttaskil í sögu þjóðarinnar á sein-
ustu öld, varðandi þróun menningar
hennar, tækniframfara og afkomu, en
dagurinn sá hafði áhrif víðar. Að mati
Corgan er 7. júlí 1941 „mikilvægur í
nútímasögu Íslands, en fyrir Banda-
ríkin hafði hann þó jafnvel enn meiri
þýðingu. Hann táknaði meiri háttar
umskipti hvað varðaði grundvallar-
reglu í utanríkisstefnu Bandaríkj-
anna, stefnu sem ekki minni maður
en sjálfur George Washington hafði
arfleitt þjóðina að.“ Þann dag hófu
Bandaríkjamenn bein afskipti af þró-
un alþjóðamála sem staðið hafa óslitið
síðan og ótal dæmi eru um, hvort sem
litið er til Evrópu, Suður-Ameríku,
Afríku eða Asíu eins og nýliðin innrás
í Írak og hersetan þar er ótvírætt
dæmi um. Eftir Íslandsförina 1941
hafa Bandaríkjamenn verið á þeyt-
ingi og ekkert lát verið á heimsóknum
þeirra um víða veröld. Ekki er heldur
að sjá nein merki þess að þeir ætli að
halda sig við heimahagana í bráð. En
hvort þeir telji ástæðu til að fram-
lengja dvölina á „sögueyjunni“ eða
ekki, kemur væntanlega í ljós fyrr en
varir.
Höfundur er rithöfundur
Tónlistin að heiman heillar: Þröngt á þingi í hljómplötuversluninni Fálkanum 8. september 1942
Bandarískir fótgönguliðar munda sprengjuvörpu á æfingu við Austurbæjarskól-
ann í október 1943. Við enda skólabyggingarinnar sér í syðsta braggann í Skip-
ton Camp á Skólavörðuholti þar sem nú er Hallgrímskirkja.
Snjómokstur og hálkuvarnir
á Akureyri 2004-2006
Tækni- og umhverfissvið Akureyrarbæjar,
framkvæmdadeild, fyrir hönd Bæjarsjóðs
Akureyrar, óskar eftir tilboðum í tímavinnu við
snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2004-
2006. Verkefnið felst í hreinsun á snjó og krapa af
götum, gangstígum og bifreiðastæðum ásamt
snjómokstri og -akstri, auk sandburðar á götur,
gangstíga og bifreiðastæði.
Útboðsgögnin verða afhent í þjónustuanddyri
Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri.
Tilboðum skal skila í þjónustuanddyri eigi síðar en
fimmtudaginn 29. janúar kl. 13.00 og verða þau
þá opnuð í fundarsal á 1. hæð að viðstöddum
þeim bjóðendum, eða fulltrúum þeirra, sem
þess óska.
Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri.
Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri
Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is