Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 32
LISTIR 32 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ K alli Bjarni, Karl Bjarni Guðmunds- son, sjómaður í Grindavík er popp- stjarna Íslands. Eft- ir margra mánaða keppni við verðuga andstæðinga var hann vel að sigr- inum kominn eftir afburðaflutning á laginu Mustang Sally sem Wilson Pickett gerði frægt árið 1966. Idol hefur verið ein athyglisverð- asta uppákoman í íslensku tónlist- arlífi í vetur. Hugmyndin er sótt til útlanda – til Englendingsins Sim- ons Fullers sem er er sannkallaður poppmógúll, umboðsmaður, pródúsent og hugmyndafræðingur. Það var hann sem skapaði Spice Girls á sínum tíma og hann er líka „höfundur“ annarrar vinsællar poppgrúppu, S Club 7. Simon Fuller á þó lengri sögu í bransanum því hann hefur um árabil verið um- boðsmaður frægra stjarna og fer þar Eurythmics-söngkonan Annie Lennox sjálfsagt fremst í flokki. Fuller stofnaði umboðsskrifstofu sína, 19 Entertainment Group, árið 1984 og frá þeim tíma hafa popp- stjörnur á hans vegum komið 96 lögum og 79 plötum í fyrstu sæti bresku vinsældalistanna. Á nýliðnu ári seldu stjörnur hans meir en 10 milljón plötur um allan heim. Hann er því enginn viðvaningur í brans- anum. H ugmyndin að Pop-idol varð að veruleika í bresku sjónvarpi fyrir tæpum þremur árum og sló í gegn. Bandaríkjamenn voru fljótir að taka við sér og fá Simon Fuller til að skapa amerískt idol sem notið hefur gríðarlegra vinsælda. Í dag er þátturinn staðfærður og sýndur í tæplega þrjátíu löndum og sífellt fleiri bætast við. Hugmyndin er einföld; ungir söngvarar taka þátt í keppni þar sem þrír dómarar, vel heima í poppi, dæma. Eftir undankeppni og undanúrslit komast níu keppendur á svið og þá er það almenningur sem sest í dómarasætið en getur þó stuðst við umsagnir dómaranna þriggja og eins gestadómara. Sá sem fæst atkvæði fær í símakosn- ingu er úr leik. Verðlaun fyrir sigurvegara í lokaþættinum eru plötusamningur. Þ ær gagnrýnisraddir hafa vissulega heyrst að Idol sé lágmenningarleg skemmtun þar sem þáttarframleið- endur nýti sér ungt hæfileikaríkt fólk til að maka eigin krók án þess að krakkarnir njóti nokkurs nema ef til vill stundarvinsælda. Hvort söngvararnir ungu njóti aðeins stundarvinsælda eða eigi eftir að uppskera raunverulegan frama í popptónlist á eftir að koma í ljós. Hitt er ljóst að þátturinn hef- ur notið meiri vinsælda en flest annað fjölmiðlaefni hvar sem hann hefur verið sýndur. Þau ólíkindi urðu við kosninguna á föstudags- kvöld að 150.000 símaatkvæði bár- ust sem þýðir það að rúmlega ann- að hvert mannsbarn á landinu hefur kosið eða þorri fullorðinna Íslendinga. Það verður þó að gera ráð fyrir því að einhverjir hafi not- fært sér þann möguleika að kjósa oftar en einu sinni til að standa enn betur að baki sínum keppanda. B andaríski fjölmiðlafræðing- urinn og blaðamaðurinn dr. Roy Peter Clark getur sér til um það hvers vegna vin- sældir Idol hafa orðið svo miklar sem raunin er. Hann segir að í fyrsta lagi sé Idol framhaldssaga. Í hverjum þætti sögunnar á ákveðið uppgjör á sér stað – og ný niður- staða fæst. Í sögulok er áhorfand- anum svo lofað stærsta uppgjörinu, endanlegri niðurstöðu. „Sagan er einföld og sögð á einfaldan hátt,“ segir hann, „hvaða söngvari stend- ur eftir í lok síðasta þáttar.“ Það er kjarni málsins. Þá segir Clark það skipta máli um vinsældirnar að persónur og leikendur, ungu söngv- ararnir, eigi hver sína sögu og eigi nokkurs að freista með þátttök- unni. Fjórða atriðið sem máli skipt- ir er að í þættinum er líka „vondi karlinn“; í bresku og bandarísku þáttunum er það dómarinn Simon Cowell sem dæmir af umbúðalausri hreinskilni sem sumum þykir jafn- vel ótuktarleg og allt að því grimm. En hlutverk vonda karlsins er líka mikilvægt fyrir vinsældirnar skap- ar dýnamík og spennu. Í fimmta lagi skiptir spennan sjálf máli – biðin eftir niðurstöðunum sem verður jafnspennandi fyrir þátttak- endurna og þá sem heima sitja. Engin góð saga er án spennu og í Idol er það vissulega spennandi að fylgjast með bæði gengi keppend- anna og úrslitum kosninganna. Það er reyndar það síðastnefnda sem Clark nefnir að lokum sem mikil- vægt atriði í vinsældum þáttanna; kosningin sjálf. Þar er almenningur virkjaður á gagnvirkan hátt; hver og einn sem heima situr fær tæki- færi til að segja sína skoðun og hafa þannig persónulega áhrif á framvindu sögunnar. Í slenska ídolið er alveg eftir for- skriftinni og nýtur ekki minni vinsælda en erlendu þættirnir. Það sem hefur lukkast hvað best við íslensku stjörnuleitina er ekki síst umgjörðin sjálf en það er sjaldgæft að sjá svo vandvirknisleg vinnubrögð í íslenskum þætti af þessum toga. Kynnarnir tveir, þeir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson, eða Simmi og Jói, eins og þeir heita á sjónvarpsmáli, hafa staðið sig feiknavel. Þeir eru lausir við tilgerð og stæla sem sum- um sem í slíkar stöður komast er svo tamt að beita en hafa fyrst og fremst verið skemmtilegir um leið og þeir hafa sýnt af sér fag- mennsku. Þeir hafa sprellað skemmtilega – eins og þeir gerðu til dæmis frábærlega í diskóþætt- inum með nettum diskósporum – án þess að sprellið hafi orðið að ein- hverjum fíflagangi. Þeir hafa líka verið í því erfiða hlutverki að vera einhvers konar stuðpúðar milli keppenda og dómara og sýnt væmnislausa nærfærni þegar kepp- endur hafa komið misbugaðir af fundi dómaranna. Dómararnir eru vel valdir og all- ir með mikla reynslu í bransanum. Þorvaldur Bjarni fer fyrir dóm- nefndinni og er alltaf sanngjarn og fagmannlegur í dómum sínum. Sigga Beinteins hefur líka verið góð og tekið keppendur á beinið fyrir framkomu og túlkun. Bubbi Morthens hefur verið í hlutverki vonda karlsins og hefur ekki verið með neitt rósamál við keppendur. En hreinskiptnin er líka spennandi og bestu stundirnar í Idol hafa ein- mitt verið þegar dómarana hefur greint á um frammistöðu keppenda og það hefur einmitt oft hent þá Þorvald og Bubba. E n þá að keppendunum sjálf- um. Það var hreint með ólík- indum að 1.400 ungmenni á aldrinum 16–29 ára skyldu telja sig eiga erindi í stjörnuleit Idol-þáttanna. Þó var eiginlega enn ótrúlegra hve margir efnilegir söngvarar hafa verið kynntir til leiks. Auðvitað eru alltaf fleiri kall- aðir en útvaldir en til þess er jú leikurinn gerður. Í fljótu bragði gæti ég ímyndað mér að á milli fimm og tíu keppendur í undan- úrslitum ættu eftir að láta til sín taka í söng í framtíðinni fyrir utan þá níu sem komust alla leið í Smáralindina þar sem úrslitin hafa farið fram. Þarna hefur verið hægt að sjá alvöru talenta. Í þeim hópi má nefna þær Ölmu Rut og Arndísi Ósk, báðar kraftmiklar söngkonur með góðar raddir og mikla hæfi- leika sem gaman verður að sjá Stjarnan fundin Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurvegarinn, Kalli Bjarni, sjómaður í Grindavík. AF LISTUM Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is Morgunblaðið/Garðar Þau ólíkindi urðu við kosninguna á föstudagskvöld, að 150.000 símaatkvæði bárust í keppnina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.