Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 34

Morgunblaðið - 18.01.2004, Side 34
LISTIR 34 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Söngleikurinn Chicago erbyggður á leikriti fráárinu 1926 eftir blaða-manninn Maurine Dallas Watkins, þar sem segir frá óþekktri söng- og danskonu, Roxie Hart, sem drepur ótrúan eig- inmann sinn og tekst að sleppa við fangelsisdóm með hjálp lögfræð- ingsins Billy Flynn og notfærir sér síðan athygli fjölmiðlanna við rétt- arhöldin til að komast á toppinn í skemmtibransanum ásamt öðru dansandi morðkvendi, Velmu Kelly. Höfundar söngleiksins, John Kander og Fred Ebb, tóku þennan ádeilukennda söguþráð og spunnu úr honum léttara efni sem í þýð- ingu og aðlögun Gísla Rúnars Jónssonar hefur verið flutt frá Chi- cago 3. áratugarins með öllum sín- um þjóðsagnakenndu sérkennum yfir í nútímalegra og almennara umhverfi sem gæti allt eins verið hér á Íslandi í dag. Ísland í dag eða gær „Chicago í þessari sýningu er ekki tiltekin borg í Bandaríkj- unum, heldur getur verið skemmti- staður eða kabarett þar sem allt getur gerst,“ segir Þórhildur leik- stjóri og dregur ekki dul á að þetta sé flókin sýning og mikil vinna sem liggur á bakvið að setja hana sam- an svo allt gangi smurt fyrir sig. „Það sem gerir þetta flókið í sýningu er einmitt það sem gerir þetta að skemmtilegu leik- húsverki,“ segir hún. „Atriðin renna hvert inn í annað, atburða- rásin er ekki rakin í einfaldri framvindu heldur er söguþráðurinn brotinn upp og ýmsum aðferðum leikhússins beitt til að segja þessa sögu á sem fjöl- breyttastan og litríkastan hátt. Þetta er semsagt skemmtilegt leik- húsverk og greinilegt að höfund- arnir kunna ýmislegt fyrir sér í þeim efnum. Hér er allt undir í einu og verkefni okkar sem stjórn- um sýningunni er að sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig og framvindan skýri sig sjálf. Hér er öllu tjaldað til sem Borgarleik- húsið hefur yfir að ráða, Íslenski dansflokkurinn er samstarfsaðili Leikfélagsins við sýninguna og leikararnir með Hönsu (Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur), Steinunni Ólínu og Svein Geirsson í farar- Allt fyrir frægðina Leikfélag Reykjavík- ur frumsýnir í kvöld á Stóra sviði Borg- arleikhússins söng- leikinn Chicago í leik- stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Morgunblaðið/Eggert Leiðir Roxie og Velmu liggja saman í kvennafangelsinu. Morgunblaðið/Eggert Velma K berst við Roxie um athygli fjölmiðla. Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Höfundar: John Kander og Fred Ebb. Þýðing, leikgerð og aðlögun: Gísli Rúnar Jónsson Leikarar: Jóhanna Vigdís Arn- ardóttir, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir, Sveinn Geirsson, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Eggert Þorleifsson, Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Ellert A. Ingimundarson, Guð- mundur Ólafsson, Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Hanna María Karlsdóttir, Ilm- ur Kristjánsdóttir, Marta Nor- dal og Theodór Júlíusson. Dansarar: Aðalheiður Hall- dórsdóttir, Guðmundur Helga- son, Guðmundur Elías Knud- sen, Katrín Ingvadóttir, Katrín Á. Johnson, Peter Anderson, Steve Lorenz, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir, Valgerður Rún- arsdóttir. Tónlistarmenn: Karl O. Ol- geirsson, Róbert Þórhallsson, Jóhann Ó. Hjörleifsson, Sam- úel Jón Samúelsson, Kjartan Hákonarson, Sigurður Flosa- son, Matthías Stefánsson. Myndband: Hákon Már Odds- son Ljós: Lárus Björnsson Búningar: Elín Edda Árna- dóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhanns- son Tónlistarstjóri: Jón Ólafsson Danshöfundur: Jochen Ulrich Leikstjóri: Þórhildur Þorleifs- dóttir Chicago Önnur námskeið: Fjármál heimilanna - leiðin til velgengni, matreiðsla fyrir karlmenn - byrjendur, matreiðsla sjávarrétta - framhald fyrir karla, kynning á trúarbrögðum heims - síðdegis- og kvöldnámskeið. Myndlist og handverk: Fatasaumur, skrautskrift - stig 1 og 2, glerlist, mósaík, teikning og vatnslitamálun, olíumálun, prjón, húsgagnaviðgerðir - að gera upp gömul húsgögn, viðhald og viðgerðir á gömlum timburhúsum. ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA Morgun-, síðdegis- og kvöldkennsla fyrir byrjendur og lengra komna (stig 1-5). Íslenska talflokkar og ritun. Fjarnám í íslensku á netinu - skráning á www.vefskoli.is INNRITUN: 13.-22. janúar milli kl. 9 og 21. Kennsla hefst 26. janúar. Innritun fer fram í Miðbæjarskóla, Fríkirkjuvegi 1. Upplýsingar í síma 551 2992. Netfang: nfr@namsflokkar.is - Vefsíða: www.namsflokkar.is Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4. SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR FULLORÐINSFRÆÐSLA Í 65 ÁR Morgun-, síðdegis- og kvöldnámskeið. PRÓFADEILD - ÖLDUNGADEILD Grunnskólastig - Framhaldsskólastig - Fjarnám Félagsliðanám - brú fyrir starfsfólk í umönnun aldraðra og fatlaðra. Innritun stendur yfir. Kennsla hefst 15. janúar Sérkennsla í lestri og ritun - viðtöl og einkatímar. Íslenska: aukin lestrarfærni, stafsetning og málfræði. ALMENNIR FLOKKAR - FRÍSTUNDANÁM Fjölbreytt tungumálanám: Byrjenda- og framhaldsflokkar. Norska, sænska, enska, þýska, hollenska, franska, ítalska, spænska, portúgalska, pólska, rússneska, tékkneska, arabíska, hebreska og tælenska. Talflokkar og upprifjun í dönsku, sænsku, ensku og ítölsku. Daglegt mál. Aðstoðarkennsla í stærðfræði fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.