Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 37

Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 37
hringurinn er einnig myndlíking fyr- ir hugmyndaheim okkar, sýn okkar takmarkast við sjóndeildarhring okkar í yfirfærðri merkingu. Í verk- inu Reykjavík, myndröð, á sér einn- ig stað viss skrásetning þar sem áhorfandinn getur skemmt sér við að skoða myndirnar eftir stærð, lög- un og viðfangsefni og fundið þannig út skrásetningarkerfi það sem lista- maðurinn hefur notað við uppsetn- ingu og gerð þeirra. Smáheimurinn Annars konar skrásetning á sér stað í rými því sem Ólafur sýnir og inniheldur líkön af mörgum verka hans eða mögulegum verkum. Hér kemur fram rannsókn á formum og eiginleikum þeirra, möguleikum speglunar og skuggamynda, ýmis atriði sem Ólafur notar gjarnan við gerð verka sinna. Aftur verður til- finningin um endurreisnarmanninn sterk, listamaðurinn birtist sem eins konar vísindamaður á rannsóknar- stofu sinni. Í næsta rými er svo áhorfandinn algjörlega í aðalhlutverkinu en þar hefur verið komið fyrir leikföngum sem sýningargestir geta sett saman að eigin vild og búið til margvísleg líkön. Leikföng af þessum toga eru notuð við stærðfræðikennslu. Það verður gaman að sjá hvað mun verða til í þessum sal, það sem núna er að mestu leyti hrúga af plast- hlutum mun vaxa upp í alls kyns turna og líkön á næstu tveimur mán- uðum. Fjölbreytt heild Af ofanskráðu má sjá að sýningin í heild er fjölbreytt og býður upp á skemmtilegar upplifanir. Verk Ólafs hafa lag á því að kalla fram marg- víslegar vangaveltur og vekja fólk til umhugsunar um leið og þau eru hrein sjónræn upplifun og skemmt- un. Hafnarhúsið fylgir stefnu Ólafs mjög vel eftir með því að bjóða upp á margvíslegt jaðarefni, listsmiðjur fyrir alla fjölskylduna, listamanns- spjall og fyrirlestra. Þetta jaðarefni er sérstaklega skemmtilegt og fræðsludeild safnsins til mikils sóma, hér kemur loksins fram starf- semi sem er í takt við starfsemi safna erlendis, safnið kemur fram með spennandi og skemmtilegt efni fyrir almenning og ekki síst fyrir börn, listamenn og listneytendur framtíðar. Það er ástæða til að gleðjast vegna þessarar sýningar og óska Listasafni Reykjavíkur og forráða- mönnum þess til hamingju með hana og það fræðslu- og kynningarstarf sem henni fylgir, allt er þetta til þess fallið að sýna fram á möguleika myndlistarinnar í samfélaginu og það er frábært út af fyrir sig. Sýn- ingin hefði svo aldrei tekist án styrktaraðila og óskandi að þeir sem þetta styrktu sjái mikilvægi þess að koma fleiri íslenskum listamönnum á kortið. Forsetafrúin okkar hefur hér komið fram á óvæntan hátt í sambandi við þessa sýningu og veitt íslenskum listamönnum stuðning við að koma list sinni á framfæri með því að vera milliliður milli þeirra og erlendra blaðamanna og sýningar- stjóra sem hingað hafa komið í sam- bandi við þessa sýningu. Framtak hennar er lofsvert en sýnir um leið hversu hlálegt ástandið er í kynn- ingarmálum íslenskra listamanna. Nú verða ráðamenn að fara að taka þetta mál alvarlega, því Dorrit getur þetta varla ein. Það er ljóst að ekki aðeins verður þessi sýning til þess að opna augu margra hér á landi fyrir möguleik- um myndlistarinnar í dag heldur verður hún án efa til þess að hjálpa íslenskum listamönnum á einhvern hátt við að koma sér á framfæri. Ólafur er Björk íslenskra myndlist- armanna. Ragna Sigurðardóttir Sjón og skynjun áhorfandans er í aðalhlutverki í innsetningu Ólafs, Sjóndeildarhringur athafna þinna. LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 37 MENNINGARBORGARSJÓ‹UR AUGL†SIR EFTIR UMSÓKNUM Ári› 2001 stofnu›u menntamálará›herra og borgar- stjórinn í Reykjavík sérstakan sjó› sem ber heiti› Menningarborgarsjó›ur og hafa fali› Listahátí› í Reykjavík ums‡slu hans. Hlutverk sjó›sins er a› stu›la a› fjölbreytilegu menningarstarfi um allt land, í framhaldi af menningarborgarárinu. HÉR ME‹ ER AUGL†ST EFTIR UMSÓKNUM UM STYRKI FYRIR ÁRI‹ 2004. Augl‡st er eftir umsóknum til: • N‡sköpunarverkefna á svi›i lista. • Menningarverkefna á vegum sveitarfélaga á landsbygg›inni. • Menningarverkefna fyrir börn og ungt fólk. Jafnframt ver›ur úthluta› til verkefna á svi›i menningar- tengdrar fer›afljónustu. Umsóknum skal fylgja: L†SING Á VERKEFNINU Lög› skal fram greinargó› l‡sing á verkefninu, umfangi fless og markmi›um. TÍMA- OG VERKÁÆTLUN Ger› skal grein fyrir undirbúningi, áætla›ri framvindu verksins og verklokum. Verkefni skal loki› innan árs frá úthlutun. UPPL†SINGAR UM HELSTU A‹ILA a) Lag›ar skulu fram uppl‡singar um helstu a›ila sem a› verkefninu standa og ger› grein fyrir flætti fleirra í verkefninu. b) Einnig skal greint frá sta›festum samstarfsa›ilum, stofnunum og fyrirtækjum sem a› verkefninu koma og fleirra flætti í flví. FJÁRHAGSÁÆTLUN Tilgreina skal tekjur og gjöld verkefnisins, framlag samstarfs- a›ila og fjárhæ› sem sótt er um. Ef umsókn fylgja ekki ofangreindar uppl‡singar ver›ur hún ekki tekin til greina. Athugi› Styrkir eru veittir til verkefna. Ekki eru veittir styrkir til almenns rekstrar, byggingaframkvæmda, tækjakaupa, námskei›ahalds og fer›a. Umsóknarfrestur er til 17. febrúar 2004 og ver›ur öllum umsóknum svara›. Úthluta› ver›ur í mars. Umsóknir skal senda til Listahátí›ar í Reykjavík, pósthólf 88, 121 Reykjavík, merktar: Menningarborgarsjó›ur. Allar nánari uppl‡singar eru veittar á skrifstofu Listahátí›ar í Reykjavík, Lækjargötu 3b, 101 Reykjavík, sími 561 2444, fax 562 2350, artfest@artfest.is, www.listahatid.isHagsmunaaðilar eru hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Nánari upplýsingar um fundina má fá í síma 430 2008 (Skaginn hf.) og í síma 530 8646/863 8013 (Rf). BÆTT ARÐSEMI Í LANDVINNSLU KYNNINGARFUNDUR Á HÓTEL KEA, AKUREYRI Áður boðuð kynning Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og Skagans hf. á fyrstu niðurstöðum í rannsóknaverkefninu „Áhrif roðkælingar á gæði fiskflaka“, verður haldin mánudaginn 19. janúar á Hótel KEA, Akureyri, kl. 13:00-15:00. Dagskrá: - Kynning á tilurð verkefnisins, Sigurður Guðni Sigurðsson framkvæmdastjóri Skagans hf. - Staða verkefnisins og helstu niðurstöður geymsluþolsrannsókna, Emilía Martinsdóttir, deildarstjóri Rf. - Mælingar á nýtingu, hitastigi og afurðaskiptingu hjá Tanga hf. Vopnafirði, Þorvaldur Þóroddsson, sjávarútvegsfræðingur Rf. - Uppbygging roðkælivinnslulínunnar, Einar Brandsson, Skaganum hf . - Ávinningur og reynsla af roðkælingu, Einar Víglundsson framleiðslustjóri Tanga hf. Vopnafirði. - Fyrirspurnir og umræður. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins Stórútsala Efni í allan fatnað 35-50% afsláttur Laugavegi 71, sími 551 0424Seyma Seyma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.