Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.01.2004, Qupperneq 40
40 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ 18. janúar 1994: „Þegar Bill Clinton tók við embætti Bandaríkjaforseta í byrjun árs 1993 ríkti mikil óvissa um hver yrði stefna hans og áherslur í utanríkismálum. Í kosningabaráttunni hafði Clinton fyrst og fremst lagt áherslu á innanríkismál og raunar lýst því yfir að kominn væri tími fyrir Bandaríkja- menn til að horfa í eigin barm. Utanríkismál höfðu verið í brennidepli hjá for- verum hans í embætti, Ron- ald Reagan og George Bush, og voru margir bandarískir kjósendur sammála því mati að vegna breyttra aðstæðna á alþjóðavettvangi væri kom- inn tími til að Bandaríkin sjálf yrðu meginviðfangsefni stjórnvalda. Efnahagsmál, uppstokkun á heilbrigðiskerfinu og önnur innanríkismál voru því efst á baugi er Clinton hóf störf í Hvíta húsinu. Utanríkismálin hafa hins vegar orðið fyrir- ferðarmeiri síðustu mánuð- ina.“ . . . . . . . . . . 18. janúar 1984: „Það hefur oft verið rætt um nauðsyn vald- dreifingar í þjóðfélaginu, m.a. að færa verkefni og tekjur frá ríki til sveitarfélaga. Sveitar- stjórn er nálægara stjórnvald umbjóðendum sínum en ríkis- valdið. Hún þekkir betur óskir þeirra og staðbundnar að- stæður. Hún er því betur í stakk búin en fjarlægara stjórnvald til að mæta þessum óskum með minni tilkostnaði. Meginmálið er þó að heima- aðilar ráði sjálfir þeim málum sem mestu skipta í þeirra nán- asta umhverfi; móti sjálfir rammann utan um sitt dag- lega líf.“ . . . . . . . . . . 18. janúar 1973: „Fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar tók Alþýðuflokkurinn upp þá sér- stöku baráttuaðferð að leggja mikla áherzlu á persónulegt níð um frambjóðendur sjálf- stæðismanna og einkum þá- verandi borgarstjóra. Þegar óhróðurinn keyrði svo um þverbak, að jafnvel Alþýðu- blaðið treysti sér ekki til að birta hann, var tekið á leigu eitt af sorpblöðum borg- arinnar þar sem rógurinn var látinn ganga fram yfir kosn- ingar. Þessi baráttuaðferð Al- þýðuflokksins í kosningabar- áttunni 1970 fékk síðan þann endi eins og minnisstætt er, að Reykvíkingar sýndu andúð sína á þessum vinnubrögðum, og Alþýðuflokkurinn hefur aldrei goldið jafn mikið afhroð í borgarstjórnarkosningum. Nú líður að borgarstjórn- arkosningum og ljóst er, að ekkert hefur Alþýðuflokk- urinn lært af reynslunni frá 1970, því að nú er ný rógs- herferð að hefjast og að þessu sinni beinist hún að oddvita sjálfstæðismanna í borg- arstjórn, Birgi Ísleifi Gunn- arssyni borgarstjóra. Alþýðu- blaðið birtir þessa dagana reglulegar forystugreinar, þar sem fyrst og fremst er haldið saman persónulegu níði um borgarstjórann. Í þessum greinum helgar tilgangurinn meðalið og litlu máli þykir skipta, hvort rétt er farið með staðreyndir eða ekki.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. F ullyrða má að jafnréttisbar- áttan snúist nú til dags öðru fremur um það hvern- ig takast megi að sam- ræma starfsframa og fjöl- skyldulíf. Á Íslandi hefur formlegum skilyrðum jafn- réttis verið fullnægt en samt sem áður dylst fáum að staða kynjanna er enn langt frá því að vera jöfn. Svarið við því hvernig ná megi fram jafnrétti í raun felst ekki í sértækum aðgerðum á borð við kynja- kvóta sem vinna í raun og veru gegn mark- miði sínu með því að ýta undir eðlishyggju og vantrú á því að konur geti náð árangri í krafti eigin verðleika. En engu að síður er unnt að stuðla að auknu jafnrétti með ýmsum ráðum sem fremur eiga skylt við hagræðingu en handstýringu. Sé litið á stöðu jafnréttismála á Íslandi í stóru samhengi er varla hægt að neita því að mikill árangur hefur náðst á undanförnum áratugum. Í samanburði við önnur ríki á Vest- urlöndum, svo ekki sé talað um aðra heims- hluta, standa Íslendingar óneitanlega í fremstu röð. Hér hefur lagalegt jafnrétti kynjanna verið tryggt að fullu. Þótt hlutur kvenna í stjórnmálum geti ekki enn talist jafn á við karla er margt sem bendir til þess að svo muni verða í náinni framtíð. Það kæmi að minnsta kosti ekki stórkostlega á óvart að konur hefðu valist til forystu í tveimur stærstu stjórnmálaflokkum landsins áður en þessi áratugur er úti. Konur eru orðnar um- talsvert fleiri en karlar í hópi háskólanema, sem mun væntanlega skila sér í breyttum kynjahlutföllum innan ýmissa greina atvinnu- lífsins á næstu árum, og vísast leiðir það einn- ig með tímanum til þess að eitt síðasta „karla- vígið“, stétt háskólaprófessora, falli. Samræming fjölskyldulífs og starfsframa Ungum stúlkum eru sem betur fer flestir vegir færir. Þær fá nauðsynlega hvatn- ingu í skólakerfinu og þurfa líkast til sjaldnast að líða fyrir kynferði sitt framan af ævinni. Að vísu verður að játast að sumstaðar er pottur brotinn, til dæmis þegar kemur að mismunun drengja og stúlkna hvað varðar að- gengi og athygli í keppnisíþróttum. Ýmislegt má líka segja um óheppileg áhrif dægurmenn- ingar og tískufyrirbæra á sjálfsmynd ung- lingsstúlkna og má þar meðal annars nefna hlutgervingu kvenna í auglýsingum og tónlist- armyndböndum og óheilbrigt vaxtarlag ofur- fyrirsætna sem líta út fyrir að lifa á loftinu einu saman. Og vissulega berast ungmennum á mótunarskeiði ennþá ógrynni óbeinna vís- bendinga úr umhverfinu um hefðbundin og „eðlileg“ kynjahlutverk. En almennt má þó segja að ungar konur reki sig ekki á umtals- verðar hindranir, kynferðis síns vegna, fyrr en þær koma út á vinnumarkaðinn og hyggj- ast keppa þar við karlkyns jafnaldra sína. Staðreyndirnar blasa við. Kannanir benda æ ofan í æ til þess að umtalsverður launamun- ur sé ennþá til staðar milli karla og kvenna og það sem meira er að sá munur minnki afar hægt. Og hér skal áréttað að þá er átt við launamun sem ekki er unnt að skýra með vís- un í aðrar breytur en kynferði það er að segja að tekið hefur verið tillit til þátta á borð við menntun og starfsreynslu. Rannsóknir hafa ennfremur sýnt að hjúskaparstaða hefur ólík áhrif á kjör karla og kvenna. Karlar sem eru í hjónabandi eða sambúð og með börn á fram- færi hafa hærri laun en einhleypir. Dæmið snýst hins vegar við þegar konur eiga í hlut. Konur eru fáar í hópi æðstu stjórnenda í stórum og meðalstórum fyrirtækjum og stofn- unum og hlutur þeirra er rýr í nefndum og ráðum á vegum hins opinbera. Eins og nýlega kom fram í fréttum er hlutfall kvenna í stjórn- um íslenskra fyrirtækja afar lágt. Af stjórn- armönnum í fyrirtækjunum fimmtán sem mynda Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands eru aðeins 5,3% konur. Hugsanlega eiga úreltar hugmyndir stjórn- enda um verkaskiptingu kynjanna hér ennþá einhvern hlut að máli. Fyrirvinnuhugtakið virðist ekki alveg útdautt og eflaust er eitt- hvað til í því að það komi fyrir að karlar njóti kynferðis síns við stöðuveitingar og launa- ákvarðanir. En hér skal þó gengið út frá því að slíkur hugsunarháttur sé á undanhaldi og að flestum stjórnendum sé umhugað um að fá hæfasta fólkið til starfa og meti starfsfólk sitt að verðleikum, óháð ytri einkennum. Ábyrgð á heimili hamlar konum Það sem fyrst og fremst ræður því að konur eiga enn langt í land með að ná jafnri stöðu á við karla á vinnumarkaði er sú staðreynd að ábyrgðin á heimilishaldi og barnauppeldi hvílir ennþá aðallega á herðum þeirra. Og vinnuveitendur eru meðvitaðir um það eins og aðrir. Fyrr í vikunni birtist frétt í Morgunblaðinu um könnun sem ungur hag- fræðingur, Henný Hinz, vann fyrir BA-ritgerð sína við Háskóla Íslands og tók til félagsmanna í Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Könnunin leiddi í ljós að konur eru mun oftar en karlar spurðar í atvinnuviðtölum um hagi barna sinna, s.s. aldur þeirra, heilsufar og fyrirkomulag gæslu á vinnutíma en um helmingur kvenna kvaðst hafa lent í því, samanborið við einungis 8% karla. Þá kom fram að 65% svarenda töldu að barneignir hefðu almennt neikvæð áhrif á möguleika kvenna á vinnumarkaði. Voru kynin nokkuð sammála í því mati en konur með börn voru þó frekar á því að börn hefðu neikvæð áhrif en barnlausar konur. Þegar spurt var um karla blasti við gerólík mynd. Langflestir svar- enda, eða um 87%, töldu að barneignir hefðu engin áhrif á möguleika karla á vinnumarkaði! Þessar niðurstöður gefa glögga vísbendingu um þær hindranir sem standa í vegi kvenna á vinnumarkaði. Könnunin rennir jafnframt stoðum undir það að mörgum reynist erfitt að samræma vinnu og fjölskyldulíf. Rúmlega fjórir af hverjum tíu for- eldrum í könnuninni svöruðu því játandi að erf- itt væri að finna jafnvægi milli starfa og einka- lífs og þriðjungur barnlausra kvaðst halda að svo væri. Ekki kemur á óvart að konum fannst erfiðara að samræma vinnu og fjölskyldulíf en körlum. Og 36% barnafólks í könnuninni svör- uðu því að oft eða frekar oft kæmi til árekstra milli vinnunnar og foreldrahlutverksins. Flestir nefndu of langan vinnutíma og vandamál við að Pollar á leikskólanum Tjarnarborg. SKATTAR Í ALÞJÓÐLEGU SAMHENGI Skattamál eru ávallt mikið í um-ræðunni í byrjun hvers árs eins ogvera ber. Í viðskiptablaði Morgun- blaðsins síðastliðinn fimmtudag birtust nokkrar greinar tengdar skattamálum sem starfsmenn Deloitte unnu fyrir blað- ið. Bæði hvað varðar skattgreiðslur ein- staklinga sem og hlutafélaga. Jafnframt var haldinn fjölmennur fundur um skattamál á þriðjudag á vegum Deloitte, viðskiptablaðs Morgunblaðsins og Sam- taka atvinnulífsins. Með aukinni alþjóðavæðingu verða ís- lensk skattayfirvöld í æ ríkari mæli að taka tillit til þeirrar þróunar sem á sér stað í skattamálum annarra ríkja. Hvort heldur sem um skattgreiðslur einstak- linga eða fyrirtækja er að ræða. Á það hefur ítrekað verið bent í ræðu og riti að íslenskt skattaumhverfi hafi mikið um það að segja hvort fyrirtæki ákveða að vera áfram íslensk eða flytja starfsemi sína utan. Eins hvort erlendir aðilar ákveði að fjárfesta beint eða óbeint á Íslandi. Íslensk stjórnvöld hafa komið til móts við fyrirtæki í þessum málum hvað varðar tekjuskatts- greiðslur. Tekjuskattur á hlutafélög er ekki hár á Íslandi í alþjóðlegu samhengi eða 18%. Hins vegar eru gjöld eins og stimpil- og vörugjöld af mörgum álitin tímaskekkja. Í erindi sem Ingimundur Sigurpáls- son, formaður Samtaka atvinnulífsins, flutti á skattadeginum sl. þriðjudag kom fram að forgangsröð í skattamálum þyrfti að byggjast á því að skattlagning ylli sem minnstu óhagræði. „Og því telja Samtök atvinnulífsins brýnna að afnema skaðlega og neyslustýrandi skatta eins og stimpilgjöld og vörugjöld heldur en að lækka lægra skattþrep í virðisauka- skatti. Reglusetning um breytileg skatt- þrep í virðisaukaskatti er afar dýr og óskilvirk leið til þess að bæta hag heim- ilanna. Sú breyting á ekki að vera hluti af almennri stefnumörkun í skattamálum til lengri tíma, enda er hún ekki niður- staða rökræðna eða rannsókna á því, hvaða leiðir í skattamálum stuðli best að bættum hag þjóðarinnar. Stjórnvöld ættu því tvímælalaust að taka til endur- skoðunar áform um lækkun á lægra þrepi virðisaukaskatts og gaumgæfa fremur, hvort ekki sé affarasælla að vinna að afnámi vörugjalda,“ sagði Ingi- mundur. En það eru ekki einungis skattar á fyrirtæki sem skoða verður í alþjóðlegu ljósi. Má þar nefna greiðslur í séreign- arlífeyrissjóði. Í grein Ólafs Kristins- sonar og Páls Eiríkssonar, í viðskipta- blaði Morgunblaðsins á fimmtudag, kemur fram að aðild Íslands að samn- ingnum um evrópska efnahagssvæðið, EES, m.a. með frjálsu framboði á þjón- ustu og flutningi vinnuafls á svæðinu, muni leiða til þess að íslensk stjórnvöld þurfa að aðlaga núgildandi skattalöggjöf með hliðsjón af réttarþróun ESB, þ.m.t. frádráttarbærni greiðslna í evrópska séreignarlífeyrissjóði. Í greininni rekja þeir Ólafur og Páll úrskurði Evrópudómstólsins í tveimur málum á síðasta ári er lúta að frádrætti iðgjaldagreiðslna í séreignarlífeyrissjóði frá skattstofni í heimaríki, hafi iðgjalda- greiðslan verið innt af hendi til séreign- arlífeyrissjóðs í öðru aðildarríki ESB. Í stuttu máli lýtur álitaefnið einkum að því hvort einstökum aðildarríkjum ESB sé heimilt að mismuna launþegum að því er varðar frádrátt iðgjalda í séreignarlíf- eyrissjóð með hliðsjón af hvort greitt er í lífeyrissjóð í heimaríki eða öðru aðild- arríki ESB. Segja þeir Ólafur og Páll að þrátt fyrir að EES-samningurinn taki ekki til skattamála þá megi vera ljóst að íslensk stjórnvöld þurfi að taka tillit til úrlausna Evrópudómstólsins í málum sem þess- um. Íslensk stjórnvöld þurfa að vera vel á verði hvað varðar breytt skattaumhverfi í helstu nágrannaríkjum. Það er mikil- vægt að dragast ekki aftur úr í þessum málum svo sem flestir sjái hag sinn í því að vera áfram íslenskir skattborgarar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.