Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 53
fram að hún væri ekki skáld, en
þykkar eru stílabækurnar sem hún
safnaði í ljóðum sem urðu á vegi
hennar.
Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi,
því táradöggvar falla stundum skjótt
– Glaumur og gylliboð náðu ekki
til Tótu.
Allt var prjállaust og ekta sem
henni viðkom.
Húsið sem þau hjónin byggðu
saman, listilegir smíðisgripir Ólafs,
handavinna Tótu, bækur og fágætt
steinasafn gerðu heimilið að því
menningarheimili sem það er.
...og vinir berast burt með tímans
straumi
og blómin fölna á einni hélunótt.
– Tóta var sterk, vönduð og
glæsileg manneskja, en varð að lúta
í lægra haldi fyrir vágestinum sem
engu eirir, á kaldri „hélunótt“.
Því er oss bezt að forðast raup og reiði
og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss,
– Hún forðaðist „raup og reiði“,
barlóm og annan óvinafagnað.
Aldrei minntist hún að fyrra
bragði á þær verðskulduðu vegtyll-
ur sem henni voru veittar á lífsleið-
inni.
Vinátta hennar var heil og órofin.
...en ef við sjáum sólskinsblett í heiði,
að setjast allir þar og gleðja oss.
– Saman sátum við og glöddumst
í sólskinstónaflóði Viðars, sem bú-
inn er að gera tónahús úr smíðahúsi
afa síns.
Þetta var síðasta samverustund-
in okkar á Kaðalstöðum.
Blessuð sé minning Þórunnar Ei-
ríksdóttur.
Innilegar samúðarkveðjur til
fjölskyldu hennar.
Edda og Páll.
Þórunn á Kaðalstöðum var að
kveðja. Ég fæ sting í hjartað, mér
finnst nú ekki svo langt síðan ég
kynntist þessari skemmtilegu og
glæsilegu konu. Við áttum margar
góðar stundir saman á aðalfundum
Kvenfélagasambands Íslands. Við
vorum báðar dreifbýliskonur og
áttum mörg sameiginleg áhugamál.
Þá lágu leiðir okkar saman í skóg-
ræktarmálum og þau voru góðir
ferðafélagar í skógræktarferðum
til Noregs, Óli og Tóta, og mikil
vinnugleði ríkti þegar var verið að
planta, grisja og snyrta skóg hjá
frændum vorum í Noregi.
Þá var nú ekki lítið gaman að fá
þau í heimsókn í Mývatssveitina, en
þeir voru skólabræður frá Laugum,
mennirnir okkar, og það voru
margar skondnar sögur sem þá
voru rifjaðar upp. Ég á líka nokkra
fallega steina sem Þórunn gaf mér
þegar þau voru að kanna steinaflór-
una víðs vegar um landið, en steina-
safnið á Kaðalstöðum er hreint æv-
intýri bæði utan húss og innan.
Við Þórunn hittumst vítt og
breitt um landið á aðalfundum
Skógræktarfélags Íslands. Það eru
góðir fundir, fróðlegir og skemmti-
legir og ég held því hiklaust fram
að skógræktarfólk sé dálítið sér-
stakt, bjartsýnna og lífsglaðara en
aðrir því þeir eru að vinna fyrir
framtíðina, bæta og fegra landið
okkar og þar átti Þórunn sannar-
lega heima með allan sinn dugnað
og ósérhlífni. Ein af fegurstu minn-
ingunum sem ég á frá þessum fund-
um er þegar Sigurður Blöndal og
Þórunn ásamt mörgum öðrum
sungu „Skógamannaskál“ beint frá
hjartanu.
Ég er innilega þakklát fyrir að
hafa kynnst Þórunni og átt með
henni ótal góðar stundir.
Ég sendi öllu Kaðalstaðafólkinu
innilegar samúðarkveðjur.
Hólmfríður Pétursdóttir.
Við Þórunn Eiríksdóttir vorum
sveitungar í Norðurárdal í Borg-
arfirði og gengum þar í barnaskóla
á árunum kringum 1940. Ekki tók-
ust þar með okkur náin kynni, sú
staðreynd að hún var stúlka, tveim-
ur árum eldri en ég, myndaði frá
mínu sjónarhorni eins konar ósýni-
legan múr milli okkar. Þar að auki
voru heimili okkar sitt á hvorum
sveitarenda svo að ekki voru sam-
skipti þar á milli.
Um það bil tveimur áratugum
síðar bar fundum okkar aftur sam-
an þegar ég var fluttur í annan
landsfjórðung. Sameiginlegt
áhugamál mitt, hennar og eigin-
manns hennar, voru bílferðir um
hálendi og óbyggðir landsins. Þá
minntumst við þess að vera sveit-
ungar og þegar leið mín lá frá
Norðurlandi til höfuðborgarinnar
var freistandi að koma við á Kað-
alsstöðum. Þar mætti farandmanni
alúðleg gestrisni á heimili þeirra
hjóna, hennar og Ólafs.
Í fréttum heyrði ég að hún lét til
sín taka í stjórnmálum og vitneskju
hafði ég um áhuga hennar á skóg-
rækt. Þar um þurfti ekki annan
vitnisburð en skógarreitinn við
íbúðarhús þeirra hjóna.
En rétta mynd af mikilli þátttöku
í félagsmálum og ritstörfum hennar
fékk ég, þegar hún féllst á fyrir
tveimur árum að verða viðmælandi
í forsíðuviðtali fyrir tímaritið
„Heima er best“ sem svo birtist í
júlí-ágúst hefti þess 2002. Þegar ég
otaði að henni segulbandstækinu,
sem venja mín er að nota, færðist
hún eindregið undan því að tala í
það. Þess í stað lét hún mér í té
handrit þar sem hún lýsti bernsku-
heimili sínu, uppvaxtarárum, skóla-
vist í Reykholtsskóla og stofnun
heimilis. Heimild fékk ég til þess að
nota þau svo sem mér þótti best.
Einnig fékk ég í hendur ferða-
þætti, Sögu Grunnskólans að
Varmalandi - 30 ára, Sögu Skóg-
ræktarfélags Borgarfjarðar - 50
ára og Afmælisrit Sambands borg-
firskra kvenna 1931–1986, svo hið
helsta sé talið.
Þannig fékk ég nokkra heildar-
mynd af því á hve mörgum sviðum
hún lagði fram krafta sína. Það var
ekki eingöngu að halda vistlegu og
fallegu heimili og sinna forystu í fé-
lagsmálum bæði í heimasveit og
héraði.
Við sem fædd erum á fyrsta
þriðjungi nýliðinnar aldar, sætum
því að horfa á eftir yfir móðuna
miklu sífellt af þeim er við höfum
átt samleið með á liðnum árum. En
óneitanlega verður tilfinning sakn-
aðar og tómleika sterkari en ella
þegar um er að ræða einstakling
eins og Þórunni Eiríksdóttur sem
hvarvetna kom fram til góðs og
vildi gera lífið bjartara og betra
fyrir samferðamenn á lífsleiðinni.
Guðmundur Gunnarsson.
Einn versti gallinn við að eldast
er sá að þurfa að sjá á bak sínum
bestu vinum einum af öðrum. Ég
hef satt að segja í gamni og alvöru
reynt að taka eið af einum og einum
að fara ekki á undan mér – og sem
eðlilegt er hef ég fengið svör á borð
við: „Við verðum nú víst ekki
spurð.“ Og það er mikið til í því. Við
erum ekki spurð. Þeir verða að
missa sem eiga. Við, vinir hennar
Þórunnar, getum þó huggað okkur
við það að hafa lengi átt einlæga
vináttu og tryggð þeirrar einstöku
öndvegiskonu og getum búið að
dýrmætum og mannbætandi end-
urminningum um hana meðan enn
er eitthvað eftir af okkar eigin
kvóta. Sá fjársjóður verður ekki frá
okkur tekinn.
Þórunn ólst upp á miklu menn-
ingarheimili, Glitstöðum í Norður-
árdal, í hópi fimm systra, sem þóttu
hver annarri gjörvilegri enda vel
heppnuð blanda af Borgfirðingum
og Árnesingum. Sunnlenska ætt-
kvíslin, móðurætt þeirra, er kennd
við Urriðafoss.
Föðurættin er borgfirsk – mikið
kjarna- og sómafólk úr Þverárhlíð,
Stafholtstungum og Norðurárdal.
Vinátta okkar Þórunnar og sam-
starf hófst fyrir alvöru á þingum
Sambands borgfirskra kvenna fyrir
margt löngu og hélst alla tíð eftir
það. Það voru mikil forréttindi að
kynnast henni. Hún var ekki bara
fljúgandi vel gefin heldur beinlínis
djúpvitur og afar vel skipulögð og
fyrirhyggjusöm. Allt lá opið fyrir
henni og henni vannst því alltaf
ákaflega vel. Hún var rík af hug-
sjónum, raunsæ og jákvæð. Til að
gera langa sögu stutta álít ég að
hún hafi verið með allra mikilhæf-
ustu Borgfirðingum síðustu aldar.
Nú er svo sannarlega skarð fyrir
skildi.
Hún hafði alla tíð hug á að efla
hverskonar menningu og lét hend-
ur standa fram úr ermum. Sjálf var
hún ákaflega vel að sér og hafði
mikla yfirsýn yfir allt sem máli
skipti, bæði fjær og nær. Í ævi-
ágripi hennar hér að ofan sést að
hún kom víða við og kom hvarvetna
fram til góðs. Ég ætla ekki að end-
urtaka það sem þar stendur. Erindi
mitt fram á ritvöllinn er fyrst og
fremst það að þakka fyrir mig.
Hún var mjög vel ritfær og skrif-
aði þó nokkuð mikið sem fengur
væri í að safna saman og láta koma
fyrir almenningssjónir. Til dæmis
er þáttur eftir hana í Heima er best
sem er frábær lýsing á þjóðháttum
í sveitinni þegar hún var að alast
upp og ævisaga hennar í hnot-
skurn. Hennar kynslóð upplifði á
sjálfri sér allan þróunarferilinn, allt
frá landnámi. Á einni mannsævi
gjörbreyttust lífshættir, aðstæður
og vinnubrögð bændafólks á Ís-
landi, allt frá því að vera mjög
frumstæð og upp í það að vera
tæknivædd og nútímaleg. Það var
ótrúlegt ævintýri sem gerðist á
skömmum tíma, því að öldum sam-
an hafði allt staðið í stað.
Maður hennar, Ólafur Jónsson,
var smiður og vann að mestu út í
frá en hafði verkstæði á Kaðals-
stöðum.
Þau reistu sér iðnaðarbýli þar,
byggðu sér íbúðarhús og ræktuðu
skóg en systkini Óla bjuggu hefð-
bundnum búskap. Skógrækt var
raunar ein af mörgum hugsjónum
Þórunnar og þeirra beggja. Hún
var í stjórn Skógræktarfélags
Borgarfjarðar og þar munaði ald-
eilis um hana eins og annarsstaðar.
Síðasta félagið sem hún tók við
formennsku í var Félag aldraðra í
Borgarfjarðardölum. Það var árið
1997 eftir eindreginni áskorun fé-
lagsmanna. Hún gegndi því hlut-
verki með miklum sóma í 6 ár og
naut mikillar hylli. Hún var svo líf-
leg, áhugasöm og hugmyndarík að
hún hreif alla með sér Þegar sjúk-
dómurinn sem dró hana svo til
dauða var farinn að þjarma veru-
lega að henni sagði hún af sér for-
mennskunni haustið 2003. Hún stóð
meðan stætt var og lét gott af sér
leiða til hinsta dags.
Eins og fram kemur í æviágripi
hennar var hún sæmd riddara-
krossi hinnar íslensku fálkaorðu 17.
júní 2003 fyrir störf að félags- og
byggðamálum og það átti hún sann-
arlega skilið. Allt sem hún gerði
gerði hún af hugsjón og ég veit ekki
til að hún hafi þegið laun fyrir eitt
eða neitt sem hún vann í almanna
þágu.
Til gamans langar mig að geta
þess að mér fannst skemmtilegasta
fólkið í Borgarfirði vera gamla fólk-
ið – þvert ofan í máltækið „svo erg-
ist hver sem eldist“. Ég fór furðu
oft á félagsfundi þeirra héðan aust-
an fyrir fjall, einkum og sér í lagi
meðan Kristleifur mágur minn lifði.
Eftir að þau Sigrún fluttu til
Reykjavíkur og ég á Selfoss var
hann ólatur að skreppa á gamal-
mennafundi í Borgarfirði og ég
naut góðs af því.
Á seinni árum tókum við, nokkr-
ar stálpaðar konur í Borgarfirðin-
um, upp á því að hittast öðru hverju
og lesa saman ljóð okkur til sálu-
bótar. Þar á meðal var Þórunn.
Það voru yndislegar stundir. Við
erum ekki hættar þó að við séum
orðnar frekar dreifðar um landið og
okkur hafi fækkað um eina, því
miður. Sumar reyndust vera
laumuskáld.
Þórunn var einn aðalhvatamaður
að því að stofna Minningarsjóð
Guðmundar Böðvarssonar og konu
hans Ingibjargar Sigurðardóttur.
Svo að ég noti orð Þórunnar
sjálfrar um það mál ætla ég að
birta hér kafla úr hennar eigin frá-
sögn í Heima er best: „Hugmyndin
kom fyrst fram á aðalfundi S.B.K. á
Akranesi 1974 og þar voru lagðar
fram fyrstu krónurnar. Síðan hófst
mikil vinna að afla málinu brautar-
gengis og má kalla það þjóðhátíðar-
átak SBK. Aðilar að sjóðnum eru
auk S.B.K Búnaðarsamband og
Ungmennasamband Borgarfjarðar,
Rithöfundasamband Íslands og erf-
ingjar þeirra hjóna, sem gáfu
sjóðnum hús foreldra sinna á
Kirkjubóli. Húsið var gert upp og
rekið sem bústaður fyrir skáld og
aðra listamenn um nokkurt árabil
en selt þegar ekki reyndist grund-
völlur fyrir þeirri starfsemi. Stjórn
sjóðsins réð Silju Aðalsteinsdóttur
til að rita ævisögu skáldsins og ár-
angurinn varð hin merka bók
Skáldið sem sólin kyssti, sem kom
út 1984 þegar 80 ár voru liðin frá
fæðingu G.B.
Sú bók hlaut síðan Íslensku bók-
menntaverðlaunin. Minningarsjóð-
ur G.B. er það öflugur – þökk sé
velunnurum hans – að vextir hans
nægja til að veita ljóðaverðlaun og
borgfirsk menningarverðlaun
þriðja hvert ár.“ Hér lýkur tilvitn-
uninni.
Á þessu ári hefði G.B. orðið
hundrað ára og sjóðurinn hyggst
halda upp á afmælið í haust og út-
hluta verðlaunum. Félagar mínir í
stjórn sjóðsins hafa beðið mig að
flytja kveðju frá sjóðnum og þakk-
læti til Þórunnar fyrir óþreytandi
áhuga hennar og forgöngu um mál-
efni sjóðsins.
Megi Borgarfjörðurinn minn
eignast sem flestar dætur og syni á
borð við Þórunni á Kaðalsstöðum.
Þá mun honum vel farnast.
Blessuð sé minning hennar.
Ingibjörg Bergþórsdóttir
frá Fljótstungu.
Innilegar þakkir færum við öllum sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðar-
för eiginkonu minnar, tengdamóður og
ömmu,
AÐALHEIÐAR ERNU GÍSLADÓTTUR,
Stórateigi 14,
Mosfellsbæ.
Fyrir hönd aðstandenda,
Oddur Gústafsson,
Diljá Kristín Oddsdóttir, Paul Ernst Terrill,
Hildur Hrönn Oddsdóttir, Sigurður Þórir Þorsteinsson,
Einar Raymond Terrill.
Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu samúð
og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar elsku-
legs sonar, föður okkar, tengdaföður, bróður
og mágs,
ÞRÁINS FINNBOGASONAR
lyfjafræðings.
Guð blessi ykkur öll.
Elín J. Jónasdóttir,
Björk Þráinsdóttir, Hlynur Þ. Sigurjónsson,
Birna Þráinsdóttir,
Þór Þráinsson,
Jónas Finnbogason, Kristín Arnalds,
Edda Finnbogadóttir, Guðgeir Pedersen,
Matthías Axelsson.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur vinar-
hug og samúð vegna andláts og útfarar elsku-
legrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
GUÐFINNU GUÐJÓNSDÓTTUR
hárgreiðslumeistara,
Hjallaseli 55,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks í Seljahlíð fyrir
einstaka umhyggju og vinarhug.
Jón Róbert Karlsson, Hlíf Hjálmarsdóttir,
Gunnlaugur Karlsson, Svava Engilbertsdóttir,
tengdabörn, ömmubörn
og langömmubörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar
föður okkar, tengdaföður og afa.
ERLINGS ARNAR PÉTURSSONAR
frá Sauðárkróki.
Sérstakar þakkir til starfsfólks líknardeildar
LSH í Kópavogi, MND félagsins, MND teymis
LSH, og pínu rosalega góðar þakkir til vina
hans fyrir þeirra stuðning.
Þórður Erlingsson, Guðbjörg Rósa Ísólfsdóttir,
Pétur Örn Erlingsson,
Valgerður Erlingsdóttir, Guðmundur Örn Gylfason,
Áslaug María, Ingibjörg Móa
og Hafþór Bjarki.