Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 54
MINNINGAR
54 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Þú kipraðir þig saman, dróst axl-
irnar upp að höfði, beist í vörina og
svo skellihlóst þú svo tárin runnu,
hláturinn og brosið í senn náði til
augnanna og líkamans alls. Þú varst
hláturmild enda sannarlega léttlynd
og kunnir að lifa lífinu. Geiri hló líka,
naut þess að vera með, en ekki eins
hávær og þú.
Kata frænka var sjöunda í hópi ell-
efu systkina og uppeldissystkina.
Hún var föðursystir mín, mikil
frænka og vinkona. Hún var ókrýnd
ættmóðir, í fallegustu merkingu þess
orðs. Allir afkomendur afa og ömmu,
makar og börn voru sem hennar eig-
in, hún fylgdist með okkur, hafði
samband við okkur og elskaði okkur
öll. Heimili Kötu og Geira stóð öllum
opið og þar var jafnt á komið með
þeim báðum, þar var gott að koma,
alltaf stoppað þegar farið var um
Víkina og þar var gestrisni, greið-
vikni, glettni og kæti í fyrirrúmi.
Þessi umhyggja og kátína náði einnig
til sveitunganna og vina svo og kunn-
ingja barnanna þeirra. Það eru ófáir
sem hafa fengið að njóta elsku þeirra
Kötu og Geira. Í mínum huga voru
þið Kata og Geiri Víkin og óhugsandi
að Vík í Mýrdal sé nú án ykkar.
Kötu og Geira kynntist ég stax
sem smástelpa og þau alltaf sjálf-
sagður hluti af veröldinni. Kata var
ótrúlega vinnusöm og mikilvirk,
hafði einfaldlega ekki þolinmæði til
að vera lengi að hlutunum. Geiri var
rólegri, sérlega vandvirkur og flink-
ur verkmaður.
Þegar fór að rýmkast í húsinu,
krakkarnir farnir að heiman, fann
Kata sér viðbótarstarf, hún opnaði
gistiheimili, bakaði Kötukökur, þær
bestu flatkökur sem til eru. Flatkök-
urnar voru annálaðar og bakaði hún
alla virka daga vikunnar. Geiri hjálp-
aði til við þessa útgerð, hannaði
vinnuaðstöðu í bílskúrnum, smíðaði
verkfærin, allt sniðið að þörfum
Kötu, hún sagði líka að hún gæti ekki
haft betri vinnuaðstöðu. Gistiþjón-
ustan og kökubaksturinn átti fyrst að
vera smár í sniðum, en eins og við
mátti búast óx reksturinn, enda voru
gestunum færðar nýbakaðar flatkök-
ur á morgnana, þótt þeir væru hreint
ekki í fæði og Geiri fór ekki ósjaldan
með þá í bíltúr til að sýna þeim nátt-
úruperlur í nágrenni Víkur. Það þarf
ekki að koma á óvart að þau áttu
marga fastagesti, sem margir hverjir
urðu kærir fjölskylduvinir.
Okkur afkomendum ömmu og afa
var gefinn reitur á Þykkvabæjar-
klaustri, æskuheimili þeirra systkin-
anna. Þar hefur stórfjölskyldan kom-
ið saman tvisvar á sumri. Kata hefur
verið potturinn og pannan við alla
skipulagningu, reyndar ásamt systk-
inum sínum. Þessar helgar hafa ekki
verið eintómur hvíldartími, stórhuga
frænku minni, systkinum og uppeld-
issystur hefur ekki þótt ástæða til að
drolla. Búið er að byggja hús með
góðri aðstöðu, stórum sólpalli allt um
kring, tveimur klósettum og að mati
Kötu og bræðra hennar dugði það
ekki til svo settur var upp kamar að
auki – á besta útsýnisstað – enda
skyldi hann verða fínn, stífmálaður
og parketlagður. Kata og Geiri voru
venjulega mætt fyrst á staðinn, búin
GUÐGEIR
GUÐMUNDSSON
OG KATRÍN S.
BRYNJÓLFSDÓTTIR
✝ Guðgeir Guðmunds-son fæddist í Vík í
Mýrdal 19. mars 1927.
Hann andaðist á Hjalla-
túni í Vík hinn 30. des-
ember síðastliðinn.
Katrín Sigrún Brynj-
ólfsdóttir fæddist á
Þykkvabæjarklaustri
14. september 1926.
Hún lést á gjörgæslu-
deild Landspítalans við
Hringbraut hinn 2. jan-
úar síðastliðinn. Útför
þeirra var gerð frá Vík-
urkirkju 10. janúar.
að undirbúa komu fólksins og þegar
búið var að tjalda færði Kata hverri
fjölskyldu flatkökur. Þótt vel hafi
verið unnið í reitnum hefur ekki
gleymst að megintilgangur með ferð-
unum í ættarreitinn er að njóta sam-
verunnar og skemmta sér. Fjöru-
ferð, ferð suður í Haga og
gönguferðir um nágrenni Þykkva-
bæjarklausturs hafa fengið dýpri
merkingu þegar Kata ásamt systk-
inum og uppeldissystur hafa sagt
okkur frá liðnum atburðum, tíma og
aðstæðum sem voru okkur yngri
kynslóðinni lítt þekktar. Varðeldur,
söngur, sameiginlegt borðhald, og
dans undir lifandi tónlist Álftavers-
bræðra í fjóshlöðunni, eru fastir liðir.
Kata steig dansinn, lét ekki hækjurn-
ar aftra sér og tók vel undir sönginn.
Ættarmótið í sumar var síðasta sam-
verustund stórfjölskyldunnar í reitn-
um og verður Kötu og Geira sárt
saknað á næstu árum, en minningin
um góðu stundirnar lifir.
Vorið 1998 var ég svo heppin að
Kata ásamt Bryndísi Brandsdóttur
vinkonu okkar tóku þá ákvörðun að
vera við doktorsvörn mína í Stokk-
hólmi. Þetta var önnur ferð Kötu til
útlanda og var hún fulltrúi fjölskyld-
unnar í þessari ferð. Hún dvaldi
ásamt Bryndísi og Guðrúnu Ólafs-
dóttur í höll Sigrúnar Jónsdóttur
listakonu og Thorstens manns henn-
ar. Það eru engar ýkjur að við
skemmtum okkur vel. Skoðunarferð-
ir um Stokkhólm fengu nýja vídd í
samvistum við frænku mína. Ferð á
Skansinn, á veitingastaði, í neðan-
jarðarlest og rúllutröppum urðu að
ógleymanlegu ævintýri. Í doktor-
sveislunni, þar sem allt fór fram á
sænsku, flutti Kata ræðu á sínu móð-
urmáli og skilaði kveðju frá fólkinu
mínu heima – það þótti mér mikið
vænt um. Þrátt fyrir mikið ævintýri í
útlöndum var hugurinn svo heima
þegar hátíðarhöldum lauk. Í fluginu
heim, bar okkur af leið frá Keflavík-
urflugvelli og stefndum aftur á haf
út, til vesturs. Kata spurði þá hvert
við værum eiginlega að fara. Bryndís
sagði í háfkæringi að við stefndum
sennilega bara á Ameríku. Það leist
minni nú ekki á og sagði í hálfgerðri
örvilnan en mig langar nú bara heim.
Hugurinn var heima þrátt fyrir
skemmtun í útlöndunum.
Síðasta samvera mín með Kötu og
Geira var mjög ánægjuleg. Ég gisti
hjá þeim og lenti í þessari líka fínu
fýlaveislu. Við ákváðum að ég skyldi
koma á hverju hausti héðan í frá,
gagngert í fýl. Ég átti með þeim
ómetanlega stund og eitt er víst að
þegar ég borða fýl mun ég alltaf
tengja það þessari góðu heimsókn.
Kæra Bryndís og Birgir, Lína og
Árni, Guðmundur Pétur og Þorgerð-
ur, Ragnar og Hildur, börn, tengda-
börn og barnabörn. Ég og fjölskylda
mín sendum ykkur innilegar samúð-
arkveðjur og biðjum þess að góðu
minningarnar deyfi sorgina.
Elsku Kata og Geiri. Ég þakka
ykkur einlæglega fyrir allar góðu
stundirnar. Þið voruð trúuð og sam-
rýmd og fylgist nú að til bjartra
heima.
Ykkar
Guðrún.
Elsku Kata og Geiri.
Nú þegar þið eruð bæði farin koma
minningarnar fram í hugann. Alltaf
var jafngott að koma til ykkar í Vík-
ina. Sú tilfinning sem kom þegar
maður keyrði niður brekkuna og sá
húsið ykkar yljaði manni um hjarta-
rætur.
Móttökurnar sem við og allt okkar
fólk fékk frá ykkur voru alltaf ein-
stakar og ánægjulegar. Aldrei kom
til greina að keyra í gegnum Víkina
án þess að koma við hjá Kötu og
Geira.
Elsku Kata, alltaf varst þú mér
sem besta systir, kallaðir þú mig oft
litlu systur og vildir mér alltaf það
besta eins og Geiri föðurbróðir.
Alltaf var jafngott að gista í hjól-
hýsinu sem Geiri smíðaði og bar
verklagni hans gott vitni. Áttum við
margar ógleymanlegar stundir sam-
an í því. Gjafmildi og hjálpsemi ykkar
var vel þekkt og enginn fór frá ykkur
án þess að þiggja góðgerðir, hvorki
úr Víkinni eða ættarreitnum að
Þykkvabæjarklaustri.
Hvort heldur var á ættarmóti eða
„vinnuhelgi“ þá gekk Kata á milli
tjalda og allir fengu flatkökubúnt.
Var ykkur mikið í mun að við tækj-
um við flatkökubakstrinum, og oft
spurðir þú mig, Kata mín, í þeim
mörgu símtölum sem við höfum átt í
seinni tíð, hvort við værum ekki byrj-
uð að baka. Þótti okkur vænt um að
geta sagt ykkur að við værum byrjuð
að baka núna fyrir jólin.
Ekki voruð þið ánægð fyrr en þið
voruð búin að útvega okkur kartöflu-
des við hliðina á ykkar garði í Vík.
Var það mikil tilhlökkun að koma frá
Vestmannaeyjum til að setja niður
eða taka upp kartöflur með ykkur.
Missir okkar og söknuður er mikill
og á eftir að vera erfitt að koma í Vík-
ina eða sveitina án ykkar.
Þökkum við ykkur allar ánægju-
stundir okkar í gegnum árin og send-
um börnum ykkar, tengdabörnum,
barnabörnum og barnabarnabörnum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guðríður og Engilbert.
Kata frænka og Geiri, eins og þið
voruð alltaf kölluð á Háeyrinni.
Þið kvödduð þetta jarðlíf nær sam-
ferða. Þetta er sannkölluð samheldni.
Ég var ekki hár í loftinu þegar
maður fór að sækja í að komast aust-
ur fyrir á, til Kötu frænku.
Á Kirkjuveginum var margt brall-
að. Svo sem útreiðar á garðinum,
vegagerð og bílasmíði í skúrnum hjá
ykkur, að ógleymdum hljómsveit-
aræfingum. Það er ótrúlegt umburð-
arlyndi sem þið höfðuð fyrir allri
traffíkinni í bílskúrnum þar sem ykk-
ar starfsvettvangur var að hluta til
líka.
Strákarnir með hljómsveitirnar,
Geiri að smíða eitthvað og Kata að
baka flatkökur.
Svo var liðinu smalað inn í kaffi og
ristað brauð með besta marmelaði í
heimi.
Maður spyr sig ósjálfrátt að því
hvort framvegis verði nokkrar flat-
kökur í kaffisamsætum í þessari ætt.
Það var alltaf mikill húmor og kær-
leikur sem einkenndi lífið á Kirkju-
veginum og ég er þess fullviss að sú
minning um ykkur mun fylgja manni
um ókomna tíð.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
með ykkur. Hvíl í friði. Raggi, Pétur,
Lína, Bryndís og fjölskyldur, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð og
hlýhug.
Oddur Árnason.
Okkur langar í örfáum orðum að
minnast Kötu, uppeldissystur móður
minnar, og eiginmanns hennar, Geira
frænda, en hann var föðurbróðir
hennar.
Allt frá bernskuárum mínum var
fyrir venju að koma við hjá Kötu og
Geira í Víkinni á leið austur að
Þykkvabæjarklaustri í Álftaveri þar
sem móðir mín ólst upp og ég var í
sveit á sumrin hjá Hilmari Jóni, upp-
eldisbróður mömmu og Brynju konu
hans.
Fyrir liðlega 10 árum ánafnaði
fjölskyldan að Þykkvabæjarklaustri
ættinni nokkra hektara af landi sínu
og var þar útbúinn ættarreitur þar
sem fjölskyldumeðlimir hafa hist á
hverju sumri við að byggja þar lítið
hús og rækta upp reitinn. Höfum við
átt þar skemmtilegar og gefandi
stundir með börnunum okkar og ætt-
mennum.
Á hverju sumri þegar við komum
austur voru Kata og Geiri komin með
fellihýsið sitt góða á svæðið og tóku á
móti okkur með sínum alkunna hlý-
leika og gleði.
Var alltaf jafngaman að horfa á
Kötu og mömmu (Gauju) tipla á þúf-
unum, syngja saman og rifja upp
gamlar endurminningar frá uppvaxt-
arárum sínum þarna í sveitinni.
Fylgdust þeir svo með úr fjarlægð,
pabbi og Geiri, og höfðu gaman af.
Margar voru þær stundirnar þeg-
ar setið var og maulað á flatkökunum
hennar Kötu og faglegar úrlausnir
ræddar við Geira því aldrei var kom-
ið að tómum kofunum hjá honum í
þeim efnum. Verður efalítið tómlegt
á komandi sumri í ættarreitnum án
þeirra.
Viljum við hér með þessum línum
minnast þeirra og þakka allar sam-
verustundir liðinna ára og vináttu.
Sendum við Una og börnin systk-
inabörnum mínum, börnum þeirra og
barnabörnum okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þór Engilbertsson.
Kata og Geiri voru samhent hjón.
Ég kynntist þeim sumarið 1988 er ég
leigði hjá þeim neðri hæðina vegna
jarðskjálftamælinga á svæðinu um-
hverfis Mýrdalsjökul. Tækin fengu
inni í bílskúrnum. Að flytjast til Vík-
ur var upplifun fyrir okkur borgar-
búana og þá sérstaklega 6 ára son
minn sem líkaði mannlífið í plássinu
svo vel að hann hafði uppi áform um
haustið að setjast þar að. Allar götur
síðan hefur gistiheimili Katrínar ver-
ið bækistöð okkar jarðvísindamanna
vegna rannsóknaverkefna á svæðinu.
Bæði sýndu þau hjónin starfi okkar
mikinn áhuga og greiddu götu okkar
á ýmsa vegu. Ósjaldan var okkur
boðið á efri hæðina að áliðnum degi.
Þar í eldhúsinu voru hin ýmsu fræði
rædd í bland við ferða- og veiðisögur
yfir kaffi og kleinum að ógleymdum
bestu flatkökum landsins. Iðulega
barst talið að Kötlu og stöllu hennar,
Goðabungu, en bæði þessi svæði,
undir jökulhettu Mýrdalsjökuls, hafa
haft töluverða jarðskjálftavirkni á
undanförnum árum.
Sumarið 1991 var ákveðið að skoða
innviði Kötlu með bylgjubrotsmæl-
ingum um leið og botn jökulsins var
kortlagður með íssjármælingum. Við
bjuggum í tjaldi vestast á Háubungu,
með dýrðlegt útsýni yfir jökulinn,
Mýrdalinn, vestur til Eyjafjallajök-
uls og Vestmannaeyja. Eftir nokk-
urra daga vist þar uppi var okkur far-
ið að leiðast fæðið og „baðaðstaðan“
og ákváðum því að skreppa niður í
byggð, til Kötu og Geira, sem þótti
tilbreyting í að fá gesti af jöklinum.
Nú er gert út á slíkar ferðir úr Mýr-
dalnum. Þessar rannsóknir leiddu í
ljós Kötluöskjuna og undir henni
kvikuhólf, sem gosið getur úr með
stuttum fyrirvara, eins og haustið
1918.
Vísindamönnum ber að koma
rannsóknum sínum á framfæri þann-
ig að þær nýtist jafnt leikum sem
lærðum. Í Víkinni býr fólk við stöð-
uga ógn af Kötlu. Í Víkinni eru boð-
leiðirnar styttri og tengsl vísinda-
manna við samfélagið nánari en í
borginni. Að finna þann áhuga sem
fólkið í landinu hefur á náttúrufari,
jarðskjálftavirkni og eldstöðvum
þess, er okkur ekki síður mikilvægt
en að birta niðurstöður okkar í lær-
dómsritum. Greiðvirkni og gestrisni
hjónanna á Kirkjuvegi 1 mun halda
minningu þeirra á lofti. Ég votta ætt-
ingjum þeirra og sveitungum samúð
mína. Víkin verður ekki sú sama og
áður að þeim gengnum.
Bryndís Brandsdóttir.
Við viljum hér minnast sæmdar-
hjóna, sem létust nú um áramótin,
þeirra Katrínar Sigrúnar Brynjólfs-
dóttur og Guðgeirs Guðmundssonar
úr Vík í Mýrdal. Fjölskylda okkar
hefur verið þeirrar ánægju aðnjót-
andi að hafa þekkt þau hjón í tæpan
aldarfjórðung og höfum við átt marg-
ar ánægjstundir með þeim hjónum
og börnum þeirra og barnabörnum.
Svo vel tóku þau Kata og Geiri á móti
okkur og börnum okkar að þau voru
ávallt kölluð amma Kata og afi Geiri
okkar á milli.
Alltaf var jafn ánægjulegt að koma
til Víkur og hitta Kötu og Geira, þar
beið alltaf veisluborð fullt af góðgæti
fyrir gesti að góðum íslenskum sið og
enginn komst frá borði nema full-
saddur. Á borðum voru ávallt flat-
kökurnar hennar ömmu Kötu, sem
eru orðnar landsfrægar enda hvergi
betri. Á Kirkjuveginum var það list-
iðnaður að baka flatkökur. Svo mik-
illa vinsælda nutu flatkökur Kötu að
þau hjón útbjuggu flatkökuvinnslu í
bílskúrnum til að anna eftirspurn.
Þar naut lagni og útsjónarsemi afa
Geira sín við að útbúa aðstöðuna. Það
voru ótrúlegustu hlutir sem Geiri
smíðaði af lagi og kostgæfni, hann
smíðaði sitt eigið fellihýsi, sem þau
hjónin ferðuðust með um allt land og
nutu fegurðar landsins og fé-
lagsskapar ættingja og vina.
Það er margs að minnast úr veiði-
ferðum með þeim hjónum og börnum
þeirra. Alltaf var amma Kata jafn
hress og kát og afi Geiri jafn veiðinn
og veiddi hann alltaf manna mest
með sinni aðferð. Í æsku smíðaði
Geiri veiðispúnana sjálfur, en þegar
þeir fengust verksmiðjuframleiddir,
varð Geiri að sjálfsögðu að laga þá
aðeins til, hann vissi jú betur hvað
sjóbirtingurinn vildi. Einhverju sinni
vorum við veiðifélagar Geira búnir að
ösla um alla á án þess af fá neinn,
þegar Geiri birtist í jakkafötunum á
blankskóm og henti út Geira „spec-
ial“ og fékk einn 16 punda fyrir fram-
an nefið á okkur, það hlakkaði í
gamla manninum.
Það var skammt stórra högga á
milli, þau voru samtaka hjónin, það
voru aðeins þrír dagar á milli þeirra,
en samt lýsti sólargeisli á milli þeirra,
það fæddist nýtt barnabarnabarn,
sem amma fékk að sjá fyrir andlátið.
Það verður mikill söknuður þegar
við komum til með að keyra í gegnum
Vík í framtíðinni, en þaðan munum
við alltaf eiga góðar minningar. Það
er mikill missir að missa Kötu og
Geira svo skyndilega, og þá sérstak-
lega fyrir börn þeirra, barnabörn og
barnabarnabörn. Við sendum þeim
öllum okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Bragi, Katrín og fjölskylda.
Í litlu þorpi úti á landi eins og í Vík
í Mýrdal þar sem allir þekkja alla og
allir vita allt um alla, eru hátterni og
hegðun hvers íbúa hluti af daglegu
lífi hinna. Því mynda íbúar þessa litla
samfélags eina stóra fjölskyldu. Nú
þegar þau Kata og Geiri hafa kvatt
óvænt og svo skyndilega eins og
reyndar var þeirra von og vísa, er
ekki bara færra í fjölskyldunni held-
ur er lífið í Víkinni miklu tómlegra.
Hinir föstu punktar í lífi og tilveru
þorpsbúans hverfa einn af öðrum og
við sem æ sjaldnar sækjum Víkina
heim finnum að viðkomustöðunum
fækkar. Þeir sem nú horfa heim á
Kirkjuveginn sjá ekki lengur Kötu
bogna og lúna að afloknum löngum
vinnudegi, klóra sig upp eftir hand-
riðinu á tröppunum þar sem Geiri
stóð í efstu tröppu með hendur í vös-
um og blístraði og fylgdist með að all-
ir hlutir væru í föstum skorðum. Nú
sjá menn bara skiltið sem á er letrað
„Gistiheimili Katrínar“ tákn liðins
tíma. Lyktin frá flatkökubakstrinum
berst ekki lengur með reyknum úr
bílskúrnum. Rauði Suzuki-jeppinn
dólar ekki lengur eftir Víkurbraut-
inni. Þorpið hefur tekið á sig breytta
mynd.
Þegar kærir vinir að austan kveðja
í hinsta sinn leitar hugurinn til baka á
vit þeirrar veraldar sem var, þeirra
mörgu minninga sem því mætari
verða eftir því sem árunum fjölgar.
Sú ljúfa mynd af þeim hjónum Kötu
og Geira sem kemur upp í hugann nú
á kveðjustund, varpar skærara ljósi á
þá miklu og góðu mannkosti sem þau
höfðu þó ólík væru. Kata og Geiri
voru um margt afar ólík, trúin á hið
góða, hið jákvæða hugarfar, hjálp-
semin og hin sameiginlega lífssýn
gerði það að verkum að þau voru af-
skaplega samhent hjón. Við og Lína
dóttir þeirra vorum æskuvinir.
Heimili þeirra Kötu og Geira stóð öll-
um börnum og unglingum opið.
Verkaskiptingin við uppeldið var
skýr, Geir var að „garva“ í okkur