Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 55
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 55
svona rétt til að siða okkur til en Kata
sá um að tína í okkur góðgætið, kök-
ur, vínarbrauð og kleinur.
Kata bar mikið traust til barna og
ekki síst til okkar vinkvennanna sem
hún hvatti og hrósaði óspart fyrir allt
sem henni fannst vel gert. Af þessu
lét hún aldrei því nú í jólabakstrinum
stóð hún yfir okkur Línu og gerði
ekkert annað en að hrósa okkur fyrir
myndarskapinn.
Þrátt fyrir að við byggjum í sitt
hvorum landsfjórðungnum bar fund-
um okkar þó nokkuð oft saman.
Fundum okkar Geira bar saman á
miðju sumri þegar við ásamt fleirum
rákum hrossastóð í gegnum Víkina á
leið okkar austur yfir Mýrdalssand,
þá mættum við Geira á jeppanum þar
sem að hann kom hálfur út um bíl-
gluggann með Esso-húfuna á hausn-
um og sagði að við yrðum að passa að
hestarnir færu ekki yfir golfvöllinn.
Af fenginni reynslu trúði hann okkur
sjálfsagt vel til þess að reka þá þar
yfir. Fundum okkar Kötu bar saman
fáum dögum fyrir jól þegar hún leit
við hjá okkur í Jöklafoldinni og þann-
ig stóð á að við buðum henni í glas. Til
þess var hún treg því hún sagðist
vera í uppherslu á Reykjalundi og
mætti því ekki smakka það, skellti þó
í sig einu léttu staupi og sagðist koma
síðar og þiggja eitthvað sterkara.
Þau eru mörg störfin sem Geiri
hefur fengist við á langri starfsævi.
Of langt yrði að telja þau öll upp hér
svo tæmandi væri. Fyrst þegar við
munum eftir honum þá vann hann á
bifreiðaverkstæðinu hjá kaupfélag-
inu í Vík. Hann var sérstaklega hand-
laginn og vandvirkur þó sjálfmennt-
aður væri. Það má sjá á ýmsu því sem
að hann smíðaði hvort sem það var
fyrir sjálfan sig eða aðra. Sennilega
hefur Geiri verið með þeim fyrstu
fyrir austan sem smíðaði sér hjólhýsi
sem var í sífelldum ferðum milli Vík-
ur og Klausturs. Síðustu ár starfs-
ævinnar var hann starfsmaður RA-
RIK í Vík. Áhugamálin voru golf og
fiskveiðar. Hann stytti sér stundir yf-
ir sumartímann með því að leika golf.
Í því fór hann sínar eigin leiðir eins
og í svo mörgu öðru, því ekki var al-
veg laust við að hann væri dálítið sér-
vitur, a.m.k. afskiptasamur. Geiri var
veiðimaður góður og með eindæmum
fiskinn. Þar sem sjaldan fékkst fisk-
ur fékk hann fisk enda vissi hann ná-
kvæmlega hvar átti að kasta, hverju
ætti að beita og skammaði veiðifélag-
ana ef þeir spilltu fyrir honum „fær-
unum“ á morgnana áður en hann
komst út.
Kata var einstaklega atorkusöm
og dugleg kona. Nú um nokkurra ára
skeið rak hún Gistiheimili Katrínar í
kjallaranum á Kirkjuveginum. Þar
var einstaklega vel að ferðamönnum
búið. Gleggsta dæmið um það var að
þeir sem einu sinni komu þangað
komu aftur og aftur og engu máli
skipti á hvaða tíma sólarhringsins
gest bar að garði. Þó að hróður gisti-
heimilisins hafi víða farið þá eru það
flatkökurnar hennar sem lengi munu
halda nafni hennar á lofti, því að þær
eru orðnar landsfrægar. Eftirspurn-
in eftir kökunum var orðin slík að
hún hafði hvergi undan við að baka
þó svo að hún færi á fætur löngu áður
en nokkur í Víkinni vaknaði og væri
búin að baka 100 og stundum 200
kökur þegar þeir fyrstu fóru á ról.
Kata var ein af þessum konum sem
aldrei féll verk úr hendi. Hún var
með eindæmum greiðvikin, vildi allt
fyrir alla gera. Það var því oft þétt
setinn bekkurinn á Kirkjuveginum.
Yfir heimili þeirra Kötu og Geira hef-
ur alla tíð ríkt kærleikskyrrð og gest-
risni mikil mætt þeim mörgu sem
þangað hafa átt leið, háum sem lág-
um, frændfólki og vinum.
Komið er að kveðjustund, samleið
góð, vörðuð minningum mörgum og
góðum er þökkuð heils hugar í dag.
Við sendum börnum þeirra Kötu og
Geira, tengdabörnum, barnabörnum
og aðstandendum öllum innilegar
samúðarkveðju. Blessuð sé minning
þeirra hjóna.
Kristín og Finnur.
Samheldni fólks, ekki síst hjóna,
kemur fram í ýmsu, meðal annars í
umtali frænda og vina. Í okkar fjöl-
skyldu voru þau oftast nefnd í sama
orðinu og kölluð sínum gælunöfnum,
Kata og Geiri frændi, bróðir hans
pabba. Við þekktum þau ekki öðru-
vísi en ætíð saman, og nú eru þau
skyndilega bæði horfin af sjónarsvið-
inu. Þau féllu frá með fáeinna daga
millibili en örlögin réðu því svo að
áramótin síðustu aðskildu þau á
hinsta degi.
Svo lengi sem við munum, allt frá
því að við krakkarnir vorum á barns-
aldri að alast upp við fámenni sveita-
lífs austur í Rangárþingi, þá var Vík-
in einn af fáum stöðum sem frá okkar
sjónarhóli var einhvers konar ævin-
týralegur nafli alheimsins en jafn-
framt fastur punktur í tilverunni. Þar
var pabbi fæddur og upp alinn. Þar
bjuggu Kata og Geiri í húsinu sem afi
hafði byggt fyrir austan á. Í því húsi
höfðu foreldrar okkar byrjað sinn bú-
skap og eignast sitt fyrsta barn.
Skammt þar frá, nær árbakkanum,
var Guðmundur afi með skósmíða-
verkstæðið sitt, þar voru óvenjuleg
verkfæri, vélar og tæki, þar var sér-
kennileg lykt af leðri og skóm,
gúmmíi og lími. Og þar fannst stund-
um góðgæti, brjóstsykur eða súkku-
laði, sem sett var í kramarhús úr
maskínupappír. Vestar í þorpinu,
fyrir utan á sem kallað var, þar voru
kaupfélögin tvö með sínar verslanir
og vöruskemmur, verkstæði og bíla-
flota, þar var líka hótel og símstöð.
Þetta var undraheimur, í okkar aug-
um stórborg og fyrir ofan allt, uppi á
Reynisfjalli var Lóranstöðin sem
kórónaði ævintýraljómann. Við tún-
fótinn ofan við þorpið, þar var Suður-
Vík, fyrrum stórbýli, þar sem pabbi
var upp alinn. Við hvert fótmál voru
kunningjar og skyldfólk, en mið-
punkturinn var heima hjá Kötu og
Geira. Þangað var alltaf gaman að
koma og þar var gott að vera.
Á uppvaxtar- og skólaárum okkar
bjuggum við um skeið undir Eyjaföll-
um, fyrst í Seljalandsskóla og síðar í
Skógum. Þá var styttra að fara til
fundar við skyldfólkið austur í Vík.
Kata og Geiri eignuðust mannvænleg
og elskuleg börn sem urðu góðir vinir
okkar. Seinna lengdist leiðin á milli
fjölskyldnanna eftir að foreldrar okk-
ar fluttu suður til Reykjavíkur og síð-
ar í Kópavog. En þrátt fyrir það hélt
frændfólkið áfram að hittast bæði
fyrir sunnan en einkum þó austur í
Vík af ýmsum tilefnum. Lengi fram
eftir árum var farið austur um fýla-
tímann til að ná í fýl austur á Mýr-
dalssandi og í grennd við Víkina. Eft-
ir að þær veiðiferðir lögðust af,
fengum við frá frændfólkinu í Vík
sendingar með ómissandi matföng-
um fyrir að minnsta kosti eina veg-
lega fýlaveislu, sem haldin var árlega
á hverju hausti svo lengi sem foreldr-
ar okkar lifðu. Með árunum varð
meira um skemmtiferðir okkar fjöl-
skyldna austur um sveitir Suður-
lands á sumrin, ekki síst eftir að
hringvegurinn var opnaður og tjald-
vagnar komu til sögunnar. Þá var
ævinlega komið við hjá Kötu og Geira
sem ætíð tóku höfðinglega á móti
gestum, hvort sem þeir voru margir
eða fáir. Meðal góðgerðanna voru
víðfrægar flatkökurnar hennar Kötu,
sem okkur þóttu þær heimsins bestu
og bera langt af öðrum. Stundum
voru þær líka gefnar í nestið eða
sendar um langan veg, jafnvel lands-
horna á milli. Ógleymanleg eru tvö
fjölmenn ættarmót sem haldin voru
austur í Vík með nokkurra ára milli-
bili fyrir skyldfólk af Kerlingardal-
sættinni. Þessi mót voru afar vel
heppnuð og ánægjuleg, var það ekki
síst að þakka framtakssemi og mynd-
arlegum undirbúningi sem að mestu
var í höndum Kötu og Geira og fjöl-
skyldu þeirra.
Kata og Geiri voru bæði einstakir
öðlingar og indælismanneskjur í alla
staði, hlýleg og elskuleg í viðmóti,
höfðingjar heima að sækja og mestu
tryggðatröll gagnvart okkur og fjöl-
skyldum okkar. Milli pabba okkar og
Geira frænda voru sérstök bræðra-
bönd, einkum á síðari árum. Báðir
báru þess merki að þeir áttu óblíða
æsku. Á barnsaldri misstu þeir móð-
ur sína sem dó frá stórum barnahópi
eftir langvarandi veikindi. Eftir það
ólust þeir upp hvor á sínu heimilinu,
pabbi í Suður-Vík en Geiri hjá Guð-
mundi afa. Ungir að árum sáu þeir á
bak tveimur bræðra sinna sem fórust
í sjóslysi við fjöruna sunnan undir
þorpinu í Vík. Slík lífsreynsla setur
mark á alla menn og fjölskyldur
þeirra.
Pabbi okkar og Geiri frændi höfðu
gaman af að segja sögur, ekki síst frá
gömlum dögum. Inn í þær sögur
spunnust oft ævintýraferðir, við sil-
ungsveiðar inni í Heiðardal eða aust-
ur í Tungufljóti, við björgun verð-
mæta úr strönduðum skipum og svo
mætti lengi telja. Báðir höfðu gaman
af ferðalögum, útivist, veiðum og
margvíslegum tengslum við náttúru
og staðhætti, menn og málefni, eink-
um og sér í lagi við æskuslóðirnar í
Víkinni, Mýrdalnum og víðar í Skaft-
árþingi. Nú ferðast þeir með sínum
kæru og góðu eiginkonum um aðrar
lendur, við sem eftir lifum verðum að
láta okkur nægja að ylja okkur við
ljúfar endurminningar um einstak-
lega indælt fólk og elskulegar mann-
eskjur. Með ævilokum þeirra bræðr-
anna eru kaflaskil í okkar ættarsögu
því þeir voru yngstir af alls níu systk-
inum sem nú eru öll látin. Þau upp-
lifðu margt á mislangri lífsleið sem
samanlagt náði yfir næstum heila
öld.
Við systkinin og okkar fjölskyldur
minnumst þeirra heiðurshjóna Kötu
og Geira með virðingu og þökk fyrir
samfylgdina og sendum innilegar
samúðarkveðjur til barna þeirra,
annarra afkomenda og ástvina.
Njáll, Helga, Guðni,
Guðmundur, Egill
og fjölskyldur.
Hinsta kveðja getur verið með
ýmsu móti. Þessi er til Katrínar í Vík
eins og ég þekkti hana, og Guðgeirs
eiginmanns hennar, en þau létust
bæði hjónin með skömmu millibili um
áramótin. Katrín bakaði heimsins
bestu flatkökur. Við þekktumst sem
viðskiptavinir og góðkunningjar af
þessari hæfni hennar einni. Í hvert
sinn er leið mín lá í gegnum Vík til að
sækja slóðir sjóbirtinga þar í kring
mátti Katrín eiga von á símtali frá
mér á leiðinni, eða ég renndi bara í
hlað til að heilsa upp á hana og Guð-
geir. Og höndla með þetta fágæti sem
hún hafði náð fullkomnum tökum á:
Íslenskum flatkökum eins og þær
gerast bestar. Bestar í heiminum.
Um það vorum við sammála við Katr-
ín. Við tækifæri eins og þessi á liðn-
um árum var það Guðgeir sem sagði
fréttir af birtingi, Katrín sem pakk-
aði og skellti jafnvel í mig poka af
kleinum í kaupbæti.
Þessi góðkunningsskapur okkar
óx á nokkrum árum og gaman þótti
mér að koma við í haust og hitta þau
bæði hjónin. Hann var við eldavélina
gömlu úti í skúr sem var sérstaklega
komið fyrir með búnaði svo hægt
væri að steikja heimsins bestu flat-
kökur, eina í einu á hellu. Hún var að
pakka í kistuna. Glaðleg orðaskipti
eins og venjulega og keypt nóg í nesti
til þriggja daga á bökkum sjóbirt-
ingsfljóta eystra. Allt annað nesti
mitt lá óhreyft þessa þrjá daga. Í
bakaleiðinni var tekinn umsaminn
risaskammtur sem við vorum ásátt
um að hlyti að duga mér til jóla og vel
það. Katrín var því undrandi þar sem
ég náði á hana örstuttu fyrir jól, hún
á leiðinni heim af Reykjalundi, alltaf
jafn glaðsinna: Ertu búinn með allt!
Ég sagði henni að jafnvel stærsti
skammtur af heimsins bestu flatkök-
um dygði skammt. Hún lofaði engu
en bjargaði mér samt um sendingu.
Uppskriftin að heimsins bestu flat-
kökum var leyndarmál í áraraðir.
Reyndu margir að fá. Um það rædd-
um við stundum að ekki mætti glat-
ast þekkingin. En hún var óhaggan-
leg, leyndarmálið fengi enginn. Þar
til í haust, daginn góða sem ég tók
stóra skammtinn. Þá sagði hún mér í
óspurðum fréttum að nú væri hún
búin að kenna systur sinni galdurinn,
og horfði kankvís á mig. Við vissum
bæði að þar með yrði heimsins bestu
flatkökum skilað til næstu kynslóða.
En ekki datt mér í hug að á reyndi
jafn fljótt og raun ber vitni, því um
það vorum við ásátt að næsta sumar
hittumst við bæði þar sem hellan
stendur og kökunar bakast. Annað
verður uppi. Þetta er nú sagan öll í
þessari stuttu hinstu kveðju til Katr-
ínar í Vík.
Megi þau hjónin hvílast vel, með
kveðju og þökk frá fjölda veiðimanna
sem notið hafa návista við íslenska
náttúru með heimsins bestu flatkök-
ur í nesti.
Stefán Jón Hafstein.
Mágur minn, Magn-
ús Anton Hallgrímsson,
lést á líknardeild Land-
spítalans síðastliðinn
nýársdag. Kunnings-
skapur okkar Magnús-
ar hófst fyrir um fjörutíu og fimm ár-
um þegar við Erla systir hans
kynntumst. Á þeim árum var hann að
feta sín fyrstu spor sem togarasjó-
maður. Alltaf í landlegum og í fríum
hafði hann samband við stóru systur
og var boðinn og búinn að passa litlu
frænkur sínar þar sem ég var mikið
fjarverandi vegna starfa minna, en
Magnús var einstaklega barngóður.
Um tvítugt hóf hann störf sem sjó-
maður í langsiglingum á norskum
skipum og starfaði við það í nokkur
ár. Síðar flutti hann til Svíþjóðar og
stofnaði fjölskyldu í Malmö, en var þó
alltaf í bréfasambandi við Erlu systur
sína.
Í Malmö eignaðist Magnús tvö
yndisleg börn, Hallgrím Christer og
Önnu Helenu. Sambúð hans við
barnsmóður sína Ritu varð því miður
ekki til margra ára, og eftir skilnað-
inn ól hann börn sín upp sem ein-
stæður faðir og fórst það vel úr hendi.
Á hverju ári kom hann með ungana
sína til Íslands í fríum og náðu þau
bæði góðum tökum á íslensku máli.
Ennfremur langaði hann til þess að
þau yrðu fermd á Íslandi. Fyrst kom
Christer og fermdist og dvaldist síð-
an sumarlangt hjá okkur hjónum.
Síðan kom Helena og fermdist hér,
og var hún um kyrrt hjá okkur þar til
hún lauk skólanámi.
Þegar við Erla vorum að reisa hús-
ið okkar kom Magnús í sumarleyfi til
Íslands og hjálpaði okkur við hús-
bygginguna. Eftir um tuttugu ára bú-
setu í Malmö gerði hann tilraun til
þess að setjast að á Íslandi, en fann
ekki fjölina sína hér og flutti til Nor-
egs eftir um þriggja ára búsetu hér á
landi. Þar bjó hann allt þar til sjúk-
dómurinn sem varð hans aldurtili var
kominn á það stig að séð varð hvert
stefndi.
Þegar Magnús lá á sjúkrahúsi í
Noregi kom Christer sonur hans frá
Malmö og styttu þeir sér stundir yfir
tafli og annarri spilamennsku. Síðan
þegar Magnús kom til Íslands, sem
helsjúkur maður, dvaldist hann hjá
Helenu og Sveini og dáðist að barna-
börnunum tveimur.
Í raun er erfitt að skrifa um lífs-
hlaup mágs míns þar sem hann var
alltaf einfari og dulur um sína hagi,
hann átti fáa en trygga vini sem hann
hélt alltaf vinskap við þrátt fyrir
langa búsetu erlendis. Oft hefur lífið
verið erfitt fyrir hann sem einstæðan
föður með tvö börn, en aldrei heyrðist
annað frá honum en að allt gengi að
óskum með börnin sem allt líf hans
snerist um.
Örn Ingimundarson.
MAGNÚS ANTON
HALLGRÍMSSON
✝ Magnús AntonHallgrímsson
fæddist í Reykjavík
7. júlí 1943. Hann
andaðist á líknar-
deild LSH 1. janúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Laugarneskirkju 12.
janúar.
Í dag er kvaddur
mætur maður, Magnús
Hallgrímsson, ávallt
kallaður Mannsi. Hann
var móðurbróðir konu
minnar og lágu leiðir
okkar raunar saman
um það leyti er við Íris
vorum að draga okkur
saman. Árið var 1984 og
fyrir gráglettni örlag-
anna vorum við bæði
stödd í Malmö, ég eftir
fimm ára dvöl í landinu
og farinn að vinna í lítilli
smiðju fyrir utan bæ-
inn, en hún nýkomin að
heiman að afloknu stúdentsprófi. Ég
hafði hug á að auka samskiptin við
landann á Skáni og setti mig í sam-
band við ÍMON, Íslendingafélagið á
svæðinu. Þar varð fyrir svörum
Georg Franklínsson, ókrýndur leið-
togi Íslendinga í Malmö. Hann taldi
affarasælast að ég tæki að mér gerð
útvarpsþátta og hefði um það sam-
starf við stúlku sem væri nýkomin frá
Íslandi, héti Íris og byggi hjá frænda
sínum. Frændinn var Magnús Hall-
grímsson. Eitt leiddi af öðru eins og
verða vill þegar fólk tekur upp sam-
starf á fjölmiðlum og áður en ég vissi
af var ég orðinn hluti af fjölskyldu
Magnúsar og varð hann fyrstur til að
bjóða mig velkominn í hópinn.
Mannsi bjó á Höja í Malmö og
vann á Kockums. Hann var einstæð-
ur faðir með tvö börn á unglingsaldri.
Heimilishald var fábreytt og kostur-
inn ekki líklegur til að fá háa einkunn
hjá manneldisfræðingum, enda var
Mannsi sparsamur og nýtinn, hag-
sýnn myndu sumir segja. Hann var
áhugasamur um verðbréf og gengi á
hlutabréfamörkuðum enda hafði
hann náð nokkrum árangri á þeim
vettvangi. Mikill samgangur var milli
okkar þessi tvö ár sem við Íris bjugg-
um í Malmö og margar ferðir farnar
milli Holma og Höja á sunnudögum
til þess að drekka lapþunnt kaffið
hans Mannsa, eða þegar hann kom til
okkar með sitt fólk að halda upp á há-
tíðir.
Mannsi var vinnusamur maður og
lá ekki á liði sínu þegar hann gat rétt
hjálparhönd. Verklaginn var hann og
var gaman að fylgjast með honum að
undirbúa flísalögn í Vallarásnum þar
sem hann lagði flísar á baðherbergið
okkar Írisar. Hann mældi alla veggi
nákvæmlega út og færði tölur inn í
litla kompu. Hann fór sér að engu
óðslega, en íhugaði verkið á alla
kanta áður en hann hófst handa. Síð-
an var tekið til óspilltra málanna og
varð vinnan þeim mun léttari sem
hún var betur undirbúin.
Magnús var dulur maður og einfari
að eðli, átti erfitt með að slá sér niður
þótt áliðið væri ævinnar. Hann átti
gott með að koma sér í vinnu, trúlega
fyrir sitt ljúfa geðslag. Mannsi var
frændrækinn með afbrigðum og
hafði alltaf samband við okkur þegar
hann var á landinu. Hann var heil-
steypt og hreinskiptin sál, sannkallað
valmenni, sem nú er sárt saknað. Á
kveðjustund vil ég þakka fyrir liðnar
stundir og þá ræktarsemi og um-
hyggju sem minni fjölskyldu var allt-
af sýnd.
Grétar.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er
minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist)
eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til-
greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima-
síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi
Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun-
blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi,
mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á
föstudegi.
Birting afmælis-
og minningargreina