Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 58
MINNINGAR
58 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Elsku afi, hvað við
eigum eftir að sakna
þín, en nú líður þér bet-
ur. Það var nú gaman þegar við fórum
með þér í heyskap og allt sem við kom
kindunum, þá var alltaf mjög gaman
hjá okkur, eins þegar við komum upp
á Höfðaveg þá tókst þú og amma allt-
af vel á móti okkur.
Þú varst alltaf svo glaður og ákveð-
inn og vissir alveg hvað þú vildir.
En ef við ættum að segja frá öllum
góðu stundunum sem við áttum sam-
an gætum við skrifað heila bók, en við
verðum að láta þetta duga.
Við geymum bara minninguna vel
hjá okkur og segjum okkar börnum
frá þeim. Við viljum því þakka þér
fyrir allt saman og biðjum góða Guð
að geyma þig Kveðja,
Sveinn, Helga og Arnþór.
Einn af síðustu aflamönnunum,
sem börðust harðast um efstu sætin á
vetrarvertíðum í Vestmannaeyjum
um og eftir miðjan áratug síðustu ald-
ar er fallinn frá. Á þeim tíma voru
gerðir þaðan út um og yfir eitt hundr-
að bátar, þannig að margir tóku þátt í
baráttunni um toppinn.
Nú er síðasti víkingurinn horfinn,
siglingunni lokið og akkerið í botni.
Sveinn Hjörleifsson, sem alltaf í
daglegu tali var kallaður Svenni á
Krissunni eða Sveinn Víkingur hefur
SVEINN
HJÖRLEIFSSON
✝ Sveinn Hjörleifs-son frá Skálholti
í Vestmannaeyjum
fæddist þar 1. ágúst
1927. Hann andaðist
á Landspítalanum –
háskólasjúkrahúsi,
við Hringbraut, 4.
janúar síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Landa-
kirkju í Vestmanna-
eyjum 10. janúar.
lokið lífshlaupi sínu.
Víkingsnafnið fékk
hann fyrir mikinn dugn-
að og ósérhlífni. Ég
man fyrst eftir Sveini,
þegar hann hóf for-
mennsku á Kristbjörgu
VE 70, 15 tonna báti ár-
ið 1954, en þá var ég að
hefja mína fyrstu vertíð
á Helga Helgasyni.
Sveini var ekki spáð
björgulega í byrjun, en
hann rótfiskaði þessa
fyrstu vertíð og keypti
svo nokkru seinna 40
tonna bát frá Dan-
mörku í félagi við þrjá aðra og var
hann skírður Kristbjörg 2. Sveinn
fiskaði mjög vel á þessa Kristbjörgu
og var alltaf með þeim aflahæstu. Ár-
ið 1959 semur Sveinn um smíði á nýrri
Kristbjörgu 120 tonna stálbát í Nor-
egi og átti hann að afhendast um ára-
mótin 1960. Í nóvember 1959 hafði ég
samband við Svein og falaðist eftir
stýrimannsplássi á nýja bátnum og
varð það strax fastmælum bundið og
að ég færi til Noregs að sækja bátinn
og sigldi honum upp. Þegar ég fór til
fógeta að sækja skipstjórabréf mitt,
sagði fógeti „Hvað heldurðu að Vík-
ingurinn segi, þegar hann fær ekki að
sigla, sem stýrimaður á bátnum? Ég
sagði, hann segir ábyggilega: Víking-
ar fara ekki að lögum. Fógeta setti
hljóðan.
Við fórum síðan fjórir til Noregs að
sækja bátinn, en afhending dróst á
langinn og biðum við á annan mánuð
eftir að báturinn yrði tilbúinn, en í
dag er ég eini eftirlifandi af fyrstu
áhöfninni. Ég var síðan stýrimaður
með Sveini í nokkur ár eftir þetta og
voru þetta sannkölluð ævintýraár oft
mikið fiskirí með hörkuduglegum
mannskap og aldrei nein lognmolla
yfir lífinu. Þetta voru árin þegar as-
dikið og kraftblökkin voru nýtekin í
notkun og voru uppspretta margra
sjóarasagna, sem hafa gengið í gegn-
um tíðina um samskipti okkar Sveins,
margar góðar, sumar sannar, aðrar
skáldaðar.
Sveinn var athugull og gætinn sjó-
maður og á fyrstu árunum ákaflega
kappsamur og sótti sjóinn mjög fast
og man ég að eina vertíðina vorum við
í þrjá daga einskipa á sjó í vitlausu
veðri og vorum með 40 tonn í hverjum
róðri. Því miður verður oft vík milli
vina og skildi leiðir okkar Sveins eftir
að ég flutti frá Eyjum, en við höfum
þó fylgst með hvor öðrum í gegnum
árin úr fjarlægð.
Við Hilmir Þorvarðarson, sem vor-
um fyrrum skipsfélagar af Krissunni,
keyptum fyrir nokkrum árum lítinn
plastbát, sem við skírðum í höfuðið á
Sveini, eða Svein Víking. Þegar Sveini
voru tjáð tíðindin, lét hann sér fátt um
finnast, en sagði blessaður vertu, þeir
þora aldrei á sjó á þessu horni. Þetta
rættist nokkurn veginn, því fleytan
var mest staðsett á túni og talin tún-
fiskveiðari.
Að endingu vil ég flytja Heiðu eig-
inkonu Sveins, börnunum þeirra og
fjölskyldum innilegustu samúðar-
kveðjur frá okkur Helgu um leið og
við biðjum ykkur Guðsblessunar.
Guð blessi minningu Sveins Hjör-
leifssonar.
Jón Berg.
Víkingur og veiðimaður af Guðs
náð er stysta lýsing sem hægt er að
hafa um Svein Hjörleifsson skipstjóra
og útgerðarmann frá Vestmannaeyj-
um, Svenna á Krissunni, en hann átti
Kristbjörgu VE. Svenni var af þeirri
kynslóð skipstjóra í Eyjum sem gerði
garðinn frægan um og upp úr miðri
tuttugustu öldinni, fyrir svona 20-50
árum.Þar voru magnaðir persónu-
leikar, Binni í Gröf, Óskar Matt, Helgi
Bergvins, Hilmar Rós, Bjarnhéðinn
Elíasson, Siggi Vídó, Kristinn á Berg,
Júlli á Skjaldbreið, Sighvatur Bjarna-
son, Siggi Þórðar, Eyvi á Bessastöð-
um, Halli á Baldri, Gvendur Eyja,
Steini á Sjöfninni, Guðmundur í Holti
, Siggi í Hlaðbæ, Einar á Kapinni, svo
nokkrir séu nefndir af skipstjóraveldi
100 báta flota Eyjamanna á þessum
árum og þeir settu líka mikinn svip á
Eyjavertíðarnar Austfjarðaskipstjór-
arnir Hilmar á Björginni, Bóas á
Snæfuglinum og Jón á Eyjaberginu.
Allir þessir menn voru magnaðar
fiskiklær og skemmtilegir persónu-
leikar hver með sínu sniði. Í þessum
hópi var ekki til neitt lull, skynsemin
og brjóstvitið voru látin ráða ferð. Ef
það þurfti að hnýta var hnýtt, ef það
þurfti að spúla var spúlað, ef það
þurfti að snyrta sig að lögum og
reglugerðum, þá var það gert til ár-
angurs.
Þetta var vettvangur Svenna á
Krissunni. Hann gat verið harðsækn-
ari en andskotinn og orðljótari, en
hann gat líka verið blíðari en bjartasti
júlímorgunn þegar kom að málleys-
ingjunum og þeim sem minna máttu
sín hjá mannanna börnum. Síðustu
árin var hann sauðfjárbóndi og
hrossabóndi með tilþrifum, því hvar
sem Sveinn Hjörleifsson vann hvers-
dagsverkin sín setti hann eftirminni-
legan svip á samfélagið. Líklega var
það árið 1960 sem ég sigldi í fyrsta
sinn með Gullfossi til Kaupmanna-
hafnar. Svenni var um borð. Mér
fannst það tilkomumikið þegar hann
bauð mér, strákpjakknum, niður í
klefa til sín til þess að sýna mér al-
gjört leyndarmál. Þar dró hann und-
an rúminu marglæsta tösku og gætti
að hvort nokkur væri á hleri við klefa-
dyrnar eða á gægjum við kýraugað
áður en leyndardómurinn opinberað-
ist. Þá dró hann upp teikningar af
nýrri Kristbjörgu og hann var svo
stoltur og spenntur að það er ógleym-
anlegt. Og allt gekk þetta eftir, það
voru ekki mörg misserin liðin áður en
Svenni og skipsmenn hans sóttu nýju
Krissuna til Askeyjar við Bergen. Allt
gekk það að óskum en eitt atvik var
eftirminnilegt. Kristbjörgin lá við
festar nýtt og glæsilegt skip, mann-
skapurinn að taka á sig náðir undir
miðnætti, þegar slíkur djöfulgangur
hófst á þilfarinu að allt ætlaði af göfl-
unum að ganga og það var eins og
járnbrautalest færi um þilfarið með
ógnarhávaða. Svenni og Jón Berg
stýrmaður gættu að, en ekkert sást
þegar upp á dekk var komið, enginn
óboðinn gestur um borð og engan að
sjá nálægt skipinu sem var á ber-
svæði. Óútskýranlegt, en kona eig-
anda skipasmíðastöðvarinnar féll frá
nákvæmlega á sama tíma og hraðlest-
in fór um þilfar Krissunnar.
Það hefur lengi tíðkast í hópi sjó-
manna og ekki síst skipstjóranna á
þessum árum að rækta prakkaraskap
og þær eru ófáar sögurnar um
Svenna á Krissunni. Einu sinni voru
þeir að draga netin. Allir voru á dekk-
inu nema Svenni í brúnni. Með Kriss-
unni höfðu fylgt 4 bombur. Kapteinn-
inn hafði prófað eina. Jón Berg
Halldórsson stýrimaður hjá Svenna
var einhver stríðnasti hrekkjalómur
flotans. Hann hafði eitthvað verið að
snudda orðum að Svenna í brúar-
glugganum, en það var allt á fullu í að-
gerðinni á þilfarinu og allir granda-
lausir. Allt í einu finnur Jón Berg
púðurlykt, lítur upp í brúargluggann
og fannst kallinn eitthvað skrítinn á
svip en hugsaði með sér að það gæti
ekki verið sem honum datt í hug. Í því
sprakk sprengjan í Kárahnjúkastíl,
bandhankir sem sprengjan lenti á
tættist, en í sömu andrá lét Jón Berg
sig falla í fiskkösina sem dauður væri.
Allt fór í fát og mönnum brá hrika-
lega. Himmi, Hilmir Þorvarðarson,
var næstur Jóni Berg og kallar strax
upp í brúargluggann: „Þú er búinn að
drepa hann Jón Berg.“ Svenni skipti
litum í brúarglugganum, blóðdropa
var ekki að sjá og á augabragði varð
hann hvítari en froðan í kjölfari skips-
ins og kallaði: „Jón Berg minn, er
ekki allt í lagi, er nokkuð að.“ Allir
fóru að stumra yfir Jóni Berg, en
Himma léttu stórlega þegar Jón Berg
náði að blikka hann svo enginn annar
sá. „Strákar mínir, beriði hann inn,
við verðum að sigla í land,“ hrópaði nú
kapteinninn úr brúnni í miklu fáti og
strákarnir byrjuð að drösla stýri-
manninum úr fiskkösinni, en þá
spratt hann á fætur, skellihló og henti
þorskhaus í brúargluggann hjá
Sveini. „Heldurðu að ég hafi ekki vit-
að að þú varst að leika,“ sagði Svenni
þá á stundinni.
Einu sinni þegar pabbi kom í land
var hann alveg kolvitlaus og blótaði
Svenna með tvöföldum hnykk. Svenni
hafði siglt samskipa pabba þar sem
Elsku afi.
Þegar við hugsum til
baka til allra þeirra
tíma sem við áttum
saman förum við ósjálf-
rátt að brosa. Þú komst
okkur alltaf til að hlæja
þegar okkur leið illa og þegar hlut-
irnir virtust ekki ganga upp varstu
alltaf með réttu svörin. Við Andri Val-
ur hlökkuðum alltaf til áramótanna
því það skemmtilegasta við þau var
þegar þú dróst okkur öll með þér út
eftir Skaupið að skjóta upp flugeld-
um. Það varst alltaf þú sem sást til
þess að nóg væri til og allir fengju að
gera eitthvað. En afi, hver á að sjá um
þetta þegar þú ert ekki lengur hjá
okkur? Þegar allar dyr virðast lok-
aðar og við sjáum þig ekki lengur vit-
um við að þú munt vera hjá okkur í
anda og halda í hönd okkar.
„Garðyrkjumaðurinn gróðursetti
tré sáttur við að fá aldrei að sjá það
fullvaxið – það er honum að þakka að
við sitjum hér og njótum forsælunn-
ar“. (Þúsund hamingjuspor, bls. 398).
Elsku afi, þú munt aldrei fara úr
hjarta okkar. Það muntu verma alla
okkar ævi.
Anna Kristín og Andri.
Elsku Mummi. Ég trúi ekki að þú
sért farinn. Ég hringdi út til ykkar 27.
desember og þá varst þú svo hress,
úti að hreinsa blómabeð í garðinum
við draumahúsið ykkar. Þar voruð þið
SIGURMUNDI
ÓSKARSSON
✝ Sigurmundi Ósk-arsson fæddist
10. desember 1935.
Hann lést á heimili
sínu á Spáni 29. des-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Grafarvogs-
kirkju 12. janúar.
búin að vinna að því síð-
ustu árin að búa ykkur
notalegan stað sem þið
ætluðuð að búa í á vet-
urna en sumrunum ætl-
uðuð þið að verja hér
heima. Þið voruð svo
hress og kát að bíða eft-
ir gestum í mat til ykkar
og einnig ræddum við
hugsanlega heimsókn
okkar hjóna til ykkar í
febrúar. Á mánudegin-
um 29. desember, að-
eins tveimur dögum síð-
ar er hringt í mig og
mér færðar þær hræði-
legu fréttir að þú hefðir dáið í örmum
elsku Olgu þinnar. Henni hafðir þú
bundist sem unglingur og elskað æ
síðan. Þú varst fyrsta ömmubarn
hennar mömmu og gafst henni fyrsta
langömmubarnið þegar hún var 57
ára gömul. Þó að þröngt hafi verið í
litla húsinu á Bergþórugötu 12, þar
sem við öll systkinin fæddumst og þú
líka, var þar hlýtt og gott að vera. Þú
varst eins og bróðir okkar og við átt-
um góða fjölskyldu. Þegar þú varst
um fermingu giftist Klara, mamma
þín, Villa og þar eignaðist þú gott
heimili hjá þeim og síðar þremur
systrum og tveimur bræðrum. Þetta
er yndisleg fjölskylda. Svo stofnaðir
þú þitt eigið heimili með Olgu og þið
eignuðust þrjú myndarleg börn sem
nú eru, ásamt ástvinum sínum, harmi
slegin.
Við hjónin þökkum allar skemmti-
legu tjaldferðirnar og bústaðaferðirn-
ar þar sem við sungum og skemmtum
okkur fallegar sumarnætur. Nú er
þetta löngu liðið en hlýjar minning-
arnar lifa.
Ég bið góðan Guð að styrkja elsku
Olgu, börnin hennar, tengdabörn og
barnabörn. Mig langar að kveðja með
versi sem bæði mamma og Klara,
mamma þín, fóru með þegar þær lásu
bænir til að svæfa okkur:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(M. Joch.)
Steinvör Bjarnadóttir.
Aldrei hefði mig órað fyrir því að
ég ætti eftir að skrifa kveðjuorð til
þín, elsku besti vinurinn okkar, og
það frá Kýpur. Ég minnist þín fyrst
sem ellefu ára unglings. Þú varst há-
vaxinn, dökkhærður og brosmildur.
Við áttum eftir að kynnast betur og
féll þar aldrei skuggi á. Ég kom inn í
fjölskyldu þína er ég giftist móður-
bróður þínum, en þið ólust upp saman
uns móðir þín giftist Vilhelm Sigurðs-
syni. Síðar eignaðist þú þrjár systur
og tvo bræður og var alla tíð mjög
kært með ykkur systkinunum.
Það var í kalsaveðri einn síðbúinn
vetrardag er þú glæsilegur ungur
maður komst til okkar í Skógargerðið
með fallegu konuna þína er síðar
reyndist fjarskyld frænka mín. Þið
höfðuð meðferðis böggul í fanginu en
í honum var frumburður ykkar, eng-
ilfagur drengur, nokkurra mánaða
gamall. Við vorum nýflutt í kjallar-
ann, annað var óklárað. Þetta voru
erfiðir tímar og ykkur vantaði húsa-
skjól. Þið fluttuð inn til okkar og
þarna bjuggum við öll saman í tveim-
ur herbergjum og litlu eldhúsi. Allt
gekk vel og aldrei féll styggðaryrði,
þótt þröngt væri búið og börnin fjög-
ur.
Þið Olga voruð kornung en þið tók-
uð að ykkur að standsetja risið. Að
því var unnið eftir vinnu og um helg-
ar. Þetta var erfitt verk og mikið og
peningar af skornum skammti en það
tókst fyrir dugnað ykkar beggja. Þá
fluttum við í risið en þið bjugguð
áfram í kjallaranum og urðu árin þar
tíu. Á þessum tíma fæddist Klara,
yndislega stúlkan ykkar. Samgangur-
inn var svo mikill að börnin ólust upp
saman og voru þannig börnin okkar
allra. Á þessum tíma allsleysis og
þrengsla hefði þetta getað orðið erfitt
en þið voruð einstök. Ég leyfi mér að
segja að hjónabandið ykkar hafi verið
svo fallegt og gott að margur mátti
læra af. Sí og æ mátti heyra „elsku
Olga“ og „elsku Mummi“. Þetta er því
mikil sorg og ótímabært að þú skulir
fara svona fljótt og einmitt nú er þið
höfðuð eignast hús á Spáni sem þið
ætluðuð að njóta er kaldir vindar
blésu á veturna heima en koma svo
eins og farfuglarnir á vorin í sumar-
bjarta landið í nýju íbúðina ykkar.
Við sem eftir sitjum með sorg í
hjarta eigum erfitt með að skilja
þennan tilgang en þetta gerðist og því
verður ekki breytt. Við verðum því að
reyna að sætta okkur við orðinn hlut.
Elsku hjartans Olga mín, Óskar,
Klara og Þorsteinn. Minningarnar
ykkar eru miklar og góðar, varðveitið
þær. Það er sárt að vera svona fjarri
en við erum með ykkur í huga og
hjarta og biðjum guð að styrkja ykk-
ur og styðja. Guðmundur, Már og
Kolla senda hugheilar samúðarkveðj-
ur til ykkar allra.
Elsku Mummi. Við þökkum þér af
alhug fyrir allt sem þú hefur verið
okkur.
Far þú í friði, friður guðs þig blessi.
Brynhildur Bjarnarson.
Enginn á sér tryggan morgundag,
hvorki ungur né gamall. Á þetta erum
við minnt við fráfall Sigurmunda Ósk-
arssonar. Við tengjumst honum fjöl-
skylduböndum í gegnum dóttur okk-
ar Margréti Björgu sem er gift
Þorsteini syni Sigurmunda og Olgu.
Við höfum átt margar ánægjustundir
saman á gleðistundum í fjölskyldunni
og í sameiginlegu áhugamáli að
ferðast um landið okkar.
Sigurmundi og Olga hafa verið
mjög dugleg að ferðast, bæði hér
heima og erlendis, og eru þær margar
útilegurnar sem við höfum farið í
saman með fjölskyldum og vinum og
oft verið fjölmennt og alltaf gaman.
Öll okkar samskipti í gegnum árin
hafa verið ánægjuleg og góð vinátta
tekist með fjölskyldum okkar og
komum við til með að sakna Sigur-
munda.
En mestur verður þó söknuður
Olgu, barna og barnabarnanna. Við
sendum þeim samúðarkveðjur. Megi
góður Guð vera með þeim og gefa
þeim styrk á erfiðum stundum.
Kveðja
Guðrún og Karl.
Með miklum trega sest ég niður til
að setja nokkur kveðjuorð á blað til
vinar okkar Sigurmunda Óskarsson-
ar, eða Mumma eins og hann var
ávallt kallaður.
Kynni okkar og vinátta spannar
nær 50 ára tímabil, eða frá þeim tíma
þegar nokkrar yngismeyjar í tilhuga-
lífinu ákváðu að stofna með sér
saumaklúbb. Þessi saumaklúbbur
samanstóð af Olgu og tveimur systr-
um hennar, systur minni, eiginkonu
og mágkonu og góðri æskuvinkonu
Olgu. Allt var þetta fólk ásamt tilvon-
andi mökum alið upp á Laugavegi,
Njálsgötu og Bergþórugötu en sakir
tengsla og æskuvinskapar náði þetta
fólk vel saman.
Við höfum í gegnum árin deilt ham-
ingju og sorg. Við fylgdumst með
börnum hvert annars vaxa úr grasi og
verða nýtir samborgarar. Við vorum í
fjölskylduboðum, skírnum, ferming-
um, giftingum, að ógleymdum árleg-
um árshátíðum saumaklúbbsins og
tjaldferðum með börnin okkar, ásamt
ótal öðrum uppákomum. Á þessu
tímabili hafa þrjú af vinum okkar fall-
ið í valinn og er Mummi sá fjórði sem
við nú kveðjum.
Mummi var alla tíð sérlega vel á sig
kominn líkamlega og mikill útivistar-
maður. Enda vorum við karlarnir í
þessum hópi fullvissir um að hann
myndi fylgja okkur öllum síðasta
spölinn þegar kallið kæmi.
Stærsta hluta starfsævi sinnar
vann Mummi við bílasprautun og rak
fyrirtækið Málningarverk í Kópavogi
í tugi ára. Hann orðaði það við mig