Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 68

Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 68
DAGBÓK 68 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Delmar, Selfoss og Sylvia koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Namai kemur í dag. Mannamót Bólstaðarhlíð 43. Þorrablót verður föstudaginn 30. janúar og hefst kl. 17, sal- urinn opnaður kl. 16.30. Feðgarnir Þor- valdur Halldórsson og Þorvaldur Þorvalds- son syngja, Þorvaldur Halldórsson og fé- lagar leika fyrir dansi, happdrætti, fjölda- söngur og fleira. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Dansleikur í kvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Sparidagar Hótel Örk 15 til 19. mars. Skrán- ing og upplýsingar í Hraunseli sími 555 0142. Félagsstarf aldraðra í Garðabæ: Þorrablót á vegum Kiwanis verður haldið fimmtudags- kvöldið 22. janúar kl. 19.30 í Kirkjuhvoli. Húsið opnað kl. 19. Miðar seldir við inn- ganginn. Verið er að stofna pílukastshóp í Garðabergi, fyrsta mæting er á morgun, mánudag, kl. 13. Skráning stendur yfir í ullarþæfingu og snyrtinámskeið. Ull- arþæfing verður á föstudögum kl. 13.30 og byrjar 23. janúar og í snyrtinám- skeiðum verður um- hirða húðarinnar kennd á morgun 19. janúar og litgreining og förðun 23. janúar. Skráning í síma 820 8553. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ. Púttkennsla í Íþrótta- húsinu Varmá, á sunnudögum kl. 11– 12. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Þriðjudag- inn 20.janúar kl. 14.30 mun Anna Þrúður Þorkelsdóttir, fyrrver- andi stjórnarformaður Rauða kross Íslands, halda fyrirlestur um ársdvöl sína í borginni Kimverley í Suður- Afríku. Hún segir frá störfum sínum þar og verður með myndir frá dvölinni. Gjábakki, Fannborg 8. Þorrablót eldra fólks í Kópavogi verð- ur laugardaginn 24. janúar, húsið opnað kl. 18, borðhald hefst kl. 18.30. Á dagskrá m.a. einsöngur við undir- leik Jónasar Ingi- mundarssonar, fjölda- söngur og dans. Þátttökuskráning haf- in í Gjábakka s. 554 3400. Miðasala hefst kl. 13 miðviku- daginn 21. janúar og gilda miðar sem happ- drættismiðar. Miða þarf að sækja fyrir kl. 16. föstudaginn 23. janúar Borð tekin frá þegar þeir eru sóttir. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Fjölbreytt dagskrá hvern virkan dag frá 9–16.30 veitingar í kaffitíma og hádegi í Kaffi Berg. Sím 575 7720. NA (Ónefndir fíklar). Neyðar- og upplýs- ingasími 661 2915. Opnir fundir kl. 21 á þriðjudögum í Héðins- húsinu og á fimmtu- dögum í KFUM&K, Austurstræti. Fjölskylduhjálp Ís- lands Eskihlíð 2–4 í fjósinu við Miklatorg. Móttaka á vörum og fatnaði, mánudaga kl. 13–17. Úthlutun mat- væla og fatnaðar, þriðjudaga kl. 14–17. Sími skrifstofu er 551 3360, netfang dal- ros@islandia.is gsm hjá formanni 897 1016. Karlakór Reykjavík- ur. Aðalfundur fyrir árin 2002 og 2003 verðar haldnir í Tón- listarhúsinuÝmi mánudaginn 26. jan- úar kl. 20. Venjuleg aðalfundastörf. Minningarkort Minningarkort Rauða kross Íslands eru seld í sölubúðum Kvenna- deildar RRKÍ á sjúkrahúsum og á skrifstofu Reykjavík- urdeildar, Fákafeni 11, s. 568 8188. Minningarkort Hvíta- bandsins fást í Kirkju- húsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581 og hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551 7193 og Elínu Snorradóttur, s. 561 5622. Minningarkort Sjúkraliðafélags Ís- lands eru send frá skrifstofunni, Grens- ásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9– 17. S. 553 9494. Minningarkort Vina- félags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í s. 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minning- arsjóður í vörslu kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði. Minningarkortin fást nú í Lyfjum og heilsu verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði. Kortið kostar kr. 500.- Í dag er sunnudagur 18. janúar, 18. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: Jesús segir við hann: „Þú trú- ir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.“ (Jh. 20.)     Jón G. Hauksson, rit-stjóri Frjálsrar versl- unar, segir að harkaleg viðbrögð Akureyringa við sölunni á ÚA hafi ver- ið eitt helsta umræðuefni dagsins og sitt sýnst hverjum. „Menn hafa spurt sig að því hvort við- brögðin séu hræsni því Akureyringar sjálfir með KEA, Samherja og ÚA í fararbroddi hafi verið duglegastir allra við að kaupa sjávarútvegsfyr- irtæki og kvóta úr öðrum byggðarlögum og hafi á góðum stundum hrósað sér af því að kunna hvað best á leikreglur kvóta- kerfisins. Þá hefur um- ræðan í kaffistofunum snúist um það hvort „fyrstu viðbrögð“ norð- anmanna hefðu ekki átt að vera þau að bjóða þá feðga af Snæfellsnesi vel- komna og líta frekar á kaup þeirra sem styrk við atvinnulífið á Akureyri fremur en veikleika. Ak- ureyringar óttast hins vegar að feðgarnir frá Rifi muni rífa og tæta fyr- irtækið í sundur og selja það í bútum út úr bæj- arfélaginu og hafa ein- hverjir gárungar gantast með það að gamla mál- tækið „margur heldur mig sig“ eigi við norð- anmenn í þessu tilviki.“     Áfram heldur Jón: „Þeirfeðgar frá Rifi segj- ast sjálfir ekki ætla að rífa og tæta ÚA í sundur heldur hafa starfsemi fé- lagsins áfram á Akureyri. En geta norðanmenn treyst því? Að vísu hefur Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Brims og ÚA, sagt að ÚA sé með eina sterkustu landvinnslu við norðanvert Atlantshaf, framúrskarandi starfs- fólk, mikla kvótaeign og að í þessu felist styrkur fyrirtækisins. Af þessum orðum Guðbrands má ráða að fyrirtækið verði ekki svo auðveldlega tætt í sundur án þess að við það glatist verðmæti.“     Jón segir að það verði aðætla að kvótakerfið standi af sér þá gagnrýni sem komin er upp. „Það eru engin ný tíðindi að flestir stóru risanna í sjávarútvegi eru almenn- ingshlutafélög og ekki lengur í eigu heima- manna heldur tugþús- unda „tilfinningalausra“ hluthafa suður á mölinni sem og um allt land. Hin sterku tengsl við heima- menn hafa minnkað. Þeir sem „áttu plássin“ og litu á íbúana sem fjölskyldu sína eru löngu horfnir og um þá verður fyrst og fremst lesið í sögubók- um,“ segir Jón. „En ekki veit ég hvern- ig það getur gerst að Ís- lendingar gangi í Evrópu- sambandið og afhendi „vondum körlum í Bruss- el“ yfirráðin yfir kvót- anum þegar allt verður vitlaust yfir því að „vond- ir karlar í Reykjavík og af Snæfellsnesi“ séu að höndla með Útgerð- arfélag Akureyringa,“ segir í pistlinum á heim- ur.is. STAKSTEINAR Heimamenn betri en vondu karlarnir í Brussel Leita óþekkts bróður SANTINEAU-fjölskyldan leitar óþekkts bróður á Ís- landi. Móðir hans hét Emma. Okkur er sagt að þau séu rauðhærð. Sameig- inlegur faðir okkar var Raymond Santineau sem nú er látinn. Hann vann við vegagerð fyrir verkfræð- ingasveit landhersins (Army Corps of Engineers) á Íslandi á sjötta áratugn- um. Við viljum aðeins fá tækifæri til að ræða við þig ef þú ert tilbúinn til þess. Vinsamlegast skrifaðu mér á netfangið: steven sant- ineau@yahoo.com Dýrahald Jónas er týndur JÓNAS er svartur 5 ára fress, geldur og eyrna- merktur. Hann var með hálsól með rauðu nafn- spjaldi. Hann týndist 7. janúar í hesthúsahverfinu Kjóavöllum. Jónas er blíð innikisa en er mjög var um sig. Þeir sem hafa séð hann eða vita um afdrif hans vin- samlega hafi samband í síma 895 9336 eða 567 4504. Fundarlaun. Brandur er týndur GRÁBRÖNDÓTTUR kött- ur með hvíta bringu og hvítar hosur hvarf frá Kópavogsbraut 95 sunnu- daginn 11. janúar. Hann er eyrnamerktur og með rauðköflótta ól með tveim- ur bjöllum. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 898-4869. Tapað/fundið Vefur um týndar og fundnar myndavélar Á VEFNUM www.ljos- myndari.is er boðið upp á ókeypis smáauglýsingar er tengjast ljósmyndun, þar sem fólk getur sett inn smáauglýsingar, hvort sem það er tapað, fundið eða jafnvel stolið. Gullarmband týndist Í LOK október 2003 tapaði ég gullarmbandi mínu sem mér er mjög annt um. Arm- bandið er með múrsteins- munstri, 1 cm á breidd, demantsskorið öðrum meg- in og slétt hinum megin. Ég var á ferð t.d. í Fellsmúl- anum, Kringlunni og Skeif- unni á þessum tíma. Skilvís finnandi hafi samband í síma 660 5226. Gleraugu týndust ÉG tapaði gleraugunum mínum milli jóla og nýárs, í Linda- eða Hjallahverfi í Kópavogi. Þetta eru tví- skipt gleraugu með titan- spöng, mjög létt. Þeirra er sárt saknað. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 899 2340. Gsm-sími í óskilum GSM-sími fannst laugar- dagskvöldið 15. nóvember í Logafold. Upplýsingar í síma 696 9683. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 lítt hagganlegur, 8 tíð- indi, 9 endurgjald, 10 stórfljót, 11 lét, 13 land- spildu, 15 vinna, 18 raki, 21 greinir, 22 fiskurinn, 23 flón, 24 afbrotamaður. LÓÐRÉTT 2 vanfær, 3 varkárni, 4 örugg, 5 nef, 6 eldstæðis, 7 klettanef, 12 dreitill, 14 borða, 15 vers, 16 örlög, 17 hafa upp á, 18 sveins- taula, 19 hamingju, 20 sjá eftir. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 hikar, 4 fátæk, 7 pipra, 8 rifta, 9 róm, 11 reit, 13 haki, 14 ærnar, 15 flár, 17 ágæt, 20 grá, 22 álfur, 23 rætið, 24 innan, 25 sinna. Lóðrétt: 1 hopar, 2 kippi, 3 róar, 4 farm, 5 tafla, 6 krani, 10 ógnar, 12 tær, 13 hrá, 15 fjáði, 16 álfan, 18 gætin, 19 tuðra, 20 grín, 21 árás. Krossgáta  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... Víkverji hefur keppt á snjóbrettireglulega frá því um áramót. Hann hefur bæði keppt í „free- style“ við félaga sína, sem og á al- vöru mótum og þá við reyndara brettafólk. Víkverji hefur reyndar stundað þessa íþrótt innandyra og ekki komið nálægt snjó í þessu samhengi. Hann hefur ef satt skal segja ekki ennþá stigið á snjóbretti. Mótin og keppinautarnir sem Vík- verji nefndi eru nefnilega aðeins til í Playstation-tölvuleiknum SSX 3. Víkverji hefur ekki spilað mikið tölvuleiki frá því hann var krakki og Sinclair Spectrum-leikirnir Chucky egg, Monty Mole og tölvu- spil á borð við Donkey Kong tröllr- iðu öllu. En SSX 3 breytti því. Því má ekki gleyma í allri umræðu um tölvuleiki að inni á milli allra of- beldisleikjanna er að finna stór- skemmtilega leiki sem reyna á snerpu og útsjónarsemi leikmanna. x x x Skífan ákvað fyrir mörgum mán-uðum að selja ekki börnum yngri en 16 ára grófa ofbeldisleiki og merkti þá sérstaklega sem slíka. Þessum reglum fylgir starfsfólkið samviskusamlega. Verslanir BT selja hins vegar hverjum sem er tölvuleiki, jafnvel þótt innflytjendur telji þá innihalda gróft ofbeldi og merki þá þannig. Víkverji er sam- mála BT-mönnum sem svöruðu fyr- ir þetta í Morgunblaðinu um dag- inn, að ábyrgðin væri fyrst og fremst foreldranna. En það er al- veg út í hött að skýla sér á bak við það að á meðan engar reglur séu til um sölu og eftirlit tölvuleikja þá geti verslanir ekki annað en selt þá hverjum sem er. BT ætti að sjá sóma sinn í því að fara eftir þeim merkingum sem innflytjendur setja og öðlast þar með virðingu foreldr- anna, sem eru jú þeir sem fjármagna í flestum til- fellum tölvuleikjakaup barna sinna. Víkverji getur ekki látið vera að nefna það hversu dýrir tölvuleikir eru. SSX 3 kostar um 6.300 krónur sem sonur Víkverja er um hálft ár að safna fyrir með vasapeningunum! x x x Víkverji er vanur því aðsofa út á laug- ardögum, helst langt fram yfir hádegi. Það er svo sem gott og blessað, enda ekki nokkur þörf að vakna fyrr, nema hvað þá missir Víkverji ávallt af hinum annálaða útvarps- þætti Þorfinns Ómarssonar, Í viku- lokin. Víkverji sér ekki að þáttinn sé hægt að nálgast á hinum ágæta vef Ríkisútvarpsins, en þar er m.a. að finna Spegilinn og Morgunvakt- ina auk fréttatíma útvarpsins. Vík- verja finnst þó upplagt að Í viku- lokin sem og aðrir fréttatengdir þættir, verði einnig sett á vefinn svo svefnpurkur landsins og aðrir sem vilja fylgjast náið með mál- efnum líðandi stundar, fái notið þeirra. Reuters Víkverji á snjóbrettinu. Nei, bara grín!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.