Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 69

Morgunblaðið - 18.01.2004, Page 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 69 DAGBÓK Námskeið á vorönn hefjast 26. og 28. janúar BRIDSSKÓLINN                         Byrjendur: Hefst 28. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld, þrjár klst. í senn, frá kl. 20—23. Þú þarft ekkert að kunna, en ekki sakar að þekkja ás frá kóng. Þú mátt koma ein eða einn, með öðrum eða í hóp, og það er sama hvort þú ert 18 ára eða 90. Eða einhvers staðar þar á milli. Allir geta lært að spila brids og skemmt sér konunglega um leið. Framhald: Hefst 26. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld, þrjár klst. í senn, frá kl. 20—23. Tími endurmenntunar er runninn upp. Þú þarft að læra kerfið almenni- lega, ná sambandi við makker í vörninni og hætta að spila niður borðleggjandi samningum. Sem sagt, taka hlutina föstum tökum. Bæði námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 virka daga. Ath.: Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði! TRÉSKURÐUR Námskeið í myndskurði og öskjugerð hefst 27. janúar. Kennt verður á gamalgrónu verkstæði á Laugavegi 100. Örn Sigurðsson myndskeri og húsgagnasmíðameistari. Skráning og nánari upplýsingar í síma 848 8659. Auðbrekka 2 • 200 Kópavogi • Sími 517 5556 Netfang: syngjum@syngjumsaman.is Veffang: syngjumsaman.is Söngnámskeið fyrir unga og aldna, laglausa sem lagvísa! 4 vikna hópnámskeið fyrir byrjendur. Kennsla hefst 27. janúar. Regnbogakórinn framhald Dægurkórinn/Lengra komnir Kórarnir fara í tónleikaferðalag til Íslendingabyggða í Kanada í vor. Söngstjóri: Esther Helga Guðmundsdóttir. Meðleikari: Katalin Lörinz. Innritun í síma 517 5556 á skrifstofutíma Atli Einarsson sérfræðingur í lyflækningum og hjartasjúkdómum opnar hinn 5. febrúar stofu í Læknasetrinu, Þönglabakka 1, 109 Reykjavík. Tímapantanir í síma 535 7700 STJÖRNUSPÁ Frances Drake STEINGEIT Afmælisbörn dagsins: Þú ert hugmyndarík/ur og skapandi en lætur yfirleitt lítið á því bera. Þú ert frábært foreldri því þú ert ung/ur í anda og skilur því hvernig ungviðið hugsar. Þú munt læra eitthvað mikilvægt á þessu ári. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú ert ekki jafnsjálfhverf/ur og þú hefur verið að und- anförnu og munt því hugs- anlega taka þátt í einhvers konar sjálfboðaliðastarfi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þetta er góður tími til að njóta lífsins með vinum þínum. Stjörnurnar eru sérstaklega hagstæðar hvað félagslífið varðar. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Næstu vikurnar munu senni- lega verða þér hagstæðar í starfi og á vinnustaðnum. Valdamiklir einstaklingar vilja hjálpa þér. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú hefðir bæði gagn og gaman af því að fara í langt ferðalag. Þig langar til að kanna heim- inn á skemmtilegan hátt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónin verða óvenju ástríðu- full næstu vikurnar. Ný ást- arsambönd sem þau stofna til munu því að öllum líkindum verða ástríðufull og hafa mikil áhrif á líf þeirra. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Öll sambönd þín ættu að breytast til batnaðar á næst- unni. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hlutirnir munu fara að breyt- ast til batnaðar í vinnunni inn- an tíðar. Vandamálin munu gufa upp og sambönd þín við yfirmenn þína og samstarfs- fólk batna. Þú gætir jafnvel fengið launahækkun. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú getur látið þig hlakka til skemmtilegra tíma. Ást- armálin, listsköpun og sam- skipti við börn munu blómstra á næstunni. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hrintu hugmyndum þínum um endurbætur á heimilinu í framkvæmd. Þig langar til að gera heimili þitt glæsilegra og meira aðlaðandi. Láttu verða af því. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú sérð nánasta umhverfi þitt í jákvæðara ljósi en þú hefur gert að undanförnu. Þú kannt einfaldlega að meta það sem þú átt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Samningaviðræður sem tengj- ast fjármálum munu sennilega snúist þér í hag. Gerðu ráð fyrir velgengni en hafðu samt vaðið fyrir neðan þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Vinasambönd þín munu blómstra á næstunni og því ættirðu að gefa þér sem mest- an tíma til að njóta samvista við vini þína. Þetta er einnig góður tími til að leita sátta. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA Lengi býr að fyrstu gerð. Þessi speki á einkar vel við um vörnina. Setjum okkur í spor austurs, sem er í vörn gegn fjórum spöðum: Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠43 ♥Á8752 ♦D83 ♣D98 Austur ♠76 ♥106 ♦ÁK7642 ♣Á63 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 spaði Pass 1 grand 2 tíglar 4 spaðar Pass Pass Pass Makker spilar út tígultíu, lítið úr blindum, þú setur kónginn og sagnhafi gosann. Hvernig viltu verjast? Ef makker á 109x í tígli virðist skást að spila hjarta- tíu og reyna að brjóta þar slag. En ef útspilið er frá tí- unni annarri (og suður að blekkja með Gx) horfir málið öðruvísi við. Vandinn er að sjá ekki lengd makkers í tígli. Spilið er frá 13. umferð Reykjavíkurmótsins á fimmtudaginn og viðkom- andi austur valdi að spila hjarta með slæmum árangri: Norður ♠43 ♥Á8752 ♦D83 ♣D98 Vestur Austur ♠985 ♠76 ♥943 ♥106 ♦105 ♦ÁK7642 ♣K10542 ♣Á63 Suður ♠ÁKDG102 ♥KDG ♦G9 ♣G7 „Höfðum við ekki talað um að spila þriðja hæsta frá 109x í lit makkers?“ Vestur var skiljanlega ekki ánægð- ur með vörnina og rifjaði upp fyrra samkomulag, sem austur hafði greinilega gleymt. En reglan er góð og hreinsar stöðu sem þessa al- gerlega. Ef austur veit að makker á tvíspil í tígli, tekur hann næst á tígulás, svo laufás og hlýðir kalli vesturs þar. Einfalt, ef grunnreglan er til staðar. BRIDS Guðmundur Páll Arn- arson 50 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 18. jan- úar, er fimmtug Ragnheið- ur Jóhanna Eyjólfsdóttir, Holtsgötu 6. Hún tekur á móti skyldfólki og vinum á heimili sínu frá kl. 16–19. 90 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 19. janúar, er níræður Árni Jónsson, fyrrv. land- námsstjóri frá Sandfells- haga í Öxarfirði. Árni er að heiman á afmælisdaginn en sendir vinum og sam- ferðafólki hugheilar kveðjur í tilefni dagsins. RÍKUR OG FÁTÆKUR Ríkur búri ef einhver er, illa máske þveginn, höfðingjar við síðu sér setja hann hægra megin. Fátækur með föla kinn fær það eftirlæti, á hlið við einhvern hlandkoppinn honum er ætlað sæti. Hjálmar Jónsson í Bólu. LJÓÐABROT Ég vil byrja á því að þakka þau viðbrögð, sem ýmsir lesendur þessara pistla hafa sýnt þeim, eftir að ég fór að gefa bæði upp síma- númer mitt og netfang. Þannig hafa þeir veitt mér ýmis umræðuefni, sem ég vona, að geti komið ein- hverjum að gagni. Sann- leikurinn er jú sá, að í öllu því orðaflóði, sem streymir um blöð og ljósvaka, hlýtur margt að fara fram hjá mér. Þetta bið ég menn gjarnan að hafa í huga. Þá tek ég fegins hendi, þegar lesendur hafa rekizt á eitt- hvert orð eða orðasamband í mæltu máli, sem þeir kannast ekki við úr máli sínu. Eftir síðasta pistil ræddi lesandi við mig um orð þau, sem eru í fyrirsögn pistilsins og honum finnst ekki alveg rétt notuð. Mað- ur hafði orðið fyrir slysi og var á eftir haldið sofandi fyrst um sinn. Þá var ko- mizt svo að orði í frétt nokkru síðar, að ástand hans væri stöðugt. Þetta fannst viðmælanda mínum tæplega rétt orðalag. Hér hefði farið betur að segja, að líðan hans væri óbreytt. Ekki veit ég, hvort lesend- ur geti talið þessi orð eins konar samheiti. Hvort sem heldur er, hygg ég erfitt að synja fyrir fyrrgreinda orðalagið. Samt er ég sam- mála lesandanum um það, að no. líðan eigi að jafnaði betur við í slíkri frásögn. Reyndar er það orð ekki tekið sem samheiti við no. ástand í Íslenskri sam- heitaorðabók, en þar eru mörg önnur nafnorð tekin sem samheiti. Það segir auðvitað ekki, að önnur no. geti ekki einnig átt þar heima. Fróðlegt er að fá skoðanir lesenda um þetta. Sími 557 4977 og tölvufang jaj@simnet.is - J.A.J. ORÐABÓKIN Ástand – líðan 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. g3 d5 4. Bg2 Bb4+ 5. Bd2 Be7 6. Rf3 O-O 7. O-O c6 8. Db3 Rbd7 9. Bf4 a5 10. a4 Rb6 11. Rbd2 Rh5 12. Be3 Bb4 13. Dc2 Rf6 14. Bf4 Rh5 15. Bg5 f6 16. Be3 g5 17. b3 Rg7 18. h4 h6 19. Bh3 De8 20. Rh2 Rf5 21. Rdf3 Dg6 22. hxg5 hxg5 23. Bd2 Bxd2 24. Dxd2 Hf7 25. Dd3 Hh7 26. Bg4 Rd7 27. cxd5 cxd5 28. Hac1 Rf8 29. Hc5 Re7 30. Dxg6+ Rexg6 31. Hfc1 Bd7 32. Re1 Bc6 33. Rd3 Re7 34. e3 Kf7 35. Bf3 Rd7 36. H5c2 e5 37. dxe5 fxe5 38. Rg4 e4 39. Rde5+ Rxe5 40. Rxe5+ Ke6 41. Rxc6 Rxc6 42. Bg2 g4 43. Hc5 Hah8 44. Hb5 Hd7 45. Hd1 Hc8 46. Hc1 Hh8 47. Hd1 Hc8 48. Hc1 Hdc7 49. Bf1 Re5 50. Hxc7 Rf3+ 51. Kg2 Hxc7 52. Hb6+ Ke5 53. Hh6 Hc2 54. Hg6 Kf5 55. Hd6 Hd2 56. Bb5 Hd1 57. Bf1 Staðan kom upp í Meist- araflokki Hastingsmótsins sem lauk fyrir skömmu. Abhijit Kunte (2535) hafði svart gegn Peter Heine Nielsen (2626). 57... d4! 58. exd4 e3 59. Hd5+ 59. fxe3 gekk ekki upp vegna 59...Hd2+ 60. Kh1 Hh2#. 59... Ke6 60. Hd8 Ke7 og hvítur gafst upp enda fátt til varna eftir 61. Hd5 e2. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Nú erum við komin til svörtustu Afríku! LANDSPÍTALI - HÁSKÓLASJÚKRAHÚS SLYSA- OG BRÁÐADEILD, Fossvogi sími 543 2000. BRÁÐAMÓTTAKA, Hringbraut sími 543 2050. BRÁÐAMÓTTAKA BARNA, Barnaspítala Hringsins sími 543 1000. BRÁÐAMÓTTAKA GEÐDEILDA, Hringbraut sími 543 4050. NEYÐARMÓTTAKA v/nauðgunarmála, Fossvogi sími 543 2085. EITRUNARMIÐSTÖÐ sími 543 2222. ÁFALLAHJÁLP sími 543 2085. LÆKNAVAKTIR BARNALÆKNIR er til viðtals á stofu í Domus Medica á kvöldin v.d. kl. 17–22, lau., sun. og helgid., kl. 11–15. Upp- lýsingar í s. 563 1010. LÆKNAVAKT miðsvæðis fyrir heilsugæsluumdæmin í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafn- arfirði, í Smáratorgi 1, Kópavogi. Mótttaka kl. 17–23.30 v.d. og kl. 9–23.30 um helgar og frídaga. Vitjanabeiðni og símaráðgjöf kl. 17–08 v.d. og allan sólarhringinn um helg- ar og frídaga. Nánari upplýsingar í s. 1770. TANNLÆKNAVAKT – neyðarvakt um helgar og stórhá- tíðir. Símsvari 575 0505. APÓTEK LYF & HEILSA: Austurveri við Háaleitisbraut. Opið kl. 8– 24, virka daga, kl. 10-24 um helgar. Sími 581 2101. LYFJA, Lágmúla: Opið alla daga ársins kl. 8–24. S. 533 2300. LYFJA, Smáratorgi: Opið alla daga ársins kl. 8–24. Sími 564 5600. NEYÐARÞJÓNUSTA BAKVAKT Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er starf- rækt eftir kl. 16.15 virka daga, allan sólarhringinn aðra daga. Sími 892 7821, símboði 845 4493. HJÁLPARSÍMI Rauða krossins, fyrir þá sem þjást af dep- urð og kvíða og eru með sjálfsvígshugsanir. Fullum trún- aði heitið. Gjaldfrjálst númer: 1717, úr öllum símum. TRÚNAÐARSÍMI RAUÐAKROSSHÚSSINS. Ráðgjafar- og upplýsingasími ætlaður börnum, unglingum og að- standendum þeirra. Nafnleynd. Opið allan sólarhr. Gjald- frjálst númer: 1717 – Netfang: husid@redcross.is VINALÍNA Rauða krossins, s. 561 6464. Grænt númer 800 6464, er ætluð fólki 20 og eldri sem þarf einhvern til að tala við. Svarað kl. 20–23. BILANAVAKT BORGARSTOFNANA, sími 5 800 430 tek- ur við tilkynningum um bilanir og liðsinnir utan skrif- stofutíma. NEYÐARSÍMI FORELDRA 581 1799 er opinn allan sólar- hringinn. Vímulaus æska- Foreldrahús. Neyðarnúmer fyrir allt landið - 112 ÞJÓNUSTA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.