Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 73
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 73
Fyrir nokkrum árum drókunningi minn mig með sérá tónleika í New York. Égvissi ekkert um hljómsveit-
ina sem átti að spila annað en að hún
var frá Mexíkó, en eftir tónleikana
var ég með það á hreinu að þar var
komin ein skemmtilegasta hljómsveit
sem ég hafði séð á sviði, tónlistin
frumleg blanda af rokki. fram-
úrstefnu, poppi, tilraunatónlist og
mexíkanskri þjóðlagatónlist. Hljóm-
sveitin var Café Tacuba og hún var að
kynna plötuna Re. Seint á síðasta ári
kom út ný plata Café Tacuba, Quatre
Caminos, sem hlotið hefur mikið lof.
Á níunda og tíunda áratugnum
varð mikil vakning í rokki á spænsku
um allan hinn spænskumælandi
heim, á Spáni og í Suður-Ameríku. Sú
hreyfing kallaðist Rock en español,
en hreyfiaflið var að sungið var á
spænsku. Þjóðleg tónlist og létt dæg-
urtónlist hafði jafnan verið með
spænskum söngtextum, en fram að
Rock en español-hreyfingunni var al-
siða að spænskar og suður-amerískar
rokksveitir flyttu lög sín á ensku.
Þessi hreyfing skilaði grúa skemmti-
legra hljómsveita, þar á meðal mexí-
kósku sveitinni Café Tacuba sem líkt
hefur verið við Pogues, Bítlana („Re
er eins og hvíta albúmið“), Radiohead
(„Quatre Caminos er Kid A fyrir
spænskumælandi“) og svo má telja.
Kaffihúsið við Tacuba götu
Stofnendur Café Tacuba voru þeir
Rubén Albarrán og Joselo Rangel
sem kynntust í háskóla í Mexíkóborg
1989 þar sem þeir voru báðir að læra
grafíska hönnun. Áhugi á síðpönki
sameinaði þá og þeir ákváðu að stofna
hljómsveit. Þeir voru báðir gítarleik-
arar og fengu bróður Rangels, Qui-
que, í lið með sér sem bassaleikara,
en hann var einnig við nám í skól-
anum. Fjórði maður í sveitinni var
svo hljómborðsleikarinn og verk-
fræðineminn Emmanuel Del Real,
kallaður Meme. Þeir sem þekkja skíf-
ur sveitarinnar hafa eflaust tekið eftir
því að Albarrán er ekki nefndur svo á
umslögum þeirra, enda hefur hann
ævinlega komið fram undir öðru
nafni og öðrum nöfnum reyndar,
skipt um nafn fyrir hverja plötu, á
Quatre Caminos heitir hann Elfego
Buendía, en hefur áður notað nöfnin
Pinche Juan, Cosme, Anónimo, Nrü
(borið fram tsíú), Amparo Tonto
Medardo In Lak’ech og Gallo Gasss.
Nafn hljómsveitarinnar er svo komið
af veitingahúsi í Mexíkóborg, Café
Tacuba, kaffihúsið við Tacuba götu.
Framan af var sveitin undir sterk-
um áhrifum af bresku síðpönki sem
vonlegt er, vildu stæla The Smiths,
Cure og Pixies en aðrir áhrifavaldar
voru mexíkóskir eftir því sem þeir
hafa sjálfir rakið, pönksveitin Ritmo
Peligroso, sem fræg varð meðal ann-
ars fyrir að skreyta pönkið kúb-
versku slagverki, galsarokksveitinni
Botellita de Jerez og Jaime López,
sem menn nefna hinn mexíkóska
Leonard Cohen fyrir pælda texta.
Með tímanum ákváðu þeir félagar að
rafrokk væri ekki nóg til að skila því
sem þeir vildu segja, tóku upp kassa-
gítara og kontrabassa, en Meme sá
um takt með ódýrum trommuheila
sem innbyggður var í hljómborð, en
aðalhljóðfæri hans varð melódíka
(munnorgel).
Frekar svið en hljóðver
Með þessa hljóðfæraskipan og Al-
barrán sem söngvara byrjaði sveitin
að spila allstaðar þar sem því varð við
komið, en á einum af fyrstu tón-
leikum Café Tacuba var argentínskur
tónlistarmaður og upptökustjóri,
Gustavo Santaolalla, sem hreifst svo
af að hann hvatti þá félaga til að fara í
hljóðver. Þeir voru þó ekki á því, sag-
an segir að þeir hafi frekar viljað spila
á sviði en brasa í hljóðveri. Það var
ekki fyrr en þeim bauðst almennileg-
ur útgáfusamningur að þeir voru til í
upptökur og fyrsta platan kom svo út
1992 á vegum Warner útgáfurisans
og bar einfaldlega nafn sveitarinnar.
Tónlistin á þessari fyrstu skífu er
mun pönkaðri en það sem síðan hefur
komið, greinilegt að þeir félagar eru
enn að glíma við dálæti sitt á þeim
hljómsveitum sem gáfu fyrsta inn-
blásturinn, en lyftir plötunni til muna
að á henni eru þeir þegar byrjaðir á
tilraunamennskunni sem gera hana
svo eftirminnilega, beita mexíkóskum
töktum, ska og óhljóðum.
Platan seldist í meiri mæli í heima-
landinu en nokkur átti von á, setti
reyndar sölumet, og í kjölfarið fór
sveitin í langa tónleikaferð um
Mexíkó og hélt sína fyrstu tónleika í
Bandaríkjunum.
„Hvíta albúmið“
Næsta skífa kom svo 1994 og kall-
aðist einfaldlega Re. Henni var gríð-
arlega vel tekið, hefur iðulega verið
líkt við hvíta albúm Bítlanna eins og
getið er, þá helst fyrir það hve fjöl-
breytt hún er og margslungið verk;
tuttugu laga safn með ótrúlegum út-
úrdúrum og tilvísunum í allt frá frum-
stæðri indíánatónlist í nútímalega
raftónlist, aðallega rokk en líka popp,
pönk, ska, r&b, óhljóð, salsa, desc-
arga, ragtime, danzón og svo má telja
– afbragðs plata.
Tónleikaferðin til að fylgja Re eftir
var umfangsmeiri en áður og nú lék
sveitin á þónokkrum tónleikum í
Bandaríkjunum. Þegar heim var
komið hraus þeir Café Tacuba-
félögum hugur við að fara strax í
hljóðver að búa til nýja plötu, en voru
þó með í farteskinu nokkuð af laga-
hugmyndum og bútum sem orðið
höfðu til á tónleikaförinni löngu. Í
stað þess að vinna frekar í þeim lög-
um að svo stöddu ákváðu þeir að lyfta
sér aðeins upp og tóku upp nokkur
uppáhaldslög eftir aðra á mettíma og
gáfu út undir nafninu Avalancha de
Éxitos.
Sú plata kom út 1996, en á henni
eru meðal annars gamlar lummur
(„Perfidia“ eftir Alberto Dominguez)
og vinsæl lög frá öðrum löndum Suð-
ur-Ameríku, þar á meðal „Chilanga
Banda“ eftir áðurnefndan Jaime Ló-
pez sem sungið var á mexíkósku
götuslangri sem enginn skildi utan
Mexíkóborgar en varð þó gríðarlega
vinsælt um alla Suður-Ameríku í
flutningi Café Tacuba.
Chéverecachaimachochidoché
Í kjölfar Avalancha de Éxitos
fylgdi mikil tónleikaför undir nafninu
Chéverecachaimachochidoché, sem
er samsteypa af fimm Suður-
Amerískum slanguryrðum yfir „fínt /
frábært“. Alls lék sveitin á 59 tón-
leikum í 13 löndum Suður- og Norð-
ur-Ameríku, allt frá Santiago de
Chile til Central Park í New York.
Eftir þá miklu ferð ákváðu þeir að
breyta til þegar næsta skífa væri
unnin. Fram að því höfðu þeir haft
þann háttinn á að menn komu með
lög eða hugmyndir hver fyrir sig og
unnu svo í sameiningu. Nú vildu þeir
breyta til, hófu upptökur án þess að
vera með nokkuð undirbúið fyr-
irfram, skiptust á hljóðfærum og
ákváðu að hafa lögin án söngs. Til við-
bótar við þau hljóðfæri sem þeir
höfðu stuðst við fram að þessu, komu
svo ýmisleg hljóð og óhljóð sem þeir
höfðu safnað á götu úti í Mexíkóborg
og víðar aukinheldur sem lögin á plöt-
unni hétu ekki eiginlegu nöfnum
heldur númerum sem valin voru af
handahófi, t.d. „5.1“ og „13“. Quique
lýsti því sem svo að þeir hafi eiginlega
aldrei ætlað að gefa tónlistina út,
þetta hafi verið eins konar meðferð
fyrir þá félaga, en upptökustjóranum
fannst platan svo vel heppnuð að
hann hvatti þá til að gefa hana út.
Plötuna kölluðu þeir svo Revés,
afturábak / öfugt. Frammámönnum
hjá Warner leist ekki á blikuna þegar
þeir heyrðu plötuna og vildu ekki
gefa hana út við svo búið, töldu að
hún myndi spilla fyrir hljómsveitinni
og ekki seljast upp í kostnað. Eftir
nokkurt stapp létu Café Tacuba-
félagar undan þrýstingnum og féllust
á að bæta við lögum með söng, eða
réttarar sagt að bæta við annarri
plötu svo úr yrði tvöföld plata / disk-
ur. Þeir grófu upp lögin sem urðu til á
Re tónleikaferðinni og legið höfðu í
salti síðan og tóku upp plötuna
YoSoy.
Grammy-verðlaun
Reves/YoSoy kom út 1999 og var
einkar vel tekið af gagnrýnendum og
gott betur því hún fékk Grammy-
verðlaun sem besta suður-ameríska
plata ársins. Þrátt fyrir það og þó
Warner, útgefandi Reves/Yosoy, hafi
lagt mikið á sig til að selja plötuna
seldist hún ekki nema miðlungi vel.
Hljómleikaferð til að fylgja skífunni
eftir var löng og að henni lokinni
ákváðu liðsmenn sveitarinnar að taka
sér frí. Þeir hættu þó ekki að vinna
tónlist, lögðu til músík í mexíkósku
kvikmyndirnar Y tu mama tambien
og Amores perros, unnu verk með
Kronos-kvartettinum sem er að finna
á þeirri ágætu plötu Nuevo, sendu frá
sér sólóskífur og tóku þátt í ýmisleg-
um uppákomum.
Fríið var líka notað til að gera nýj-
an útgáfusamning, við MCA, og á
þarsíðasta ári sneru þeir sig í gang
með stuttskífunni Vale Callampa, en
á henni voru fjögur lög eftir chilesku
rokksveitina Los Tres sem þá var ný-
hætt, að því þeir segja eins konar
virðingarvottur við þá prýðilegu
hljómsveit sem var í miklum metum
manna á meðal í Suður-Ameríku þó
fáir þekki hana utan álfunnar.
Upptökur á nýrri breiðskífu hófust
svo sama ár og nú var tekið upp í Los
Angeles, Buffalo og Mexíkóborg.
Upptökustjórar voru þeirra gamli fé-
lagi Gustavo Santaolalla, sem komið
hefur að öllum plötum sveitarinnar,
Dave Fridmann, sem frægur er fyrir
samstarf sitt við Flaming Lips, Merc-
ury Rev og Andrew Weiss, sem vann
meðal annars með Ween.
Platan Cuatro Caminos, fjórar leið-
ir, ber nafn neðanjarðastöðvar og
mikilla gatnamóta í Mexíkóborg. Hún
er fjölbreytt eins og Café Tacuba er
siður, en um leið aðgengilegri en
margt það sem sveitin hefur áður
gert, greinilegt að fríið hefur gert
sveitarmönnum gott. Á plötunni fá
rafgítarar að njóta sín í fyrsta sinn í
sögu Café Tacuba frá því þeir lögðu
slík tól á hilluna á sínum tíma. Þeir fá
einnig til liðs við sig trommuleikara í
fyrsta sinn, Victor Indrizzo, sem leik-
ið hefur með Beck, Macy Gray og
Chris Cornell og Joey Waronker,
sem spilað hefur með Beck, R.E.M.
og Smashing Pumpkins. Ýmsir urðu
til þess að velja Quatre Caminos
plötu ársins eða eina af plötum ársins,
en hún á þó enn eftir að fá þá dreif-
ingu og kynningu sem vert er um svo
ágætt verk.
Fjórar leiðir
Café Tacuba.
Þó að hugsanlega þekki fáir hana hér á landi
eru menn víða um heim á því að mexíkanska
hljómsveitin Café Tacuba sé með fremstu
rokksveitum heims og nýjasta plata hennar,
Quatre Caminos, mikið meistaraverk.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Nýbýlavegi 12 • 200 Kópavogi • Sími 554 4433
Opið virka daga 10-18, laugardaga 11-15
Útsala
Staður Nafn Sími 1 Sími 2
Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Ólafur Snorri Ottósson 435 0098 694 7372
Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019/864 4820/690 7361
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík María Jane Duff 475 6662
Búðardalur Anna María Agnarsdóttir 434 1381
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 662 1373
Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 846 8123
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 895 0222
Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjáns. 436 6925
Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683
Hvammstangi Gunnar Þorvaldsson 451 2482 894 5591
Hveragerði Erna Þórðardóttir 483 4421 862 7525
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 821 3475
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8378 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Jakop Antonsson 486 8983
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2347 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305
Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230
Raufarhöfn Alda Guðmundsdóttir 465 1344
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/892 0488/866 9574
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Margrét Hróarsdóttir 464 4464
Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 862 2888
Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700
Seyðisfjörður Hanna Lísa Vilhelmsdóttir 472 1102 690 2415
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Þórey og Sigurbjörn 452 2879 868 2815
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Ingibjörg Ólafsdóttir 456 4936
Tálknafjörður Rakel Guðbjörnsdóttir 456 2595 696 2663
Varmahlíð Ragnar Helgason 453 8134 867 9649
Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131
Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 698 7521
Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 848 6475
Þingeyri Arnþór Ingi Hlynsson 456 8285
Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249
Dreifing Morgunblaðsins
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
loftk stalinn@simnet.is
Fim. 22. janúar kl. 20 laus sæti
Lau. 31. janúar kl. 20 laus sæti
Lau. 7. febrúar kl. 20 laus sæti
„Frábært-drepfyndin-átakanlegt“
Opið virka daga kl. 13-18