Morgunblaðið - 18.01.2004, Síða 74
74 SUNNUDAGUR 18. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra
tíma.“
ÞÞ FBL
„VÁ. Stórfengleg
mynd.“
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Sýnd kl. 5.50 og 8.
Yfir 75.000 gestir
HJ MBL VG. DV
Sýnd kl. 2, 4 og 8. B.i. 12.
Sýnd kl. 2. Með íslensku tali.
Kvikmyndir.com
Sýnd kl. 10.10.
Stranglega bönnuð yngri en 16 ára.
Frábær rómantísk gamanmynd
með ótrúlegum eikkonum
HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30
Sýnd kl. 2 og 3.30.
Íslenskt tal.
Kvikmyndir.com
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 1.40, 3.45, 5.50, 8 og 10.15. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Frábær rómantísk
gamanmynd
með ótrúlegum
leikkonum
Frumsýning
Stórskemmtileg gamanmynd með Brittany Murphy (8 Mile og
Just Married) sem fer að passa ríka litla stelpu eftir að hún
stendur uppi peningalaus. Með hinni frábæru Dakotu Fanning.
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10. B.i. 12 ára.
kl. 2, 6 og 10.
EPÓ kvikmyndir.com
„Besta ævintýramynd allra tíma.“
HJ MBL
ÞÞ FBL
„VÁ. Stórfengleg mynd.“
„Besta mynd ársins.“
SV MBL
Yfir 75.000 gestir
VG. DV
ÞEIR Sveppi og Auddi hafanú keyrt 70 mínútur semtvíeyki í um eitt ár. Ámorgun verða hins vegar
vatnaskil þegar Pétur Jóhann Sig-
fússon, betur þekktur sem Pétur
Ding Dong, slæst í hópinn. Hann
hefur verið annar umsjónarmanna
morgunþáttarins Ding Dong á
FM957 til þessa og var síðasti
þátturinn hans þar á föstudaginn.
Hvað kom til að Pétur var ráð-
inn? Var það vegna Svínasúp-
unnar þar sem þið lékuð saman?
Sveppi: „Þetta var fyrir ótrú-
lega slysni sem hann var ráðinn.“
Auddi: „Mjög mikla. Við hittum
hann á ganginum og báðum hann
um að vera í einum þættinum
okkar. Þetta var á föstudegi og
við vorum illa undirbúnir.“
Sveppi: „Um kvöldið fékk ég
svo SMS frá yfirmanninum okkar
þar sem hann lýsti yfir mikilli
ánægju með Pétur.“
Pétur: „Það var að nást mjög
afslappað andrúmsloft. Við tókum
eiginlega ekki eftir því að það
væri myndavél á okkur. Ég held
nefnilega að ein af ástæðunum
fyrir vinsældum þáttarins sé sú að
það er engin tilgerð í gangi.“
Þriðji maðurinn
Af hverju þriðja manninn?
Auddi: „Það þarf þrjá menn til
að gera þáttinn almennilega ef
svo má segja. Það er ansi stíft að
klára klukkutíma þátt, fimm daga
vikunnar. Við erum því búnir að
vera með augun opin en vildum
ekki rasa að neinu. Þetta er alveg
búið að ganga hjá okkur tveimur
en það verður mjög gott að fá
nýtt innlegg; nýjar hugmyndir frá
Pétri.“
Pétur: „Maður er skíthræddur
við að verða maðurinn sem eyði-
lagði 70 mínútur! En án gríns þá
líst mér mjög vel á þetta og ég er
búinn að segja starfi mínu lausu í
Ding Dong.“
Sveppi: „Hann sagði upp og
hann fór „upp“! (Í aðalstöðvum
Norðurljósa er útvarpssviðið á
neðri hæðinni en sjónvarpsstöðv-
arnar á þeirri efri).“
Pétur: „Ég hlakka rosalega
mikið til. Það er gaman að breyta
til en ég er búinn að vera í Ding
Dong í fjögur ár.
Þetta er orðið eins og að vinna
í byggingarvöruverslun.“
Verða gerðar gagngerar breyt-
ingar á þættinum?
Sveppi: „Nei, það get ég nú
ekki sagt. Þátturinn gengur vel
og við höfum fínt áhorf. Þetta er
ekki sökkvandi skip sem við erum
að reyna að bjarga. Við erum
bara að bæta í – fá aukamótor í
bátinn og mála hann upp á nýtt.
Pétur: „Auk þess sem boðið
verður upp á veitingar um borð
(allir hlæja).“
Er pressan mikil?
Auddi: „Það er mjög skrýtin
keyrslan í þessum þætti. Það er
ekki erfitt að framkvæma hlutina
en það getur verið flókið að fá
hugmyndirnar.“
Sveppi: „Þær verða að vera
þannig að þær séu auðveldar í
framkvæmd. Við erum t.d. ekki
með tökumann, þetta eru bara ég
og Auddi.“
Af þvottaskap
Nú seldist mynddiskurinn ykkar
í 14.000 eintökum, áttuð þið von á
því?
Sveppi: „Nei. En við stefndum
að gulli, það var markmiðið. Það
voru veðmál í gangi og einn sagði
8.500 eintök. Hann var talinn vera
bilaður.“
Og tríóið tekur svo til óspilltra
málanna á mánudaginn kemur …
Auddi: „Fyrsti þátturinn verður
suddalegur. Pétur tekur þá þeirri
áskorun að fara í gegnum bíla-
þvottastöð á sundbol. Við höfum
allir gert þetta!“
Talandi um þvott … segðu mér
Sveppi, þegar þú skvettir vatninu
á Audda (eins og sjá má á mynd-
diskinum) og settir hann í ærleg-
an morgunþvott, þurftir þú að
nota svona mikið vatn? Var ekki
óþarfi að hálfylla risa bala?
Sveppi: „Ha ha. Já, þennan dag
vorum við búnir að ákveða að
mæta fyrr í vinnuna og taka dag-
inn snemma. En sáum þá gott
færi til að taka upp eitt atriði áð-
ur …“
Auddi: „Ég er ekki að grínast,
það var allt á floti. Rúmið mitt
stóð úti á svölum í þrjá daga. Ég
Hin heilaga
þrenning?
Pétur Jóhann Sigfússon (Pétur Ding Dong)
mun frá og með morgundeginum slást í lið með
þeim Audda og Sveppa í 70 mínútum. Arnar
Eggert Thoroddsen ræddi við piltana, bæði í
gamni og alvöru.
Sveppasamloka. Strákarnir í 70 mínútum er strax orðnir algjörar samlokur.
70 mínútur fá liðsauka